Tíminn - 05.11.1975, Blaðsíða 1
Landvélarhf
tbl. — Miövikudagur 5. nóvember—59. árgangur.
HOLMVÍKINGAR
KANNA
SKUTTOGARAKAUP
Rækjuveiðar hefj-
ast um helgina
• í’sm
,gáfe.<
MÓ-Reykjavik. A Hólmavik er
verið að kanna hvort grundvöllur
sé fyrir þvf að kaupa skuttogara.
Þar hefur um árabil verið tima-
bundið atvinnuleysi á ári hverju,
og menn hafa ekki komið auga á
aðra lausn á þeim vanda, en að
gera hráefnisöflunina öruggari.
Að sögn Jóns Kr. Kristinssonar
sveitarstjóra er mikill áhugi á
Hólmavik á skuttogarakaupum,
enda má segja, að árvisst at-
vinnuleysi sé hvert vor frá þvi að
rækjuvertíðlýkur og þar til kemur
fram i júni og handfæraveiðar
hefjast.
Nú eru 25 til 30 manns á at-
vinnuleysisskrá á Hólmavik,
enda er rækjuveiði ekki byrjuð.
Jón Alfreðsson kaupfélagsstjóri á
Hólmavik sagði, að i gær hefði
verið ákveðið að hefja rækju-
vinnsluna um næstu helgi. Ekki
væri þó neinn fjárhagslegur
grundvöllur fyrir vinnslunni,
■enda litlir sölumöguleikar og lágt
verð. En við verðum að gera
þetta til að halda uppi atvinnulif-
inu á staðnum i von um betri tima
siðar. Við rækjuvinnsluna og
rækjuveiðarnar á Hólmavik og
Drangsnesi munu vinna á annað
hundrað manns.
Miklar framkvæmdir voru hjá
Hólmavikurhreppi i sumar. Unn-
ið var að undirbúningi við að
steypa mikinn hluta af aðal-at-
hafnasvæðinu kringum höfnina
og út að frystihúsinu, en áætlað er
að steypa þar næsta sumar.
Þá var mikill hluti af holræsa-
kerfi þorpsins og vatnslögn
endurnýjaður. Var það mikið
átak og framkvæmd fyrir um 12
til 13 millj. kr. Er það svipuð upp-
Rækjuveiðar
við Djúp
hófust
i
GS-lsafirði. I gær byrjuðu rækju-
veiðar frá ísafirði. Héðan eru
gerðir út 21 bátur, en frá
Bolungarvik eru 7-bátar gerðir út
og einn frá Súðavik. Verið getur
að fleiri bætist við siðar.
Fyrsti báturinn, sem kom að
landi, var Dynjandi, en skipstjóri
á honum er Sigurjón Hallgrims-
son. Var hann með tvö tonn af
rækju, og virðist mikil rækja vera
i Djúpinu núna.
I gær og fyrradag lönduðu
togararnir fjórir og var afli
þeirra sem hér segir: Guðbjörn
115 t. Guðbjörg 70 t. Július Geir-
mundsson 70 t. og Páll Pálsson 70
t. Þá landaði Bersi á Súðavik 90
tonnum.
Hér er einstök veðurbliða, og
allir vegir á Vestfjörðum ennþá
færir. Er það óvenju lengi, fram
eftirhausti sem þeir haldast opn-
ir i ár.
hæð og álögð útsvör eru i hreppn-
um.
Á döfinni er að byggja við
barnaskólann á næstu árum og
verður það trúlega gert i áföng-
um. Er þar um 400 ferm byggingu
að ræða.
Engar ibúðarhúsbyggingar
hófust á Hólmavik á liðnu sumri,
en nú er verið að skipuleggja nýtt
byggingarsvæði, sem væntanlega
verður tilbúið i vor.
UTANRIKISRAÐHERRA UPPLYSIR:
270 bandarískar fjölskyldur
búsettar utan flugvallarins
Bygging f jölskylduhúsnæðis
innan flugvallarins hafin
AÞ-Reykjavik. — t fyrirspurnar-
tima i sameinuðu þingi i gær
svaraði Einar Agústsson fyrir-
spurnum varðandi varnarliðið á
Keflavikurflugvelli, m.a. um það,
hversu margar fjölskyldur á veg-
um varnarliðsins væru búsettar
utan varnarsvæðanna. t svari
hans kom fram, að hér væri um
270 fjölskyIdur að ræða. Ráðherr-
ann sagði, að nú væri hafizt handa
um byggingu ibúðarhúsnæðis á
Kefla vikurf lugvelli. t þcim
áfanga væru 132 fjölskylduibúðir.
A næsta ári yrði svo byrjað á 250
slikuin Ijölskylduibúðum til að
koina i Iramkvæmd ákvæðum i
sa mkomulagi islendinga og
Bandarikjamanna um búsetu
varnarliðsmanna á varnar-
svæðunum.
I ræðu sinni gerði utanrikisráð-
herra svohljóðandi grein fyrir
ástandi þessara mála:
„Eins og áður hefur verið skýrt
frá opinberlega hefur varnarliðið
heimild til að hafa 270 fjölskyldur
búsettar utan varnarsvæðanna.
Búseta þessi er háð leyfisveitingu
hverju sinni og annast varnar-
máladeild framkvæmd þessara
mála. Leyfisveitingarnar hafa
verið sem hér segir haustin 1974
og 1975:
Keflavik 166— 1974,166 — 1975
Njarðvik 74 — 1974, 74 — 1975
Sandgerði 6— 1974, 10 — 1975
Hafnarfjörður 5— 1974, 9 — 1975
Reykjavik 9 — 1974, 5 — 1975
Vogar 2 — 1974, 3 — 1975
Hafnir 4— 1974, 2 — 1975
Kópavogur 2 — 1974, 0 — 1975
Samtals 270
270
I þessum tölum eru ekki taldar
rúmlega 30 fjölskyldur, þar sem
annar hvor makinn er islenzkur
rikisborgari, og á þvi lögum sam-
kvæmt rétt til búsetu hér á landi,
hvort sem um karl eða konu er að
ræða.
Rétt er að geta þess, að varnar-
liðsmenn, sem hafa fjölskyldur
sinar hjá sér, dveljast hér nær
undantekningarlaust I 2 ár.
Leigjendaskipti eru þvi alltið, þó
að heildartalan sé sú sama á
hverjum tima. Einnig er nokkur
mismunur á þvl frá ári til árs, hve
margir varnarliðsmenn óska að
taka fjölskyldur sinar með sér
hingað til lands. Fer það eftir
ýmsu, svo sem t.d. skólagöngu
barna eöa unglinga, svo og þvi, að
sé fjölskyldumaður hér án fjöl-
skyldu sinnar er hámarksþjón-
ustutiminn eitt ár.
Vegna skorts á ibúðarhúsnæði á
Keflavikurflugvelli og hámarks-
tölu þeirra, er mega hafa búsetu
utan varnarsvæðanna, hefur það
komið fyrir, að biðtimi sumra
fjölskyldna hefur komizt upp i allt
að 5 mánuði. Hafa þá sumar fjöl-
skyldumæður gripið til þess ráðs,
að koma hingað sem venjulegir
ferðamenn á sinn eigin kostnað að
öllu leyti, þ.e. að þær fá hvorki
íerðakostnað né húsaleigustyrk
greiddan, eins og mundi vera ef
þær hefðu húsnæðisleyfi.
I þvi skyni að ráða bót á þessu
ástandi, svo og til þess að koma i
framkvæmd ákvæðunum i sam-
komulagi tslands og Bandarikj-
anna um búsetu varnarliðsmanna
á varnarsvæðunum, hefur verið
hafizt handa um byggingu
ibúðarhúsnæðis á Keflavikurflug-
velli. Þar eru nú i byggingu 132
fjölskylduibúðir og á byggingu
þeirra að vera lokið næsta haust.
Jafnframt er ráðgert að hefja
byggingu 250 fjölskylduibúða
snemma á næsta ári. Byggingar-
timi er áætlaður 18 mánuðir,
þannig að hægt á að vera að taka
þessar ibúðir i notkun haustið
1977.”
Varnarliðsmönnum
hefur fækkað um
310 á einu ári
Sjá nánar þingsíðu
P.Þ. Sandhóli. Kjárskaðar i
Ölfusi liafa orðið langtum
ineiri en búizt var viö. Nú
þegar liafa fundizt 35 til 40
kindur dauðar. Til viðbótar
við þær 15, scm fundust niður
við ölfusú og greint var frá i
gær.lundust 20 kindur daúð-
ar upp á Þurárengjum. Þær
voru frá Þurá og Þórodds-
slöðum. Ekki liefur svæðið
verið kannað til hlitar ennþá.
Þá liafði Timinn samband
við Brynjólf bónda á
llrciöurborg, en liann átti fé
á Eyrarbakkaengjum. Haföi
lianii larið uin engjarnar i
dag, og er flóöiö larið að
sjatna. Mikið vatn er þó
ennþá á engjunum. Ekki
lann Brynjólfur neinar kind-
ur dauðar, en saknar fjár, en
hann gat ekki sagt um bvort
le hefði íarizt fyrr en eftir
uánari könnuu.
A inyndinni er Þorlákur
Kolbeinsson á Þurá að draga
saman dautt fé til
greftrunar. Þorlákur missti
12 ær i flóðinu.
Timam. PÞ. Sandhól.
„Þurfum hjálp
til að gera við
skemmdir á
sjóvarnargörðum
u
KJ-Rvik.— Tjónið á sjóvarnar-
görðunum er gifurlegt og við
verðumað fá aðstoð til þess að
koma þeim i samt horf, sagði
Oskar Magnússon oddviti á
Eyrarbakka i viðtali við
Timann i gærkvöldi, en þá hafði
hreppsneíndin setið á fundi all-
an daginn til þess að ræða
hvernig bregðast skyldi við
þeim ósköpum, sem yfir Eyr-
bekkinga hafa dunið.
— Það þarf að gera við garðana
sem allra fyrst sagði Óskar, þvi
að annars liggur allt opið, ef
frekari flóð verða.
Ég býst við þvi að viðskipta-
bankar og lánasjóðir hlaupi
undir bagga og hjálpi okkur við
að koma atvinnurekstri i gang á
nýjan leik, en við verðum að
treysta á hið opinbera hvað
sjóvarnargarðana áhrærir.
I gær var rætt óformlega við
Viðlagasjóð um þessi mál.
Þá var á hreppsnefndar-
fundinum i gær kjörin þriggja
manna nefnd til þess að safna
gögnum um tjónið og kanna
leiðir til úrbóta.
1 gær var þegar hafist handa
um að aka stórgrýti i stærstu
skörðin á sjóvarnargörðunum.