Tíminn - 11.10.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 11.10.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Laugardagur 11, október 1975. Sjónvarpsaðdáendur Aköfustu sjónvarpsglápendur I heimi eru Japanir. Þeir sitja fyrir framan tækin sin að meðaltali 7 klukkutima og 17 minútur á degi hverjum. Flestir hefst sjónvarp kl. 8 að morgni. þeirra eiga litasjónvarp, eöa um Amerikanar og Kanadamenn 83% allra fjölskyldna, og 43% horfa á sjónvarp 6 klst. og 11 eiga tvö sjónvarpstæki. 1 Japan minútur á hverjum degi. Rannsaka hunangið A Hunangsrannsóknarstööinni i Bremen i Þýzkalandi vinna daglega fjölmargir sérfræðing- ar að þvi aö rannsaka hunang, sem til þeirra kemur hvaöan- æva að úr heiminum. Gæði hun- angsins og innihald er nákvæm- lega rannsakað, en meöalneyzla hunangs i Þýzkalandi er eitt kg á ári á mann. Þýzka rikið verö- ur að flytja inn hunang frá öðr- um löndum sem nemur 3/4 heildarneyzlu landsmanna, en hún er um 60 þúsund tonn. Mest af hunanginu kemur frá Mexikó, Argentinu og Kina. Að- ur en innflutningur er hafinn fyrir alvöru eru sýnishorn send til Bremen, og þau rannsökuð. og fyrst þegar skýrsla liggur fyrir um hunangiö er ákveðið, hvort flytja eigi inn þá ákveðnu tegund, sem rannsökuð hefur verið. A siðustu tuttugu árum hafa verið rannsakaðar 540 hun- angstegundir að minnsta kosti i rannsóknarstöðinni. Stúlkan er að taka hunangsprufu. 4 Nýjasta nýtt Mataráhöldin á meðfylgjandi mynd voru til sýnis á kaupstefn- unni I Frankfurt i Þýzkalandi nú i haust. 1 fljótu bragði virðast þau ekkert frábrugðin þeim áhöldum, sem við notum öll daglega, en litið aftur á gaffal- inn. Nýjungin er nefnilega fyrst og fremst fólgin i þvi að hann er fimmarma. Hingað til hefur mannskepnan möglunarlaust látið sér nægja gaffla með fjór- um örmum, og sjálfsagt hafa fæst okkar velt þvi hið minnsta fyrir sér, hvort eitthvað annaö væri æskilegra eða á einhvern hátt hentugra. En framleiðandi fimmarma gaffalsins heldur þvi hiklaust fram, að nauðsynlegt sé að hvert einasta mannsbarn eignist hið bráöasta fimmarma gaffal til að skófla I sig allskyns nýmóðins réttum, sem útilokað sé að neyta á sómasamlegan hátt með venjulegum gamal- dags gaffli. Nú verður þvi hver og einn að gera það upp við sig, hvort hann getur unað þvi til frambúðar að matast með ofur- venjulegu, gamaldags verkfæri á borð við fjórarma gaffal, eða reynir hið fyrsta að festa kaup á nýjunginni. Hnifurinn, sem gafflinum fylgir, ku vera óvenjulega breiður, bæði blað og skaft. 011 eru þessi atriði vandlega útspekúleruð, með hag og þarfir notandans i huga, eða svo er okkur að minnsta kosti sagt. Ef svo óliklega skyldi þó vilja til, að orðinu gerviþörf skyti upp i hugann við lestur þessara lina, er þvi um að gera að leiða hugann sem fyrst að einhverju öðru, þvi að slikar hugsanir stafa áreiðanlega ein- göngu af bjánalegri ihaldssemi og forpokun, sem enginn vill láta um sig spyrjast, eða þá óþarfri tortryggni i garð fram- leiðandans.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.