Tíminn - 08.10.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.10.1975, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 8. október 1975. TÍMINN 3 Kennarar í Flensborgarskóta: Sitja á kennarastof- unni og bíða átekta SJ-Reykjavik— Við sitjum hér og bíðum eftir þvi hvað gerist, sagði Tryggvi Jakobsson kennari við fjölbrautaskólann i Flensborg i gær, og sama ætluðu kennarar skólans að gera i dag. Á þriðju- dagsmorgun lögðu þeir kennarar Flensborgarskóla, sem kenna á framhaldsskólastigi eða mennta- skólastigi niður vinnu, vegna þess að þeir fá ekki greidd laun i sam- ræmi við kennara i öðrum menntaskólum landsins-. Kennslu er haldið uppi samkvæmt stunda- skrá I öðrum bekkjum skólans, þ.e. landsprófi, og almennum þriðju og fjórðu bekkjum. Menntaskólanemendur við Flens- borgarskóla lýstu á fundi i gær- morgun yfir einróma stuðningi við launakröfur kennara sinna, og fordæmdu aðgerðir viðkomandi ráðuneyta gagnvart þeim. Nem- endur ákváðu að koma ekki til náms fyrr en viðunandi lausn hefði fengizt á máiinu, og lýstu þeir yfir, að þeir sættu sig engan veginn við að útskrifast sem ann- ars flokks stúdentar úr annars flokks menntaskóla með annars flokks kennara. Tryggvi Jakobsson sagði, að I sumar hefði verið haldinn fundur með forstöðumönnum fjölbrauta- skólanna tveggja i Flensborg og Breiðholti og fulltrúum fjármála- og menntamálaráðuneyta og hefði verið álitið eftir hann, að sætzt hefði verið á aðkennurum við framhaldsskólastig fjöl- brautaskólanna yrði greidd laun samkvæmt þvi að þeir væru i Félagi menntaskólakennara. í haust hefðu hins vegar ekki verið greidd laun samkvæmt þvi og Menntamálaráðuneytið visaði málinu frá sér til Fjármálaráðu- neytisins. Akveðið hefði verið að gefa mánaðar frest, og halda uppi kennslu með eðlilegum hætti en nú um mánaðarmótin hefði enn ekkert gerzt I málinu og hefðu kennararnir þvi ákveðið að leggja niður vinnu þangað til þeir fengju fulla leiðréttingu sinna mála. Sitja þeir og biða átekta i kennarastofu skólans, meðan vinnutimi stendur yfir. Kennarar á menntaskólastigi fá nú greidd laun i 21.-24. launa- flokki, en menntaskólakennarar við gömlu menntaskólana fá laun samkvæmt 23.-26. launaflokki opinberra starfsmanna. — Með þessu er verið að lýsa yfir, að þetta séu annars flokks skólar, sagði Tryggvi, — og búast má við að þeir fái siðri starfs- krafta en þeir skólar sem betur borga, ef þessu verður ekki hnekkt. Timinn reyndi að fá umsögn Fjármálaráðuneytisins um þetta mál i gær, en þar treystist enginn til að gera grein fyrir þvi. Var það sagt algerlega i höndum Höskulds Jónssonar, sem var önnum kafinn á fundum eftir hádegi i gær. FIMM ISLENZK SKIP TIL AF- RÍKUSTRANDA? — Enn ósamið við eigendur Norglobals um verðið HHJ-Rvlk — Enn er óvist hvort og hvenær Islenzku skipin Guð- mundur RE, Börkur NK og Sigurður RE halda til veiöa við Afrikustrendur, þvi að enn er ósamið við eigendur Norglobals um lágmarksverð á makrilnum, sem skipin eiga að veiða, og skipin fara ekki fyrr en það hef- ur verið ákveðið. Eigendur Norglobals hafa hins vegar fengið leyfi stjórn- valda i Máretaniu til veiðanna, þannig að skipin geta haldið af stað strax og samizt hefur'um verðið. Samningar um verðið standa yfir þessa dagana, og einnig er i athugun að tvö islenzk skip til viðbótar sláist I hópinn, þannig að islenzku skipin verði alls fimm. Fiskurinn, sem skipin munu veiða er smámakrill og hrossa- makrill. Lánasjóð ísl. námsmanna vantar 220 milljónir gébé-Rvik. —Einsog er er staðan mjög óljós hjá okkur, sagði Sigur- jón Valdemarsson, fram- kvæmdastjóri Lánasjóðs is- lenzkra námsmanna f viðtali við Timann i gær. Fjárþörfin fyrir haustlánin er 270-290 milljónir króna, en upp i það höfum við að- eins um 60 milljónir. Lána- stofnanir hafa verið tregar til að útvega þessar rúmlega tvö hundruð milljónir sem á vantar, en viðræður standa nú yfir við menntamálaráðuneytið, lána- stofnanir og banka og sagði Sigurjón, að jafnvel væri vonazt til, að úthlutun gæti hafizt i næstu viku, en hvernig hún yrði, vildi hann ckkert segja um, — hvort jafnvel væri aðeins um að ræða úthlutun helmings haustlána. — Við höfum enga lausn né svör fengið hjá ráðuneytinu, sagði hann. Sigurjón sagði, að á siðasta ári hefði veriðáætlað að fjárþörfin til haustlána i haust, yrði um hundruð milljónir, en m.a. vegna gengis- og verðlagsbreytinga siðan þá, hefði sú tala hækkað gifurlega, eða upp i 270-290 milljónir. Þá sagði Sigurjón, að fjöldi umsókna um haustlán væri mun meiri en upphaflega hefði verið búizt við. Fyrir árið 1975, var fjárþörf Lánasjóðsins til námslána 780 milljónir króna, þar af 100 milljónir til haustlána. Fjár- veiting sú, sem þeir fengu, var hins vegar 680 milljónir og 100 milljón króna lánsheimild. En eins og fyrr segir hækkaði upp- ’hæð sú til haustlána verulega. — Ef alþingi veitir ekki Lána- sjóðnum það sem upp á vantar, er ekkert liklegra en að náms- menn,sem hafa ekki neitt annað að sækja, verði að hætta námi, sagði Sigurjón. Þetta á fyrst og fremst við um námsmenn, sem stury&a nám erlendis. Ýmsar ástæður geta verið fyrir þvi, að námsmenn fá ekki aðra peninga til náms og uppihalds, nema námslán, Er það i mörgum tilfellum að sumarvinna hefur i einhverju brugðizt, eða að að- standendur geta ekki hjálpað. En eins og áður segir, er vonazt til að úr þessum málum rætist nú næstu daga, en nýlega sendi Kjarabaráttunefnd náms- manna frá sér harðorða ályktun og i henni átelur nefndin harðlega þá seinkun, sem orðið hefur á út- vegun fjármagns til haustlána. Segir einnig m.a. i ályktuninni, að ti'mi sékominn til að stjórnvöld átti sig á þvi að fjárveitingar til námslána eru ekki einn af þeim þáttum I rekstri rikissjóðs sem hægt er að nota sem hagstjómar- tæki. Telur nefndin, að stjórn- völdum beri á hverjum tima að gera L.l.N. kleift að standa við þær skuldbindingar við náms- menn, sem sjóðurinn hefur sam- kvæmt lögum og reglum, og þannig að framfylgja yfirlýstri stefnu löggjafarvaldsins um efnahagslegt jafnrétti til náms. Heilsaltaða síldin fullunnin neyzluvara — íslenzka tilboðinu tekið, þótt það væri mun hærra en tilboð Norðmanna og Breta gébé-Rvik. — Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Timinn fékk hjá Sildarútvegsnefnd I gær, þá tilkynntu Sovétmenn sildarút- vcgsnefnd og islenzka sendiráðinui Moskvu, áður en samningar voru við þá gerðir, um verðtilboð, sem þeir höfðu fengið frá Bretlandi og norskum aðilum, sem salta sild i Skot- landi og irlandi. Þetta er heil- söltuð sild, sem uin ræðir og af svipaðri stærð og íslendingar buðu. Söluverð það sem Sildarútvegsnfnd samdi um, er 43% hærra en norsku tilboðin og 62% hærra en brezku tilboðin. Samningurinn er þvi mjög hagstæður fyrir is- lendinga. Sildarútvegsnefnd vill koma þvi á framfæri, að þær fréttir, sem komið hafa fram um sölu á heilsaltaðri sild til Sovét- rikjanna, að hér sé verið að selja úr landi hráefni, sem Sovétmenn taki til frekari vinnslu, þá sé hér um fullkominn misskilning að ræða, þvihið rétta sé að sildin er seld i Sovétrikjunum eins oghún kem- ur úr tunnunum, sem fullunnin neyzluvara. Samningurinn við Sovétrikin hefur gifurlega mikla þýðingu fyrir islenzka saltsildarfram- leiðslu og er þjóðhagslega mjög hagstæður, þar sem með honum er unnt að taka til manneldis- vinnslu alla þá sild, sem ekki er nægilega stór til vinnslu sem hausskorin sild, enda sækjast allar framleiðsluþjóðir saltaðrar sildar eftir þvi að geta selt smæstu sildina til þeirra landa i A-Evrópu, sem selja sildina heilsaltaða i verzlunum. Bjóða aðrar framleiðsluþjóðir sild þessa á langtum lægra verði en Sildarútvegsnefnd hef- ur samið um. Semjum ekki við EBE-þjóðirnar - nema okkur verði tryggð full tollréttindi samkvæmt EBE-samningnum, segir Einar Ágústsson utanríkisrdðherra Gsal—Reykjavik. — Ég lýsti þvi yfir að viö myndum ekki gera neinn samning við neinar þjóðir Efnahagsbandaiags Evrópu, nema tryggt væri, að við nytum þeirra réttinda sem bókun sex veitir okkur, enda höfum viö I einu og öllu staöið við samninginn frá okkar hendi, sagði Einar Agústsson, utan- rikisráðherra í viðtali við Timann i gær, en hann er sem kunnugt er nýkominn heim frá New York, þar sem hann sat allsher jarþing Sameinuðu þjóðanna. A þinginu ræddi utan- rikisráðherra m.a. við Gaston Thorn, forseta þingsins, sem er frá Luxemburg, en Thorn mun verða næsti formaöur EBE. Einar kvaðst hafa rætt um bókun sex i samningi okkar viö EBE, en sú bókun er um tollfriðindi af sjávarafurðum, og hafa Isiendingar enn ekki notið þeirra friöinda. Einar sagði, að Gaston Thorn væri mikill Islandsvinur og hefði m.a. i eina tið verið ræöis- maður okkar i Luxemburg. Kyað utanrikisráðherra Thorn hafa tekið þessu máli ákaflega vel og beðið sérstaklega um, að sér yrðu send öll gögn um málið. Sagði Einar, að það yrði aö sjálfsögðu gert. — Hverju Thorn getur siðan komið til ieiðar, verður reynsl- an að skera úr um, en ég hygg, að hann vanti ekki viljann, enda hafa þessi tvö smáriki mikla og góða samvinnu sin á milli, sagði Einar. Utanrikisráðherra ræddi á allsherjarþinginu við fulltrúa ýmissa þjóða um landhelgis- málið og kvað hann viðbrögð þeirra ekki hafa verið sérlega jákvæð. — Þrátt fyrir að við eigum - samúðýmissa vinveittra þjóða, sem skilja ástæður okkar fyrir útfærslu, varð ég mjög var viö það, að fulltrúar þeir, sem ég ræddi við, töldu að einhliða út- færsla okkar i 200 sjómilur nú, gæti orðið til þess að draga’ á langinn eða jafnvel hindra sam- komulag á hafréttaráðstefn- unni, þar sem andstæðingar okkar þar myndu reyna að nota einhliða útfærslu okkar sem röksemd fyrir þvi, að nefndir eða gerðardómar eigi að ákveða leyfilegt aflamagn hverrar þjóðar — og þar með talið strandrikisins. Einar Agústsson kvaöst hafa skýrt okkar sjónarmið I ræðu sinni, er hann flutti á allsherjar- þinginu 29. f.m. og heföi hann sérstaklega bent á þaö, að með þvi aö fylgja hinum samræmda texta nefndarformannanna þriggja á hafréttarráðstefn- unni, værum við Islendingar fremur að styrkja og styðja til- lögu formannanna. — Var ræðu þinni vel tekið? — Já,það verð ég að segja, þótt ég segi sjálfur frá. Til min komu ýmsir fulltrúar, sérstak- lega frá þriðja heiminum, og lýstu yfir ánægju sinni með ræö- una. Hins vegar var henni ekki svarað. — Attir þú von á þvi? — Já, ég átti alveg eins von á þvi, að Þjóðverjar myndu svara ræðunni —og ég hefði þá svarað þeim aftur. En til þess kom þó ekki. Varðandi þau ummæli Cros- lands, brezka umhverfismála- ráðherrans, þess efnis, að Bret- ar hyggi á veiöar innan 50 miln- anna, sagði utanrikisráðherra: — Ég vil I fyrsta lagi taka það fram, að fyrir allmörgum árum hitti ég Crosland I einum af okk- ar mörgu samningaviöræðum I London — þá var hann i stjórnarandstööu og var geysi- lega harður andstæðingur okk- ar I fiskveiöideilunni. Ég sé nú, aö hann hefur ekkert batnaö, þó svo hann yrði ráðherra. — Ég get út af fyrir sig ekki láð honum, þótt hann haldi hádegisverðarræöu heima hjá Verði okkur ekki tryggð full réttindi samkvæmt bókun sex, munum við ekki semja viö að- ildarriki EBE, segir Einar Ágústsson, utanríkisráöherra i viðtali við Timann. sér, en hitt er lakara, að tals- maður rikisstjórnarinnar hefur staðfest að þessi ummæli Cros- lands sé stefna stjórnarinnar. Utanrlkisráðherra sagði, að það væri misskilningur hjá brezku stjórninni, ef þeir héldu að þeir gætu hrætt okkur eða knúið til samninga með slikum yfirlýsingum. — Við munum halda fast við okkar fyrirætlan- ir, sagði Einar. — Ennfremur skýtur þaö nokkuö skökku við, finnst mér, að heyra slikar yfirlýsingar nú, þegar ekki er annað vitað, en að Bretar sjálfir séu að ráðgera út- færslu i 200 sjómilur, sagði Einar. Nú hafa borizt þær fréttir, aö Norðmenn hafi heitið Kanada- mönnum stuðningi við útfærslu þeirra landhelgi I 200 sjómilur. Hafa Islendingar ekki margósk- að eftir stuöningi Norðmanna við útfærslu Islenzku fiskveiöi- lögsögunnar og ávallt verið synjað um þá ósk? — Ég verö að vænta þess fastlega, að Norömenn sýni okkur ekki minni stuöning en Kanadamönnum i þessu máli. Þaö er rétt, að Norðmenn hafa aldrei lýst yfir ákveðnum stuðn- ingi við okkur varðandi út- færsluna, en ég vænti fastlega stuðnings frá þeim, sagði Einar Agústsson, utanrikisráðherra að lokum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.