Tíminn - 17.10.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 17.10.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Föstudagur 17. október 1975. Bardttusöngur kvennafrídagsins: Hvers vegna kvennafrí? Texti: Valborg Bentsdóttir Lag: Frjálst er i fjallasal Hvers vegna kvennafri? Konurnar fagna þvi, takast mun allsherjar eining. Vanmetin voru störf, vinnan þó reyndist þörf. Aðeins i kaupi kyngreining. Nú á að brjóta i blað bráðlega sannast það, við sigrum, ef saman við stöndum. Konan á vilja og vik vilji hún sýna lit. Tengjumst þvi baráttuböndum. Metinn skal maðurinn, manngildi er hugsjónin. Enginn um ölmusu biður. Hljómar um fjöll og fjörð: Frelsi skal rikja á jörð, jafnrétti, framþróun, friður. Vetrarstarf FUF í Reykjavík VETRARSTARF Félags ungra framsóknarmanna i Reykjavik er a& hefjast. Félagið efnir til hádegisverðarfundar á morgun kl. 12 i Klúbbnum við Borgartún fyrir alla félagsmenn sina og gesti þeirra, en það er nýlunda hjá félaginu að hafa opna fundi sem þessa. Aður hefur fulltrúa- ráðsmönnum einum verið boðið aö sitja hádegisverðarfundi fé- lagsins. A fundinum á morgun mun Magnús Ólafsson, formaður Sambands ungra framsóknar- manna gera grein fyrir starfi að hefjast SUF, auk þess sem hann mun ræða um stöðu ungs fólks innan Fra msóknarf lokksins. Framkvæmdanefnd stjórnar SUF mun svara fyrirspurnum, og almennt verður rætt um vetrarstarfið og ástandið i þjóð- málunum. Annað kvöld efnir siðan FUF i Reykjavik til haust- fagnaðar i Félagsheimili Fóst- bræðra.og hefstfagnaðurinn kl. 21. Hljómsveitin Opus leikur fyrir dansi og Mjöll Hólm syng- ur. Haldið verður bingó og Hálf- bræður sjá um skemmtiatriði. Eimskipafélagið kaupir frystiskip — tuttugusta skipið í flota félagsins EIMSKIPAFÉLAGIÐ hefur ný- veriösamið við A/S Nordkynfrost i Noregi um kaup á frystiskipinu m.s:. Nordkynfrost. Er hér um að ræða skip af svipaðri stærð og m.s. LJOSAFOSS, sem er minnsta skip Eimskipafélagsins. M.s. Nordkynfrost er smiðað i Noregi árið 1972 og er 240 brúttó tonn að stærð, D.W. 530 tonn. 1 skipinu eru tvær frystilestir, samtals 35 þúsund teningsfet. Ganghraöi er um 12 sjómilur. Ráðgert er að skipið verði af- hent Eimskipafélaginu i nóvem- berlok aða byrjun desember. Helztu fyrirhuguðu verkefni skipsins eru strandsiglingar til að safna saman frystivörum, er stærri skip félagsins taki við og flytji til útlanda. Einnig verður skipið i förum milli íslands og Evrópuhafna, þegar um minni farma er að ræða. Þetta er tuttugasta skipiö i flota Eimskipafélagsins. „TRAVELS IN ICELAND" VAKTI ATHYGLI Á BÓKA- SÝNINGUNNI í FRANKFURT A BÓKASÝNINGUNNI i Frank- furt, þar sem sýndar eru tugþús- undir bóka hvaðanæva úr heimin- um, var enska útgáfan af Ferða- bók Eggerts og Bjarna. Vakti bókin mikla athygli og þótti hin fegursta. Meðai þeirra, sem skoð- uðu feröabókina, voru fulltrúar brezks fyrirtækis, sem gefur út blað, sem ætlað er mönnum er stunda viðskipti. Þetta fyrirtæki hefur þann sið að velja fyrir hver jól nokkrar bækur, sem áskrif- endum gefst siðan kostur á að kaupa sem jólagjöf handa við- skiptavinum sinum. Fulltrúum brezka útgáfufyrir- tækisins þótti „Travels in Ice- land” svo álitleg, að þeir fóru þess á leit að fá hana á jólabóka- lista sinn fyrir þessi jól. — Verður þetta að teljast mikil viðurkenn- ing á islenzkri bókagerð, þvi að „Travels in Iceland” er að öllu leyti unnin á Islandi. KVENNAFRIIÐ EFTIR VIKU- SUNGIÐ BLÁSIÐ OG LEIKIÐ Gsal-Reykjavik — Ort hefur verið Ijóð i tilefni af kvennafrideginum, 24. október nk. og er höfundur þess Valborg Bentsdóttir. Það eru tilmæli framkvæmdanefndar kvennafrisins, að konur kynni sér efni Ijóðsins og læri það helzt ut- anbókar, svo þær geti sungið það á útifundinum þ. 24 nk. Þá hefur verið gefið út vegg- spjald i tilefni kvennafridagsins og er það mynd af listaverki As- mundar Sveinssonar, Vatnsber- anum. Á blaðamannafundi i gær- dag, sagði Gerður Steinþórsdóttir formaður kvennafrinefndarinn- ar, að listaverk Asmundar væri táknrænt fyrir sögu kvenna. Nú hefur verið ákveðin I megin- atriðum dagskrá útifundarins föstudaginn 24. okt. nk„ sem hefst kl. 2 e.h. 1 upphafi fundarins mun lúörasveit kvenna, sem skipuð er stúlkum úr Lúðrasveit Kópavogs og nokkrum öðrum lúðrablásur- um af kvenþjóðinni, leika, en sið- an mun Guðrún Erlendsdóttir hrl. formaður hinnar rikisskipuðu kvennaársnefndar setja fundinn. Aðalheiður Björnsdóttir, Björg Einarsdóttir og Ásthildur ólafs- dóttir munu flytja stutt ávörp. Þá verður flutt „kvennakrónika i þriliöu,” eftir Valborgu Bentsdótt- ur, Sigriði Thorlacius og Onnu Sigúrðardóttur — og verður Her- dis Þorvaldsdóttir leikstjóri. Þess var getið á blaðamannafundinum i gær, að einn karlmaöur fengi að leika með i þvi verki. Alþingismenn af kvenþjóðinni munu koma fram, og kvenrétt- indafélagið og rauðsokkahreyf- ingin sjá um sinn dagskrárliðinn hvor. Auk þessa mun Guðrún Á. Simonar, óperusöngkona stjórna fjöldasöng. A kvennaírídaginn mun verða opið hús á allmörgum stöðum i Reykjavik, þar sem boðið verður upp á ýmiss konar skemmtiatriði. Þegar hafa fengizt leyfi til að halda slik „opin hús” i Norræna húsinu, Hallveigarstöðum, Skóla- vörðustig 12, og samkomustað Húsmæðrafélags Reykjavikur við Baldursgötu, og verið er að at- huga með Lindarbæ og Tjarnar- búð. Á Akureyri verður Sjálfstæðis- húsið opið þennan dag, og þar bryddað upp á ýmsum skemmti- atriöum. Von er á mörgum blaðamönn- um erlendis frá i tilefni kvenna- fridagsins, Þessar aðgerðir islenzkra kvenna hafa verið kynntar viða erlendis, m.a. erlendum fjölmiðlum, fréttastofum Sameinuðu þjóð- anna og fleiri. stöndum saman 24-október nní Veiðimannakastmótiö á Akranesi Veiðimannakastmót á vegum Landssambands stangaveiðifé- laga var haldið laugardaginn 11. okt. sl. á Akranesi i heldur risjóttu veðri, útsunnan roki með regnhraglanda. Beituköst- in fóru fram á iþróttavellinum en fluguköstin I hinu nýja glæsi- lega iþróttahúsi þeirra Akur- nesinga. Arangur varð sæmi- legur i beituköstum, þrátt fyrir óhagstætt veður. I fluguköstum er reglan sú, að það næst jafnan betri árangur úti, þótt stillt veð- ur sé, heldur en innanhúss. Árangur i fluguköstum varð þvi ekki eins góður nú og i fyrri mótum, en hér koma úrslitin: Beituköst, 12 gr. Kvennaflokkur: Karlaflokkur: metrai Þórdis Kristjánsd. Akran. 55.68 1. Einar Péturss., Rvk 2. Benedikt Jónmundss. 51.03 Unglingaflokkur: Akran. 50.46 1. Sig. Guðmundss. Hafnf. 52.04 3. Garðar Óskarsson, Akran. 49.50 2. Jóhannes Ólafss., Hafnf. 27.85 Fiugulendarköst, einhendis Kvennaflokkur: venjuleg framþung Ifna: 1. Þórdis Kristjánsd. Akra. 43.40 Karlaflokkur: Unglingaflokkur: 1. Einar Péturss. Rvik 20.76 S. Sigurður Guðm.son 2. Hörður Pálsson, Akran. 19.63 Hafnf. 35.26 3. Adolf Ásgrimss. Akran. 18.49 2. Jóhannes Ólafss., Hafnf. 30.30 Kvennaflokkur: Beituköst, 18 gr.: 1. Hrefna Kristjánsd. Rvk 17.71 Kariafiokkur 2. Þórdis Kristjánsd. 1. Arsæll Jónss. Akran. 61.47 Akran. 14.12. 2. Benedikt Jónm.son Unglingaflokkur: Akran 60.13 1. Sig. Guðmundss. Hf. 19.56 3. Birgir Jóhannss., Rvik 56.24 2. Jóhannes Ólafss. Hf 19.47 Við erum þakklátir öllum þeim fjölmörgu, sem sent hafa okkur myndir og sögur f Veiðihornið — og vonum, að lesendur séu okkur sammála um, að ckki séu mörg tignarlegri en Breiðan, neðsta veiði- svæði Laxár í Þingeyjarsýslu, þar sem þessi mynd er tekin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.