Tíminn - 05.11.1975, Blaðsíða 8
8
TÍMINN
Miðvikudagur 5. nóvember 1975
Einar Ágústsson utanríkisráðherra:
Bandarískum varnarliðsmönnum
hefur fækkað um 310 á einu ári
íslendingum í þjónustu varnarliðsins hefur fjölgað á einu ári um 328 manns
viðhald og viðgerðir, sem unnar
eru af föstum starfsmönnum
þess, auk allskonar annarra þjón-
ustustarfa. Gert er ráð fyrir þvi,
og má það teljast nokkuð ábyggi-
leg tala, að fyrirtækin muni á
þessu ári vinna fyrir u.þ.b. 1.535
milljónir króna. Af þessari upp-
hæð má telja efniskostnað nema
um þriðjungi, þannig að rúmlega
einn milljarður króna af þessari
upphæð verða greiðsla vinnu-
launa á einn eða annan hátt.
Að þvi er árið 1976 varðar er
erfitt að koma með nákvæmar
tölur af ýmsum ástæðum. T.d. er
þjóðþing Bandarikjanna ekki enn
búið að samþykkja allar fjár-
veitingar fyrir þetta timabil.
Einnig geta erfiðleikar við efnis-
útvegun tafið framkvæmdir. Þvi
er gert ráð fyrir að framkvæmdir
á árinu 1976 verði einhversstaðar
á bilinu milli 2.530 og 2.890
milljónir króna. Er þá miðað við
núverandi gengi á Bandarikja-
dollar. Gert er ráð fyrir að efnis-
kostnaður verði svipaður
hundraðshluti og áður eða 1/3.
Ættu þá vinnulaun á einn eða ann-
an hátt af starfsemi þessara
tveggja verktákafyrirtækja að
nema frá 1.690-1.930 milljónum
króna. Atvinnuástandið á um-
ræddu svæði gæti einnig haft áhrif
á íramkvæmdir þær, er hér um
ræðir.”
Að ská-
skjóta sér
1 umræðum um virkjunar-
rannsóknir á Austurl. kom til
orðahnippinga milli Gunnars
Thoroddsen orkumálaráðherra
og Ólafs Ragnars Grimssonar,
varaþingsmanns Samtakanna.
Hélt ólafur þvi fram, að ýmsir
erl. aðilar hefðu skáskotið sér
inn i þessar rannsóknir.
Gunnar Thoroddsen sagðist
ekki kannast viö þetta. Hins veg-
ar sagöist hann kannast við aðila,
sem hefði skáskotið sér inn i þing-
sali.
Hlaut þessi athugasemd orku-
málaráðherra góðar undirtektir
meðal þingmanna.
Það kom fram í svari Einars
Agústssonar utanrikisráðherra
við fyrirspurn Gils Guðmunds-
sonar (Ab), að starfandi Banda-
rikjamönnum á Keflavikurflug-
velli hefur fækkað um 310 á einu
ári, þ.e. frá 1. október 1974 til 1.
október 1975. Er hér bæði átt við
hermenn og aðra starfsmenn.
Þá kom einnig fram i svari
utanrikisráðherra, að á launa-
skrá hjá varnarliðinu hefðu verið
218 óbreyttir borgarar 1. október
1974, en ári sfðar, þ.e. 1. október
s.l. hefðu þeir
verið 205.
Sagði ráð-
herrann, að
langstærsti
hópur þessa
fólks væri
konur og aðrir
aðstandendur
varnarliðs-
manna. Þá sagði ráðherra, að 1.
Tafir á
byggingu
leiguhús-
næðis
t umræöum um húsnæðismál i
sameinuðu þingi i gær, kvaddi
Páll Pétursson (F) sér hljóðs, og
gerði að umræðuefni áform um
byggingu leiguibúða utan
Reykjavikur. Sagði þing-
maðurinn, að þetta mál hefði
gengið
hörmulega
s e i n t , e f
miðað væri
v i ð f r a m -
kvæmda-
hraðann I
Breiðholti.
Sagöi þing-
maðurinn, að
agnúar væru á keriinu og breyta
þyrfti söluákvæöi þessara ibúða
Lagði hann áherzlu á, aö bygging
leiguibúða úti á landi yrði hraðað,
enda væri hér um að ræöa
mikilvægan þátt i byggða-
uppbyggingu.
október i fyrra hefðu 113 Banda-
rikjamenn verið á sérstökum
verksamningi við varnarliðið.
Þeim hefði heldur fjölgað, og
væru nú 121. Hér er um-að ræða -
tæknimenn eða sérfræðinga i
tækjabúnaði, kennara, Rauða
kross starfsfólk, og annað sérhæft
fólk.
Þá svaraði utanrikisráðherra
fyrirspurn frá Gils Guðmunds-
syni um hversu margir tslending-
ar störfuðu i þjónustu Banda-
rikjahers og við aðrar fram-
kvæmdir á Keflavikurflugvelli,
en Gils óskaði eftir samanburði
frá 1. október 1974 til 1. október i
ár. Utanrikisráðherra svaraði
svohljóðandi:
„Miðað við 1. október 1974 störf-
uðu alls 1094 islendingar ýmist i
þjónustu varnarliðsins sjálfs eða
aðila, sem unnu fyrir varnarliðið
samkvæmt verksamningum.
Sambærileg tala 1. október 1975
var 1422. Aukning á einu ári er þvi
328manns. Fyrstog fremst vegna
aukinna byggingarumsvifa. Hér
eru ekki taldir með þeir, sem að
hluta vinna fyrir varnarliðið með
ýmsum hætti,svo sem t.d. starfs-
menn flugfélaga, skipafélaga,
opinberir starfsmenn o.þ.h.”
Þá spurðist Gils Guðmundsson
loks fyrir um framkvæmdir á
vegum Bandarikjahers á Kefla-
víkurflugvelli á árunum 1975 og
1976, og jafnframt hver hlutur is-
lenzkra verk-
takafyrir-
tækja væri.
Þessu svaraði
utanrikisráð-
herra svo-
hljóðandi:
,,Ég mun
svara þessum
tveim liðum
fyrirspurnarinnar i einu lagi
vegna þess að þetta fer saman.
tslenzkir Aðalverktakar annast
allar nýbyggingar fyrir varnar-
liðið, og Keflavikurverktakar
annast viðhaldsvinnuna. Varnar-
liðið sjálft annast aðeins daglegt
Félagsmálaráðherra svarar fyrir-
spurn um afgreiðslu húsnæðisiána
1 l'yrirspurnartima i
sameinuðu þingi i gær svaraði
Gunnar Tlioroddsen félags-
málaráðherra fyrirspurn frá
llelga Seljan (Ab) um
liúsnæðismál. Spurðist þing-
maðurinn l'yrir um hverjar
hori'ur væru á afgreiðslu
nýrra lána l'rain lil áramóta,
hvenær mætti vænta af-
greiðslu lána vegna eldri
ibúða og loks spurðist hann
lyrir um leiguibúðir á vegum
sveitarfélaga.
Svör
félagsmála-
ráðherra við
þessum
þremur
spurningum
fer hér á eft-
ir:
1. Húsnæðis-
málastjórn
heíur tekið
ákvörðun um afgreiðslu lána
til þeirra, sem höfðu lagt inn
umsóknir um lán fyrir 1. febr.
s.l. þannig að þeir sem lögðu
fram fokheldnisvottorð á
timabilinu frá 1. janúar til 31.
marz fengu frumlán eftir 1.
september s.l.,en þeir, sem
skiluðu fokheldnisvottorðum á
timabilinu frá 1. april til 31.
mai, fá sin frumlán afgreidd
eftir 10 nóvember n.k.
Bráðlega mun verða tekin
ákvörðun um lánveitingar til
þeirra, sem lögðu inn
umsóknir eftir 1. febrúar, s.l.
og þá endanlega ákveðið við
hvaða dagsetningar
fokheldni vottorða verði
miðað i sambandi við lán-
veitingar fyrir áramót.
2. A þessu ári hefur þegar
fariðfram ein úthlutun lána til
þeirra, sem sóttu um lán til
kaupa á eldri ibúðum fyrir 1.
april s.l. Nam sú lánveiting
samtals llOmilljónum króna.
Um þessar mundir er að
hefjast undirbúningur að lán-
veitingu þeim til handa er
sóttu um lán til kaupa á eldri
ibúðum fram að 1. júli s.l. Er
þar um að ræða talsverðan
fjölda lánsumsókna.
Á s.l. ári samþykkti Alþingi
samkvæmt tillögu félgsmála-
ráðherra, að húsnæðismála-
stjórn væri heimilt að verja
allt að 160 millj. króna lán-
veitingar á ári hverju vegna
kaupa á eldri ibúðum og er
það hækkun um 100% eða úr 80
millj. kr. i 160 millj. kr.
Húsnæðismálastjo'rn mun
eftir þvi sem frekast er unnt,
láta þá umsækjendur sitja
fyrir um greiðslur á þessu
hausti, sem lögðu fram láns-
umsóknir fram að 1. júli s.l.
3. a. 57 sveitarfélögum hefur
verið veitt heimild til að hefja
tæknilegan undirbúning vegna
byggingar samtals 355 ibúða.
Þegar húsnæðismálastjórn
hefur heimilað sveitarstjórn
að hefja tæknilegan undir-
búning vegna
leiguibúðabygginga siglir
siðar i kjölfarið, sé allt i fellu
um hann, að hún samþykki
veitingu framkvæmdaláns til
bygginganna. Kemur það
siðan til greiðslu i samræmi
við samning þar um.
b. Gerðir hafa verið fram-
kvæmdalánssamningar og
framkvæmdir hafnar á veg-
um 25 sveitarfélaga vegna
byggingar 179 ibúða, lán að
upphæð kr. 695.000.000.- Lánin
koma til greiðslu, sem hér
segir:
1974 kr. 46.200.000,-
1975 kr.442.850.000,-
1976 kr. 205.950.000.-
Samtals
kr.695.000.000.-
Hér er aðeins um að ræða
framkvæmdir, sem hófust
1974 og 1975 og upphæðin sem
kemur til útborgunar 1976 er
aðeins eftirstöðvar af þeim
framkvæmdum, og á eftir að
hækka til muna þegar fram-
kvæmdir, sem hefjast 1976
bætast við.
Af þeim 179 ibúðum, sem
framkvæmdalánsheimild
hefur verið veitt, hafa 4
sveitarfélög lokið smiði 7
ibúða og nema lán til þeirra
kr. 33.460.000. — önnur
sveitarfélög hafa öll hafið
framkvæmdir en eru misjafn-
lega langt á veg komin.
Auk þessara 179 ibúða,
hefur 22 sveitarfélögum verið
heimilað að hefja fram-
kvæmdir fyrir eigið fé vegna
samtals 81 ibúða, en fram-
kvæmdalánssamningur hefur
ekki verið gerður við þau, en
mun væntanlega gerður 1976.
Þegar talað er um fram-
kvæmdalánssamninga við
sveitarstjórnir, er um það að
ræða, að húsnæðismálastjórn
gerir samþykkt um íán-
veitingu til fjármögnunar
leiguibúðabyggingum, er
nemur 80% af heildar-
byggingarkostnaði. Lán-
veitingin er borguð út i
mánaðarlegum fjárhæðum,
venjulega jafnháum, á
byggingartimanum, yfirleitt
allt frá fyrsta mánuði hans til
hins siðasta.
Á fundi húsnæðismála-
stjórnar nú i dag, 4.nóvember,
verður lögð fram leigulbúða-
áætlun fyrir 1976, en i henni er
m.a. greint frá óskum sveitar-
stjórnanna um slikar fram-
kvæmdir á þvi ári.