Tíminn - 15.11.1975, Síða 5

Tíminn - 15.11.1975, Síða 5
Laugardagur 15. nóvember 1975. TÍMINN 5 Spilling skal það vera samt! A það hcfur veriö drepið I þessum þætti, að aðilar sem tengdir eru blaðamannastétt- inni, hafi ástundað fréttafals- anir undir yfirskini heiðar- legrar og hlutlausrar blaða- mennsku. Hefur þetta gengið svo langt, aö þessir aöilar virðast orðnir einhvers konar óskabörn sjónvarpsins. Þaö er kannski of djúpt i árinni tekið að halda því fram, að hér sé æ- tið um visvitandi falsanir að ræða. Miklu fremur virðast þessir aðilar vera að þjóna þeirri áráttu sinni ,,aö fletta ofan af alls kyns spillingu”, sem þcir sjá I hverju horni, jafnvel þótt hún sé ekki fyrir hendi. Spilling skal það vera saint!! Oddviti þessarar nýju stétt- ar er Vilmundur Gylfason, sem er, eftir þvi sem hann heidur sjálfur fram, ööru visi og hciðarlegri en almennt ger- ist, sérstaklega vegna þess, að hann sé óháður öllu flokkspóli- tisku valdi. í skjóli þess geti hann stundað heiöarlegri blaðamennsku en aðrir. Undir fölsku flaggi Enda þótt piltinum hafi ver- ið bent á, að með þessu sé hann að sigla undir fölsku flaggi, vcgna náinna tengsla sinna við Alþýðuflokkinn, heldur hann tuggu sinni á- fram. Já, jafnvel sama dag og mynd af honum birtist i leið- ara Alþýðublaðsins, þar sem hann er kvnntur sem einn af höfundum nýrrar stefnuskrár Alþýöuflokksins! Þaö skiptir hann cngu máli. „Ég er betri og öðru vlsi en annaö fólk”, er mottó þessa nýja farlsea vorra tima. Þessi sjálfsauglýsing Vil- mundar minnir ósjálfrátt á sápuauglýsingar, sem stund- um sjást i sjónvarpinu — og maðurinn sjálfur á sápukúlu. „Afburðamennirnir" Ekki er gott að segja, hvort það stafar af greindarskorti eða einhvcrju öðru, en þó fellur Vilmundur sjálfur sifellt i þær gildrur, sem liann segir aðra falla i, sbr. eftirfarandi ritsmið eftir hann I Visi I gær: „En blessunarlega hefur þetta að undanförnu nokkuð verið aö breytast það er eins og sjálfsvirðing blaðamanna alinennt og yfirleitt hafi verið að aukast, þótt kannski gangi heldur liægt. Þessi þróun hcfur ekki hvað sizt átt sér stað undir góðri forustu af- buröa blaðamanna eins og séra Emils Björnssonar og Eiös Guðnasonar”. Já, liver var að tala um fleðulæti? Eflaust tryggja þessi hjartnæmu orö Vilmund- ar um fóstra sina á sjónvarp- inu honum fastan sess i sjón- varpsþátlum um ókomna tlma. * Oskað velfarnaðar ó Alþýðuflokks- þingl Það er sérmál, hvers vegna sjónvarpið hainpar „karakt- erum” á borð við Vilmund Gylfason, i þcim efnum liggja e.t.v. leyniþræðir, en hins vcg- ar er óverjandi að láta piltinn riða húsum i fjölmiðlum á fáki hræsni, ósanninda og sið- gæðisskorts, án þess að á það sé bent. Lygi er ekkert bctri, þótt logiö sé upp á ráðherra. Höfundi þessa pistils gcngur gott eitt til, þegar hann gagn- rýnir Vilmund Gylfason. Ekki er óliklegt, að úr Vilmundi rætist, þegar fram liða stundir og liann nær meiri þroska. Að svo mæltu er honum óskað velfarnaöar og brautargengis á þingi Alþýöuflokksins um helgina. —a-Þ- Hátíðarhöld í Hrísey — í tilefni af komu Snæfells EA Snæfell EA 740 siglir fánum prýddur að bryggju i Hrisey Ljósm. Björgvin Jónsson gébé—Rvik — Sunnan gola var og hlýtt I veðri, þegar skuttogarinn nýi, Snæfell EA 740, kom til heimahafnar I Hrisey I fyrsta sinn'sl.þriöjud. Hriseyingar voru flestallir mættir niðri á bryggju tilaðtaka á móti nýja skipinu, og á eftir var öllum eyjarbúum boðið i fjölmennasta kaffiboð, sem þar hefur verið haldið. Er það von manna, að nú breytist atvinnu- horfur í Hrisey, en litil vinna hef- ur verið þar að undanförnu, og lit- ið fiskiri. Búizt er við að Snæfell fari i fyrsta veiðitúrinn um helg- ina. Sigurður Finnbogason, frétta- ritari blaðsins i Hrisey, sagði, að aldrei fyrr hefðu jafnmargir Hriseyingar safnazt saman og á hafnarbakkanum, þegar Snæfell kom. Þegar Snæfell hafði lagzt að bryggju fluttu ræður þeir Valur Arnþórsson, kaupfélagsstjóri og formaður Útgerðarfélags KEA, sr. Kári Valsson I Hrisey, Bjarni Jóhannesson, framkvæmdastjóri Útgerðarfélagsins, og Björgvin Jónsson, hreppstjóri i Hrisey, og Ingveldur Gunnarsdóttir flutti kvæði, sem hún hafði ort i tilefni af komu Snæfells. Siðan var öllum boöið til veizlu i félagsheimilinu Sæborg, þar sem Hriseyingum var afhent gjöf frá Útgerðarfélagi KEA. Var það fagur silfurkertastjaki til kirkj- unnar. — í Hrisey búa rétt um þrjú hundruð manns, og lætur nærri, aö allir ibúarnir hafi tekið þátt i móttökuathöfn þessari. Nær 15 þús. fjár slátrað í Stykkishólmi í haust KGB—Stykkishólmi — Vinnu i Sláturhúsinu i Stykkishólmi lauk 5. nóv. Alls var slátrað 14.740 kindum, og er það um 1000 kind- um fleira en i fyrra. Meðalþungi dilka var 14,5 kg. Þyngsta dilkinn átti Jófriður Sigurðardóttir, Hof- túnum, og var hann 29,6 kg. Mesta meðalvigt hafði Hafsteinn Guðmundsson Flatey og var hún 19,68 kg. Guðrún Jónasdóttir i Galtarey lagði inn tvilembingshrút, sem hafði 25,6kg fall. Gimbrina á móti setti hún á og segir hana litlu minni. Ærin var ekki þung á fóðrum þótt hún skilaði þetta miklum arði þvi hún gekk úti i eyjunni og fékk hvorki hey né mat. Um 100 stórgripum var slátrað i Stykkishólmi og er það nokkru færri en i fyrra. LEIKA A PÍANÓ gébé Rvik — Laugardaginn 15. nóvember kl. 2.30 verða haldnir tónleikar f Iláskólabiói á vegum Tónlistarfélagsins. Þar leika Gisli Magnússon og Halldór Haraldsson á tvö pianó, nokkur verk eftir þekkta höfunda. Þetta eru þriðju tónleikar Tónlistarfé- lagsins fyrir styrktarfélaga á starfsvetrinum. Hefjast tónleikarnir á verki eftir J.S. Bach i útsetningu Mary Howe fyrir tvö pianó, sið- Gisli Magnússon ÁLFORMA - HANDRIÐ SAPA— handriðió er hægt að fá i mörgum mismun- andi útfærslum, s.s. grindverk fyrir útisvæði- iþrótta mannvirki o.fl, Ennfremur sem handrið fyrir vegg svalir, ganga og stiga. Handriðið er úr álformum, þeir eru raf húðaðir i ýms um litum, lagerlitir' eru: Nátur og KALCOLOR amber. Stólparnir eru gerðir f yrir 40 kp/m og 80 kp/m. Með sérstökum festmgum er hægt að nota yf irstykkið sem handiista á veggi. SAPA — h'andriðið þarf ekki að mála, viðhalds- kostnaður er þvi enginn ef tir að handriðinu hef ur ver ið komið fyrir. Glugííasmiðj an Gissm SiinoiMison Siðuniiila 20 Reyk|,ivik - Sinu JB220 BILALEIGAN EKILL Ford Bronco Land-Rover Cherokee Blazer Fiat VW-fólksbilar Nýtt vetrarverð. SÍMAR: 28340-37199 Laugavegi 118 Rauðarárstígsmegin TVO á tónleikum í Hdskólabíói Halldór Haraldsson an kemur pianódúett eftir Georges Bizet, Jeuz d’enfants, op. 22. Þá leika þeir Gisli og Halldór Fantasiu i f-moll op. 103 eftir Franz Schubert, Scara- mouche, svitu fyrir tvö pianó eftir Darius Milhaud, Tilbrigði um stef eftir Paganini fyrir tvö pianó eftir W. Lutoslazski, og að lokum La Valse eftir Maurice Ravel, útsett af höfundi fyrir tvö pianó. Húsa- og fyrirtækjasala Suðurlands Vesturgötu 3, sinii 26-5-72. Sölumaöur Jón Sumarliða- son. Útboð Hafnarfjarðarbær leitar tilboð i gatna- gerð og lagnir i Lækjargötu og Hjaila- braut. Verkið er boðið út I tveim lilutum. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu bæjarverkfræðings Strandgötu 6, gegn 5.000 skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 25. nóv. kl. 11. Bæjarverkfræðingur. Stóðhestastöð Búnaðarfélags íslands Tökum i uppeldi eða kaupum álitleg, vel ættuð stóðhestaefni, bæði folöld og ung tryppi. Hafið samband við Þorkel Bjarnason, hrossaræktarráðunaut, simi 19-200 eða 99- 6162.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.