Tíminn - 02.10.1975, Page 16

Tíminn - 02.10.1975, Page 16
iÍMI 12234 tiERRft EftRÐURINN AÐALSTR'fETI 9 fyrir góóun mat ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Spánn: Þrír lögreglumenn myrtir Reuter/Ntb/Madrid — Þrír lög- reglumenn voru myrtir i gær i Madrid, höfuðborg Spánar, rétt áður en Francisco Franco, þjóð- arleiðtogi Spánar flutti ræðu sina á fjöldafundi þeim, sem haldinn var honum til stuönings i Madrid. Virðist svo sem lögreglumennirn- ir hafi verið myrtir i hefndar- skyni fyrir aftökur mannanna fimm, sem teknir voru af lifi sl. laugardag. 1 ræðu sinni á fjöldafundinum sagði Franco, að mótmælaöldur þær, er risið hefðu erlendis vegna aftöku mannanna fimm, hefðu engin áhrif á stefnu stjórnar- sinnar.Hinn 82 ára gamli þjóðar- leiðtogi sagði i ávarpi til 150 þús- und stuðningsmanna stjórnarinn- ar, aö vinstrisinnar bæru ábyrgð á árásum þeim, er sendiráð og aðrar skrifstofur Spánarstjómar erlendis hefðu orðið fyrir frá þvi dauðadómunuin yfir mönnunum fimm var fullnægt. bárust um, að lögreglumennirnir hefðu verið myrtir rétt áður en fjöldafundurinn i gær hófst. Mun fundur þessi vera fjölmennasti sem skipulagður hefur verið i Madrid. Lögreglumennirnir, sem myrtir voru, stóðu allir vörð fyrir utan bankaútibú eitt I úthverfi Madrid. Fjórði lögreglumaðurinn særðist hættulega. Lögreglan i Madrid sagði, að árásarmennirn- ir hefðu komizt undan i bil. Ekki var vitað i gær, hvort morðingjarnir væru meðlimir i sömu samtökum og mennirnir fimm, sem teknir voru af lífi á laugardaginn, þ.e.a.s. skæruliða- samtökum Baska, ETA og Mao- istasamtökunum FRAP. Franco sagði, að árásin á sendiráð Spánar sýndi glögglega, hvers Spánn mætti vænta frá ákveðnum spilltum þjóðum, sem stöðugt rækju fjandsamlega stefnu gegn Spánarstjórn. Sagði sem skipulagður hefur yerið i Lissabon væri afleiðing þess stjórnleysis, er rikti i stjórnmál- um Portúgals. Það gerist mjög sjaldan að Franco sjáist opinberlega. 1 ræðu sinni i gær þakkaði hann stuðning þann, er honum hefði verið sýnd- ur, og fordæmdi ákaft árásir þær, er Spánarstjórn hefði orðið fyrir erlendis. „Sameinaður Spánn verður aldrei sigraður” hrópaði Franco i lok ræðu sinnar. I flest- um stærri borgum Spánar voru haldnir fundir til stuðnings Francostjóminni og mörg fyrir- tæki og verzlanir höfðu lokað, svo að starfsfólkið gæti tekið þátt i hátiðahöldunum. Umsátrið varir enn Beirut: Vopnahléð rofið Reuter-Beirut — Haröir bardagar urðu á milli vinstri- og hægrisinn- aöra i Beirut i gær, og eru taldir þeir hörðustu sem hafa oröið und- anfarna viku, eða siðan vopnahlé stjórnarinnar átti að taka gildi. Bardagarnir, sem voru I suður- hverfum borgarinnar, vaida þvi aö borgarbúar, sem voru að byrja að fara til vinnu sinnar og ferðast um borgina áhættulaust, verða nú aftur aö haida kyrru fyrir I húsum sinum og samningar milli stjórn- málaflokkanna standa nú I stað. Óeiröirnar hófust á þriðjudags- kvöld, eftir að kom til bardaga i hverfum kristinna manna, og að minnsta kosti átta manns létu lif- ið. Báöir aöilar notuðu eldflaug- ar, sprengjur og vélbyssur, en er dagaði á miövikudagsmorgun, slotaöi bardaganum. Beirut-Ut- varpiö varaöi fólk við þvi, að margir vegatálmar væru á veg- um, og allir vegir, sem liggja að höfuðborginni væru hættulegir umferðar. 1 gær var rúmlega sex- tiu manns rænt og er haldið i gisl- ingu. Borgarbúar i Beirut voru á mánudag og þriöjudag að reyna að koma lifi sinu i eðlilegt horf á ný eftir bardagana undanfarnar vikur, en siðustu atburðir eyði- leggja þá von manna að friður komist á. Flestar verzlanir og bankar voru lokaöar I gærdag I Beirut og mjög fátt fólk sást á ferli á götum úti. Að sögn lögreglunnar i Beirut I gær, var maður skotinn til bana af leyniskyttu og fimm lik fundust á ýmsum stöðum I borginni, greinilega fórnarlömb leyni- skyttna. Tala látinna er nú kom- inn upp i að minnsta kosti 325 manns og á áttunda hundrað hafa særzt I átökunum milli múham- eðstrúarmanna og kristinna manna undanfarnar vikur. Hernaðarsamvinna Frakka og Nato aukin? Reuter/Paris — James Schles- inger, varnarmálaráðherra Bandarikjanna sagði i Paris i gær, að hann ætti von á að Frakk- ar tækju aukinn þátt i hernaðar- samvinnu vestrænna rikja. Frakkland er meðlimur i Atlants- hafsbandalaginu en hætti hernað- arsamvinnu við bandalagið fyrir 10 árum samkvæmt ákvörðun de Gaulle. Schlesinger sem staddur er i 3ja daga opinberri heimsókn i Frakklandi hefur átt viðræður við Valery Giscard d’Estaing og aðra franska leiðtoga. Sagði hann enn- fremur við fréttamenn i gær, að aukinn hernaðarsamvinna Frakka og Nato gæti vel komið til greina án þess franskur herafli lyti sameiginlegri herstjórn Nato. Stuðningsmenn stjórnarinnar á fundinum hrópuðu vigorð til stuðnings Franco og kröfðust þess, að erlend riki hætti ihlutun sinni um innanríkismál Spánar. Hópurinn hélt siðan til portú- galska sendiráðsins, en lögreglan aftraði þeim inngöngu. AndrUmsloftið i Madrid var þrungið spennu eftir að fréttir Reuter/London — Lögregluum- sátriöum gistihúsið I London, þar sem þrir vopnaðir menn halda sex gislum föngnum hefur nú staðið yfir i fjóra daga. Segjast mennirnir þrir tilheyra frelsis- samtökum svertingja. Mennimir þrir og gislarnir sex hýrast I litilli kjallarakompu, sem er 3x3,5 m. Kafa menmrnir þrir krafizt þess, að þeim verði séð fyrir flugvél svo að þeir komist Ur landi, en lögreglan hefur neitað öllum samningaviðræðum og ætl- ar að biða, þar til þeir gefast upp. ítalski ræðismaðurinn i London bauðst til þess að koma i stað eins gislanna, sem mun vera veikur, en lögreglan vildi ekki fallast á það. Schmidt til USA Ntb/Reuter/Bonn — Helmut Schmidt, kanslari Vestur-Þýzka- lands hélt i gær til Bandarikjanna i þriggja daga heimsókn og mun hann þar eiga viðræður við Ford Bandarikjaforseta. Staðfest var Pakistan og Bangladesh taka upp stjórnmála- samband S.Þ. Reuter/1. okt. — Stjórnir I Pakistan og Bangladesh hafa ákveðið að taka upp stjórnmála- samband sln á milli, að þvi er áreiðanlegar fregnir frá aðal- stöðvum Sameinuðu þjóðanna i New York hermdu i gær. Er ákvörðun þessi árangur funda, sem ráðherrar frá löndunum tveimur áttu með sér. Sömu heimildir hermdu einnig, aö viðræður ráðherranna hefðu veriö mjög vinsamlegar. Ekki er að svo stöddu unnt að fullyrða ná- kvæmlega um það, hvenær löndin tvö skiptast á sendimönnum. Ráðherrarnir tveir eru þeir Abu Sayeed Chowdhury, utanrik- isráðherra Bangladesh og Aziz Ahmed, forsætisráðherra Pakist- an. Sitja þeir nú fundi Allsherjar- þings Sameinuðu þjóðanna. Costa Gomes heimsækir USSR Reuter/Moskva, Francisco da Costa Gomes, forscti Portúgals kom til Moskvu i gær i fjögurra daga opinbera heimsókn. Er til- gangur farar hans að sýna fram á vilja Portúgalsstjórnar til þess að taka upp bætta sambúð við austur- og vesturveidin. Nikolai Pudgorny, forseti So v é t r i k j a n n a , Andrei Gromyko, utanrikisráðherra og Greschko marskálkur, land- vamaráðherra, tóku á móti Da Costa Gomes á Moskvuflugvelli I gær, en til Moskvu kemur hann frá Varsjá. Portúgalskur þjóð- arleiðtogi hefur ekki áður sótt Sovétrikin heim. Fjöldamargir sovézkir verkamenn fögnuðu Da Costa Gomes viö komuna til Moskvu i gær. Heimildir herma, að ekki muni verða rætt um hernaðar- mál i heimsókn PortUgalsfor- seta, en hins vegar er talið að undirritaðir verði nokkrir sátt- málar um aukna samvinnu og samstarf landanna i milli á ýmsum sviðum. Heimsókn Portúgalsforseta til Sovétrikjanna hefur staðið nokkuð I skugga atburða siðustu viku I Portúgal, en þar hefur hin nýja rikisstjórn Joes Pinherio da Azevedo reynt að draga Ur áhrifum róttækra vinstri afla á útvarpsstöð landsins. af opinberri hálfu i Bonn i gær. að Schmidthitti Ford á föstudaginn. Búizt er við að þeir muni ræða um hugsanlega þátttöku Vestur-Þjóöverja I kostnaöi við rekstur herstöðva Bandarlkja- manna I Vestur-Þýzkalandi. Þess er einnig vænzt, að þjóðar- leiðtogarnir tveir muni ræða um aukna samvinnu landanna á iSviði efnahagsmála, ástand efnahagsmála I iðnaðarlöndum og orkuráðstefnuna, sem haida á I Paris siöar I þessum mánuði. Efnahagsbanda- lagið mótmælir Reutcr/Brussel. Framkvæmda- nefnd Efnahagsbandalags Evrópu lagði i gær til að fyrir- huguðum samningaviöræðum viö spænsku stjórnina yrði hætt og að aðildarrlki bandalagsins hefðu eins litil samskipti við spænsku stjórnina og unnt væri til þess að mótmæla aftökum skæruliðanna fimm, sem teknir voru af llfi sl. laugardag. Haft var eftir opinberum heimildum i Brussel i gær, að framkvæmdanefnd Efnahags- bandalagsins teldi, að núverandi ástand I stjórnmálum Spánar úti- lokaði með öllu frekari viðræður við spænsku stjórnina. Utanrikis- ráðherrar aðildarrikjanna verða að staðfesta þessa ákvörðun framkvæmdanefndarinnar. öll nlu aðildarriki Efnahags- bandalagsins hafa kallað heim sendiherra slna frá Spáni til við- ræðna um mótmæligegn Spánar- stjórn vegna aftöku skæruliðanna fimm. Spánarstjórn hefursl. 15 ár reynt mjög til þess að ná auknum samskiptum viö Efnahagsbanda- lagiö. Hvað líður fisk- móttöku oglöndunar- aðstöðu handa BÚR? MEÐAL mála, sem um verður fjallað á fundi borgarstjórnar Reykjavikur I dag er svolátandi fyrirspurn frá borgarfulltrúum Fra msóknarf lok ksins: ,,A fundi borgarstjórnar 6. febrúar s.l. var eftirfarandi til- lögu visað til athugunar forstjóra BÚR og borgarhagfræðings: „Borgarstjórn samþykkir að láta BæjarUtgerðina hafa til ráð- stöíunar nU þegar eöa svo fljótl sem auðið erhálfa Bakkaskemm una I Vesturhöfninni. 1 framhaldi af þeirri ráðstöfur verði komið þar upp kældri fisk móttöku og löndun Ur togurum BÚR flutt frá Faxagarði að Grandabakka.” Spurt er um, hvað framan greindri athugun liði og hverjar horfur séu á framkvæmd þeirra atriða, sem tillagan fjallar um.”

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.