Tíminn - 14.11.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 14.11.1975, Blaðsíða 13
Föstudagur 14. nóvember 1975 TÍMINN 13 Ármannsfell hf og eigendur þess Ég ætlaði ekki að blanda mér i umræður um Ármannsfell en svo heyrði ég sagt i sjónvarps- þætti, að ekki hefði tekizt að fá upplýst á Alþingi hvort það var heldur Ármannsfell hf. eða eig- endur þess, sem lögðu fram milljónina i Sjálfstæðishúsið. Tókst mér eftir, að Ólafur Ragnar teldi miklu skipta hvort heldur væri. En þar er ég á allt öðru máli. Hafi rannsókn þessa máls verið með þeim hætti, að rann- sóknardómarinn viti ekki hvort heldur var, þá er málið raunar ókannað. Þá hefur rannsóknin verið fullkomin markleysa. Þó að gjaldkeri hússins hins vegar myndi það ekki er það ósköp eðlilegt. Honum var fyrir öllu að fá peningana. Hafi það verið greiði við Ár- mannsfell hf. að láta það fá lóð- ina, þá er það vitanlega greiði við eigendurna. Ef við hugsum okkur að greiðinn væri seldur fyrir eina milljón er það ekkert atriði fyrir þann, sem sekur er, hvort sú milljón hefur verið eign hlutafélagsins eða hluthafanna. Það er engin von til þess, að það væri skráð á bækur. Því var ekki mikils að vænta af bók- haldslegri rannsókn. Hitt liggur fyrir, að borgar- stjóri taldi það svo fráleitt, að Ármannsfell fengi þarna bygg- ingarlóð, að hann sagði tals- mönnum þess, þegar þeir fóru þess fyrst á leit við hann, að það kæmi ekki til greina. Samt fór þetta eins og allir vita nú. Þá er það okkar, hvers og eins, að meta hvort það var eðli- legt. Var eðlilegt að breyta skipulaginu á þennan hátt, og var eðlilegt að Ármannsfell hf. fengi lóðina? Og hvaða sam- band er sennilegt milli milljón- arinnar, sem i flokkshúsið rann og þess, að þeir, sem lögðu hana fram, fengu vilja sinn á þennan hátt? H.Kr. Skrifstofur vorar verða lokaðar i dag til hádegis vegna jarðarfarar. Rafmagnseftirlit rikisins. Til sölu Land/Rover diesel, lengri gerð, árg. 1973. Ekinn 60 þús. km. Upplýsingar gefur Jón Sigurðsson, Teiga- seli Jökuldal. Ný lands- byggðar- blöð MÓ-Reykjavik.Þótt viða sé tal- að um blaðadauða og mörg blöð berjist i bökkum fjárhagslega, bryddir þó alltaf á útgáfu nýrra blaða hérlendis. Nýlega bárust Timanum fyrstu tölublöð tveggja nýrra blaða, sem eru að hefja göngu sina hérlendis. Annars vegar er það „Vest- firzka fréttablaðið” en hins veg- ar „Hvammstangafréttir”. Vestfirzka fréttablaðið er gef- ið út á Isafirði, og er ætlunin að það komi út tvisvar i mánuði. I blaðinu segja útgefendur, að blaðið hafi þá sérstöðu meðal vestfirzkra blaða að vera á eng- an hátt tengt nokkrum stjórn- málaflokki. Aðstandendur blaðsins segja, að þeim finnist algerlega skorta vettvang fyrir opna og hispurslausa umfjöllun á málefnum Vestfjarða. Vilji þeir með þessari útgáfu reyna að bæta örlitið þar úr. Þá er á það minnzt, að ef fyrr hefði örlað á slikri útgáfu úti um byggðir landsins, væri hið svo- nefnda byggðajafnvægi ekki eins gifurlegt vandamál og raun ber vitni. Vestfirzka fréttablað- ið er prentað og fjórar siður að stærð. Ábyrgðarmaður blaðsins er Árni Sigurðsson. Hvammstangafréttir eru fjöl- ritaðar og einnig fjórar siður að stærð. Er þvi blaði ætlað að koma út mánaðarlega og flytja i stuttu máli helztu fréttir af Hvammstanga, svo og fréttir, sem snerta hagsmuni Hvamms- tanga. Stjórnmál ætlar blaðið hins vegar að leiða hjá sér og láta landsmálablöðunum eftir. Ekki mun ætlunin að Hvamms- tangafréttir heiti þvi nafni til frambúðar, heldur er ætlunin að skýra það nýju nafni um áramót og leita eftir hugmyndum les- enda um nafn. Ritstjóri Hvammstangafrétta er Sigurður H. Þorsteinsson. 2-65-72 Kaplaskjólsvegur 4ra herbergja ibúð, mjög skemmtileg. Skipti á stærri. Iiöfum kaupanda að 2ja, 3ja og 4ra herbergja íbúðum. Mikil útborgun. Einnig smærri fyrirtækjum. . Óskum eftir 50 ha landi, hclzt austan fjalls. Herbergi óskast til leigu sem næst miðbænum. Húsa- og fyrirtækjasala Suðurlands Vesturgötu 3, simi 26-5-72. Sölumaður Jón Sumarliða- son. Félög með skipulagðar skíðaferðir til Evrópu Á skíðum í hfíðum Alpafjalla Eins og síðastliöinn vetur bjóðum við nú viku og tveggja vikna skíðaferöir til Kitzbuhel og St. Anton í Austurríki á verði frá 41.700 og 50.600 krónum. í Kitzbuhel og St. Anton eru jafnt brekkur fyrir byrjendur, sem þá bestu. Þar er verið á skíðum í sól og góðu veðri allan daginn, og þegar heim er komið, bíður gufubað og hvíld, góður kvöldmatur og rólegt kvöld við arineld, - eða upplyfting á skemmtistað ef fólk vill heldur. Morguninn eftir, snemma, er stigið á skíðin og haldið beint upp í brekkur - svona gengur þetta dag eftir dag eftir dag, meðan á dvölinni stendur. Sem sagt, dýrðleg dvöl í alþjóðlegu andrúmslofti með fullkomnu ”apré ski”. Þeir sem velja tveggja vikna ferðir, geta dvalið viku á hvorum stað ef þeir kjósa heldur. Skíðafólk leitið upplýsinga hjá söluskrifstofum okkar, ferðaskrifstofunum og umboðsmönnum. f,lvcféi^c LOFTLEIDIR ISLAJVDS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.