Tíminn - 14.11.1975, Blaðsíða 10

Tíminn - 14.11.1975, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Föstudagur 14. nóvember 1975 Föstudagur 14. nóvember 1975 TÍMINN 11 Skýrsla Rannsóknaráðs ríkisins um þróun sjávarútvegs Þróun sjávarútvegs Ágrip t þessari skýrslu er gert ráð fyr- ir, að islenzkur sjávarútvegur byggi fyrst og fremst á nýtingu Islandsmiða, en þær takmörk- uðu fiskveiðar, sem tslendingar stunda nú á fjarlægum miðum, leggist algerlega niður. ★ Fiskiskipafloti Islendinga hefur fjórfaldazt af brúttórúmlesta- tölu frá striðslokum og u.þ.b. tvöfaldazt frá lokum nýsköpun- ar (1951). Á allra siðustu árum hefur skuttogurum fjölgað ört, en jafnframt hefur siðutogurum fækkað verulega. ★ A umliðnum árum hefur átt sér stað gjörbreyting á öllum tækni- búnaði skipa og gerð þeirra. Ar- ið 1950 var fjárbinding á hverja rúmlest u.þ.b. 150 þús. kr., en miðað við sama verðlag var þessi tala árið 1974 komin upp i um 290 þús. kr. ★ Fjármunaeign i fiskiskipa- flotanum var árið 1950 7.8 millj- arðar, en hafði aukizt i 27.4 milljarða árið 1974, miðað við fast verðlag. ^ Heildarafli botnfisks á Islands- miðum jókst mjög prt fyrsta áratuginn eftir siöustu heims- styrjöld og náði hámarki — 880 þús. tonnum — árið 1955. Frá árinu 1958 hefur botnfiskafli minnkað að meðaltali 8.000 tonn á ári. Að þvi er varðar lang- þýðingarmestu botnfisktegund- ina — þorskinn —, hefur þessi minnkun numið 8.800 tonnum að meðaltali á ári. bá hefur ýsuafl- inn minnkað um 70% frá miðj- um siðasta áratug. Meðalhlut- deild þorsks i botnfiskaflanum hefur minnkað úr 63% árið 1960 niður i 56% á árunum 1971-1973. ★ Hlutur útlendinga i botnfiskafla á islandsmiðum hefur tekið hægfara breytingum. bannig veiddu þeir 47% þessara fisk- tegunda árið 1958, en árið 1974 var hlutur þeirra enn um 40%. Sfldarafli á Islandsmiðum jókst úr 151 þús. tonnum árið 1958 i 650 þús. tonn árið 1962. Sildarafli hélzt m jög hár til ársins 1966, en féll ört eftir það unz sildveiði- bann tók gildi 1. febrúar 1972. Loðnuafli hefur aukizt mjög undanfarin 10-15 ára. Árið 1965 var loðnuaflinn 50 þús. tonn, ár- ið 1970 var hann um 170 þús. tonn, og sl. tvö ár hefur hann verið um 460 þús. tonn. ★ Veðmæti islenzka fiskiskipaflot- ans óx á árunum 1962-1974 um 133%. A sama tima óx aflaverð- mæti hins vegar aðeins um 29.5% og hver króna, sem bund- in er i' fiskiskipum, gefur ein- ungis af sér 55% af þvi, sem hún gerði árið 1962. ★ Fiskiönaður framleiðir mjög fjölbreyttar afurðir, sem að langmestu leyti fara á erlendan markað. ★ Árið 1974 var verðmæti útfluttra sjávarafuröa 24.6 milljarðar króna og fór 22.8% til rikja Efnahagsbandalagsins, 18.6% til EFTA-landa, 28.8% til Bandarikjanna, 15.0% til A-Evrópu og 14.8% til annarra landa, aðallega Spánar, Japan og S-Ameriku. Árið 1974 voru frystar fiskafurðir 43.6% af verðmæti útfluttra sjávar- afurða, saltfiskur 25.5% og fisk- mjöl 13.3%. ★ Smæð fiskvinnslustöðva veldur þvi i mörgum tilvikum, að ýmsri tækni til vinnuhagraÆing- ar verður ekki komið við. Flest frystihús eru þó sæmilega búin vélum til vinnslu afla, einkum til flökunar, roðflettingar og til frystingar. A landinu munu vera um 200 saltfiskverkendur. Sumar stöðvarnar eru búnar góðum vélakosti, en fleiri munu þær vera, sem eru smáar og búa við frumstæð vinnuskilyrði. Sildarverksmiðjurnar eru stór- virkustu atvinnutæki islenzks sjávarútvegs, en nýting þeirra er hins vegar mjög slæm vegna hins stutta veiðitima loðnunnar. Niðursuðu- og niðurlagningar- iðnaður er ennþá mjög skammt á veg kominn og hefur aldrei náð verulegri fótfestu hér á landi. Frá árinu 1960 hefur miklu meiri fjárfesting átt sér stað i fiskiskipum en i fiskiðnaði. ★ Með réttri nýtingu getur þorsk- stofninn gefið af sér allt að 500 þús. tonn á ári, en sl. 2 ár hefur þorskaflinn aðeins numið um 375 þús. tonnum. ★ Afkastageta bátaflotans er i námunda við 560 þús. tonn á ári og afkastageta togaraflotans miðað við 60 skip er um 350 þús. tonn á ári. Tæknilega getur veiðiflotinn eins og hann var um siðustu áramót veitt um 900 þús. tonn af botnfiski á ári. ★ Sjávarútvegurinn getur ein- ungis haldið áfram að vera upp- spretta auðlegðar, ef gjörbreytt er um stefnu i málefnum hans, — hverfa verður af þeirri braut skammtimasjónarmiða, sem farin hefur verið og taka upp stefnu, sem byggist á viðari sjóndeildarhring. Forsenda skynsamlegrar nýtingar fisk- stofnanna er, að afkastageta þess flota, sem veiðarstunda, sé i samræmi við afrakstursgetu þeirra fiskstofna, sem veiðarn- ar beinast að. ★ Ofangreindu markmiði má helzt ná með sköttun i ýmsu formi. ★ Fiskiðnaöur er háður mjög breytilegum afla og ennfremur verður hann að taka mið af verðlagi á sjávarafurðum á er- lendum markaði. Vegna þessa hefur hann orðið að tileinka sér mikla aðlögunarhæfni. Afkastageta islenzkra fisk- vinnslustöðva er nú talin mun meiri en nemur núverandi afla. bróun nýrra afurða gæti aukið verulega vinnsluvirði sjávar- afurða og þar með söluverð- mæti án þess, að hráefnisaukn- ing kom til. Um langt árabil hafa orðið litlar framfarir i fisk- mjölsiðnaðinum. Breytingar á fiskmjölsverksmiðjum fyrir gufuþurrkun eru mjög dýrar, en beizlun á jarðgufu til þessara nota kann að vera hagkvæm. ★ Fiskiðnaðartilraunir eru aðal- lega stundaðar innan fisk- iðnaðarins og Rannsóknastofn- unar fiskiðnaðarins, en þó i mjög takmörkuðum mæli af báðum aðilum. Tæpast er við þvi að búast, að umtalsverðar nýjungar i fiskiðnaði eigi sér stað án tilkomu markvissrar vöruþróunar (product develop- ment) með samstilltri öflun og beitingu markaðs- og tækni- þekkingar. ^ Hlutverk Islands sem útflutn- ingslands sjávarafurða er geysistórt. Sala og útflutningur islenzkra sjávarafurða er að mestu leyti hjá sölusamtökum, sem starfa eingöngu fyrir ákveðnar vinnslugreinar. Ekki er búizt við miklum breytingum i sölumálum islenzkra sjávar- afurða á næstu árum. ★ Framtiðarhorfur sjávarútvegs eru einkum háðar þróun yfir- ráðaréttar Islendinga á tslands- miðum, og hvernig tekst til um stjórnun fiskveiða i náinni framtið. bær aðferðir, sem nú er beitt við stjórnun fiskveiða eru næsta gagnslausar og þvi veruleg hætta á hruni helztu nytjastofna á sama hátt og raunin varð á um sildarstofn- ana. ^ Likur eru á, að stærð hrygn- ingarstofns þorsks minnki jafnt og þétt niður i 70-90 þús. tonn ár- ið 1979. ★ Likur eru á, að árið 1979 verði þorskafli á íslandsmiðum kom- inn niður i 200-220 þús. tonn. Jafnframt skapast verulegt hættuástand að þvi er varðar vöxt og framtiðarafrakstur þorskstofnsins. Likur eru á samsvarandi minnkun botnfisk- afla, þannig að hann verði jafn- vel kominn niður fyrir 300 þús. tonn árið 1985. ★ Fiskveiðifloti tslendinga mun halda áfram, að stækka, ef ekki verður tekin upp virk stjórnun veiðiálags. ^ Ef samningar tslands við Efna- hagsbandalag Evrópu um tolla- lækkanir taka ekki gildi næstu fimm árin og heildarbotnfiskafli verður undir 400 þús. tonnum á sama tima með fyrirsjáanlegri rýrnun eftir það, má segja, að framtiðarhorfur fiskiðnaðar séu fremur dökkar og einkennist af fáum nýjungum, hvað afurðir snertir. Framleiösluaukningar er aðeins að vænta á einstökum afurðum. Með hagstæðri þróun i tollamál- um og töluvert bættri stjórnun veiðiálags má ætla, að fram- tíðarhorfur fiskiðnaðar séu nokkuð hagstæðari en að ofan greinir og sérstaklega fyrir árin eftir 1980. Framleiðsla á mikið unnum afurðum munaukastfrá þvi, sem nú er, og vinnsluvirði sjávarafurða mun hækka nokk- uð. Með þvi verður lagður grundvöllur að framþróun, sem mun skila arði eftir 1980. ★ Verði ekki breyting á stefnu i sjávarútvegsmálum, verður fjárhagslegur afrakstur botn- fiskstofnanna um 1980 innan við 50% af varanlegu hámarki og afkoma útvegsins fer stöðugt versnandi. ★ Búast má við sæmilegri afkomu sjávarútvegsins 1977-1979, verði gripið til takmörkunar flota. Verulegs bata er að vænta eftir 1980. Mjög lauslega má áætla um- framkostnað vegna of stórs botnfiskveiðiflota allt að 7 millj- örðum króna.^ Fari svo, að viðkomubrestur verði i þorskstofninum, má áætla tekjumissi útgerðar 11 milljarða króna, lækkun út- flutningstekna 18-20 milljarða króna og hugsanlega lækkun þjóðartekna 40-50 milljarða króna miðað við varlega áætlun um margfeldisáhrif. ★ Miðað við skynsamlega nýtingu þorskstofnsins og einkarétt á nýtingu hans, gæti hann skilað 22-25 milljörðum króna i tekjum til útgerðar, 36-42 milljörðum i útflutningsverðmætum og stað- iðundir 80-100 milljarða þjóðar- tekjum. ^ Áframhald fyrirhyggjuleysis i málefnum sjávarútvegsins get- ur i versta falli leitt til efna- hagslegs hrunsog i bezta falli til fjárhagslegra þrenginga. ★ Verði algjör stefnubreyting i málefnum sjávarútvegs, getur hann oröið uppspretta auðlegð- ar fyrir þjóðina. AFKASTAGETA FISKVEIÐIFLOTANS HELMINGI MEIRI EN ÞÖRF ER Á Sóknin eykst en aflinn minnkar tslendingareru nú á timamót- um hvað snertir nýtingu sjávar- auðlinda. Virðist svo sem tveir kostir séu fyrir hendi: Annar er áframhald þess fyrirhyggju- leysis,sem ráðið hefur ferðinni. t versta falli gæti það haft i för með sér efnahagslegt hrun og gjaldþrot þjóðarinnar. t bezta tilviki leiðir það af sér, að fjár- hagslegur afrakstur þessara auðlinda nemi vart helmingi þess,sem þær geta gefið af sér, ásamt milljarðasóun á verð- mætum vegna of mikils út- gerðarkostnaðar. Fjárhagsleg- ar þrengingar útvegsins og þjóðarinnar allrar fara vax- andi. Hinn kosturinn er gagngert endurmat á stöðunni og mótun nýrrar stefnu, einkum i fjár- féstingarmálum sjávarútvegs- ins. Verði þaö gert, getur sjávarútvegurinn orðið burðar- ás öflugs efnahags. betta eru lokaorð iskýrslu um þróun sjávarútvegs, sem gerð var á vegum Rannsóknaráðs rikisins um stöðu sjávarútvegs og fiskiðnaðar og spá um þróun fram til ársins 1980. t starfs- hópnum, sem unnu skýrsluna, voru eftirtaldir menn: Jónas Blöndal, viðskipta- fræðingur, formaður Jónas Bjarnason, efnaverk- fræðingur, ritari Hjalti Einarsson, efnaverk- fræðingur Jakob Jakobsson, fiski- fræðingur Gylfi bórðarson, viðskipta- fræðingur Jón Ingvarsson, lögfræðingur og Reynir Hugason, verk- fræðingur frá Rannsóknaráði rikisins. Auk þess vann Kristján Ragnarsson nokkuð með hópn- um i upphafi starfsins. t meðfylgjandi ágripi er yfir- lit um allar helztu niðurstöður skýrslunnar, tekið saman i stuttu máli, og má þvi segja, að flest aðalatriði komi þar fram. Hér á eftir verður þvi gripið nið- ur i einstaka þætti skýrslunnar, en að sjálfsögðu verða þeir, sem áhuga hafa á málum, að lesa hana i heild. Veiðifloti tslendinga hefur fjórfaldazt frá striöslokum og tvöfaldazt frá 1951. Tækja- búnaður skipanna hefur aukizt gifurlega. 1950 var fjárbinding á hverja rúmlest um 150 þús. kr., en 1974 290 þús kr. Tölurnar eru báðar reiknaðar á verðlagi árs- ins 1974, en sýnileg aukning af- raksturs hefur ekki oröið. Aðallega er tvennt, sem ein- kennir þróun fjárfestingar i sjávarútvegi, gifurleg aukning fjármagns, sem bundin er i veiðiflota, og sveiflukennd skipakaup i kjölfar hagstæðra ytri skilyrða eða pólitiskra ákvarðana. 1974 eru fjármunir bundnir i veiðiskipum 16-falt meiri en ár- ið 1940, fjórfalt meiri en 1950 og tvisvar oghálfs sinnum meiri en 1960. Þróun afla af islandsmiðum Heildarafli botnfisks á ís- landsmiðum jókst mjög ört fyrsta áratuginn eftir siðustu heimsstyrjöld og náði hámarki — 880 þús. tonnum — árið 1955. Astæður þessa eru sú vernd, sem styrjöldin veitti fiskstofn- unum og mikil flotauppbygging eftirstriðsáranna. begar litið er á þróunina frá 1958, er einkum tvennt, sem vekur athygli: í fyrsta lagi siminnkandi afli flestra botnfisktegunda, og i öðru lagi minnkar sifellt hlut- deild gæðameiri tegunda. briðja mynd sýnir botnfisk- afla á timabilinu 1950-1974. Ef fyrs t er athuguð heildarþróunin, kemur i ljós, að frá árinu 1958 minnkar afli að meðaltali sem nemur um 8000 tonnum á ári. bessi aflarýrnun hefði orðið enn meiri, ef ekki hefði komið til nýting nýrra stofna og aukin nýting þeirra stofna, sem ekki — eru fullnýttir. Nægir þar að benda á ufsann, en afli hans hef- ur rúmlega tvöfaldazt frá 1960. Ef þorskurinn, sem er lang- þýðingarmesta botnfisktegund- in, er tekinn fyrir,blasir-viðsú staðreynd, að hvert ár færir okkur að meðaltali um 8800 tonna minni þorskafla en árið á undan. Sama gildir um ýsuafl- ann, sem hefur minnkað um 70% frá miðjum siðasta áratug. A árunum 1958-1960 var meðal- hlutdeild þorsks i botnfiskaflan- um 63%, en meðaltal áranna 1971-1973 var 56%. betta er af- leit þróun, þegar það er haft i huga, að þorskurinn er mun verðmætari fiskur en t.d. ufs- inn. Frá árinu 1958 hafa útlending- ar veitt um 47% af botnfiskafla á tslandsmiðum. Hlutur útlend- inga hefur þó farið minnkandi hin siðari ár. Síld Sildarafli á tslandsmiðum jókst úr 151 þús. tonnum árið 1958 i 650 þús. tonn 1962. Sildar- afli hélzt mjög hár til ársins 1966, en féll ört eftir það, unz sildveiðibann tók gildi 1. febrú- ar 1972. bess skal getiö, að hér var um þrjá sildarstofna að ræða, en þeirra stærstur var hinn norsk-islenzki, er hrygnir við Noregsstrendur, eins og kunnugt er. Loðna Lengst af voru loðnuveiðar á tslandsmiðum eingöngu stundaðar i smáum stil með beituöfluni huga. Arið 1963 varð sú breyting á, að farið var að veiða loðnu til bræðslu. Tveimur árum siðar, eða 1965, var loðnu- aflinn kominn i 50 þús. tonn. Ár- iö eftir var hann 124 þús. tonn, en minnkaði i 78 þús. tonn 1968. Allt frá 1969 hefur loðnuaflinn aukizt ört, og var árin 1974 og 1975 um 470 þús. tonn. Afkastageta fiskveiðiflotans Bátaflotinn einn er svo stór, að ef ástand fiskstofna gæfi til- efni til, gæti hann veitt allt að 560 þús. tonn á ári. Afli togaraflotans ætti aö geta numið 255 þúsund tonnum, mið- að við aflaárangur siðutogar- anna 1970, og heldur lakari nýt- ingu úthaldstima en reyndin varð á árinu 1973. Hvert skip þyrfti að veiða að meðaltali 4250 tonn á ári. Tæknilega er þetta auðvelt. Margir siðutogarar veiddu meira en þetta á árunum 1969-’71, og enn meira, ef litið er lengra aftur. Minni skut- togararnir hafa veitt allt að 800 tonn á mánuði, þegar bezt hefur látið. Tæknilega séð mætti ætla, að þeir gætu fengið allt að 6000 tonna afla á ári. Ef aflabrögð gæfu tilefni til, gæti togaraafl- inn orðið allt að 350 þús. tonn á ári. tslenzki veiðiflotinn gæti tæknilega séð veitt allt að 950 þús. tonn á ári af botnfiski, mið- aö við skipaeignina 1974. Siðan hafa fleiri skip bætzt við, og enn fleiri eru í pöntun, og ættu af- köstin að geta orðið milljón tonn af botnfiski. Meðalafrakstur botnfisk- stofna á timabilinu 1953-’73 var 750 þús. tonn á ári. betta sýnir, að afkastageta fiskiskipaflotans er nú þegar meiri en fullnægj- andi, jafnvel þótt miðað sé við að tslendingar nýti einir botn- fiskstofnana við landið. Miðað við okkar hlut af aflanum er af- kastagetan rúmlega tvöfalt meiri en nauðsyn getur talizt. Stjórnun fiskveiða Sú spurning hlýtur að vakna, hver stefnan á að vera við nýt- ingu þeirra sjávarauðlinda, sem þjóðin á. A að nota þær sem uppsprettu auðlegðar fyrir þjóðina, eða halda áfram á þeirri braut, sem farin hefur verið og leiðir óhjákvæmilega til þess, að sjávarútvegurinn verðuraldreisá burðarás öflugs efnahags, sem hann getur ver- ið? Til þessarar spurningar verður að taka afstöðu hið bráð- asta, þvi á þeirri afstöðu byggist framtið sjávarútvegsins og efnahagsleg framtið þjóðarinn- ar. Verði kosið að lita á sjávarút- veginnsem uppsprettu auðlegð- ar, þarf að gjörbreyta um stefnu i málefnum hans, — hverfa af þeirri braut skammtimasjónar- miða, sem farin hefur verið, og taka upp stefnu, sem byggist á. viðari sjóndeildarhring. Sú stefna, em fylgt hefur verið, stuðlarbeinlinis að sóun, og þær stjórnunaraðíerðir, sem beitt hefur verið, eru, með einstaka undantekningum, nánar mark- leysa frá liffræðilegum og efna- hagslegum heildarsjónarmið- um. bær miða helzt að þvi að vernda hagsmuni ákveðinna hópa og draga á þann hátt úr sárasta broddi eyðileggjandi samkeppni. Með hinni hendinni er siöan aukið á þessi vandamál með sjálfvirkri lánafyrir- greiðslu, efnahagsaðgerðum, þegar i harðbakka slær, ásamt pólitiskum ákvörðunum, sem þjóna allt öðrum markmiðum en þeim, sem æskileg eru vel- ferð sjávarútvegsins sem heild- ar. bá eru í skýrslunni taldar upp margvislegar aðferðir við stjórnun fiskveiða og nýtingu fiskstofna og afla, og er heildar- niðurstaðan sú, að forsenda skynsamlegrar nýtingar fisk- stofnanna sé, að afkastageta þess flota, sem veiöar stundar, sé i samræmi við afraksturs- getu fiskstofnanna,.sem veiddir eru.. Framtiðarhorfur sjávarútvegs Starfsnefndin gerir spá um það, hverra kosta tslendingar eiga völ til að fá fuilan og óskorðaðan rétt til veiða á miðunum við landið. bar segir: A. Hagstæðasta þróun: Fullur, óskoraður réttur til yfirráða yfir fiskstofnum innan 200 milna innan árs. B. Óhagstæðasta þróun: Samn- ingar við riki, sem stundað hafa veiðar hér um 150 þús. tonna ársafla i 5 ár. Vegna hraðfara þróunar i þessum málum má búast við, að þróun A verði nær sanni. bar er þróun þessara mála hefur afgerandi áhrif á flesta þætti sjávarútvegs er hér gert ráð fyrireftirfarandi forsendum um lausn þessara mála, hvað tsland snertir: A. Forsenda hagstæðustu lausnarinnar: Að tslendingar öðlist þegar óskoraðan rétt til yfirráða yfir fiskstofnunum. B. Forsenda óhagstæðustu lausnarinnar:Að samið verði ið við erlend riki um veiði- heimildir, á þeim grundvelli, að afli þeirra minnki jöfnum skrefum niður i ekki neitt á næstu fimm árum. bað hefur i för með sér um 40 þús. tonna niðurskurð á afla á ári fyrir þá. Um stjórnun veiða segir: Stilla má upp tveimur öfga- kenndum möguleikum um þró- un stjórnunar veiði, þ.e.: A. Núverandi stjórnunaraðferð- ir svo til óbreyttar. B. Virk stjórnun veiðiálags, að viðbættum séraðgerðum til að stjórna veiðum einstakra fiskstofna. Til að stjórnun teljist virk, þarf hún að stuðla að þvi að: A. Sókn verði takmörkuð viö þaö mark. sem samrýman- legt er æskilegri nýtingu stofnanna, arðbærum rekstri útgerðar og hagkæmri vinnslu. B. Sókn i þá stofna, sem nú eru ofnýttir, verði um tima minnkuð það mikið, að stofn- arnir komist i þá stærð, að viðgangur þeirra sé öruggur og afrakstur þeirra nái há- marki. sem fyrst. C. Veiðum verði hagað þannig, að fiskstofnarnir gefi af sér sem mestan afrakstur, t.d. með tilliti til fiskstærðar og árstiðarbundinna gæða afl- ans. bær aðferðir, sem nú er beitt við stjórnun veiða, eru næsta gagnslausar I ljósi þessara skil- yrða. Fyrirsjáanlegt er, að verði ekki stefnubreyting I fisk- veiðimálum stefnir I óefni. Við óhagstæðustu skilyrði er veru- leg hætta á hruni helztu nytja- stofna á sama hátt og raunin varð á með sildarstofnana. Verði svo, þarf vart að gera þvi skóna, að sjávarútvegur verði sá aflgjafi, sem hann hefur ver- ið, þvi reikna má með áratugum til að byggja upp stofna, sem þannig hafa farið. Virk stjórnun er fyrst og fremst fólgin i þvi, að flotinn sé takmarkaður, með öðrum orð- um, að stærð flotans verði hald- ið innan þeirra marka, sem af- rakstursgeta fiskstofnanna leyfir. Við þau skilyrði, sem skapast i fiskveiðilögsögumál- um á næstu árum, er hægt að framkvæma þessa stefnu á sárs aukaminni hátt en ella, og þvi er timinn nú hentugur til að inn- leiða þessa stefnu. Til viðbótar þessari megin- stefnu, þarf að gripa til aðgerða til virkrar verndunar einstakra stofna eða hluta þeirra, svo sem ungfisks. bær aðferðir, sem nú eru notaðar, hafa takmarkað gildi og hafa oft misst marks. Augljóst er, að ýmis vand- kvæði eru á að innleiða stefnu, sem tekur mið að þvi, sem að framan er rakið. Litið er á rétt manna til þátttöku i veiðum, sem sjálfsagðan hlut. Eigi að koma til stjórnun á sókn og þarmeð fjárfestingu með vel- ferð heildarinnar fyrir augum, verður þvi að skera niður þenn- an rétt einstaklingsins. Á þvi kunna að verða lagaleg vand- kvæói. sköttun i einu formi eða öðru virðist eina raunhæfa að- gerðin til að koma i veg fyrir of- vöxt skipastólsins. Vænta má, að talsverðan tima taki að breyta viðhorfum til þessara mála. Liklegt er, að tiltölulega óbreyttar aðferðir verði notað- ar, þar sem gjörbreytt viðhorf verður að koma til, eigi að tak- ast að koma við skynsamlegri stjórnun. Spá um framtið þorskstofnsins Aukin sókn færir ekki meiri afla að landi. Botnfiskafli minnkaði að meðaltali um 8000 tonn á ári sl. áratug. borskur er að jafnaði meira en helmingur botnfiskaflans, og mun hafa af- gerandi áhrif á botnfiskaflann og allar spár um þróun sjávar- útvegs á næstunni. Á áratugnum 1951-’60 var meðalaflinn á ári 468 þús. tonn. Meðalafli á ári l96l-’70 var kominn niður i 395 þús. tonn. Miðað við að spár standist um þorskafla fram til 1979, má bú- ast við, að meðalafli á ári þenn- an áratug verði um 325 þús. tonn. Ef svo heldur fram sem horf- ir, og virk stjórnun verður ekki tekin upp, er spáin um þorskafla þannig: Hægfara aflaminnkun til 1978, eða úr 370 þús. tonnum i 320 þús tonn. 1979 verður afla- brestur og aflinn fellur um tæp 100 þús. tonn niður i um 230 þús. tonn. Eftir 1980 má búast við enn frekari aflaminnkun, eða um allt að 20 þús. tonn á ári. Samkvæmt þvi verður aflinn kominn niður i 100 þús. tonn árið 1980. bessi niðurstaða byggist á þvi, að ekki verði algjör brestur á viðkomu stofnsins, eins og átti sérstaðum sildarstofninn. Fari svo, þarf ekki að búast við afla. Nokkrar fleiri spár eru taldar i skýrslunni, og er þá gert ráð fyrir mismunandi virkri stjórn mála og minnkandi sókn næstu árin. Bjartsýnasta spáin gerir ráð fyrir að aflinn verði kominn upp fyrir 400 þús. tonn 1985. t kafla spárinnar, þar sem fjallað er um uppsjávarfiska, er varað við of mikluni sildveiðum, þótt stofnarnir séu að ná sér, svo að friðun undanfarinna ára fari ekki forgörðum. Loðnu- stofninn er talinn þola enn meiri veiði, og lagt er til að veiðitima- bil loðnuveiðanna verði lengt. Talið er, áð framtiðarhorfur fiskiðnaðarins séu heldur hag- stæðari en sjálfs útvegsins. Vinnsluvirði mun hækka nokkuð frá þvi sem nú er, en mikil fjár- festing er nauðsynleg. Efnahagsleg afkoma og framlag sjávar- útvegsins til þjóðar- búsins Aætlaður botnfiskafli verður um 1980 kominn niður i 50-60% af áætluðum varanlegum af- rakstri þessara tegunda, verði ekki stefnubreyting I sjávarút- vegsmálum. betta ásamt lækk- aðri hlutdeild gæðameiri teg- unda og smærri og lakari fiski HLUTFALLSLEGAR BREYTINGAR FJÁRMUNAEIGNAR OG AFLAVERDMÆTIS Á FÖSTU VERÐLAGI (100 >1962) — FJARMUNAEIGN í FISKISKIPUM — AFLAVERÐMÆTI — HLUTFALL: aflaveróm./fjármunaeign ’62 '63 '64 '65 '66 '67 '68 '69 '70 '71 '72 '73 '74 NIÐURSTÖÐUR rannsókna sýna, að þegar sóknin i fiski- stofna vex, minnkar aflinn á sóknareiningu, og öfugt. bað er þvi ekki einhlitt að auka fiskiskipaflotann til að ná meiri afla. Á meðfylgjandi linuriti sést, að frá 1962-1974 hefur verðmæti fiskveiðiflot- ans aukizt um 133%. Er þá miðað við fast verðlag. En aflaverömæti það, sem flotinn skilar, hefur aukizt aðeins um 29,5%, og hver króna, sem bundin er i veiðiskipum, skiiar aðeins 55% af þvi, sem hún gerði 1962. Er þetta lakari út- koma en á árunum 1967-'68, sem talin eru afleit ár hvað aflabrögð snertir. En afrakst- urinn þá náði samt 73%, miðað við 1962, samkvæmt skýrsl- unni um þróun sjávarútvegs. Orsaka þessa er fyrst og fremst að lcita i röngum fjár- festingarákvörðunum, sem eru úr öllum tengslum við þann raun vcruleika, sem sjávarútvegurinn býr við. Viö- bótarsókn gefur ekki viðbótar- afla, og verður þvi aðeins um meiri dreifingu aflans að ræða, sem hefur i för með sér skertan hlut hvers og eins. Afleiðingar þessarar stefnu eru: Stefnt er að lakara hrá- efni, þar sem fiskurinn, sem veiddur er, smækkar stöðugt. Vinnslan verður dýrari, varan verri og afkoma vinnslustöðva lélegri. Stefnt er að tapútgerð, verri lifskjörum fólks i útvegi og þjóðarinnar almennt, og miií- jarðartjóni fvrir þjóðarbúið. Stefnt er að gáleysislegu giæfra.pili mcð það fjöregg þjóðarinnar, sem auðlindir sjávarins eru. Við liöfum dæmi um hvað gerist, er fisk- stofn eyðist, þ.e. sildarstofn- arnir, sem þó hafa ekki eins mikla þýðingu fyrir þjóðarbú- ið og botnfiskstofnanarnir. borskstofninn þarf ekki nema sjö mögur ár til að hann geti hruniö, og gerist það, koma ekki sjö feit ár á eftir. Lykilorðiö að iausninni er stjórnun, segir skýrslan. veldur þvi, að heildarverðmæti botnfiskafla verður um 1980 um eða innan við 50% af áætluðu hámarki, væri skynsamlegar að nýtingu staðið. 1 ljósi þess, sem að framan er sagt um aflahorfur og þróun veiðiflota má búast við, að arð- semi útgerðar fari mjög minnk- andi á næstu árum, verði ekki gripið til virkrar stjórnunar. Að öðrum kosti er hætt við, að út- gerðin verði að leita bónbjargar a.m.k. ef miðað er við raungildi verðmæta. Vart er við þvi að búast, að gengisbreytingar leysi þann vanda, nema um mjög skamma hrið, en auki á hann, er til lengdar lætur vegnaáhrifaá hlutfallslega arðsemi og þar með fjárfestingu. Fari svo, að gripið verði til takmörkunar flotastærðar. má á næstu árum búast við miklum bata i afkomu útgerðar fari út- lendingar fljótlega af miðunum. Miðað við, að útlendingar stundi veiöar áfram er ekki að vænta verulegs bata fyrr en um og eft- ir 1980. Hins vegar gæti afkoma á árunum 1977-1979 orðið sæmi- leg, ef nægilega cr dregið ur sókn. Miðað við. að lágmarks tölur um afkastagetu botnfiskveiðiflotans. sem Framhald á bls. 19

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.