Tíminn - 14.11.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 14.11.1975, Blaðsíða 9
Föstudagur 14. nóvember 1975 TÍMINN 9 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: í>órarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisla- son. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargöty, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aöalstræti 7, sfmi 26500 — afgreiðsiusfmi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð I lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 800.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. Dauðsnn a strætunum Að undanförnu hafa voðalegar fregnir dunið á mönnum: Geigvænleg umférðarslys með miklu mannfalli svo til hvern einasta dag — stundum mörg sama sólarhringinn. Á þessu ári hafa þegar mun fleiri Islendingar beðið bana af völdum um- ferðarslysa en á nokkru öðru ári. Hópur fólks liggur milli heims og helju i sjúkrahúsum eftir þvilik slys, og engar likur eru til þess, að sumt af þvi nái sér til fulls, þótt það haldi lifi, Mikill fjöldi manna hefur hlotið minni ákomur, og þó oft harla miklar. Ekki er heldur fram hjá þvi að horfa, að sumir þeirra, sem setið hafa við stýri bifreiðanna, þegar þessi slys urðu, hafa einnig orðið fyrir þungum áföllum, þótt sloppið hafi án likamlegra meiðsla, og bera i hljóði sektarbyrði, er kann að reynast þeim þungur ör- lagabaggi. Loks er fjárhagstjónið, þótt minna máli skipti en mannslif og mannleg hamingja: ökutækin dýru, sem liggja sundurtætt eftir árekstra i gjaldeyris- lausu landi, kannski nýkeypt dýrum dómum, vinnu- tap mikils fjölda fólks, sem særist eða lemstrast, sjúkrahúskostnaðurinn, sem af þessu flýtur. Og þannig má lengi telja. Þetta er mannskaði og eigna- tjón i likingu við það, ef skæruhernaður geisaði i landinu. Og enn er hálfur annar mánuður til áramóta. Það væri óskhyggja, an glóru af skynsemi, að láta sér annað til hugar koma en tölurnar hroðalegu eigi eft- ir að hækka til muna, áður en þetta ár verður hringt út. Vonandi áorkar það þó að fækka slysunum heldur, hvað mörgu fólki ofbýður þessi ófarnaðar- alda. Það er einnig liklegt til áhrifa, að læknar, lög- regluforingjar og dómsmálaráðherrann sjálfur hafa skorizt i þennan hryggilega leik, og ráðstafanir hafa verið gerðar til þess að auka og herða eftirlit, þyngja viðurlög fyrir yfirtroðslur i umferðinni og vekja almenna athygli á þvi, sem viðsjárverðast er og áhættusamast i hegðun fólks, ökumanna og fót- gangandi vegfarenda. Að sjálfsögðu er slysatiðnin öðrum þræði afleið- ing bilamergðarinnar i landinu og óhóflegri bila- notkun margra, sem hér i Reykjavik til dæmis kann meðfram að stafa af ófullnægjandi strætis- vagnakerfi. Þar við bætist, að skipulagi er áfátt og sums staðar eru beinar slysagildrur. En fram hjá hinu má ekki lita, að orsakir þessara linnulausu slysa eru ekki siður huglægar. Mikill fjöldi fólks skeytir ekki um þær öryggisreglur, sem settar hafa verið til þess að varna slysum, og gildir það bæði um ökumenn og gangandi fólk. Siðferðileg upplausn i landinu, átakanlegur skortur á tillits- semi og ábyrgðartilfinningu og hin rika þjóðartrú á slembilukkuna — allt leggur þetta sitt lóð á vogar- skálina þeim megin er siður skyldi. Og þessi mein eru svo djúpstæð, að þau verða ekki læknuð i skyndi, þótt vafalaust megi hamla gegn afleiðing- um þeirra á vissum sviðum með ströngu aðhaldi, sem þá má ekki vera stundarfyrirbrigði eins og oft vill verða hjá okkur. Séra Árelius Nielsson skrifaði fyrir skemmstu greinarkorn I Visi um þessi mál. Þar reifar hann þá skynsamlegu og timabæru hugmynd, að ökukennsla og ökupróf eigi ekki að snúast um ökutækin einvörð- ungu, heldur skuli leiðsögn i kurteisi, háttvisi, til- litssemi og prúðmennsku vera þar gildur þáttur. Þetta eru allt ökumannsdyggðir — til þess fallnar að fækka slysum. Auk þess vill hann, að verðandi bílstjórar séu látnir sjá fórnarlömb umferðarslys- anna — nóg væru tækifærin til þess, þar sem slysa- hættan er mest. — JH. ERLENT YFIRLIT Umdeild ályktun um zíonismann Vafasöm viðbrögð á þingi Bandaríkjanna Chaim Herzog, aðalfulltrúi israels, rífur I sundur ályktunina um zlonisma á fundi allsherjarþingsins ALYKTUN sú um að for- dæma zionisma sem kynþátta stefnu, er samþykkt var á allsherjarþingi S.Þ. siðastl. mánudag, hefur sætt harðri gagnrýni i Bandarikjunum og Vestur-Evrópu, en hins vegar yfirleitt mælzt vel fyrir i þriðja heiminum. Hún hefur vakið hinn mesta úlfaþyt á Bandarikjaþingi og jafnvel hótanir um, að Bandarikin kunni að draga sig úr Samein- uðu þjóðunum eða takmarka mjög þátttöku sina i þeim og fjárframlög til þeirra. Svo óhyggileg, sem mörgum Bandarikjamönnum kann ályktunin að virðast, voru slík viðbrögð þeirra enn óhyggi- legri. Bandarikin gætu að visu torveldað starfsemi Samein- uðu þjóðanna um stund með sliku háttalagi, en til fram- búðar hefst það eitt upp úr sliku, að kommúnistarikin og þriðji heimurinn tengdust meira saman, en Bandarikin og Vestur-Evrópa einangruð- ust. Slikt væri siður en svo æskileg þróun fyrir hinn vest- ræna heim. Rétt er að taka fram, að. flutningsmenn gerðu þá grein fyrir tillögunni, að gagnrýnin á zionismann næði ekki til hinna gyðingalegu trúar- bragða, heldur eingöngu til hinnar pólitisku stefnu zionismans. ÞÓTT þessi ályktun alls- herjarþingsins sé allt annað en æskileg og sé byggð á völt- um forsendum, verða menn að gera sér grein fyrir aðdrag- anda hennar og hvernig þær þjóðir, sem standa að henni, lita á málin. Fram til 1967 naut Israel sæmilegrar velvildar i þriðja heiminum og átti veru- leg skipti við mörg lönd þar. Á þeim tima hefði verið útilokað að reyna að fá slika tillögu samþykkta á allsherjarþing- inu. Þáttaskilin urðu, þegar ísraelsmenn hófu vorið 1967 árás á hendur nágrannarikj- um sinum gegn ráðum Ben Gurions og ýmissa eldri leið- toga sinna og hertóku allmikið land af þeim. Þannig hertók Israel allstórt landsvæði á vestari bakka Jordanárinnar, sem áður hafði heyrt undir Jordaniu. Bæði á þvi land- svæði og á Gaza-svæðinu, sem hafði heyrt undir Egyptaland, var margt Araba. Þessir Arabar búa nú við mikið harð- ræði af hálfu tsraelsmanna. Allt bendir til, að Israelsmenn ætli sér að ráða þessum land- svæðum áfram. Þannig hafna þeir með öllu tillögum um, að Palestinuarabar fái að koma upp sjálfstæðu riki á þessu landsvæði, en sú skoðun á si- vaxandi fylgi, að slfk rikis- stofnun sé eina lausnin á Palestinuvandamálinu. tsraelsmenn bera þvi við, að þeir séu ófúsir til að gera þetta, meðan Palestinumenn vilja ekki viðurkenna tilveru- rétt Israels. En hvernig geta Israelsmenn búizt við þvi meðan þeir vilja ekki sjálfir viðurkenna rétt Palestinu- manna til rikisstofnunar? Lausn fæst ekki á málinu, nema hvor aðilinn um sig viðurkenni rétt hins. Þar sem tsraelsmenn hafa nú sterkari aðstöðu, væri ekki óeðlilegt, að þeir riðu á vaðið. Slikt myndi tvimælalaust styrkja stöðu þeirra. Frá sjónarmiði Vestur- Evrópuþjóða og Bandarikja- manna er það rangt, að kenna þessa yfirdrottnun Israels- manna við kynþáttastefnu. Slikt álit er tvimælalaust i samræmi við þá merkingu, sem hún hefur haft og hefur, að mati þessara þjóða. Hins vegar leggur þriðji heimurinn aðra merkingu i þetta orð. Þar er hvers konar yfirdrottn- un eins þjóðflokks yfir öðrum talinn þáttur kynþáttastefnu. Agreiningurinn hér liggur m.a. i þvi, að merkingin er ekki hin sama hjá báðum. I mörgum öðrum efnum er það svipaður misskilningur, sem veldur ágreiningi milli hins vestræna heims og þriðja heimsins. ÞETTA skýrist talsvert bet- ur, þegar litið er á hvernig at- kvæðagreiðslan féll. Ályktun- in var samþykkt með 72:35, en 32 riki greiddu ekki atkvæði og þrjú tóku ekki þátt i atkvæða- greiðslunni. Meðal rikja, sem greiddu atkvæði með tillög- unni.voru Indland, Indónesia, tran, Tyrkland, Mexikó og Portúgal. I þeim hópi var að finna öll kommúnistarikin, nema Rúmeniu, sem lét full- trúa sinn vera fjarverandi. Móti tillögunni voru öll rikin i Vestur-Evrópu, nema Portú- gal og Tyrkland, sem áður eru talin, og Spánn, sem lét full- trúa sinn vera fjarverandi, og Grikkland, sem sat hjá. Flest riki Suður-Ameriku sátu hjá, eins og Argentina, Bolivia, Chile, Kolombia, Ecuador. Paraguay, Perúog Venezuela, en Brasilia greiddi atkvæði með tillögunni. Meðal Afriku- rikja, sem sátu hjá, má nefna Eþiopiu, Ghana, Kenya, Zambiu og Zaire. Meðal Asiu- rikja, sem sátu hjá, má nefna Burma, Japan, Thailand, Singapore og Filippseyjar. 1 hjásetuhópnum virðist mega finna þau riki, sem hafa talið óheppilegt aðslik ályktun væri samþykkt, en hafa hins vegar ekki viljað taka efnislega af- stöðu gegn henni. Eitthvert þeirra kann lika að hafa setið hjá af þeirri ástæðu. að þau hal'a hvorki viljað vingast við Arabarikin eða vestrænu rikin með þvi að taka ákveðna af- stöðu. ÞÓTT motmæli gegn ályktuninni af hálfu vest- kænna rikja séu eðlileg, skiptir það þó mestu máli, að dregnar séu réttar ályktanir af henni. Þar skiptir sú staðreynd mestu, eins og áður er bent á, aö slik tillaga hefði hlotið sáralitið fylgi, ef hún hefði verið flutt á allsherjarþingum fyrir 1967. Það er árásar- styrjöld Israelsmanna þá. sem hér veldur mestu. Þvi lengur, sem tsraelsmenn hafa neitað að skila herfanginu, þvi meira hefur andstaðan gegn þeim aukizt og brýtur sér nú útrás i jafn umdeilanlegri ályktun og hér hefur verið gerð. Þetta mun ekki batna. heldur halda áfram að versna. ef Israplsmenn skila ekki her- fanginu. Það er skiljanlegt, að fulttrúi Israelsmanna rifi slika ályktun i tætlur á allsherjar- þinginu og láti gremju sina þannig i ljós. Það er einnig skiljanlegt. að þingmenn i Bandarikjunum láti ófriðlega eftir að slik samþvkkt hefur verið gerð á allsherjarþing- inu. Þegar frá liður og móður- inn rennur af mönnum, er hitt þó skynsamlegra, að reyna að gera sér grein fyrir þvi. hvers vegna slik ályktun var sam- þykkt með jafn miklum meiri- hluta. Astæðan er sú, að þjóðir þriðja heimsins telja tsraels- menn beita Araba órétti meðan þeir skila ekki her- fanginu frá 1967 og viðurkenna ekki réttindi Palestinumanna. Ályktunin, svo óheppileg. sem hún er, og svo ósanngjörn, sem hún kann að virðast. er alvarleg áminning um. að friðvænlegt verður ekki i þess- um hluta heims fyrr en lsraelsmenn hafa skilað land- svæðunum. sem þeir hertóku 1967. og að jafnt tilveruréttur tsraels og nýs rikis Palestinu- manna hefur verið viður- kenndur. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.