Tíminn - 17.10.1975, Blaðsíða 20

Tíminn - 17.10.1975, Blaðsíða 20
Föstudagur 17. október 1975. SÍM1 12234 •HERRA GARBURINN ftÐAUSTRÆTI S V/ GS3ÐI fyrir góöan mat ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Sovétheimsókn d'Estaing: RÉÐ ÁGREININGUR FJAR- VISTUAA BRJESNEFFS? Reuter/Moskvu, Kiev. Valery Giscard d’Estaing, Frakklandsforseti, sem nú er I opinberri heimsókn I Sovétrikjunum, gaf til kynna 1 gær, aö heilsufarsástæður hefðu ekki ráðið þvi, að frestað var fundi hans og Brjesneffs, leiðtoga Kommúnistaflokks Sovét- rikjanna. Var á Frakklands- forseta að skilja, að ágrein- ingur varðandi það, hvernig dregið skuii úr spennu á sviði stjórnmála og hernaðar i Evrópu, hafi mestu ráðið um fjarvistir flokksleiðtogans, fremur heldur en heilsu- brestur. d’Estaing gaf þó i skyn viö komuna til Kievborgar i gær, en þar mun hann dvelja i tvo sólarhringa, að deila hans og Brjesneffs væri nú leyst, en ekki tókst honum þó að eyða grunsemdum fréttamanna um djúpstæðan skoðana- ágreining milli leiðtoganna tveggja. í fyrradag frestaði Brjes- neff fyrirhuguöum viðræðum sinum við Frakklandsfor- seta, og mætti heldur ekki til balletsýningar, sem haldin vard’Estaing til heiðurs i til- efni heimsóknarinnar. Engin skýring var gefin af opin- berri hálfu á fjarvistum flokksleiðtogans. Fréttamenn veltu mikið fyrir sér i gær, hvort væri sennilegri skýring á fjarvist- um Brjesneffs, heilsufar hans eða ágreiningur við d’Esating. Er d’Estaing kom til Kiev, var hann spurður um þaö, hvert hann héldi aö myndi verða framhald heim- sóknarinnar i Sovétríkjun- um. Hann svaraði: „Ég held þið séuð svart- sýnir, en ég er bjartsýnn.” Hann sagði, að I dag yrði undirritað nýtt samkomulag milli Frakklands og Sovét- rikjanna, og I þvi samkomu- lagi væri að finna f jöldamörg ákvæði, sem gerðu ráð fyrir þvi, að dregið verði úr hernaðar- og stjórnmála- spennu I Evrópu. Haft var eftir frönskum heimildarmönnum I Moskvu i gær, að samningaviðræður leiötoganna, þeirra á meðal viðræöur um sameiginlega yfirlýsingu, hefðu dregist langt fram á nótt, daginn sem d’Estaing kom til Sovét- rlkjanna, en viöræðurnar hefðu hafizt aö nýju I gær. A- stæðan til þess, hve viðræð- urnár drógust, var ágrein- ingur um, hvert innihald þeirra ætti aö verða. d’Esta- ing sagði I gær, að sam- komulag hefði tekizt um öll atriði samninga þeirra og yfirlýsingar, sem undirrita ætti I tilefni heimsóknar hans til Sovétrikjanna. Fréttamenn velta þvi fyrir sér, hvort heidur heilsufarsástæöur eða ágreiningur við d-Estaing hafi ráöið fjarvistum Brejesneffs. Noregur-AAexíkó: HEFJA SAMSTARF UM HAFRÉTTARMÁLEFNI — stefna að 200 mílna efnahagslög- sögu Ntb/Osló — Norðmenn og Mexlkanar hafa ákveðið að taka upp náið samstarf á sviði hafréttarmála, einkan- lega að þvl er varðar út- færslu auðlindalögsögu rikj- anna I 200 mílur. Jens Evensen, hafréttar- málaráðherra Norðmanna, var I heimsókn I Mexikó dag- ana 11. til 16. október. í lok heimsóknar hans var gefin út sameiginleg yfirlýsing viöræðunefnda Norðmanna og Mexikana um hafréttar- mál. Segirí yfirlýsingu þess- ari, að löndin tvö muni taka upp náiö samstarf á sviði hafréttarmála. Tilgangur viðræðna Even- sens við mexikanska leið- toga var sá að reyna eftir öll- um hugsanlegum leiðum að samræma fyrirhugaðar að- gerðir Norðmanna og Mexi- kana, er auðlindalögsaga rikjanna verður færð út I 200 sjómllur, og samræmdar að- geröir til þess að tryggja fullvalda rétt rlkjanna yfir auðlindum þeim, er innan hinna nýju marka verða. 1 yfirlýsingunni segir enn fremur, að stjórnir landanna undirbúi nú löggjöf um fyrir- hugaða útfærslu auðlinda- lögsögunnar, og verði sú lög- gjöf reist á þeim grundvall- arsjónarmiðum, sem haf- réttarráðstefna Sameinuðu þjóðanna byggir á. Mexikanar og Norðmenn hafa og ákveðið að leita sam- starfs við aðrar þjóðir, sem hafi I hyggju að færa út auð- lindalögsögu slna. Evensen t.v.og Echeverria t.h. hafa ákveðið að taka upp samstarf á sviði hafréttarmála. Kairo-fundurinn órangurslaus Reuter/Kairo — Fundi utanrikis- ráðherra Afrikurlkja, sem hald- inn var i Kairo, lauk I gær án þess að teljandi árangur yrði af störf- um hans. A fundinum voru rædd- ar hugsanlegar leiðir til lausnar átökunum f Libanon. Utanrikis- ráðherrarnir hétu Libanon fjár- hagsaðstoð til hjálpar við upp- byggingu I landinu, en ekkert var ákveöið um það, hversu mikið hvert riki skyldi gjalda. Kissinger gefur Nixon einkunn Reuter/Washington. — Reuter fréttastofan skýrir frá þvi I gær, að Henry Kissinger, utanrlkis- ráöherra Bandarikjanna, hafi látið þau orð falla i Ottawa sl. þriöjudag, að sér hefði þótt Nix- on, fyrrum forseti Bandarikj- anna, undarlegur i háttum og uppgerðarlegur. Ennfremur á Kissinger að hafa látið þau orð falla, að forsetinn hafi varla snert við stjórnartaumunum meðan Watergatemálið stóð sem hæst. Kissinger bætti því þó við, að Nix- on hefði veriö með betri forsetum Bandarikjanna. Jomo Kenyatta: Hótar að handtaka alla andstæðinga sína Reuter/Nairobi. — Jomo Keny- atta, forseti Kenya, varaði þing- menn á þingi landsins við þvi að sýna stjórnvöldum mótþróa, slikt yrði ekki þolað. Tveir af mikil- hæfustu þingmönnum Kenya- þings hafa nú verið handteknir fyrir að gagnrýna stjórnendur landsins. I ræðu á þingini) i gær lýsti Kenyatta þvl. yfir, að sérhver þingmaður, sem gagnrýndi stjórn landsins og reyndi að leggja stein I götu hennar, yrði handtekinn. Þingmennirnir tveir, sem tekn- ir voru höndum, voru þeir John Marie Seroney, varaforseti þjóð- þings Kenya, og Martin Shikuu. Vopnaöir lögregluþjónar gengu inn I þinghúsiö og tóku þá fasta. „Fólk virðist hafa gleymt þvi, að haukurinn er stöðugt á sveimi lágt yfir höföum, reiðubúinn aö ráðast á kjúklingana og slá þá.” Það var Kenyatta sjálfur, sem kvaddi þingið til sérstaks auka- fundar, vegna deilna, sem nú eiga sér stað I Afrlska þjóðarflokkn- um, sem er eini stjórnmálaflokkT urinn, sem leyfður er I landinu. Allir þingmenn á þingi Kenya eru félagar I Afrlska þjóðarflokknum. Areiðanlegar heimildir frá Kenya herma, aö forsetinn hafi lýst þvl yfir á fundi þingsins I gær, að hann hefði sjálfur gefið fyrir- skipun um að þingmennirnir tveir yrðu handteknir, og þeir settir i gæzluvarðhald, þar sem þeir væru hættulegir öryggi landsins. Heimilt er að halda mönnum i gæzluvarðhaldi án ákæru og rétt- arhalda samkvæmt lögum i Kenya. Forsetinn sagöi enn frem- ur I ræðu sinni I gær, að hann vissi um nöfn nokkurra annarra þing- manna, sem ekki væru hliðhollir stjórnvöldum I landinu og að til aögerða gegn þeim yrði gripið, ef nauösyn krefði. Forsetinn nefndi engih nöfn, og þegar aöstoðarleiðtogi Afrlska þjóðarflokksins reyndi að lesa upp nokkur nöfn, greip Kenyatta framl fyrir honum. Forsetinn hvatti þingmenn ein- dregið til þess i iok ræðu sinnar, aö þeir bæru fram fyrirspurnir um ástand mála i landinu. Þeir einu, sem til máls tóku, voru ákafir stuðningsmenn stjórnar- innar, og forðuðust þeir að nefna handtökurnar á nafn. Korn til USSR: Samkomulag á næsta leiti? Reuter/Moskvu. Aöstoöarvið- skiptaráöherra Bandarikjanna, Charles Robinson, kom til Moskvu I gær, og mun hann þar eiga viöræöur viö sovézka íeiö- toga um langtlmasamning milli Bandarikjanna og Sovétrlkjanna um sölu á korni. Viö komuna kvaöst hann bjartsýnn á aö árangur yröi af för sinni. Til Moskvu kom Robinson frá Parls, þar sem hann sat undir- búningsfund olíuframleiðenda og olluneytenda. Við komuna _til Sovétrlkjanna vildi hann ekki fullvissa fréttamenn um að sam- komulag um kornsölu yrði undir- ritað einhvern næstu daga. Er hann var spurður að þvl, hvort búast mætti við sameiginlegri yfirlýsingu um þessar fyrirhug- uöu kornviðræður, sagði hann, að hann ætti von á þvf að ágreining- ur yrði minni. „Ég er bjartsýnn á, að fullnægjandi úrlausn þessa máls fáist,” svaraði Robinson loks. Þetta er þriðja ferð Robinsons til Moskvu á sex vikum til þess að eiga viðræður við sovézka leið- toga um fyrirhugaða kornsölu Bandarikjamanna til Sovétríkj- anna, og sölu Sovétmanna á oliu til Bandarlkjanna. Robinson kvaðst myndu hafa stutta viðdvöi I Moskvu að þessu sinni. iii ætlar að semja við Spán Ntb/Osló — Norskar frétta- stofur skýröu frá þvi I gær, að Efnahagsbandalag Evrópu (EBE) heföi I hyggju aö hefja aö nýju viöræöur viö spænsku rikisstjórnina um gerö fri- verzlunarsamnings viö Spán, en sllkar viöræður voru ein- mitt I undirbúningi, þegar spænska rikisstjórnin iét taka skæruliöana fimm af iifi 27. september s.L.Ætlar banda- lagið aö hefja viðræöurnar aö nýju, þótt spænska rikis- stjórnin hafi ekki tekiö upp lýðræöisstjórnarhætti aö vest- rænni fyrirmynd. Diplomatar i aðalstöðvum EBE hafa þó skýrt frá þvi, að llklegt megi telja, að EBE setji það skilyrði, að spænska rlkisstjórnin hætti öllum kúg- unum á pólitlskum and- stæðingum slnum, og að úr gildi verði numin löggjöfin um baráttuna gegn andspyrnu- mönnum, en aftaka skærulið- anna fimm átti sér lagastoð i þeirri löggjöf. Ekki tókst að afla áreiðanlegra frétta um það, hvenær vænta megi þess, að viðræðurnar hefjist að nýju. Ráöherranefnd EBE ákvað, viku eftir að aftökurnar á Spáni áttu sér stað, að hætta samningaviðræðum við spænsku stjórnina og að gera verzlunarsamninginn frá 1970 óvirkan i framkvæmd. Ýmsar þjóöir, t.d. Hollendingar, Dan- ir, Bretar, Belgar og Luxem- borgarmenn, vildu ganga enn lengra og segja samningnum algjörlega upp, en franska stjórnin og sú vestur-þýzka beittu sér fyrir þvi að farinn var meðalvegur og reynt að draga sem mest úr áhrifum samningsins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.