Tíminn - 17.10.1975, Blaðsíða 19

Tíminn - 17.10.1975, Blaðsíða 19
Föstudagur 17. október 1975. TÍMINN 19 O Æskulýðsstarf son, formaður félagsins. Hann sagði, að margt ungt fólk væri i félaginu, en þvi miður væri það svo, að fjölmargir ibúar Garöa- hrepps væru virkir þátttakend- ur i iþróttafélögum nágranna- bæjanna, þaðan sem þeir væru kannski upprunnir, og háöi þetta nokkuð starfseminni i Garðahreppi sjálfum, þvi æski- legt væri að fá sem flesta i fé- lagið, bæði til leiðbeiningar og þátttöku. Knattspyrna, handknattleikur og frjálsar iþróttir eru efst á baugi hjá félaginu enn sem komið er, en ætlunin er að fjölga deildum innan félagsins veru- lega i náinni framtið, enda er það orðið timabært með tilkomu iþróttahússins I hreppnum. Er nú verið að stofna fimleika-, badminton-, körfubolta-, blak- og borðtennisdeildir. Eit af aðalverkefnunum framundan er að þjálfa leið- beinendur og dómara á vegum félagsins, en I ungu félagi eins og Stjörnunni er skortur á dóm- urum og leiðbeinendum alltaf vandamál. íþróttahúsið i Garðahreppi er stórt og glæsilegt, og það hefur greinilega ekki verið vanþörf á að byggja það, þvi það er i stöð- ugri notkun frá þvi klukkan tiu minútur fyrir átta á morgnana þar til klukkan tuttugu minútur fyrir tólf á kvöldin, virka daga, og frá klukkan niu að morgni til átta/ niu á kvöldin um helgar, að sögn Gisla Valdimarssoliar, framkvæmdastjóra hússins. Gisli sagði, að nú væri i undir- búningi að koma upp þrekþjálf- unarherbergi I húsinu, þar væri gufubað, og einnig væri ætlunin að hafa hvildarherbergi, auk þess sem þarna er að sjálfsögðu stór og mikill iþróttasalur og aðstaða fyrir tennisiðkun, bad- minton og fleira. Þegar skólanemendur eru i húsinu, eru þar oftast bæði drengir og stúlkur samtimis og leikfimisalnum skipt i tvennt, eða jafnvel þrennt. Eftir eitt eða tvö skipti finnst krökkunum ekkert við það að athuga að bæði kynin skuli hoppa þarna og skoppa um salinn i æfingum og leik. Á þennan hátt nýtist húsið enn betur en ella. Þegar blaða- maður og ljósmyndari litu inn i leikfimisalinn, var honum þri- skipt. Þarna voru bæði piltar og stúlkur I leikfimi, og á þriðja staðnum var verið að æfa blak. ® Reykingar fleiri stúlkur en piltar, og er mun- urinn mestur i 17 ára aldurs- flokknum. Sigarettumagnið sem ungling- arnir reykja er mun meira nú en áður, og börnin fara að reykja meira fyrr heldur en þau gerðu. Um ástæður reykinganna er það að segja, að 79,6% segjast hafa byrjað af forvitni, 34% vegna þess að foreldrar reykja, 13,8% af þvi að þeim þykir það fint og 6.6% til þess að vera með félögum, sem reykja. Varðandi reykingar á heimilum virðist ljóst, að áhrifa móður gætir þar meira en áhrifa af þvi að faðir reyki, og þó gætir mest áhrifa frá reykjandi systkinum. Nær allir þátttakendur, eða 97.5% pilta og 98,3% stúlkna, telja sig vita, að reykingar eru skað- legar. Eldur í sendiráðinu í London AÐFARANÓTT fimmtudags kom upp eldur i húsi islenzka sendi- ráðsins i London. Eldurinn kom upp i kyndiklefa. Húsvörður varð hans var og tókst fljótlega að slökkva eldinn. Kyndiklefinn skemmdist mikið og húsið fylltist af reyk. Bilun i kynditækjum mun hafa orsakað eldinn. liiWi wiliw fiwnTTTnrmii y .^ i i.i Rangæingar Aðalfundur Framsóknarfélaganna verður haldinn I félagsheim- ilinu að Hvoli Hvolsvelli, laugardaginn 18. okt. kl. 14. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf, kosning fulltrúa á kjördæmaþing. Ólafur Jóhannesson dómsmálaráðherra mætir á fundinum. Stjórnin. Keflavík Fundur verður haldinn i fulltrúaráði Framsóknarfélaganna i' Keflavík, fimmtudaginn 16. okt. kl. 20.30. Fundarefni: Vetrar- starfið. — Stjórnin. FUF Hádegisverðarfundur Félag ungra framsóknarmanna i Reykjavik heldur hádegisverð- arfund i Klúbbnum laugardaginn 18. október næst komandi kl. 12. Gestir fundarins verða Magnús Ólafsson formaður SUF, Jón Sigurðsson varaformaður SUF og Guðni Agústsson ritari SUF. Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti. Stjórnin. Akranes Framsóknarfélag Akraness heldur Framsóknarvist i félags- heimili sinu að Sunnubraut 21 sunnud. 19. okt. og hefst vistin klukkan 16. Auk verölauna eftir hverja vist verða góö heildarverðlaun veitt að loknum 5 Framsóknarvistum i des. n.k. Þetta verður þvi fyrsta vistin af fimm. Akurnesingar og nærsveitarfólk. Njótið ánægju af vistinni frá upphafi. öllum heimill aögangur meöan húsrúm leyfir. Félag framsóknarkvenna í Reykjavík Opið hús — bazarvinna að Rauðarárstig 18 f kvöld kl. 20.30. Fjölmennið. Bazarnefndin. Styrktarsjóður ísleifs Jakobssonar Stjórn Styrktarsjóðs Isleifs Jakobssonar auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Tilgangur sjóðsins er að styrkja iðnaðar- menn að fullnuma sig erlendis i iðn sinni. Umsóknir ber að leggja inn á skrifstofu Landssambands iðnaðarmanna, Hallveigarstig 1, Reykjavík, fyrir 7. nóvember n.k. ásamt sveinsbréfi i löggiltri iðngrein og upplýsingum um fyrirhugað framhaldsnám. Sjóðsstjórn. Verkamannafélagið Dagsbrún Félagsfundur verður i Iðnó n.k. sunnudag 19. október kl. 2 e.h. FUNDARPFNI: í. Félagsmál. 2. Kosning fulltrúa á 7. þing Verkamanna- sambands íslands. 3. Tillaga um uppsögn kjarasamninga. Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna og sýna félagsskirteini við inngangiin. Stjórnin. fram- sóknarvist FR í vetur Fyrsta framsóknarvist vetrarins veröur að Hótel Sögu, f Súlna- salnum, miðvikudaginn 22. október kl. 20:30. Sverrir Bergmann læknir flytur ávarp. Stjórnandi verður Baldur Hólmgeirsson. Framsóknarfélag Reykjavikur. Forsala aðgöngumiða hefst á mánudag, og verða miðar af- greiddir á skrifstofu Framsóknarflokksins, Rauðarárstig 18 og á afgreiðslu Timans Aðalstræti 7. Þorlákshöfn — Ölfushreppur o Vi Aðalfundur Framsóknarfélags ölfusshrepps verður haldinn i Barnaskólanum I Þorlákshöfn sunnudaginn 19. október kl. 15.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Starf félagsins á komandi vetri. 3. Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur flytur ræðu um landhelgis og efnahagsmál. 4. Onnur mál. Alþingismennirnir Þórarinn Sigurjónsson og Jón Helgason mæta á fundinum. Mætið stundvislega. Stjómin. iUTANLANDSFERÐ r Odýr Lundúnaferð Nú fer hver að verða siðastur að tryggja sér miða i hina ódýru Lundúnaferð Framsóknarfélaganna. Þeir, sem eiga pantaða t'arseðlaeru beðnir um að sækja þá, annars er hætt við að þeir verði seldir öðrum. Skrifstofan Rauðarárstig 18 — Simi 24480. Hafnarf jörður — Framsóknarvist Þriggja kvölda spilakeppni hefst n.k. fimmtudagskvöld, 16. október, i Iðnaðarmannasalnum, Linnetsstig 3, kl. 20:30. Kvöldverðlaun. Heildarverðlaun: Sólarferð með FERÐAMIÐSTÖÐINNI fyrir tvo, n.k. vor. Framhald spilakvöldanna verður 30. okt. og 13. nóv. Athugið, að hér er um að ræða frekar litinn sal. Mætið þvi stund- vislega. Framsóknarfélögin i Hafnarfirði. Haustfagnaður FUF í Reykjavík verður haldinn i Félagsheimili Fóstbræðra laugardaginn 18. október, og hefst kl. 21. Hálfbræður skemmta. Ópus leikur fyrir dansi. Viðtalstímar alþingismanna og borgarfulltrúa Einar Agústsson ráðherra verður til viðtals n.k. laugardag kl. 10-12 að Rauðarárstig 18. Snæfellingar Framsóknarvist, fyrsta kvöld þriggja kvölda keppninnar verður i Grundarfirði laugardaginn 18. okt. og hefst kl. 21.30. Aðalvinningur er Sunnuferð fyrir tvo til Mallorca. Góð kvöld- verðlaun. Halldór E. Sigurðsson ráðherra flytur ávarp. Hljómsveitin Stykk frá Stykkishólmi leikur fyrir dansi. Fram- sóknarfélögin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.