Tíminn - 08.10.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 08.10.1975, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Miðvikudagur 8. október 1975. Enska knatt- spyrnan ENSKIR PUNKTAR Jóhonnes Eðvntdsson skoraði stórglæsilegt mark, sem kom Celtic f úrslit í skozku deitdarbikerkeppninivi „ísmaðurinn" var hetja Celtic d Hampden Park Dave AAacKay vildi fó Akrunes — sem mótherja i Evrópukeppninni — Littla liðíð Irá tslandi var efst á listanum hjá okkur yfir þau lið sem við vildum fá scm mótlierja i Evropukeppninni, sagði Dave Mackay, fram- kvæmdastjóri Derby, i viðtali við hið viðlesna enska dagblað „Daily Mirror”. — Við ætlum okkur að tryggja okkur Evrópumeistaratitilinn að þessu sinni og endurtaka afrek Manchester United og Celtic. — Real Madrid-liðið verður erfið hindrun á leið okkar að meistaratitlinum, við hefðum frekar viljað mæta þessu fræga spænska liði i úrslita- leiknum, þegar við værum komnir i topp-æfingu. Leikur okkar gegn Real Madrid verð- ur einvigi á milli ensku- og meginlandsknattspyrnunnar, sagði Mackay. „ENGIN FRAMTÍÐ FYRIR MIG Á HIGHBURY" — segir George Armstrong, sem hefur óskoð eftir að vera settur á sölulista hjó Arsenal — Þaö er engin framtiö fyrir mig aö vera hér á Higbury. Ég virðist ekki vera leikmaður, sem Ar- senal getur lengur notað, sagöi George Armstrong, hinn frábæri útherji Lundúnaliðsins, sem hef- ur óskað eftir þvi að vera settur á sölulista hjá Ar- senal. Armstrong er 30 ára, og hefur leikið yfir 500 leiki með Arsenal- liðinu — met, hefur ekki fengið tækifæri til að leika með liðinu á þessu keppnistímabili. Hann vonast til að Arsenal verði við ósk sinni — og láti sig fara frá félaginu. Það eru fleiri leikmenn en George Armstrong, sem eru ó- ánægðir hjá félögum sinum. N- irski landsliðsmaðurinn Chris McGrath hefur óskað eftir þvi að vera settur á sölulista hjá félagi sinu Tottenham. McGrath hefir ekki komizt i Tottenham- liðið upp á siðkastið. LFiEDS-liðið hefur boðið 100 þús. pund i Bill Hughés hjá Sunderland en félagið hefur einnig augastað á hinum frá- bæra leikmanni Sheffield United Tony Currie. Dunchan McKcnzie hefur óskað eftir að vera settur á sölulista hjá Leeds. Derby hefur áhuga á McKenzie og ensku blöðin hafa talað um, að hann sé maðurinn, sem Derby þarf til að komast áfram i Evrópukeppni meistaraliða, en liðið mætir Real Madrid i næstu umferð. Stóru félögin, Derby, Leeds og Everton eru öll reiðubúin til að kaupa hinn frábæra welska landsliðsmann hjá Burnley, Leighton James. Burnley-liðið hefur takmarkaðan áhuga að selja James, en félagið getur fengið 300 þús. pund fyrir hann. Cardiff hefur boðið Aston Villa 35 þús. pund fyrir n-irska 1 a n d s 1 i ð s m a n n i n n S a m m y Morgan.sem hefur ekki komizt i Villa-liðið. JÓHANNES EÐVALDS- SON var hetja Celtic á Hampden Park, þegar Celtic , sigraði Partick Thistle — 1:0 — í undanúr- slitum skozku deildar- bikarkeppninnar. Rúm- lega 37 þús. áhorfendur sáu „tsmanninn" skora sigurmarkið með þrumuskoti. — Vinstri- fótarskot frá Jóhannesi af 23 m færi þandi út neta- möskva Partick-liðsins. — íslendingurinn átti mjög góðan leik, hann var bezti maður vallarins, sagði þulur BBC-útvarps- stöðvarinnar, þegar sagt var frá úrslitum leiksins. Jóhannes hefur nú að undan- förnu átt mjög góða leiki með Celtic-liðinu, og hefur hann hvað eftir annað verið valinn i lið vikunnar i Skotlandi, enda einn bezti miðvörður Skotlands um þessar mundir. Jóhannes, sem nýtur mikilla vinsælda hjá á- hangendum Celtic, er ávallt hættulegur uppi við vitateig and- stæðinganna — það sýndi hann gegn Partick Thistle á mánu- JÓHANNES EÐVALDSSON.... hefur átt mjög góða leiki með Celtic upp á siðkastið. Hann er nú grcinilega búinn að hrciðra um sig i skozku knattspyrnunni. GEORGE ARMSTRONG... vill fara frá Highbury, 14 ár- um eftir að hann kom þangað. Þessi snjalli útherji hefur leikið flesta leiki fyrir Arsenal, eða yfir 500. dagskvöldið, þegar hann skoraöi lausu skoti — knötturinn hafnaði gullfallegt mark með viðstöðu- efst uppi i markhorninu. Mótherjar Skagamanna eru beztir OLEG BLOCHIN... fyrirliöi Kiev- liðsins. í Evrópu DINAMO KIEV bætti enn einni skrautfjöðrinni f hinn litskrúðuga hatt sinn, þegar liðið vann glæsi- legan sigur (2:0) yfir Bayern Múnchen i Kiev I ,,Sup- er-Cup’’-keppni Evrópu. Þar með tryggðu leikmenn Kiev-liðsins— mótherjar Akurnesinga I Evrópu- keppninni — sér titilinn bezta knattspyrnufélag Evrópu. Það var fyrirliði liðsins Oleg Blochin, sem skaut Evrópumeistara Bay- ern-liðsins I kaf — þessi stórkost- legi miðherji skoraði bæði mörk Kiev. Blochin skoraði einnig sigurmark Kiev (1:0) þegar liðin mættust i Múnchen f fyrri leik lið- anna I ,,Super-Cup”-keppninni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.