Tíminn - 08.10.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 08.10.1975, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Mi&vikudagur 8. október 1975. Hermann Kristjánsson: Viö erum aö þessu til aö fá hreistur i húsiö. Veiða og salta síld SJ—Reykjavik. — í gær kom Hákon ÞH 250 frá Grenivlk meö 500-600 tunnur af sfld til Grinda- vikur. Aflinn fékkst á mánudags- kvöld viö Ingölfshöföa, en bátur- inn byrjaði veiöar á sunnudag. — Við hefðum fengið mun meira, ef útgjöfin hefði ekki slitn- að á öðrum endanum á nótinni, sagði Adolf Oddgeirsson skip- stjóri frá Grenivik, sem er einn af elztu starfandi skipstjórnar- mönnum á islenzka skipaflotan- um. Þeir verða þvi ekki lengi að veiöa upp i kvótann á Hákoni, en Margrét Guömundsdóttir, Hermann I Arnarvlk. Guörún Guömundsdóttir og blm. Timans hlusta á Gunnar Magnússon útlista stærðarflokkun slldarinnar. Timamyndir Gunnar. heimilt er að veiða 180 tn — 1800 tunnur. — Við gætum fengið það sem á vantar i einu kasti, sagði Adolf skipstjóri. Ahöfnin á Hákoni fékk sildina á litlum bletti út af Ingólfshöfða og þá voru þar ekki aðrir að veiðum. En fjórir bátar a.m.k. eru komnir á þessar slóðir siðan og vissi Adolf til að þrir höfðu fengið sild. Frá 24 til 7 i fyrrinótt stóð áhöfnin á Hákoni við og saltaði i 50 tunnur á leiðinni frá Ingólfs- höfða til Vestmannaeyja. Þá voru tunnurnar á þrotum, enda versn- aði veðrið og söltun hefði trúlega gengið illa úr þvi. Adolf er Norölendingur og van- ur sfldarverkun. Hann hló að vinnubrögðum sjálfs sin og sinna manna við söltunina, sem hann sagði að hefði gengið brösulega, enda heföu fáir mannannna skor- ið haus af sild áöur. — Það hefði trúlega verið nóg að hafa tvær kerlingar á móti þeim tiu, sagði Adolf. En hvað um það, hver maður hafði 3.000.- kr. fyrir sildarsöltun- ina á heimsiglingunni, en greidd- ar eru 800 kr fyrir hverja tunnu saltaða á sjó og frágengna. — Það hefur vakið ógurlega óánægju, að þurfa að salta um borð, sögðu menn um borð i Hákoni i gær. — Þetta er búið að eyðileggja Sjálfstæðisflokkinn. Það kýs hann enginn sjómaður eftir þetta. Þeir kalla þetta Matthiasarguðspjallið. Um fjögurleytið i gær var sildarsöltun aðhefjasthjá Arnar- vik, sem þeir reka Hermann Kristjánsson, frá Tálknafirði, synir hans Kristján og óskar, Framhald á bls. 19 Adolf Oddgeirsson: Söltunin gekk nú hálfböxulega frá Ingólfs- höföa til Vestmannaeyja I nótt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.