Tíminn - 05.11.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 05.11.1975, Blaðsíða 11
Miövikudagur 5. nóvember 1975 TÍMINN 11 liióðir, brunnur og fýsibelgur Skólaæskunni fært fróðlegt safn Hagleiksmaðurinn Þorsteinn Magnússon færði fyrir nokkrum dögum Laugarnesskóla veglega gjöf, þar sem eru nákvæmar eftir- likingar búsáhalda, sveitabæja, húsdýra og fólks aðstörfum,sem nú heyra fortiðinni til. Skólastjóri Laugarnes- skóla, Jón Freyr Þórarinsson, veitti gjöfunum móttöku og þakkaði gefanda. Kvað hann safnið hið merk- asta, og vonandi gæti það orðið hollur skóli þvi unga fólki, sem aldrei leit slika hluti augum. Við Timamenn röbbuðum við þá borstein og Jón Frey einn morguninn nýlega, þegar unnið var aö þvi að taka munina upp og koma þeim fyrir i gler- skápum, þar sem skóla- nemendurnir geta notið þeirra. — Þetta er búið að standa til um tveggja-þriggja ára skeið, sagði Jón Freyr við okkur. Þor- steinn fæddist árið 1899 i Suður- sveitinni, og bjó þar fram undir 1930, að hann fluttist hingað suður. Hann hefur um áratuga- bil búið á Hjallaveginum, og börn hans gengið i Laugarnes- skólann. Það talaðist þvi svo til fyrir nokkru, að hann gæfi skólanum þetta skemmtilega safn, en þannig vildi hann þakka skólanum fyrir menntun barna sinna.Það var erfitt að koma mununum fyrir með sæmilegu móti fyrr en nú, en vonandi Texti: BH. Myndir: GE. verður gerð gangskör að þvi að veita safninu sómasamlega að- stöðu, nú þegar það er komið. Þarna kennir ýmissa grasa, allt er haganlega gert og ber vott um fingerðan smekk og þekkingu á hverjum hlut, sem þarna gefur að lita. Þarna eru klyfjahestar og herrukestar, hver með sitt hlass, og allt hvað á sinn veg. barna eru innanstokksmunir og áhöld, sem notuð voru við sveitastörf áður fyrr, allt með kunnuglegu handbragði þeirra, sem ekki skruppu i kaupstaðinn eftir hverjum hlut, heldur unnu allt af höndum fram, sem þeir þurftu að nota. Þarna eru hlóöir, brunnar og smiðjubelgir, og ótal margt fleira, sem of langt yrði upp að telja. — Ég á eftir að koma með bóndabæinn, sagði Þorsteinn. Hann er þannig gerður, að hægt er að losa um framþiliö og þakið, og þá sést húsaskipanin innifyrir. Svo sýnir hann okkur hnifinn, sem hann hefur tálgað hlutina með, sérstaklega hannaðan fyrir verkiö, og stimpilinn, sem hann skar i mjúkan við til þess aö geta merkt með það, sem honum fannst skipta máli. Og meðan við erum að virða hagsieiksmunina fyrir 'ökkur með ofurlftið rómantisku hugarfari, þvi að þarna er svo margt, sem minnir mann á gamla daga norður i notalegum torfbæ i Eyjafirði, en er þó ekki alveg eins i laginu, enda úr Suðursveitinni — er hringt út i friminútur, og krakkarnir koma út úr stofunum, stillt og prúð i dyrunum, en með ærslafenginn galsa i fasi um leið og út á ganginn er komið. Þau vilja fá að sjá, en það er ekki hægt að hleypa öllum að i einu. Vonandi endist áhuginn þannig að þau eigi eftir að standa marga stundina frammi fyrir mununum i safninu og upplifa gamla daga, sem voru svo afskaplega frábrugðnir þvi sem nú gerist. Það hafa allir gott af þvi. Þorsteinn Magnússon hjá bóndanum með trússhestana Búsáhöld, eins og þau geröust áður fyrri Jón hreyr Þórarinsson, skólastjóri Laugarnesskólans, og Þorsteinn Magnússon raða mununum á flygil inn i skólanum, áöur en mununum cr komiö fyrir i glerskápum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.