Tíminn - 15.11.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 15.11.1975, Blaðsíða 16
METS&JUBÆKUR Á ENSKU í VASABROTI SÍS-FÖIMJH SUNDAHÖFN fyrir góöan mai $ KJÖTIÐNAÐARSTÖO SAMBANDSINS Beirut: 50 manns rænt í gær — fundarhöld leiðtoganna Reuter/London — Nýjustu hag- skýrslur frá Bretlandi bera það með sér, að nokkur batamerki má nú greina á brezku efnahagslífi, sem mjög hefur staðið höllum fæti að undanförnu. Skýrslurnar sýna, að verðbólg- an i Bretlandi er nú minni, heldur en hún hefur nokkurn tima verið siðustu sex mánuðina. Siðasta ár- ið hefur verðbólgan þar I landi stöðugt haldið áfram að vaxa. Þessar fréttir hljóta að vera Bretum mjög kærkomnar, þvi að meðal þeirra iðnaðarlanda heims, sem ekki lúta sósialisku þjóðskipulagi, hefur efnahagur Breta staðið hvað höllustum fæti. Vöruskiptahalli Bretlands við útlönd var i september 205 mill- jónir sterlingspunda, i október 206 milljónir punda, en i október i fyrra var hallinn á vöruskiptum við útlönd 461 milljón pund. Af hagtölum þessum má glöggt greina nokkur batamerki i brezka efnahagslifinu. Reuter/Libanon. öryggisverðir i Libanon skutu I gær til bana hægrisinnaðan hægrisinna sem reyndi að hafa á brott með sér mann, sem hann hafði tekið til fanga. Svo virðist sem heldur sé að draga úr mannránum I borg- inni. Öryggisverðir skýrðu frá þvi i gær, að einungis 50 manns hefði verið rænt i gær I Libanon og ná- grenni. Til skotbardaga kom i gær i einu hverfi kristinna manna, ekki langt frá dómshúsi borgarinnar, Tildrög bardagans voru þau, að öryggisverðir, sem hingað til hafa verið ásakaðir fyrir að láta mannrán afskiptalaus, komu að götuvirki, sem hægri sinnar höfðu komið upp i þeim tilgangi að eiga auðveldara með að taka höndum þá múhameðstrúarmenn, sem fram hjá gengju. Er öryggissveit- irnar nálguðust götuvigið, kom til skotbardaga, sem fyrr segir, og tveir menn féllu. Tveir aðrir særðust alvarlega, og vopnin voru tekin af þremur. Fréttaskýrendur telja, að þetta sé ein harðasta aðgerð öryggis- sveitanna hingað til gegn mann- ræningjum, sem mjög hafa ógnað öllu öryggi i borginni að undan- förnu, og reyndar fleiri borgum i Libanon. Rashid Karami forsætisráð- herra kvartaði yfir þvi i gær, að herinn og öryggissveitirnar ó- hlýðnuðust fyrirskipunum hans um að eyðileggja götuvæugin og vegartálmana, sem deiluaðilar hafa komið upp. Karami tók hins vegar skýrt fram, að hann æski þess ekki, að hernum yrði blandað inn i deilu- mál hinna striðandi aðila I land- inu, þar sem slikt hefði einungis illt eitt i för með sér. „Það myndi bara leiða illt eitt af sér,” sagði Karami. Hann sagði, að mannrán þau, sem herjað hefðu i borginni sið- ustu vikurnar, væru óþolandi villimennska, sem ekki yrði liðin, Eftir að um skotbardagann, sem fyrr er greint frá, fréttist, hlóðu kristnir menn upp götuvig- um i nokkrum hverfa sinna og neituðu um útgöngu úr hverfun- um. Siðasta vopnahlé, sem undirrit- að var fyrir 12 dögum, hefur að mestu verið haldið, en það er al- mennt viðurkennt, að litið þurfi út af að bera svo að bardagar blossi ekki upp að nýju. ■ Óbreyttur borgari var skotinn til bana i austurhverfi borgarinn- ar, er hann reyndi að komast i gegnum vegartálmanir, sem þar höfðu verið settar upp. Fjögur önnur lik fundust i gær, og er nú tala látinna siðan i april komin upp i 2000. í gær sat Karami for- sætisráðherra á fundi með leið- togum hersins, og var rætt um leiðir til að auka öryggi i borg- inni. Fleiri aðilar sátu á fundum i gær. Þannig ræddust þeir við inn- anrikisráðherrann, Chamoun, og Suleiman Franjieh forseti. Þá átti Jasser Arafat, leiðtogi skéuliða- samtaka Palestinuaraba, fund með sendimanni páfa, Bertoli kardinála. Brandt og Schmidt njóta stuðnings flokksmanna sinna Reuter/Mannheim — Vestur-þýzkir jafnaðarmenn virðast ánægðir með leiðtoga flokks sins. Við kjör i fram- kvæmdaráð flokksins, sem skipað er 35 mönnum, fengu þeir Willy Brandt og Helmut Schmidt báðir 406 atkvæði, en 436 þingfulltrúar greiddu at- kvæði. Við kjör annarra fulltrúa i framkvæmdaráðið og aðrar trúnaðarstöður flokksins, kom togi Jafnaðarmannaflokksins i ellefu ár. Þetta er i fimmta sinn sem hann er kjörinn formaður flokksins. Úrslit kosninganna á flokksþinginu i gærsýna glöggt, að Guillaumemálið svokallaða hefur ekki veikt stöðu Brandts innan flokks sins, þótt hann hafi verið nauðbeygður til þess að segja af sér embætti kanslara, er upp komst um Guillaume svikamylluna. Stuðningsmenn glöggt f Ijós, að hægfara öflin i flokknum hafa borið hin róttæku vinstriöfl ofurliði. Hinn mikli stuðningur, sem Helmut Schmidt naut, kom nokkuð á óvart, þar sem hann hefur, að þvi er Reutersfrétta- stofan segir, aldrei látizt vera vinur vinstri aflanna i flokkn- um. A flokksþinginu, sem haldið var fyrir tveimur árum, hlaut hann aðeins 256 atkvæði við kosningar i framkvæmdaráðið. Willy Brandt hefur verið leið- Brandts óttuðust mjög fyrir kosningarnar, að nýleg blaða- skrif um njósnamál þetta kynnu að skaða stöðu Brandts, en sú varð, sem fyrr segir, ekki raun- in. tJtdráttur úr bók um Brandt, þar sem Guillaumenjósnamálið er tekið mjög Itarlega fyrir, birtist að öllum likindum nú um helgina i timaritinu Der Spiegel, en bók þessa ritaði David Bind- er, blaðamaður við New York Times. Brezkt efnahagslíf á batavegi Verður Kissinger dreginn fyrir rétt? þingnefnd krefst þess Reuter/Washington. Þingnefnd ein i bandaríska þinginu hefur ákveðið að stefna dr. Henry Kissinger fyrir rétt, þar sem hann hafi vanvirt þingið með þvf að neita að afhenda nefnd- inni leyniskjöl, er varöa starf- semi leyniþjónustunnar erlend- is. Rannsóknarnefnd þessi starf- ar á vegum fulltrúadeildar þingsins, og hefur það verkefni með höndum að kanna starf- semi leyniþjónustu Bandarikj- anna. Nefndin tók þessa ákvörð- un eftir að Robert McClory, öld- ungadeildarþingmaður frá Illi- nois,skýrði svo frá, að það hefði verið Ford forseti sjálfur, sem ákvörðun hefði tekið um það, að skjölin yrðu ekki afhent nefnd- inni. Nefndin samþykkti i siðustu viku að stefna dr. Kissinger á fund sinn og krefjast þess, að hann legði fram ákveðin skjöl, er varða tiltekin átta mál, sem nefndin fjallar m.a. um. McClory sagði, að sér gefði verið sagt, að Ford ætlaði að neyta þeirrar heimildar, er hann hefði, til þess að banna, að skjölin yrðu lögð fram. Hefur heimild þessari verið beitt i fleiri tilvikum til að hindra framlagningu skjala til rann- sóknarnefndar er starfa á veg- um þingsins. Akvörðun rannsóknarnefnd- arinnar verður nú að fara fyrir laganefnd deildarinnar, og verði hún samþykkt þar, verður hún lögð fyrir fulltrúadeildina i heild til samþykktar. Verði til- lagan einhljóða samþykkt þar, er hugsanlegt, að dr. Kissinger hljóti fangelsisdóm. Frétta- skýrendur telja hins vegar afar litlar likur á þvi að svo fari. Rannsóknarnefnd þessi hefur staðið i deilum við fleiri ráð- herra heldur en dr. Kissinger. Þannig var til dæmis viðskipta- ráöherra Bandarikjanna, Mor- ton kallaður fyrir þingnefnd eina til þess að gera grein fyrir bandariskum fyrirtækjum, sem hlýðnast hefðu viðskiptabanni þvi, er Arabarikin settu á ísra- el. Meðlimir i rannsóknarnefnd- inni, sem rannsakar starfsemi leyniþjónustunnar, segja, að á- kvörðun Fords um að neita framlagningu skjalanna, eigi ekki lagastoð, þar sem rann- sóknin beinist að málum, sem upp hafi komið i valdatið Nixons og Johnsons, fyrrverandi for- seta. Hins vegar bættu nefndar- mennirnir þvi við, að Henry Kissinger hefði lagtblessun sina yfir sumar aðgerðirnar i örygg- isráðinu, Argentína: Enn neitar Peron að víkja Sovétmenn komnir MPLA til hjdlpar? Reuter/Lissabon, Moskva. Haft var eftir austur-evrópskum diplomötum I gær, að sovézkt herlið sé nú komið til Luanda, höfuöborgar Angóla, og eigi það, ásamt kúbanska herliðinu, sem fyrir er i Luanda, að að- stoða sveitir MPLA, sem hafa Luanda á valdi sinu, við aí verja borgina fyrir árásum her- sveita UNITA og FNLA. Segir i fréttunum, að 400 rúss- neskir hermenn hafi verið settir á land i höfninni i Luanda á fimmtudaginn. I hópi Sovét- manna eru orrustuflugmenn, skriðdrekastjórar og hernaðar- ráðgjafar. Franco lífseigur Reuter/Madrid. Francisco Franco hershöfðingi, þjóðarleið- togi Spánar, lifði af siðustu skurð- aðgerðina, sem framkvæmd var á honum f gær, hina þriðju á e 11- efu dögum. Læknar ákváðu að skera Franco aftur upp, þegar i ljós kom, að skurðaðgerðin, sem framkvæmd var á honum I sið- ustu viku, hafði ekki haft tilætluð áhrif. Reuter/Buenos Aires. Maria Estella Peron Argentinuforseti neitaði þvi algjörlega I gær, að allir flokkar á argentinska þing- inu hefðu beint þeim tilmælum til hennar að hún segði af sér emb- ætti. Það var innanrlkisráðherra landsins, sem kom mótmælum forsetans á framfæri. Frá þvi hafði verið skýrt i fyrrakvöld, að fulltrúar allra flokkanna hefðu sett Peron, sem er 44 ára gömul, ekkja Juan Perons, fyrrum forseta, þá úr- slitakosti, að annað hvort færi hún i langt fjarvistarleyfi, eða þá að hún færi einkaerinda úr landi á miðvikudaginn. Sagði i fréttun- um, að óskir þessar hefðu verið bomar fram við innanrikisráð- herrann. Eins og fyrr segir, hefur innan- rikisráðherrann lýst þvi yfir, að fréttir þessar eigi ekki við rök að styðjast. Auk þess benti innan- rikisráðherrann á, að það væri al- gjörlega ólöglegt að bera fram óskir sem þessar við löglega kjör- inn forseta landsins. Peron útskrifaðist i gærkvöldi af sjúkrahúsi þvi, sem hún hefur dvalið á siðustu 11 daga, en þar átti hún að hafa dvalið vegna verkja i gallblöðru. Peron hefur þráfaldlega verið beðin að segja af sér siðustu vik- urnar, en ávallt neitað. Hún hefur lítið komið fram opinberlega. Hinn 6. nóvember flutti hún út- varps- og sjónvarpsávarp, þar sem hún itrekaði, að hún myndi ekki segja af sér embætti. I fyrradag hélt hún svo ráðu- neytisfund, hinn fyrsta um langan tima. Andstæðingar hennar telja hana ófæra um að stjórna landinu vegna lélegrar heilsu og litillar reynslu á sviði stjórnmála, og sé það meginástæðan fyrir þeim pólitisku uppþotum, sem að und-. anförnu hafa orðið i landinu, og lélegum efnahag landsins. Tveimur vikum áður en Peron lagðist siðast inn á sjúkrahús, kom hún úr fimm vikna hvfldar- frii. Alls kyns vandamál hafa að henni steðjað upp á siðkastið, al- varlegt ástand efnahags- og stjórnmála, og svo hefur hún ver- ið sökuð um misnotkun opinbers fjár I eigin þágu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.