Tíminn - 11.10.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 11.10.1975, Blaðsíða 5
Laugardagur 11. október 1975. TÍMINN 5 Útgerðarbroskari Fyrir nokkrum dögum gerð- istþaðá kratafundi, sem hald- inn var i Keflavik, að Vil- mundur Gylfason hleypti fundinum upp með árásum á flokksbræður sina, sem hann ásakaðium fjármálaspillingu. M.a. gerði hann harða hrið að Jóni Ármanni Héðinssyni alþm., sem hann kallaði út- gerðarbraskara, er ekki ætti heima i Alþýðuflokknum. Með þvi að veitast með þessum hætti að eigin flokks- mönnum bugðist Vilmundur sýna ákveðið sjálfstæði i hinni kyngimögnuðu herför sinni gegn alls kyns fjármálaspill- ingu i landinu. Með þessu ætl- aði hann að sanna, að hann væri óháður flokksvaldinu og hafinn yfir samtryggingar- kerfið, sem sumir kalla svo. „Sjálfstæðið" hans Vilmundar En margt fer öðru visi en ætlað er. I staðinn fyrir að uppskera hrifningu I Alþýöu- flokknum fyrir framtak sitt, fékk Vilmundur yfir sig skammir miklar, og var góð- fúslega bent á, að ef hann héldi uppteknum hætti, þyrfti hann ekki að búast við frekari frama innan Alþýðuflokksins. Hins vegar væri ekkert við það að athuga, þótt hann gerði aöra flokka en Alþýðuflokkinn tortryggilega. í dagbl. Visi i gær birtast svo viðbrögð hins sjálfstæða og heiðarlega Vilmundar Gylfasonar. í staðinn fyrir að svara hótunum flokksbræöra sinna með þvi að fletta ofan af „útgerðarbröskurum’ Alþýðu- flokksins opinberlega, fellur hann i duftið, vegna fyrr- greindra hótana og minnist ekki einu orði á meinta fjár- málaspillingu Alþýðuflokks- ins, heldur dregur upp úr pússi sinu gamla lummu úr sjón- varpsþætti, þar sem hann reynir að tengja Framsóknar- flokkinn við mál, sem upp kom fyrir fácinum árum um meint bókhaldsmisferli veitingahúss hér i borg. Hvernig væri dómsvaldið í höndum slíks manns? Aðalárásarcfni Vilmundar er sú ákvörðun Ólafs Jó- hannessonar dómsmálaráð- herra, að rifta lokunarbanni á umræddu veitingarhúsi, enda taldi dómsmálaráðherra, að rannsókn meints bókhalds- misferlis gæti farið fram, þó að veitingahúsið héldi áfram rekstri að aflokinni fyrstu rannsókn málsins. Þessi viðbrögð dómsmála- ráðherra voru fyllilega eðli- leg. A hverju ári koma upp mál svipaðs eðlis, án þess, að starfsemi viðkomandi fyrir- tækja sé stöðvuð. Nýlega komst upp um fjárdrátt hjá skrifstofu borgarverkfræðings i Reykjavik. Samkvæmt kenn- ingu Vilmundar ætti skrifstofa borgarverkfræðings nú að vera lokuð á meðan rannsókn málsins stendur yfir. Er nema von, að spurt sé, hvernig dómsvaldið væri í höndum manna á borð við Vilmund Gylfason? Gerir Vilmundur bragarbót? Nú er að sjá, hvort krossfar- inn gegn spillingu í landinu hefur kjark í sér til að skýra lesendum Visis frá fjármála- spillingunni i Alþýðuflokkn- um. Kannski að við fáum að heyra eitthvað um „útgerðar- braskarannl sem situr á þingi fyrir Alþýöuflokkinn. Og kannski segir hann okkur frá slðasta aöalfundi Alþýðu- flokksfélags Reykjavikur, þar sem gjaldkeri félagsins var sendur heim vegna þess að hann gat ekki gert grein fyrir reikningum félagsins. —a.þ. Amnesty International: Framkvæmdastjóri félagsins í heimsókn gébé.-Tlvik. — Sunnudaginn 12. október, kemur Martin Ennals, framkvæindastjóri Amnesty International (Alþjóðlegia fangahjálpin) i heimsókn til Is- lands, og mun tslandsdeild AI efna til fundar að Hótel Esju kl. 20:30 sama kvöld. Þar mun Ennals skýra frá þvi, sem efst er á baugi hjá alþjóðasam- tökunum og greina frá helztu verkefnum þeirra I náinni framtið. Þá verður greint frá hér vetrarstarfi tslandsdeildar AI og starfi starfshópa á hennar vegum. Meðal þess efnis, sem Mártin Ennals mun fjalla um á fundin- um á sunnudaginn, er nýaf- staðið ársþing AI i Sviss, um upplýsingastarf samtakanna i Chile, um baráttuna gegn beitingu pyntinga og dauða- refsingar á Spáni og um fang- elsanir Amnesty félaga i Sovét- rikjunum. Eiriu Amnesty félagar i Islandsdeild hvattir til að sækja fundinn, og eins er hann opinn öðru áhugafólki um þessi mál. Martin Ennals hefur um ára- bil gegnt stöðu framkvæmda- stjóra Amnesty International, og hefur byggt upp starfsemi aðalstöðvarinnar i London, þar sem sextiu starfsmenn vinna nú undir hans stjórn. Bræðrafélag Bústaðakirkju hefur veitt viðurkenningu þessa árs þeim húseigendum i sókninni, sem sýna frábæra snyrtimennsku, smekklegt og fjölbreytt fyrirkomulag og góða ræktun. Hlutu viðurkenninguna hjónin Svava Erlendsdóttir og Hjalti Jónatansson, til heimilis að Sogavegi 82, og er myndin frá verð- launaafhendingunni. A myndinni eru, frá vinstri: Karl Ormsson, varaform. Bræðrafélags Bústaða- kirkju, Hjalti Jónatansson verðlaunahafi, Svava Erlendsdóttir verðlaunahafi, Oddrún Pálsdóttir i fegrunarnefnd, ólafur Guðmundsson, form. fegrunarnefndar, og Davið Kr. Jensson, formaður Bræðra- félagsins. Nemendafélag Fiskvinnsluskólans: Tilveruréttur verk- menntunar er í veði Þeim, sem fylgjast með skóla- málum er kunn sú yfirlýsing rikisstjómarinnar, að brúa þurfi bilið milli menntaskóla- og há- skólanáms annars vegar og verk- menntunar hins vegar. NU er risin upp mjög alvarleg deila, er stendur á milli kennara við fjölbrautaskólann i Flensborg i Hafnarfirði og Menntamála- og Fjármálaráðuneytisins. Deilu- mál, er varðar ekki einungis þessa nyju og sérstæðu fjöl- brautaskóla og framtið þeirra, heldur einnig alla verk- menntunarskóla i landinu. I stuttu máli er þetta prófsteinn á það loforð rikisstjórnarinnar að jafna bilið milli umræddra skóla. Hér situr ekki i fyrirrúmi kjarabarátta kennara, eða kjara- barátta fámenns kennarahóps innan stéttarinnar, heldur er þetta barátta þeirra skóla með það markmið að verkmennta æskuna. Skólar, sem hafa ekki á að skipa hæfasta kennaraliði sem völ er á, eiga á hættu að dragast niður og verða litils metnir eins og dæmin sanna með flesta verk- skóla i landinu. Tilveruréttur verkskólanna er i veði. Nú hefur orðið brestur i skóla- kerfi tslendinga. Nýjasta og þaul- hugsaðasta skólakerfið, fjöi- brautakerfið, er i hættu. Fjöl- brautakerfið, tengiliður milli hins rómaða menntaskóla og verk- menntunar, er nú sett undir sleggjuna. Sjónarmið stjórnvalda er að losa sig út úr klipunni með þvi að semja við starfslið Flensborgar þegjandi og hljóðalaust, og losa sig við stærri skell, eins og tókst að gera við kennaralið Tækni- skóla íslands. — En varðandi hinn samningsaðilann er annað uppi á teningnum. Kennarar fjöl- brautaskólans i Flensborg þiggja ekki mútur. Þeir eru tilbúnir til átaka, þvi að rétturinn er þeirra megin, auk þess sem þeir skilja nauðsyn þess að nú sé engin lin- kind sýnd i þessu jafnréttismáli. Nemendur og kennarar Fisk vinnsluskólans vilja láta i ijós fullan stuðning við starfslið Flensborgar. Viljum við endur- taka, aðhérer fyrst og fremst um lifsspursmál skólanna að ræða. Það er sorglegt til þess'að vita, að eftir loforð stjórnarflokkanna um betri aðbúnað að verkskólum landsins, þá bregðast þeir við með þeim hætti að skerða fjár- veitingar til þeirra, ef eitthvað er. Sem dæmi um slikt má nefna, að fjárveiting til Fiskvinnsluskól- ans, fyrir siðaStliðið ár, var skor- in niður um fullan helming. Það er f fyrsta sinn i sögu skólans að slikt gerist. Rúmlega fjögurra ára skóli er sviptur orku til upp- byggingar og framkvæmda. NEI, HÆSTVIRT YFIRVÖLD, BÆTIÐ RÁÐ YKKAR, ÞVl NÚ ER TÆKIFÆRIÐ! Almenningur fær aðstöðu til kvikmyndagerðar VILHJALMUR Knudsen kvik- myndagerðarmaður opnar i vetur almenningi vinnustofu til kvik- myndagerðar aö Brautarholti 18 i Reykjavik. Á vinnustofunni eru helztu tæki til 16 mm kvikmyndagerðar: Klippiborð, yfirfærslu- og tón- setningartæki, sýningarvélar, ljósabúnaður, bækur og timarit. Þessi aðstaöa verður fyrst um sinn opin á hverjum mánudegi kl. 20-23. Siðasti dagur fyrir jól er mánudagur 10. nóvember, og svo verður opnað aftur mánudaginn 19. janúar. Aðgangur að vinnustofunni er ókeypis. Tilboð um kjör símstöðvar- stjóra fyrir 7. nóvember Gsal-Reykjavik — i fyrradag áttu fulltrúar Landssambands sim- stöðvarstjóra á 2. og 3ja fl. stöðv- um og fulltrúar Félags isl, sima- manna viðræðufund með fulltrú- um fjármála- og samgönguráðu- neytisins um kjaramál simstöðv- arstjóranna. i fréttatilkynningu frá stjórn landssa inbandsins er sagt, að hún harmi þann mikla drátt sem orðinn er á úrbótum i kjaramálum félagsmanna sinna, og telur, aö i algert ócfni stefni, verði ekki staðið við gefin fyrir- heit i þessu efni. Á fundinum á fimmtudag var málið rætt, án þess að niðurstaða fengist. Snemma i sumar skilaöi póst- og simamálastjórn tillögum til lausnar i máli þessu, er unnar höfðu verið af Starfsmannaráði Landssimans, sem skipað er fulltrúum póst- og simamála- stjórnar og F.I.S. í framhaldi af þvi sendi sam- gönguráðuneytið sambandinu umræðugrundvöll i megin- atriðum samhljóða tillögum póst- og simamálastjórnar, segir i fréttatilkynningunni. Segir, að á fundinum á fimmtu- dag, hafi fulltrúar ráðuneytanna lýst þvi yfir, að þeir myndu leggja fram, ákveðið tilboð bvggt á þessum grundvelli fyrir 7. nóv. Sinfóníuhljómsveit Islands: Tónleikar í Hóskólabíói fimmtudaginn 16. október kl. 20.30. Stjórnandi: Alun Francis Einleikari: Agnes Löve, Flutt verður JO 1975, nýtt hljómsveitar- verk eftir Leif Þórarinsson, Pianókonsert i A-dúr eftir Mozart og Sinfónia nr. 3 eftir Schumann. Aðgöngumiðar i bókabúð Lárusar Blöndal, Skólavörðustig 2 og bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar, Austurstræti 18.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.