Tíminn - 08.10.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 08.10.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Miövikudagur 8. október 1975. * Hin nýja Lolita Irka Bochenko heitir 16 ára stúlka pólsk að ætt en hefur átt heima i Paris. Nú i haust byrjar hún nám hjá Eileen Ford i New York, en skóli hennar heims- frægur sem fyrirsætuskóli og þaðan hafa útskrifazt margar af beztu tizkusýningarstúlkum og ljosmyndafyrsætum heims. Irka hin pólska hefur þegar get- ið sér gott orð sem fyrirsæta i Paris og svo frægir ljósmyndar- ar sem Helmut Newton, Alice Springs, Hans Feurer og margir aðrir eru mjög hrifnir af hvað hún myndast vel. — Ég man vel viðbrögðin, þegar ég i fyrsta sinn sýndi þeim á Vouge, Parisarskrifstofunni, myndir af henni, sagði Helmut Newton Hún var með perluband um hálsinn og i engu öðru. Ég sagði þeim að hún væri aðeins 15 ára gömul. — Agætt, svöruðu rit- stjórar Vogue, —■ Komdu bara með hana! Irka fæddist i Pól- landi árið 1959 en hefur búið i Paris i 10 ár með landflótta for- eldrum sinum. Hún talar pólsku, þýzku og frönsku ágæt- nú það? Við vitum ekki hvað þessi um- fangsmikla stúlka heitir. Það eina sem við vitum um hana er það, að hún er tuttugu og sjö ára gömul, býr i London og dettur ekki ihug aðlosa sig við eitt ein- asta gramm. Nú, svo segir myndin okkur, að hún sé á við þrjár kynsystur sinar að þyngd, að minnsta kosti þegar hún fyll- ist löngun til að bregða á leik og vega salt. — Mér liður alveg ljómandi vel, segir þessi lifs- glaða stúlka og brosir breytt. — Hvers vegna i ósköpunum ætti ég þá að leggja það á mig að fara i megrunarkúr? Mér er lika sagt að fólk verði svo af- skaplega skapstirt og leiðinlegt meöan á þeim hörmungum stendur. Mér dettur ekki i hug að standa i svoleiðis stappi. Þar að auki finnst mér ég vera alveg hæfilega þung! lega og er stautfær á ensku. Ég fór i fegurðarsamkeppni út úr leiðindum og komst i 8. sæti, segir hún. Newton ljósmyndari kom auga á möguleikana og myndatökur hans heppnuðust vel. — Hún er nýr persónuleiki i tizkuheiminum og það er einmitt það, sem fyrirtækin eru sifellt að leita að. Irka segir, að þessir nýju möguleikar hafi gerbreytt lifi hennar. Foreldrar hennar skammta henni 250 doll- ara á mánuði þó að hún vinni sér inn tiu sinnum þá upphæð. — Það myndi engan undra hér, þótt Irka tæki stökkið héðan og til Hollywood, segir Johnny Casablanca, sem er eigandi að Elite og mörgum öðrum fyrir- sætufyrirtækjum í Paris. Nú þegar er hún orðin 16 ára, virð- ast möguleikarnir óendanlegir. Irka Bochenko þykir minna mjög á Sue Lyon, sem lék á móti James Mason i kvikmyndinni „Lolita”, og fari saman hjá henni barnalagt sakleysi og æsi- iegur kynþokki. Margir kaila hána hina nýju Lolitu. AAegrun, hvað er eins og skot. Maðurinn minn hef- ur fengið heilahristing. -------------v 8-8 I ? % Viltu fá feitu barnfóstruna. Okkur þykir báðum svo gott að fá okkur eitthvað að borða um miðnættið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.