Tíminn - 02.10.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 02.10.1975, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 2. október 1975 TÍMINN 11 JÓHANNES VAR SANNSPÁR — þegar hann sagði að leikurinn myndi fara 6-0 í Skotlandi — en honum lauk 7-0 fyrir Celtic CELTIC-leikmaðurinn islenzki og fyrrum leikmaöur Vals, Jóhannes Eðvaldsson stóð svo sannarlega við orð sin, um það að Celtic myndi vinna Val með miklum yfirburðum þegar liðin kepptji i Skotlandi. Hann nefndi cöiuna 6-0 eftir leik liðanna á Laugardals- vellinum fyrir skömmu, — og þótti það mönnum mikil bjart- sýni. — Þessi orð Jóhannesar urðu að veruleika i gærkvöldi, þegar Celtic vann Val i siðari leik liðanna í Evrópukeppninni með 7- 0, og gerði Jóhannes sjálfur eitt mark gegn sinum gömlu félögum. Valsmenn fóru enga frægðar- ferð til Skotlands, Celtic- leikmennirnir hreinlega léku sér að þeim, sérstaklega i fyrri hálf- leiknum, en þá skoruðu skotarnir fimm mörk. En Valsmenn réttu svolitið úr sér i seinni hálfleik og sköpuðu sér þá nokkur marktæki- færi, sem nýttust þó ekki. |Skot- arnir bættu sinan tveimur mörk- um við i siðari hálfleiknum og lokatölur leiksins urðu 7-0 — stór- sigur Celtic. Skotarnir komast áfram i 2. umferð keppninnar, skoruðu alls 9 mörk á móti Val, og fengu á sig ekkert. Þeir sem skoruðu fyrir Celtic i gærkvöldi voru, Jóhannes Eðvaldsson Hood (2) Daglish, Mcclusky úr viti, Deans og Callaghan. Áhorfendur i gærkvöldi voru 16.000 talsins. Evrópuleikir í gærkvöldi Úrslit leikja i Evrópu- keppni meistaraliða i gærkvöldi: Fenerbahce, Istanbúl (Tyrk- landi — Benfica (Portúgal) 1-0 Engin skoraöi 'fyrir Tyrkina, en Benfica komst léttilega áfram i keppninni, þvi þeir unnu Tyrkina á heimavelli sinum með 7-0. Ben- fica áfram, vann samanlagtr 7-1. FC Magdeburg (A-Þýzkalandi) — Malmoe (Sviþjóð) 2-1 Hoffman og Streich skoruðu fyrir Þjóðverjana, Andersson fyrir Sviana. 35.000 áhorfendur fylgdust með leiknum, en sú staða kom upp, að eftir báða leikina, heima og heiman, voru .liðin jöfn. Fram fór vitaspyrnukeppni til að fá fram úrslit og þar sigruðu Sviarnir og komast þvi áfram i aðra umferð. Hajduk Split (Júgóslaviu — Flori- ana Valletta (Möltu) 3-0 Buljan, Djordjevic og Salov skoruðu. Hajduk vann samanlagt 8-0 og kemst áfram i aðra umferð. Áhorfendur voru 8.000. Bayern Munich (V-Þýzkalandi — Jeunesse D’Esch (Luxemburg) 3-1 Schuster skoraði þrennu fyrir Bayern, Zwally skoraði fyrir Luxemborgar-liðið. Bayern áfram, vann samanlagt 8-1. Áhorfendur 4.000. Boheminas (írlandi) — Rangers, (Skotlandi) 1-1. Rangers kemst áfram, vann samanlagt 5-2. Johnstone skoraði mark Rangers, en O’Connor mark Iranna. Derby County (Englandi) — Slovan (Tékkóslóvakiu) 3-0 Bourne og Lee (2) skoruðu mörk Englandsmeistaranná, sem komast áfram i keppninni, unnu samanlagt 3-1. Ahorfendur rúm- lega 30.000. Wacker (Austurriki) —Borrussia Moenchengladbach (V-Þýzkal.) 1-6 Heynckes skoraði fernu. Stilke eitt og Simonsen eitt fyrir Þjóð- verja, en Wacker skoraði fyrir Austurrikismenn. Þýzka liðið áfram, vann 4-2 samanlagt. Ahorfendur 20.000. Úrslit leikja i Evrópu- keppni bikarliða i gær- kvöldi: Djurgaarden, Stokkhólmi (Svi- þjóð) —'Wrexhain (Wales) 1-1 Loevfors skoraði fyrir Sviana, Whittle fyrir Wrexham, og welska liðið kemst áfram. vann samanlagt 3-2. FC Den, Haag (Hollandi)—Vejle BK (Danmörku) 2-0 Parazic og Mansveld skoruðu mörkin i leiknum. Hollenzka liðið kemst áfram, vann samanlagt 4- 0. Ahorfendur 8.000. West Ham United (Englandi) — Reipas Lahti (Finnlandi) 3-0 Robson skoraði tvennu fyrir West Ham og Jennings bætti þriðja markinu við. West Ham kemst áfram i keppninni, vann saman- lagt 5-2. Áhorfendur rúmlega 24.000. Celtic (Skotlandij— Valur (Is- landi) 7-0 Mörk Celtic skoruðu, Jóhannes Eðvaldsson, Dalglish, Mcclusky úr viti, Ilood (2) Deans ag Callag- han. Celtic heldur áfram i keppn- inni, vann samanlagt 9-0. Áhorf- endur 16.000. SC Anderlecht (Belgiu) — Rapid (Rúmeníu) 2-0 Van Binst og Rensenbrik skoruðu mörk Belga sem komast áfram i bikarkeppninni unnu samaniagt 2-1. Áhorfendur 20.000. Úrslit leikja i UEFA- keppninni í gærkvöldi: Red Star (Júgóslaviu) — Univer- sitatea Craiova (Rúmeniu) 1-0 Filipovic skoraði mark Rauðu stjörnunnar úr vitaspyrnu, en Crisau skoraði mark Universita- tea. — Rauða stjarnan kemst áframi 2. umferð, vann saman- lagt 4-2. Ahorfendur 20.000. Avenir Beggen (Luxemburg) — FC Porto (Portúgal) 0-3 Julio, Grilli og Seninho skoruðu fyrir Porto, og vann liðið samtals 10-0 og kemst þar af leiðandi áfram i keppninni. Áhorfendur voru fjögur þúsund. Hamburg SV (V-Þýzkalandi) — Young Boys (Sviss) 4-2 Raiman, Bertl (2) og Bjoernmose skoruðu fyrir Hamburg, en Sieg- enthaler skoraði bæði mörk ,,ungu strákanna”. Hamburg kemst áfram, vann samanlagt 4- 2. Áhorfendu-r 28.000. Aston Villa (Englandi) —FC Ant- werp (Hollandi) 0-1 Kodat skoraði mark Antwerp. sem komast áfram, unnu saman- lagt 5-1. Áhorfendur rúmlega 31.000. Ipswich Town (Englandi) — Fey- enoord (HoIIandi) 2-0 Woods og Whymark skoruðu mörk Ipswich, sem kemst áfram i 2. umferð, vann samanlagt 4-1. Ajax (Ilollandi) — Glentoran t.\- írlandi) 8-0. Ajax-liðið áfram, vann samtals 14-1. Áhorfendur 5.000. Milan (ítaliu) — Everton (Eng- landi) 1-0 Paloni skoraði fyrir Milan, sem kemst áfram, vann samanlagt 1- 0. Áhorfendur 50.000. FC Bruges (Belgiu) — ölypoique Lyonnais (Frakklandi) 3-0 Bruges kemst áfram, vann sam- anlagt 6-4. Áhorfendur 18.000. Pólverjar með fullt hús stiga PðLSKA laridsliðið i handknatt- leik, sem leikur hér tvo leiki urn næstu helgi er um þessar mundir i keppnisferð i Kanada ásamt Sovétmönnum, Dönum, Banda- rikjamönnum, Japönum og heimamönnum. Pólska liðið og sovézka liðið hafa forustu i mót- inu, og eru bæði liðin meðfullt hús stiga, — en liðin eiga eftir að keppa innbyrðis. 1 fyrrakvöld unnu Pólverjarnir stórsigur á Kanadamönnum, 35- 13 — og skoraði Jerzy Klepmel niu mörk i þeim leik og Peotr Ciesla skoraði fimm mörk. Þá léku Danir við Japana og unnu einnig stórsigur, 33-13. 1 liði Dana var Flemming Hansen drýgstur við að skora, hann sendi knöttinn niu sinnum i net Japananna, og Anders Dahl Nielsen skoraði átta mörk. YojiSato var markhæstur i japanska liðinu, skoraði sex mörk. Póslka liðið hafði áður unnið Bandarikjamenn með 34-6 og Japani með 29-15. Sovétmenn höfðu unnið Japani með 28-13 og Bandarikjamenn með 27-8. Athygli vakti að Danir og Bandarikjamenn gerðu jafntefli. 18-18, en Danirnir unnu hins veg- ar Kanadamenn mcð 27-16. Danir eru i þriðjc. sæti ikeppn- inni með tvo sigra og eitt jafntefli, Bandarikjamenn koma þar næst með tvö jafntefli og eitt tap, — og Kanadamenn og Japanir sitja á botninum, hafa ekkert stig hlotið til þessa. Keppni þessi er liður i loka- undirbúningi liðanna fyrir undan- keppni Ólympiuleikanna. sem sennhefst. Aðeins tvö lið komast sjálfkrafa inn i aðalkeppnina. heimsmeistararnir Rúmenar og gestgjafarnir, Kanadamenn. en úrslitakeppnin fer fram i Montreal, þar sem Ólvmpiuleik- arnir 1976 fara fram. AU VARÐI TITIUNN - Ég sagði ykkur að ég væri beztur, sagði hann eftir keppnina við Fraizer í fyrrinótt, sem talin er ein sú blóðugusta í sögu hnefaleikanna MUHAMED ALI, heimsmeistari i hnefaleikum komst i hann krappan i keppni sinni við Joe Fraizer í Manila á Filippseyjum i fyrrinótt, — og i lokin var hann svo örmagna að hann varla gat rætt við fréttamenn. — Ég sagði ykkur að ég væri beztur..ég er meistarinn, sagði Ali og bætti þvi við, að Fraizer hefði þjarmað svo að sér í 10. lotu að hann hefði helzt viljað hætta! Sagði Ali, að þrek Fraizers hefði komið sér mjög á óvart. — Fraizer — sem næstum þvi var borinn inn í búningsherbergið kom ekki upp neinu orði eftir ósigurinn. Keppni Alis og Fraizers var sú blóðugasta i langri sögu hnefaleikanna, en jafnframt einhver jafnasta og skemmti- legasta keppni, sem fram hefur farið, eins og sést kannski bezt á þvi, að eftir 10 lotur, sögðu fréttamenn sem fylgdust með, að sigurinn gæti lent hjá hvor- um sem var. — En siðustu þrjár loturnar gerðu útslagið, Ali barðist sem ljón og mótstaða Fraizers minnkaði. Ali notaði krafta sina til hins ýtrasta og höggin buldu á andliti og höfði Fraizers. — I fjórtándu lotunni notaði Ali höfuð Fraizers eins og box- púða, að sögn Ronalds Batche- lor hjá Reuter, og svo virtist sem Fraizer gæti ekki staðið i fæturna, en engu að siður hélt hann sér uppréttum. Hann riðaði og Batchelor sagði, að það væri engu likara en fætur hans væru úr gúmmii. Eftir öll hin mörgu og þungu högg Alis var andlit Fraizers eitt blóðstykki, augun voru sokkin og það vætlaði blóð úr munnvik- unum. 1 lok lotunnar stöðvaði dómarinn leikinn — Ali haföi varið titil sinn. Þegar dómarinn hafði stöðvað leikinn lagðist meistarinn örmagna i gólfið og mátti vart mæla af þreytu, og þegar hann var kominn inn i búningsher- bergið sendi hann þau skilaboð til fréttamanna sern biðu eftir þvi að Ali segði nokkur vel valin orð um keppnina, — að hann myndi ekki ræða við frétta- menn. —• Þeir mega skrifa um það sem þeir vilja, var haft eftir honum. Fréttamenn bættu þvi þó við, að óliklegt væri að Ali yrði þögull lengi! 1 hringnum i fyrrinótt mætti Ali mjög ákveðinn til leiks og vann fjórar af fyrstu fimm lot- unum, ein var jafntefli. Eftir það sótti Fraizer nokkuð og sjötta lotan var dæmd honum, Ali vann svo sjöundu lotuna, átt- unda lotan var jöfn, Fraizer vann þá niundu ognæstuþrjár lotur voru jafnar, en Ali virtist þó mun friskari. — 1 siðustu tveimur lotunum sýndi hann yfirburði sina og þrek Fraizers minnkaði stöðugt. 1 siðustu lot- unni var augljóst að hverju stefndi. Höggin buldu á höfði og andliti Fraizers, sem gat ekki komið neinum vörnum við — og Batchelor sagði, að 14.^1otan hefði verið bezta lota Ali’s. — Fraizer fékk svo hroðalega meðferð hjá Ali, áð um tima ótt- aðist maður að han ætlaði að skilja höfuðið frá bolnum, sagði fréttamaður Reuters eftir keppnina. Ali vann sjö lotur, Fraizer tvær og fimm voru jafnar. Muhamed Ali sannaði i fyrri- nótt, að hann er bezti hnefa- leikamaður, sem uppi hefur verið — og hann hefur aldrei tapað keppni sem heimsmeist- ari. ,,Ég sagði ykkur að ég væri beztur......sagði ég það ekki?....ég er meistarinn”. Þessi orð Ali’s i lok keppninnar i gær eru orð að sönnu. Ali er meistari hnefaleikanna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.