Tíminn - 19.11.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 19.11.1975, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 19. nóvember 1975. TÍMINN 9 .Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: }>órarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisla- son. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötji, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðaistræti 7, slmi 2650P — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð I lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 800.00 á mánuði. BlaöaprentK'.f; Þriðja þorska- stríðið Bretland er gamalt heimsveldi. Þeir kunna sög- una af þvi i Indlandi, Egyptalandi og Kenýu. Þeir kunna hana lika á Kýpur og Möltu. Hundruð þjóða og þjóðflokka um viða veröld kunna hana mætavel eftir stranga lexiu. Nú eru flestar nýlendurnar gengnar undan Bret- um. Eigi að siður virðist gæta leifa af gamla ný- lenduhugarfarinu. Á þvi höfum við íslendingar fengið að kenna, og enn falla af vörum brezkra valdamanna þau orð, sem ekki verða skilin á ann- an veg en þann, að skuli enn verða. Siðan undir lok nitjándu aldar hafa brezkir tog- arar stundað veiðar á okkar miðum, fyrst uppi i landsteinum og siðan ögninni utar, eftir þvi sem íslendingum i nauðvörn sinni tókst að vernda þau hafsvæði, er næst voru landi. Þetta hefur tvivegis kostað svonefnt þorskastrið. Stórveldið hefur ekki skirrzt við að beita valdi og hvers konar þringun- um gegn einni minnstu þjóðinni, sem er i seilingarfæri við þá, enda þótt sjálft eigi það nauðalitið i húfi, en íslendingar allt. Nú er svo komið, að íslendingar hafa helgað sér tvö hundruð milna lögsögu, að dæmi fjölmargra annarra þjóða og i fyllsta samræmi við þróun haf- réttarmála, enda að auki svo komið, að við auðn heldur á fiskimiðunum, ef ekki verður skjótt við brugðið um mikla takmörkun veiða. Þrátt fyrir þetta hafa islenzk stjórnarvöld teygt sig eins langt og verða mátti til þess að ná samkomulagi við Breta, og jafnvel léð máls á þvi að veita meira en íslendingar geta i té látið, án þess að þrengja að sjálfum sér, þegar litið er til sannanlegs ástands fiskstofnanna og óumflýjanlegs samdráttar á veiðum. í rauninni er það svo, að við megum ekkert missa. En framkoma samningamanna Breta var svo fráleit og fjarri allri skynsemi, að þeir hafa til þessa dags ekki fengizt til þess að taka neitt tillit til röksemda og staðreynda, sem ekki verða brigð- ur á bornar. í þess stað hafa þeir haft uppi sifelld- ar hótanir og veifað þvi, hvaða yfirburði þeir hafi, þegar til valdbeitingar kemur. Þvilik framkoma er sizt til þess fallin að auðvelda samkomulag, og þegar til þessa alls er litið, er ekki að undra þótt samningaumleitanir færu snögglega út um þúfur. Það var ekki annað en Bretar stofnuðu til með þvergirðingshætti sinum. í rauninni má efast um, að Bretar hafi yfirleitt stefnt að samkomulagi. Málabúnaður þeirra, með hótanir um herskipavernd og birgðaskipin þrjú liggjandi i höfn, reiðubúin til brottsiglingar á íslandsmið, var svo mótaður af ógnunum, að tor- tryggni hlaut að vekja. Það er og komið fram, hvað á bak við bjó. Ljóst er að engir samningar takast með íslend- ingum og Bretum i þessu efni nú i bráð. Bretar tygja sig i þriðja þorskastriðið. Við íslendingar erum fáir og smáir og óvopnaðir, og við eigum án efa yfir höfði ófrægingarherferð af þvi tagi, sem fréttastofur á Vesturlöndum reka, þegar hags- munir stórþjóða rekast á við lifsbaráttu smáþjóð- ar. En okkar eina leið er að þrauka og seiglast og bita frá okkur eftir getu. Einskis annars er úr- kostar, þar sem lifshagsmunir okkar i nútið og framtið eru i veði. — JH. ERLENT YFIRLIT Schmidt og Genscher vinna áfram saman Strauss verður aðalkeppinautur þeirra Ilelmut Schmidt ávarpar flokksþingið STJÓRNARFLOKKARNIR i Vestur-Þýzkalandi hafa ný- lega haldið flokksþing, Frjáls- lyndi flokkurinn i Mainz, og flokkur sósialdemokrata í Mannheim. Eftir þessi flokks- þing er ljóst, að flokkarnir stefna að þvi að halda áfram samvinnu sinni eftir þingkosn- ingarnar, sem fara fram i september næsta haust. Þetta kom ótvirætt i ljós á flokks- þingi sósialdemokrata, en Helmut Schmidt kanslari lýsti þar þeirri skoðun, að þessi samvinna flokkanna myndi verða nauðsynleg lengi enn, og yrðu sósialdemokratar að haga vinnubrögðum sinum með tilliti til þess. A flokks- þingi Frjálslynda flokksins var ekki tekin lokaákvörðun um þetta, heldur var ákveðið, að yfirlýsing um þetta yrði ekki birt endanlega fyrr en næsta vor. Allur blærinn á þinginu var hins vegar sá, að augljóst er, hver afstaða flokksins verður, þ.e. að halda beri stjórnarsamvinnunni áfram eftir kosningarnar. Astæðan til þess að Friálslyndi flokkurinn dró þessa ákvörðun, var m.a. sú, að hann hélt flokksþing sitt fyrr en sósialdemokratar, og vildu forustumenn hans sjá, hver niðurstaðan yrði þar. Talsvert hefur borið á þvi, að samtök ungra sósialdemo- krata krefðust róttækari stefnu heldur en ílokkurinn hefur fylgt undanfarið, ekki sizt i sambandi við svonefnt atvinnulýðræði. A þingi sósial- demokrata voru þessi róttæku öfl i svo miklum minnihluta, að þau létu minna á sér bera en búizt hafði verið við. Engar ályktanir voru gerðar um at- vinnulýðræði eða aðrar slikar breytingar, sem Frjálslyndi flokkurinn getur ekki fellt sig við. Hefði slikt orðið ofan á, hefði það getað gert samvinnu flokkanna erfiða, þvi að hægri armur Frjálslynda flokksins, undir forustu Hans Fridericks efnahagsmálaráðherra, er andvigur miklum breytingum, sem ganga i þessa átt. 1 aðal- ræðunni, sem Helmut Schmidt hélt á flokksþingi sósialdemo- krata, lagði hann áherzlu á, að flokkurinn yrði að haga sér eftir aðstæðum, þótt hann breytti ekki framtiðarmarki sinu. Það væri t.d. staðreynd, sem ekki yrði sniðgengin, að meginþorra kjósenda væri að finna i miðið, en ekki yzt til vinstri eða hægri, og þar yrðu sósialdemokratar þvi að leita sér fylgis i kosningunum 1976. Alyktanir flokksþingsins voru mjög i þessum anda, og hlutu þær yfirgnæfandi stuðning fulltrúanna. Þó þótti þessi af- staða koma enn skýrar i ljós við kosningu á-stjórn flokks- ins. Willy Brandt var áfram kosinn formaður flokksins, með nær öllum greiddum at- kvæðum, og Schmidt var kos- inn varamaður flokksins með svipuðu atkvæðamagni. Á sið- asta flokksþingi var hins vegar mikill munur á þvi fylgi, sem þeir hlutu, þvi að þá kaus vinstri armurinn ekki Schmidt, Brandt hefur jafnan verið vinsælli hjá mönnum heldur en Schmidt, enda hag- að máli sinu á þann veg. Nú flutti Brandt mál sitt á mjög svipaðan veg og Schmidt. Litil breyting varð á flokksstjórn- inni og mættu hægri menn nú minni mótspyrnu en áður. Eftir flokksþingið hefur heyrzt, að þar hafi orðið hægri sveifla. Þetta er tæpast rétt, en hitt er rétt, að minni tilraun var þar gerð til þess að færa flokkinn til vinstri en á fyrri þingum hans. ÞAÐ virðist mega ráða af báðum þessum flokksþingum, að Frans Josef Strauss verði aðalmaður kosningabarátt- unnar á næsta ári. Strauss sækist lika bersýnilega eftir þvi,en hann gerir nú sitt bezta til að Helmut Kohl, hinn nýi formaður Kristilega flokksins, hverfi i skuggann. T.d. lýsti Strauss yfir þvi, áður en Kohl hafði tekið endanlega afstöðu, að flokkurinn myndi beita sér gegn hinum nýja samningi, sem stjórnin gerði nýlega við pólsku stjórnina þess efnis, að Vestur-Þýzkaland veitti Pól- landi tiltekið lán, samtimis þvi að 125 þúsund Þjóðverjar, sem nú eru i Póllandi, fengju að flytjast til Vestur-Þýzkalands. Kohl fylgdi i kjölfar Strauss nokkru siðar. Þetta, og annað þessu likt, sem gerzt hefur undanfarið, þykir sýna, að Strauss geri sér leik að þvi að gera litið úr Kohl, enda nota andstæðingar kristilegra demokrata það óspart. Þeir segja, að Kristilegi flokkurinn sé að verða afturhaldssamur hægri flokkur undir forustu Strauss. Einn helzti mótleikur kristi- legra demokrata virðist vera sá að ráðast á Willy Brandt sem sönnun þess, að sósial- demokrötum sé ekki að treysta i öryggismálum lands- ins. Bersýnilegt virðist, að sósialdemokratar væru nú verr staddir, ef Brandt hefði ekki strax afsalað sér kansl- araembættinu, eftir að uppvist varð, að austur-þýzkur njósn- ari hafði verið náinn sam- verkamaður hans. SAMKVÆMT siðustu skoð- anakönnun myndu kristilegir demokratar vinna mikið á, ef kosið væri nú, og kæmust nálægt þvi að fá hreinan meirihiuta. Sósialdemokratar myndu tapa verulega, en frjálslyndir demokratar vinna á. Frjálslyndir demokratar fengu 8.4% atkvæða i siðustu kosningum, en gera sér nú vonir um að fá meira en 10%. Svo virðist sem foringi þeirra, Hans Dietrich Genscher utan- rikisráðherra, njóti nú vax- andi trausts, en skoðanir virt- ust nokkuð skiptar um hann fyrst eftir að hann tók við útanrikisráðherraembættinu. Meðal kristilegra demo- krata hefur verið nokkur ágreiningur um afstöðuna til frjálslyndra demókrata. Sum- ir foringjar þeirra hafa talið hyggilegt að haga áróðrinum þannig, að samstarf við Frjálslynda flokkinn komi til greina. Þannig mætti lika ná atkvæðum frá honum, ef hann væri jafnframt ásakaður fyrir undirlægjuhátt við sósial- demokrata. Strauss hefur tek- iðafstöðu gegn þessu og fengið sitt fram. Samkvæmt ráði Strauss stefna kristilegir demokratar að þvi að fá einir meirihluta, þvi að öðrum kosti verði ekki næg breyting á stjórnarstefnunni. — Þ.Þ. Kohl og Strauss

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.