Tíminn - 05.11.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 05.11.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Miövikudagur 5. nóvember 1975 £ BJORGUN FENEYJA MEÐ GÚMMÍSTIFLUM, SEM PUMPAÐAR ERU FULLAR AF VATNI, ÆTLA ITALSKIR VERKFRÆÐINGAR A Ð HINDRA FLÓÐIN í FENEYJ- UM. Eftir nokkur ár munu Feneyjabúar blotna i fæturna tvisvar i viku. Visindamenn hafa reiknað út, að eftir 1990 muni Adriahafið skella oftar en hundrað sinnum á ári jnn i hina. sökkvandi borg, og fíýta fyrir rotnun hallanna, brúnna og sr-lTA* ■- *'Msr* ■ ■ -.'V/ . _ -Mm, ■ .. ~. .. Á liverju ári siga Feneyjar um sex millimetra. kirknanna. Eru Feneyjar aðeins fagurt lik? Nokkrir visindamenn og tæknifræðingar vilja ekki sætta sig við þessar döpru framtiöar- spár. Tæpum 5 kilómetrum fyrir sunnan hina 1200 ára gömlu borg, sem eitt sinn var alheimsborg hafa þeir gert árangursrikar tilraunir með fyrirætlun, sem á að bjarga Feneyjum. Feneyjar eru byggðar á eikarstólpum, og borgin geymir ómetanlegan fjársjóð listaverka. I einum af óshólmum Pó-fljótsins komu sérfræðingar frá dekkjaverk- smiðjunni Pirelli og bygginga- fyrirtækinu Furlani fyrir flóögarði, sem verður aö varnargarði gegn flóðinu i Adriahafi, þegar á þarf aö halda. Þetta er 60 metra löng slanga úr næloni og gúmmi. Þegar vatnsborðið er eðli- lega hátt, liggur stiflan flöt á botninum. Við flóðahættu er dælt meira en 3000 litrum á sek. af vatni i slönguna, og hún lyftist við það svo hátt yfir' vatnsborðið, að hún virkar eins og stiflugarður gegn flóðinu. Þegar flóðahættan er liðin hjá er vatninu dælt úr slöngunni. Virfestingarnar á botninum draga hana niður. Hönnuðir gúmmistiflunnar hafa valið reynslustaðinn gaumgæfilega — Hér eru sömu vind- og straum- skilyrði og i Feneyjum, segir Bruno Borca þróunarverk- fræðingur Pirelli verk- smiðjanna. Hann álitur að hægt væri að koma þremur stórum gúmmistiflum fyrir i álunum þremur inn i Feneyjalónið á tveimur árum ásamt dælu- stöðvunum. Þessir þenjanlegu varnargarðar hafa ótviræöa kosti fram yfir þær gerðir, sem hingað til hafa komið fram. Bygging venjulegra flóðgátta mundi taka sex ár, og þvi ekki aðeins taka miklu lengri tima, heldur lika verða dýrari. Kostnaður við slönguna er um það bil 6,2 milljaröar. Hreyfan- legar málmgáttir kosta að minnsta kosti helmingi meira. Þar að auki eru gúmmivarnar- garðarnir fallegri lausn, séð frá byggingafræðilegu sjónarmiði, þar sem þeir sjást aðeins við flóð. Bygging risaflóðgátta i ál- unum, sem eru 500 til 900 metrar á breidd gæti gjörspillt lands- lagi strandanna þarna. i óshólmum Pó-fljótsins voru gerðar tiiraunir meö þessa reynslu- stiflu. Þegar vatnsboröið er lágt er vatninu dælt úr. Gúmmfvömbin liggur flöt á botninum. Þrjár svona stiflur gætu lika verndaö Markúsartorgið fyrir fióðum. Gúmmistiflurnar geta verið sveigjanlegar eftir hæð vatns- borðsins. Strax og yfirborð sjávar hækkar um 90 sentimetra flæðir yfir Markúsartorgið. Ennfremur eiga slöngurnar i Feneyjum að vera þannig gerðar, að renna fyrir fiskibáta og óliuskip verður fyrir hendi allt fram á siöustu stundu. Sérfræðingar viða að úr heimi hafa sýnt áhuga á gúmistifluni — Einkanlega hafa þróuriar- löndin gert fyrirspurnir, segir Borca. Tæknifræðingar þriðja heimsins vilja loka fljótsmynn- um til þess að halda burtu söltu sjávarvatni, sem er skaðlegt fyrir lif vatnafiska og -plantna. Hið stóra takmark gúmmistifla til bjargar Feneyj- um, gleynist samt ekki. En meö hliðsjón af þvargi vatnasér- fræðinga og iönfyrirtækja, stjórnmálamanna og staðar- yfirvalda hafa tæknifræöingar, gúmmistiflunnar fyrirvara á bjartsýni sinni. —■ A næstu vik- um — segir Borca, — á eitthvaö að gerast. En það hefur verið sagt árum saman. A meðan sigur „likið Feneyjar” dýpra i Adriahafið: sex millimetra á hverju ári. $ VITIÐ ÞÉR„ hvernig þér eigið að haga yöur, ef þér mætið fil á götu meö sól- gleraugu? Réttast er að látast ekkert taka eftir þessum fil. (Hann vill ekki þekkjast). ....annar kjallari, gullstengur, gjaldeyrir, veröbréf. — Ég hef þaö á tilfinningunni aö viö séum rétt á eftir þeim. DENNI DÆMALAUSI „Sólin skin, fuglarnir syngja og Denni æpir.” „ tveir á móti einum cr hreint ekki svo slæmt.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.