Tíminn - 15.11.1975, Side 2

Tíminn - 15.11.1975, Side 2
2 TÍMINN Laugardagur 15. nóvember 1975. Fundir með starfs- mönnum kaupstaða BH-Reykjavlk. — Torfi Hjartar- son rikissáttasemjari kvað heldur rólegt i samningamálunum þessa dagana, þegar Timinn ræddi við hann i gær. Skrifvélavirkjar eru enn i verkfalli, og næsti fundur með þeim er á miðvikudag. A mánudag hefjast samningafundir með starfsmönnum hinna ýmsu kaupstaða. Þá mæta fyrst samn- ingsaðilar við Reykjavikurborg, starfsmenn borgarinnar og Hjúkrunarfélagið. Þá mæta lækn- ar og samningsaðilar þeirra einn- ig á mánudag. Sporvagninn Girnd hlýtur góðar viðtökur I KVÖLD verður leikrit Tennessee Williams Sporvagninn Girnd sýnt i 10. sinn I Þjóðleik- húsinu. Sýningin hefur vakið mikla athygli, ekki sizt fyrir á- gæta leiktúlkun leikara i aöal- hlutverkunum, en þeir eru: Þóra Friðriksdóttir, Erlingur Gislason, Margrét Guömundsdóttir og Róbert Arnfinnsson. Hafa gagn- rýnendur dagblaðanna lokið lofs- orði á leik þeirra, ekki sizt Þóru Friðriksdóttur, sem þykir vinna umtalsveröan leiksigur i hlut- verki Blanche DuBois. Sporvagn- inn er meðal kunnustu leikrita Tennessee Williams, samið 1947, og hefur allt siðan notið mikilla vinsælda. Leikstjóri Sporvagns- ins er Gisli Alfreðsson. Þóra og Erlingur i hiutverkum sinum. Sýningum á ,,Fjölskyldunni" að Ijúka AÐEINS örfáar sýningar eru nú eftir á „Fjölskyldunni” I Iðnó. Verk þetta er eftir einn af kunn- ustu skáldum Finna af yngri kyn- slóðinni, Claes Anderson, sem jöfnum höndum hefur samið ljóð, sjónvarpsþætti og reviur. Fjölskyldan hefur verið sýnd 35 sinnum, næsta sýning verður I dag. Verkiö hefur hlotið góðar viðtökur áhorfenda, ekki hvað sizt yngri kynslóðarinnar, sem hefur verið áberandi meðal leik- húsgesta. Leikstjóri sýningarinn- ar er Pétur Einarsson, leikendur eru alls sjö. Tónlistin I sýningunni i Iönó er eftir Gunnar Þóröarson. Helgi Skúlason I hlutverki heim- ilisfööurins. Listamenn koma sýningargripum fyrir í sal Norræna hússins. Timamynd Gunnar FÍM OPNAR SÝNINGU í NORRÆNA HÚSINU OG Á 12 VINNUSTÖÐUM JG—Reykjavlk — Haustsýning Félags IsL myndlistarmanna stendur nú yfir. Um helgina opn- ar félagið sýningu I Norræna hús- inu, en auk þess gengst stjórn og sýningarnefnd félagsins fyrir sýningum á vinnustööum viös- vegar um borgina þann tima, sem haustsýningin stendur yfir. Er þess vænzt, að þessi ný- breytni stuðli að nánara sam- bandi við listunnendur á þeim stöðum, sem sýningarnar eru. Vinnustaöasýningarnar eru ekki opnar almenningi, einungis ætlaðar starfsfólki viðkomandi stofnunar. Þeim hefur á flestum stöðunum verið komið upp i mat- sölum eöa kaffistofum fyrirtækj- anna. 1-4 listamenn (félagsmenn FIM) sýna á hverjum stað, teikn- ingar, grafik, málverk, vefnað eða skúlptúr. Starfsfólíd fyrir- tækjanna er boðið á haustsýningu Sýning í Fellahelii: Skipulag Breiðholts í nútíð og framtíð BH-Reykjavik. — í Fellahelli i Reykjavik hefur veriö opnuö sýn- ing á vegum Þróunarstofnunar Reykjavikurborgar, og fjallar sýningin um skipulag Breiöholts- hverfisins i nútiö og framtið. Kristján Benediktsson borgarráösmaöur (fyrir miöri mynd), ásamt fleiri sýningargestum, virðir fyrir sér líkan aö hluta Breiöholtshverf- anna. Skiptist sýningin i fimm aöal kafla, Yfirlit, Bakkahverfi (Breiðholt I), Seljahverfi (Breið- holt II), Fella- og Hólahverfi (Breiöholt III), og Verzlunar- og stofnanahverfi (Mjódd). Borgar- stjóri, Birgir tsleifur Gunnars- son, opnaöi sýninguna við hátið- lega athöfn i gær, aö viðstöddum borgarfulltrúum og fleiri gestum. 1 yfirliti sýningarinnar er gerð grein fyrir aðdraganda skipu- lagningar, sameiginlegum þörf- um og þáttum i skipulagi alls borgarhlutans, og að lokum sam- eiginlegum ályktunum höfunda að fenginni reynslu. Áætlað er, að sýningin standi i a.m.k. 2 vikur, en til þess, að ekki veröi truflun á þeirri starfsemi, sem fram fer i Fellahelli, er sýn- ingartimi nokkuð breytilegur, og verður þannig á næstunni: Sunnudagur Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur 16,11. 17.11. 18.11. 19.11. 20.1T 21.11. 13—22 17—22 13—18 17—22 13—22 13—17 FIM I Norræna húsinu, sem opn- uð verður I dag og veröur opin kl. 14-22 daglega til 30. nóvember. Þar verða sýnd alls 96 verk eftir 50 höfunda, þar af 29 félagsmenn og 21 utanfélagsmann, 9 þeirra sýna nú i fyrsta skipti með félag- inu. A sýningunni eru teikningar, graflk, collage, vatnslitamyndir, oliumálverk, vefnaður og skúlp- túr. Barst sýningarnefnd mikill fjöldi verka, og er það úrval þeirra, sem sýnt er I Norræna húsinu. Engin höggmynd eöa skúlptúr barst frá utanfélags- manni að þessu sinrii. Myndlistarsýningar eru á 12 vinnustöðum, en það eru Alþýðu- bankinn, Laugavegi 31, Búnaðar- banki Islands Austurstr. og við Hlemm, Faxaskáli, Pósthús- stræti og Sundaskáli Eimskipafé- lags Islands, Iðnaðarbanki Is- lands, Lækjarg., Kassagerð Reykjavíkur, Lögreglustöðin I Reykjavik, Menntamálaráðu- neytið, Sjónvarpið og Vélsmiðjan Héðinn. Þarna sýna 33 félagar FIM myndir sinar á kaffistofum starfsmanna. 1 sýningarnefnd FIM eiga eftir- taldir sæti: Ragnheiður Jónsdóttir Ream, formaður, Hallsteinn Sigurðsson, Hringur Jóhannesson, Hrólfur Sig- urðsson, Sigurjón Ólafsson, Þor- björg Höskuldsdóttir, Guðmund- ur Benediktsson og Leifur Breið- fjörð. I FtM eru 78 félagsmenn. Höfum tekið 45 milljón dollara lón erlendis HÆSTA LÁN, SEM ÍSLENDINGAR HAFA TEKIÐ Tryggt að hægt verður að standa skuldbindingar OÓ—Reykjavik — Af hálfu Seöla- bankans hefur veriö gengiö frá lánasamningi aö upphæö 4.5 millj. dollara, eöa rúmlega 7,5 milljaröa króna. Samningurinn hefur þann tilgang aö styrkja greiöslustööu tslands út á viö, en lánsféö er ekki tekiö til aö fjár- magna framkvæmdir eöa koma i stað innlendra ráöstafana, er dragi úr innflutningi og greiöslu- halla viö aörar þjóöir. Er þetta hæsta lán, sem íslendingar hafa tekiö erlendis til þessa. Þaö sem næst kemur er lán, sem tekiö var 1974 til framkvæmda viö Sigöldu- virkjun. Var þaö 30 m illj. dollara. Bankastjórar Seðlabankans skýrðu frá lántökunni á blaða- mannafundi i gær. Hafði Jóhann- es Nordal orð fyrir þeim. Sagði hann, að gengið væri frá láns- samningnum á svokölluðum Evrópudollaramarkaði, og getur Seðlabankinn dregið út lánið, hvenær sem er á næstu þrem ár- um. Vextir verða breytilegir. Samningurinn er óvenjulegur að þvi leyti, að tilgangur hans er ein- göngu að styrkja greiðslustöðu þjóðarbúsins út á við og tryggja, að hægt verði að standa við allar greiðsluskuldbindingar þess, þrátt fyrir timabundna gjaldeyr- iserfiðleika. 1 tilkynningu frá bankanum segir, að Seðlabankinn hljóti að setja það mark öllu ofar, aö Islendingar geti ætíö staðið við skuldbindingar sinar út á við, en bregðist það, er hætt við, að þeir glati lánstrausti sinu, með alvar- legum afleiðingum fyrir afkomu almennings og efnalegar fram- farir. Einnig er mikilvægt, að greiðslustaða þjóðarbúsinS verði aldrei það þröng, að stjórnvöld- um gefist ekki færi á að takast á við efnahagsvandann með skipu- legum hætti, en neyðist I þess stað til aö grlpa til skyndiráðstafana. Um lántökuna hafa séð þrir bankar, Citicorp International Bank Ltd., Kredietbank S.A. Lux- embourgeoise og Morgan Guar- anty Trust Co. of New York. Alls eru 13 erlendir bankar aðilar að lánssamningnum. Fram kom á fundinum, að þeir erlendu bankar, er að lánssamn- ingnum standa, hafi með honum lýst trausti sinu á getu og vilja Is- lendinga tilþessaðtakastáviðog leysa hinn mikla efnahagsvanda, sem nú steðjarað. Er stuðningur- inn veittur I trausti þess, að is- lenzk stjórnvöld láti einskis ófreistað til þess að standa við þessar og aðrar skuldbindingar, sem tslendingar hafa tekið á sig erlendis. I tilkynningu, sem bankastjórn- in sendi frá sér af þessu tilefni, segir: „Telur bankastjórnin rétt, að gera að þessu tilefni nokkra grein fyrir skoðunum sínum á stöðunni I efnahagsmálum og stefnunni á næstunni. Alvarlegasta hættan I þjóðar- búskap íslendinga nú er tvlmæla- laust hinn gifurlegi greiðsluhalli við útlönd og sivaxandi skulda- byrði, sem honum fylgir. Otlit er nú fyrir, að viðskiptahallinn veröi I ár um 6000 milljónum meiri en við var búizt fyrr á árinu, og gjaldeyrisstaðan er nú neikvæð um tæplega 3300 millj. kr. á nú- gildandi gengi. Þótt nokkurs bata sé að vænta síðustu tvo mánuði ársins, sést af þessu, að sá gjald- eyrissjóður.sem Seðlabankinn hefur yfir að ráða, byggist nú ein- göngu á erlendum lánum, og þá fyrst og fremst hjá Alþjóðagjald- eyrissjóðnum. Þótt viðskiptahall- inn við útlönd verði hlutfallslega nokkru minni á þessu ári en árið 1974, hefur batinn orðið miklu hægari en vonir stóöu til, þrátt fyrir um 17% lækkun almenns innflutnings. Orsakanna er fyrst og fremst að leita I minni útflutn- ingstekjum vegna öhagstæðs verðlags og sölutregðu, en einnig hefur á það skort, að það aðhald næðist, sem að var stefnt I rikis- útgjöldum, opinberum fram- kvæmdum og fjárfestingarlán- um. Óhagstæöarytri aðstæður fá- um við ekki við ráðið, og horfur um verðlag og eftirspurn eftir út- við allar greiðslu- flutningsvörum Islendinga eru þvl miðurenn tvisýnar. Svigrúm- ið til þess að mæta frekari áföll- um með skuldasöfnun er hins vegar á þrotum, og einskismá þvi láta ófreistað til að tryggja mjög mikla lækkun viðskiptahallans á næsta ári. 1 yfirlýsingum rlkis- stjórnarinnar að undanförnu hef- ur þessu verið lýst sem megin- markmiði i stefnu hennar i efna- hagsmálum á næstunni. Til að ná þvi markmiöi, og draga sámtimis verulega úr verðbólgunni, hefur rikisstjórnin boðað öflugar ab- gerðir I fjármálum rikisins og aðhald i útlánum og útgjöldum til samneyzlu og fjárfestingar. Framkvæmd slikrar stefnu krefst bæði almenns skilnings á eðli vandans og festu og aðhalds i stjórn efnahagsmála. Það er þvi mikilvægt, að allir þeir aðilar, sem ábyrgð bera á stjórn ein- stakra þátta efnahagsmála, legg- ist á eitt til að veita þessum að- gerðum brautargengi. Mun bankastjórn Seðlabankans stuðla að framgangi þessarar stefnu eft- ir mætti, en jafnframt vill hún af þessu tilefni benda á þau atriði hennar, sem hún telur skipta mestu máli. Sá fjárhagsvandi, sem nú er brýnast að leysa, er hinn mikli halli, sem enn er á rikisfjármál- Frh. á bls. 6

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.