Tíminn - 11.10.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 11.10.1975, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Laugardagur 11. október 1975, IBjrw jLf. SP*'!- nP • Fengu blýant til að strika út útgjöldin FJ-Rcykjavík. Þegar þing- menn komu til Alþingis i gær beiö þeirra bréf frá Verzlunarráði Islands og með þvi rauður blýantur ,,til þess að strika með út öll ónauðsynleg rikisútgjöld, þvi að oft er þörf, en nú er nauð- syn.” Bréf Verzlunarráðs fer hér á eftir: „Háttvirtur alþingismaður. Atvinnuvegum þjóðarinnar stendur ógn af ört vaxandi hlutdeild rikissjóðs i ráðstöf- un þjóðartekna. Til þess að forða öllum almenningi frá þeim alvarlegu afleiðingum, sem mikill samdráttur i at- vinnulifinu hefði í för með sér, verður að gæta hófs i allri skattheimtu. Verzlunarráð Islands færir yður hér með rauðan blýant að gjöf. Gjöfinni fylgir sú kvöð, að hún verði notuð til þess að strika með út öll ónauðsynleg rikisútgjöld, þvi að oft er þörf, en nú er nauð- syn. Háttvirtur alþingismaður. Munið, að góðir bændur rýja ' fé sitt, en flá það ekki.® AB-Reykjavik. Meðal vara- manna, sem tóku sæti á Alþingi i gær, er Vilborg Harðardóttir, sem tekur sæti Magnúsar Kjartanssonar.Vilborg hefur ekki setið á þingi áður. Þingflokkur Fra m s ókn a r flokksins á fundi f gær. Alþingi sett AÞ-Reykjavík. —Alþingi kom aftur saman til fundar i' gær. Aður en fundur hófst i' sameinuðu þingi hlýddu þingmenn á guðsþjónustu í Dómkirkjunni, en prestur var séra Jónas Gislason. Nýr þing- maður Er dr. Kristján Eldjárn, forseti Islands, hafði lesið upp forseta- bréf, setti aldursforseti þing- manna, Guðlaugur Gislason, fund isameinuðu þingi. Þrir þingmenn voru fjarverandi og tóku vara- menn sæti i þeirra stað. Aldursforseti minntist látins þingmanns, Áka Jakobssonar, fyrrum ráðherra. Næsti fundur á Alþingi verður n.k. mánudag. Þá fara m.a. fram kosningar þing- forseta. Aldursforseti þingmanna, GuðlaugurGislason, stýrir fundi i sameinuöu þingi I gær.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.