Tíminn - 17.10.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 17.10.1975, Blaðsíða 9
Föstudagur 17. október 1975. TÍMINN 9 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gfsla- son. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu viö Lindargöty, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, slmi 26500 — afgreiöslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verö 1 lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 800.00 á mánuði. fflaöaþrentg.f; Landhelgisgæzla og flugvélakaup Af hálfu starfsmannaLandhelgisgæzlunnar hef- ur nú verið svarað þeim ásökunum, að rangt hafi verið að ráðast i kaup á nýrri Fokker F-27 flugvél til gæzlustarfa og björgunarleitar, heldur hafi átt að velja Beechcraft-flugvél. í viðtali, sem blaða- menn áttu við Guðmund Kærnested skipherra i siðastl. viku, segir hann það eindregið álit sitt, að hefði hann átt að velja flugvél til umræddra starfa, hefði hann hiklaust valið flugvél af gerðinni Orion, Neptun eða Fokker. Af þessum gerðum sé Fokker langódýrust. Guðmundur Kærnested nefndi ákveðið dæmi mati sinu til stuðnings. Hann sagði: ,,Við skulum taka sem dæmi eina erfiðustu leit- ina, sem við hjá gæzlunni höfum lent i, leitina að Sjöstjörnunni frá Keflavik. Hver var reynslan af þessum vélum þá i lágflugi við erfiðar aðstæður? Fokkerinn stóð sig vel. Neptunvélarnar og Orion- inn frá hernum lika, en Beechcraftvélarnar komu út á leitarsvæðið og fóru svo strax til baka aftur. Þær voru einfaldlega búnar!” (Þjóðv. n.okt.) 1 grein, sem birtist i Mbl. i gær eftir Halfdán Henrysson stýrimann, er gerð itarleg grein fyrir þvi, að rétt hafi verið að kaupa Fokker-flugvél. Hann segir m.a.: „Það er með engu móti hægt að réttlæta það, að íslendingar eigi ekki góðar flugvélar, sem nota megi til leitar þegar vetrarveður geisa. Slikar flugvélar verða að hafa möguleika á að vera lengi i lofti með ýmsan þann útbúnað sem talinn er nauð- synlegur i sliku flugi, svo sem björgunarbáta til að kasta niður til nauðstaddra, ennfremur verður að vera hægt að kasta út neyðarsendiduflum fyrir skip, svo þau geti miðað og fundið slika gúmmi- báta. Enginn veit nema sá sem reynt hefur, hversu erfitt það er að leita dögum saman yfir ólgandi hafi og reyna að finna örlitinn depil, þar sem lif gæti leynzt. Flugmenn og áhafnir Landhelgisgæzlunnar hafa hvað eftir annað leitað við slik skilyrði, þar sem flogið er i 50 feta hæð timum saman og rýnt er i gegnum saltstorkna glugga. íslenzkir sjómenn eiga heimtingu á að njóta þess öryggis, sem það veitir, að til taks séu öruggar og góðar leitarflug- vélar, sem alltaf væru reiðubúnar með nauðsyn- legan útbúnað, hvenær sem er.” Þá ræðir Halfdán um kaupverð Fokker-flug- vélarinnar og segir: „Það hefur verið látið liggja að þvi, að vél sú sem samið var um kosti 750 millj. króna. Þetta verð er alrangt, umsamið kaupverð var 436 millj. króna, þá er eftir að setja i vélina sér hæfð tæki til landhelgisgæzlu fyrir um það bil 50 millj. króna. Það má þvi búast við að endanlegt verð verði um 500 millj. kr. en ekki 600 eða 750 millj., sem sumir blaðamenn hafa haldið fram. Þegar bráðabirgða- lögin umflugvélakaupin voru sett, þá hljóðuðu þau upp á 450 millj. króna, þvi er þessi fölsun með verðið óskiljanleg.” Með kaupum á Fokker-flugvélinni hefur þvi ekki verið farið út fyrir þann ramma, sem fólst i heim- ild Alþingis. Heimildin hefur hins vegar verið not- uð til fulls til að tryggjaLandhelgisgæzlunni sem fullkomnasta flugvél til björgunarleitar og til lög- gæzlueftirlits á margfalt stærra svæði en áður. Það er furðulegt, að menn skuli telja eftir, að reynt sé eftir föngum að tryggja sem öruggast eftirlit með fiskveiðilögsögunni og sem fullkomnasta björgunarleit. Áreiðanlega er ástæða til að spara eitthvað frekar. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Ástarævintýrið varð dýrt fyrir Mills En Battistella hefur grætt að sama skapi Mills og Battistella 1973 BANDARISKU blöðin hafa rifjað það upp, að i byrjun þessa mánaðar, var liðið rétt ár siðan atburður gerðist, sem steypti úr áhrifastöðu þeim manni, sem fyrir tveimur ár- um var oft talinn annar valda- mesti maður Bandarikjanna, næst á eftir Nixon forseta. Lögreglan i Washington stöðv- aði þá að kvöldi til bifreið, sem virtist verið ekið grunsam- lega. Ungleg kona hljóp þá út úr bifreiðinni og reyndi að fleygja sér i vatn, sem var þar nærri, en á eftir henni kom maður, sem var bersýnilega mikið drukkinn. Maðurinn reyndist vera Wilbur Mills for maður fjárhagsnefndar Bandarikjaþings, en undir þá nefnd heyra ekki aðeins fjár- veitingar, heldur skattamál og ýmiss konar fjárhagsleg mál- efni önnur. Þettá er talin valdamesta nefnd Banda- rikjaþings, og formaður henn- ar áhrifamesti maður þings- ins, einkum þó ef hann er vel starfhæfur og beitir valdi sinu. Hvort tveggja átti við um Mills, enda var t.d. talið, að engar skattabreytingar væru hugsanlegar i Bandarikjun- um, án stuðnings hans, og sama gilti um flestar meiri- háttar fjárveitingar. Eins og áður segir, var þvi oft talað um hann siðasta áratuginn sem annan valdamesta mann Bandarikjanna. Konan, sem reyndi að fleygja sér i vatnið, reyndist vera argentinsk dansmær Anna Battistella að nafni, þá 38 ára gömul, nýlega fráskilin og tveggja barna móðir. 1 Washington gekk hún undir nafninu Fanne Fox. Þau Mills höfðu kynnzt fyrir rúmlega ári og kunningsskapur þeirra fljótlega orðið mjög náinn, þótt hann væri um 25 árum eldri. Sá kunningsskapur varð Mills að falli, en hefur hins vegar gert önnu fræga og eftirsótta. WILBUR Mills er fæddur i febrúar 1909 i Little Rock i Arkansas. Faðir hans var kaupmaður og var það frægt i Little Rock á sinum tima, að sonurinn var talinn jafnoki föður sins i bókhaldi, þegar hann var 11 ára gamall. Sú þekking átti eftir að koma honum i góðar þarfir. Hann gekk siðan menntaveginn og lauk lagaprófi frá Harvard 1933. Ari siðar var hann kosinn dómari i Little Rock. Hann gegndi þvi starfi i fjögur ár, en þá náði hann kosningu til full- trúadeildar Bandarikjaþings. Siðan hefur hann átt samfleytt sæti þar. Arið 1942 fékk hann sæti i f járhagsnefndinni og var fljótt handgenginn formanni hennar, Jere Cooper frá Tenn- essee. Þegar Cooper lézt 1957, var Mills kosinn formaður nefndarinnar. Mills varð brátt einhver áhrifamesti formað- ur, sem nefndin hefur nokkru sinni haft, enda sameinaði hann i senn mikla vinnusemi, þekkingu og ráðriki. Það valt þvi iðulega á afstöðu hans, hvort stórmál næðu fram að ganga eða ekki. Þeir, sem gegndu embætti forseta eða ráðherra á þessum tima, sótt- ust þvi mjög eftir liðveizlu hans. Það var ekki fyrr en uppvist varð um áðurnefnt ævintýri, að kunnugt varð um, að Mills hefði áfengi um hönd, svo nokkru máli skipti. Hann sótti yfirleitt ekki veizlur eða sið- degisboð og vann flestum lengurá skrifstofu sinni. Hann mun hins vegar hafa tekið upp þannsiðásiðustuárum, þegar hann kom þreyttur heim frá vinnu, að drekka eitt eða tvö staup, en það sfðan ágerzt smátt og smátt. Heimilislifið mun lika hafa verið til- breytingalitið, einkum eftir, að tvær dætur, sem þau hjón eignuðust, fóru að heiman, en þær eru báðar giftar. Kona Mills er sögð nokkrum árum eldri en Mills, og þykir ekki sérlega skemmtileg, þótt hún hafi hugsað vel um hann og hafi þó einkum reynzt honum vel eftir að hann lenti i raun- um sinum. Mills hefur oftast verið sjálfkjörinn i kjördæmi sinu. Aðurnefnt ævintýri gerðist réttum mánuði fyrir þing- kosningarnar i fyrra og átti þátt i þvi, að keppinautur hans, sem var kona, fékk Mills og frú 1975 miklu meira fylgi en búizt var við, enda þótt það hjálpaði Mills nokkuð, að hún var frá- skilin, og þegjandi samkomu- lag varð um það milli þeirra, að minnast ekki á einkamál. Eftir að hið nýkjörna þing .kom saman, varð Mills að segja af sér formennsku nefndarinnar og lætur siðan litið á sér bera á þingi. Vafa- samt þykir, að hann bjóði sig fram i kosningunum á næsta ári. Þó getur það orðið honum til styrktar að hann er hættur að drekka og sambúð þeirra hjóna þykir til fyrirmyndar. AÐ SAMA skapi og vegur Mills hefur minnkað, hefur vegur önnu Battistella vaxið. Hún fær hvert tilboðið á fætur öðru um að sýna sig á þekkt- ustu dansstöðum. Hún hefur fengið tilboð um að leika i kvikmyndum og er þegar byrjuð á þvi. Loks hefur hún svo birt endurminningar sin- ar, skráðar af Yvonne Dunle- avy, sem skrifaði endurminn- ingabók hollenzkrar gleði- konu, sem náð hefur metsölu, The Happy Hooker. Sú bók mun hafa veriö þýdd á is- lenzku. t endurminningum sinum rekur Anna sérstak- lega ævintýri þeirra Mills og er ómyrk i máli! Hún segir, að Mills hafi hvatt sig til að skrifa bókina, en heldur þykir það ótrúlegt. Mills hefur hins veg- ar færzt undan hingað til að svara spurningum blaða.- manna um bókina eða einstök atriði hennar. Umboðsmaður önnu Batti- stella hefur nýlega fullyrt, að hún muni a.m.k. fá 250 þús. dollara i samanlögð laun á næsta ári. Hún hefur þvi ekki tapað á kunningsskapnum við Mills. Hann hefur aðra sögu að segja. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.