Tíminn - 14.11.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 14.11.1975, Blaðsíða 3
Föstudagur 14. nóvember 1975 TÍMINN 3 Jdrnblendiverksmiðjan tekur ekki til starfa á áætluðum tíma: Stofnkostnaður hækkar um 1170-2340 milljónir króna Gsal-Rvik — Nú er ljóst, að járn- blendiverksmiðjan við Grund- artanga mun ekki taka til starfa á áætluðum tima: um áramótin 1977-1978. Astæðurnar eru þær, að á undanförnum mánuðum hefur orðið mikill samdráttur i stáliðn- aðii V-Evrópu, og markaðshorfur fyrir kisiljárn hafa því versnað samhliða mikilli birgðasöfnun hjá framleiðendum. Jafnframt hafa kjör á lánamörkuðum versnað, vextir hækkað og lánstimi stytzt. Þvi hefur stjórn islenzka járn- blendifélagsins talið nauðsynlegt að endurskoða fyrri áætlanir um stofnkostnað, timasetningu fram- kvæmda og rekstur. Gert er ráð fyrir, að þessari endurskoðun ljúki á 2-3 mánuðum. Ógerlegt er að spá um það, hve lengi áðurnefndar orsakir muni tefja framkvæmdir við verk- smiðjuna en ljóst þykir þó, að verksmiðjan muni ekki hefja framleiðslu fyrr en i fyrsta lagi nokkrum mánuðum siðar en ráð var fyrir gert. Á blaðamannafundi með As- geiri Magnússyni framkvæmda- stjóra og Gunnari Sigurðssyni verkfræðingi i gær, kom m.a. fram, að járnblendiverksmiðjan er skuldbundin til að kaupa um- samið rafmagn frá Landsvirkjun frá 1. jan. 1978, hvort sem verk- smiðjan hefur not fyrir rafmagn- ið á þeim tima eður ei — og sam- kvæmt framansögðu má telja öruggt, að verksmiðjan hafi ekki not fyrir neitt rafmagn á þeim tima. Rafmagnskostnaður verk- smiðjunnar er um 2 millj. Banda- rikjadala á ári, sem þýðir, að fyrir hvern mánuð sem fram- leiðslan dregst á langinn, þarf að greiða yfir 30 millj. isl. kr. i raf- magn. A fundinum kom einnig fram, að i samningnum um járnblendi- verksmiðjuna er ekkert ákvæði um að hlutafé skuli aukast sahi- hliða auknum tilkostnaði. — Það er ekki ætlunin að hætta við eitt eða neitt, sagði Gunnar Sigurðsson. Við munum halda áfram að bjóða út verk og taka við tilboðum, svo og halda áfram við þau verk, sem i gangi eru. Hins vegar munum við ekki fara út i nýjar fjárskuldbindingar. Undirbúningsvinna mun halda áfram með eðlilegum hætti, en hins vegar verður vissum fram- kvæmdum frestað. Unnið verður áfram að jarðvegsskiptum, og búizt er við að þeim ljúki um miðjan næsta mánuð — en þá gætu framkvæmdir stöðvazt um nokkurra mánaða skeið. Á fundinum kom fram, að það sem þyrfti t.d. athugunar við, væri timasetning framkvæmda með tilliti til þess, hvenær heppilegast væri fyrir verksmiðj- una að koma með sina fram- leiöslu inn á stálmarkaðinn. — Það gæti hugsazt, að við værum of snemma á ferðinni i okkar áætlunum, sagði Gunnar. Það er stöðugt verið að gera markaðsspár, og samkvæmt nýj- ustu spám virðist sölutregðan ætla að verða langvinnari heldur en búizt hafði verið við, og nú er gertráð fyrir að stálmarkaðurinn verði ekki kominn i svipað horf og hann var á s.l. ári, fyrr en ein- hvern tima á árinu 1978. Ég vil þó taka það fram, að spár breytast svo að segja frá degi til dags. Asgeir kvað lánasamninga nú þegar vera orðna 3-4 mánuðum á eftir áætlun, og það hefði gengið mjög erfiðlega að fá lán á þeim kjörum, sem þeir hefðu óskað eftir. — 1 upprunalegri áætlun var gengið út frá þvi, að samningar myndu takast um lán til-12 ára með 9-10% vöxtum, en kjör á lánamörkuðum hafa versnað svo, að nú er talað um styttri lánstima og hærri vexti. Það er rætt um 8 ára lánstima og 2-3% hærri vexti, sagði Asgeir. Aætlaður stofnkostnaður járn- blendiverksm iðjunnar var á siðasta ári 71 millj. Bandarikja- dala, en að sögn Ásgeirs má búast við 10-20% hækkun á stofnkostn- aði. A fundinum var að þvi spurt, hvort áhugi eignaraðila — is- lenzka rikisins og Union Carbide — hefði dvinaðsökum samdráttar og hinna slæmu markaðshorfa. Svar við þeirri spurningu var neitandi. Brezkir stjórnmóla menn sagnafdir um landhelgismólið , JJONIÐ NEAAUR A.AA.K. 100 MILLJÓNUM KRÓNA" segir sveitarstjórinn á Eyrarbakka — MIKIÐ hefur verið rætt um það nú, hvort til tiðinda dragi á Is- landsmiðum milli Islendinga og Breta, er samningurinn um fisk- veiðiréttindin rennur út, sagði Ni- els P. Sigurðsson, ambassador i London, i gær. Sagði hann, að við- tal hefði verið haft við sig i út- varpi og sjónvarpi á miðviku- dagskvöld og i gær. Kvaðst hann hafa reynt að skýra málstað Is- lendinga eins og kostur væri, og i dag mun hann taka þátt i um- ræðufundi i Yorkshire, sem verður sjónvarpað um það land- svæði, þar sem helztu útgerðar- bæirnir eru. Blöðin hafa greint frá þvi að samningurinn falli nú úr gildi, og hafa menn mjög velt þvi fyrir sér, hvað gerist, hvort islenzku varð- skipin muni byrja að skera á tog- vira eða til hvaða bragða annarra þau muni taka. Sendiherrann kvaðst hafa sagt, að islenzku varðskipin myndu gera það sem þau væru megnug til að halda fram islenzkum lögum og rétti. Birgðaskipin, sem senda á á Is- landsmið, eru ekki lögð af stað. Þau eru þrjú talsins, og er ekki nema eitt þeirra komið til hafnar i Bretlandi. Skipin verða i höfnum i Norður-Englandi, en leggja þeg- ar af stað, ef til einhvers konar árekstra kemur milli islenzkra varðskipa og brezkra togara. Stjórnmálamenn hafa ekki lagt mikið til málanna, og talið er lik- legt, að brezka stjórnin geri sér „Tíminn" utan dagskrdr í sameinuðu þingi BH-Reykjavlk. — Á fundi sam- einaðs þings i gær kvaddi Stefán Jónsson (Ab) sér hljóðs utan dag- skrár og gerði að umræðuefni skrif Alfreðs Þorsteinsonar blaðamanns á Timanum, um af- stööu Lúðviks Jósepssonar i land- helgismálinu. Taldi hann, að þau væru ekki i samræmi við veru- leikann. Gagnrýndi hann Alfreð harðlega og ásakaði hann fyrir óheiðarleg skrif. Albert Guðmundsson (S) mót- mælti ummælum Stefáns. Sagöi hann, að Alfreð væri pólitiskur andstæðingur sinn i borgar- stjórn, en hann hefði aldrei reynt hann að ööru en heiðarlegri blaðamennsku. vonir um að Hattersley aðstoðar- utanrikisráðherra nái einhverju samkomulagi við íslendinga, en hingað kemur hann um næstu helgi og ræðir við Einar Agústs- son utanrikisráðherra. Allt er þvi rólegt ennþá, en ef einhverjir árekstrar verða, getur áflt 'b'loss- að upp. gébé—Rvik — Við biðum eftir að sýslumaður Árnessýslu dóm- kveðji matsmenn til að meta tjón- ið, sagði Þór Hagalin, sveitar- stjóri á Eyrarbakka. Sagði hann, að bjargráðanefnd sæi ekki, að grundvöllúr væri fyrir þvi að gera nokkuð i málinu fyrr en mats- gerðin lægi fyrir, og kvaðst von- ast til að sýslumaður dómkveddi matsmenn sem fyrsl. — Við teljum, að eitt hundrað milljónir króna séu algjört lág- mark, en þegar við vorum að reyna að gera okkur grein fyrir tjóninu fyrst eftir hamfarirnar, Innbrotið í gagnfræðaskólann í Keflavík: Tveir 14 og 15 óra drengir stólu og eyðilögðu fyrir hundruð þúsunda kr. gébé-Rvik — við klöppum á kollinn á þeim, þegar þeir hafa játað, og látum þá svo fara, sagði lögreglan i Keflavík um drengina tvo, sem brutust inn i Gagnfræðaskólann i Keflavik i fyrrinótt, stálu 130 þúsund krón- um og ollu skemmdum sem metnar eru á hundruð þúsunda króna. Þá játaði annar drengur- inn einnig að hafa brotizt inn i Kaupfélag Suðurnesja 21. októ- ber sl. og hafa stolið þar á þriðja hundrað þúsund krónum. Haföi hann eytt öllu þýfinu, þegar til hans náðist I gærdag. Lögreglan i Keflavik brá við skjött eftir innbrotið i fyrrinótt og tókst að hafa hendur i hári innbrotsþjóf- anna þegar i gærdag. Drengirnir tveir, annar þeirra er nemandi i Gagnfræðaskólan- um og er 14 ára, hinn er 15 ára og ekki i skóla, brutust inn i Gagnfræðaskólann i fyrrinótt, fundu verkfæri i handavinnu- stofu og hófu leit að fjármunum. Þegar þeir fundu ekkert i fyrstu, urðu þeir illir og skeyttu skapi sinu á flestu þvi, sem fyrir varð. Þrjár hurðir eyðilögðu þeir, helltu bleki yfir spjald- skrár, gjöreyðilögðu sima- skiptiborð og slitu simasnúrur, rótuðu öllu upp úr skrifborðs- skúffum og ollu óteljandi fleiri skemmdum, að sögn lögregl- unnar. Búizt er við að tjónið nemihundruðum þúsunda,og er þá vinnan við spjaldskrár og fleiri pappira, sem þeir eyði- lögðu, ómæld. Kennsla féll niður i skólanum i gær. 1 vikunni var stolið 32 þúsund- um króna úr kennslustofu i Gagnfræðaskólanum, en fé þetta átti nemendafélag skól- ans. Ekki mun upplýst, hvort hér hafi sömu drengirnir verið að verki. Aftur á móti viðurkenndi eldri drengurinn að hafa brotizt inn i Kaupfélag Suðurnesja 21. október og stolið þaðan á þriðja hundrað þúsund krónum i pen- ingum og ávisunum, ásamt sigarettum og öðrum varningi. Haföi hann eytt öllum fjármun- unum i gær og verið orðinn pen- ingalaus, og ekki séð annað úr- ræði en að brjótast inn aftur. Að sögn lögreglunnar i Kefla- vik er aðeins klappað á kollinn á þessum ungu þjófum, þegar þeir hafa játað, og þeim siðan sleppt. Þeir eru að visu svo ung- ir, að þeir eru ekki sakhæfir, en þótt svo væri ekki, myndu þeir sennilega hljóta sömu meðferð. var erfitt að sjá allt í einu, enda koinu I ljós vegaskemmdir, scm við höfðum ekki áður vitað um. Sveitarstjórinn sagði, að stærstu liðirnir i þessu væru upp- bygging sjóvarnargarða og fyrir- hleðslur við Olfusá. — Sjóvarnargarðarnir heyra undir Hafnarrnálastjórn.og til þeirra hefur fengizt sérstök fjár- veiting á fjárlögum á ári hverju. Frá 1970 hefur sú upphæð numið aðeins 200 þús. krónum, og hef- ur verið það siðan, nema 1975, þá voru það 300 þúsund krónur. Þetta er algjör sýndarmennska, þvi að allir geta séð, hve litið er hægt að gera fyrir þessar upphæðir, sem verja á til upp- byggingar á görðunum. Þá sagði Þór, að hann þyrði ekki til þess að hugsa, hvað gerzt hefði, ef ekki hefði verið unnið að fýrirhleðslu við Olfusá á siðasta ári, en þá hefði verið safnað sam- an þvi fjármagni, sem veitt hefði verið til þessa á siðustu fjórum árum, eða um 900 þúsund krón- um, og það nýtt i fyrirhleðslu. — Það hefði án efa komið til stórskemmda á þessu svæði um daginn og alvarlegir hlutir gerzt, ef fyrirhleðslunnar hefði ekki not- ið við, sagði hann. Við vonumst þvi til að mikið fé verði sett i þessi tvö verkefni á næstu árum. Þá sagði Þór, að Eyrbekkingar væru ákveðnir i að sækja um styrk úr Hafnabótasjóði til að bæta þær skemmdir, sem urðu á höfninni, en vitað er, að grjót og stálbitar dreifðust um höfnina i óveðrinu, vatnsleiðslan grófst upp og hvarf algjörlega, raf- magnsleiðslur eru allar úr lagi gengnar og rafmagnsbúnaður fremst á bryggju stórskemmdur. — Það er vonandi, að fjárveit- ingavaldið læri eitthvað á þessu, sagði Þór, þvi óhætt er að segja, að tjón i höfninni siðast liðin 4-5 ár nemi þrefalt hærri upphæð heldur en varið hefur verið til fram- kvæmda við höfnina. Arið 1974 nam fjárveiting til hafnarframkvæmda á Eyrar- bakka 5 milljónum króna, en tjón á aðeins einum bát i höfninni það ár nam um 20 milljónum, og lætur nærri að heildartjónið hafi verið yfir 30 milljónir. 1 ár er bú- izt við að tjón hafi orðið upp á 60 milljónir. — Ef halda á áfram að gera út á Eyrarbakka, er nauðsyn að gera höfnina þannig úr garði, að bátar geti verið þar sæmilega óhultir, sagði Þór. Hér byggja um 570 manns afkomu sina á sjósókn, og varanleg hafnargerð er okkur þvi lifsnauðsyn. Við vonumst til að sýslumaður dómkveðji menn sem allra fyrst, þvi þangað til við fáum matsgerð i hendur, verður litið gert, sagði Þór Hagalin sveitarstjóri að lok- Ríkisstjórnin: Breytingar á lög- gjöf LÍN á árinu IUKISSTJÓRNIN hefur ákveðið að beita sér fyrir að afgrciddar verði frá Alþingi á þcssu ári breytingar á löggjöf um Lánasjóð híI. námsmanna, einkum að þvi er varðar vcrð- tryggingu og endurgreiðslur lána. 1 gær var sérstök bókun um þetta mál gerð á rikisstjórnar- fundi. Þar segir ma.a: ,,Það er stefna rikisstjórn- arinnar að öllum sem geta og vilja vcrði gert kleift að stunda nám án tillits til efna- liags enda stundi þeir námið samviskusamlega. Markmiö- ið er þvi að afla til Lánasjóðs islenzkra námsmanna og ann- arrar fjárfyrirgreiðslu við nánismenn þess fjár sem þarf til að Iramkvæma þá stefnu enda sé gætt fyllsta aðlialds með það fyrir augum að þeir njóti aöstoðar seni þess þurfa. Reglur um útlán verði endurskoöaðar nú þegar eink- um að þvi er varðar fekjuút- reikning hjá lánþegum og mökum þeirra. Rikisstjórnin beitir sér fyrir þvi, að gera Lánasjóði kleift að veita sem næst1. hliðstæða fyrirgreiðslu á þessu skólaári og að undanförnu, að breytt- um lögum og útlánareglum samkvæmt áður sögðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.