Tíminn - 19.11.1975, Blaðsíða 15

Tíminn - 19.11.1975, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 19. nóvember 1975. TÍMINN 15 Hafsteinn Þorvaldsson, formaður UMFÍ: UAAFI sjálfstæður aðili að íþróttastarfi í landinu Fimmtudaginn 6. nóv. s.l. birt- ist hér i Timanum eins konar svargrein við grein, sem ég skrifaði og birtist i blaðinu 22. okt. s.l. Greinarhöfundur er Sigurður Magnússon, skrifstofustjóri fSÍ. Staðfestir hann að visu öll megin- atriði greinar minnar, um leið og hann dregur fram i dagsljósið ýmis ný atriði málum þessum tengd, sem gefa tilefni til enn frekari umræðu. I upphafi grein- ar sinnar fellur skrifstofustjórinn i þá villu, að reyna að læða þvi inn hjá lesendum, að grein þessi hafi verið árás á samherja okkar hjá ISt, og heldur sig raunar við það út i gegn. Ég held þó að öllum, sem lesið hafa gremina með 0- menguðu hugarfari hafi verið það ljóst, að hún var fyrst og fremst sögulegt yfirlit og upptalning staðreynda um þróun og uppbyggingu islenzkrar iþrótta- hreyfingar og til upplýsinga og fróðleiks fyrir alþingismenn og aðra, ekki að ástæðulausu heldur miklu fremur að marggefnu tilefni. ÍSÍ 85% — UMFÍ 15% Spurningunni um stöðu UMFt innan islenzkrar iþróttahreyfing- ar var ekki starfsmanni hjá tSÍ ætlað að svara, jafnvel þótt hann teldi sig sjálfur til þess kjörinn. Spurningunni verður væntanlega að hluta til svarað við afgreiðslu næstu fjárlaga Alþingis, þegar fjárveitinganefnd skiptir þvi fjár- magni sem úthlutað verður til iþróttastarfsins. Eins og fram kom i fyrri grein minni skiptist iþróttastarfið þannig i dag sam- kvæmt útreikningi kennslu- skýrslna ársins 1973: ISI 60% — UMFt 40%. Heildarfjárveitingar rikisins til sambandanna skiptast þannig: ISt 85% — UMFl 15%. Eins og fram kemur i grein Sigurðar Magnússonar, eru við- fangsefni UMFt níargvisleg önn- ur en iþróttir. Réttlát skipting fjármagnsins er grundvallarat- riði og er fráleitt að lita á umræðu þar um sem árás á einn eða neinn. Umræöa en ekki árás Ekki verður með öllu komizt hjá þvi að leiðrétta og útskýra ýmislegt i skrifum Sigurðar Magnússonar, þótt ég teldi timanum betur varið til enn frek- ari umræðu um sameiginleg áhugaverð málefni, eins og fræðslumál iþróttahreyfingarinn- ar og geigvænlega kostnaðar- aukningu vegna iþróttalegra samskipta. Aðdóttanir um niður- rifsstarfsemi mina i garð tSI læt ég sem vind um eyru þjóta, enda tel ég mig hafa ástæðu til að ætla að slikt sé fjarri hugsun ábyrgra aðila i stjórn ISt og sérsambanda þess. hvers konar iþróttalegra sam- skipta, jafnt innan lands sem ut- an. Utbreiöslustjori eða hvað? Veit Sigurður Magnússon ekki að verulegur hluti af starfsemi heildarsamtaka islenzkra ung- mennafélaga, UMFt, er á sviði iþróttámála, skipulagslega og lögum samkvæmt? Er skrifstofu- stjórinn að gefa það i skyn að UMFl eigi að hætta þessari starf- semi, eða er það ef til vill skoðun útbreiðslustjórans, Sigurðar Magnússonar, að slikt væri i þágu iþróttanna og útbreiðslu þeirra hér á landi? Jafn réttháir aðilar Hvernig ætlar skrifstofustjóri ISt að standa á þeirri fullyrðingu sinni, að það sé aðeins til eitt samband félagsbundins iþrótta- fólks i landinu, þegar iþróttalögin staðfesta tvö sem jafn réttháa að- ila, með þeirri undantekningu sem að framan greinir, og enginn dregur dul á. Þessi þröngsýni Sigurðar Magnússonar kemur mér á óvart, þvi að samskipti UMFt og tSt hafa alltaf verið góð og sameiginlegu markmiði sam- takanna til framdráttar. Kjarni málsins Ég tek heilshugar undir með Sigurði Magnússyni, að heildar- fjárveitingar til islenzkra iþrótta- mála i dag eru allt of lágar, þrátt fyrir verulega leiðréttingu sið- ustu árin, en það breytir ekki þvi, að nauðsynlegt er að fá úr þvi skorið hvort fjármagninu sé réttlátlega skipt, og af réttum að- ilum. Þá hefur þvi heldur ekki verið haldið fram að tSt með öll sin sérsambönd fengi ofmikið fé eða væri ofsælt af þeim fjár- veitingum sem það hefur. Aðdróttanir um mismunandi góða frammistöðu, forustumanna þessara tveggja systurhreyfinga gagnvart fjárveitingavaldinu vil ég helzt leiða hjá mér að ræða. Ég teldi það drengilegra og meira i anda þeirrar hugsjónar, sem við berjumst sameiginlega fyrir, að snúa bökum saman i þessari baráttu, að fenginni niðurstöðu um réttlátari skiptingu þess fjár sem aflað er. Ef til vill er lausnin sú, að allar slikar fjárveitingar til iþróttastarfsins renni beint i tþróttasjóð og verði siðan úthlut- að til áðurgreindra félagshreyf- inga samkv. útreikningum kennsluskýrslna, og með hliðsjón af öðrum umsvifum viðkomandi aðila á sviði iþróttamála. tþrótta- nefnd og framkvæmdastjóri hennar, iþróttafulltrúi rikisins, hefðu sjálfsagt betri aðstöðu til þess að meta slikt en störfum hlaðnir alþingismenn. skrifstofustjórans að tala um kennslustyrki tSt þegar um er að ræða beinar fjárveitingar i formi kennslustyrkja frá Iþróttanefnd rikisins (tþróttasjóði). tSt og UMFt eru aðeins dreifingaraðilar þess fjármagns, og er það alveg utan við aðrar opinberar fjár- veitingar til þessara aðila. Ot- breiðslustyrkur ISI er siðan upp- bót sem sambandið leggur til, væntanlega af hinum marg- nefndu sigarettupeningum. Fyrir tilstuðlan ÍSÍ? „Fyrir tilstuðlan tSl var UMFt gefinn kostur á þvi að gerast rekstraraðili að Getraunastarf- seminni”, segir Sigurður Magnússon. Enn einu sinni gerir þessi starfsmaður sig sekan um að horfa fram hjá tþróttalögun- um. Það er nefnilega tþrótta- nefnd rikisins ein, sem veitt getur slika heimild, og það gerði hún á sinum tima, að visu eftir nokkrar umræður og blaðaskrif, ef fyrir tilstuðlan einhvers, þá var það tþróttafulltrúa rikisins, Þorsteins Einarssonar, sem jafnan hefur viðurkennt stöðu UMFI innan iþróttahreyfingarinnar og vert er einnig að geta þess að þáverandi formaður KSI, Albert Guðmunds- son, taldi það sanngirniskröfu frá okkar hendi og studdi það heils hugar. Fjöregg ungmenna- félagshreyfingarinnar I niðurlagi greinar sinnar gerir skrifstofustjórinn tilraun til þess að gera litið úr tilvitnun minni i landsmót UMFl sem ótviræðan vitnisburð um iþróttastarfið sem unnið er á vettvangi ungmenna- félaganna. Hvaða forustumenn innan ung- mennafélagshreyfingarinnar munu sætta sig við slikt? Hefur útbreiðslustjóri ISl nokkru sinni gefið sér tima til þess að sækja þessar iþróttahátiðir og kynnast þvi sem þar fer fram eða þvi undirbúningsstarfi sem að baki liggur? Ef svo er, þá lýsir aðstaða hans meira vanmati á öllum að- stæðum en ég gæti átt von á frá manni i slikri ábyrgðarstöðu inn- an iþróttahreyfingarinnar. Það eru samtök Islenzkra ungmenna- félaga, UMFt, héraðssamböndin 17 og 7 fél. með beina aðild að UMFt, sem halda þessar glæsi- legu iþróttahátiðir, sem af mörg- um hafa verið nefndar olympiu- leikar islenzkrar iþróttaæsku. Það er þvi á engan hátt verið að villa um fyrir stjórnvöldum né öðrum i þessum efnum. Sjón er sögu rikari. Verkin taia. Hafsteinn Þorvaldsson form.UMFt. Loðnunót til sölu 140 faðma löng, 40 faðma djúp. Litið notuð i góðu ásigkomulagi. Upplýsingar á neta- verkstæði Ingvars Theódórssonar^ Vest- mannaeyjum. AUGLÝSIÐ í TÍMANUM cyiusturstræti Kuldaúlpurnar með loðkantinum Allar herrastærðir á aðeins kr. 6.750 — Stærðir: S, M, L og XL — Litir: Blátt og grænt ^Fataverzlun fíölskyldunnar Að fortið skal hyggja, ef frumlegt skal byggja Liljukveðskapur skrifstofu- stjórans er mér að skapi, þvi að sjálfsögðu er það veigamikið at- riði fyrir mann i hans stöðu, að þekkja vel til upphafs þeirrar hreyfingar sem hann starfar hjá og muna eftir þvi. Sögulegar staðreyndir um stofnun héraðs- sambanda og aðra veigamikla áfanga i iþróttasögunni flokkar hann undir tilgangslausan met- ing. ISí æðsti aðili Samkvæmt ákvæðum i iþrótta- lögum er tSt æðsti aðili um frjálsa iþróttastarfsemi áhuga- manna i landinu, og hefur undir- ritaður og aðrir aðilar innan UMFI aldrei reynt að draga úr þvi. Þar er og að finna skýr- inguna á þvi hvers vegna UMFl er með öll sin aðildarfélög i tSt það er til þess að geta hvenær sem er notið fyllsta réttar til Vindlingagjaldið Ummæli min um tilkomu siga- rettupeninganna og markmið þeirrar fjárveitingar i öndverðu þekkja forustumenn tSt og fjöl- margir aðrir innan Iþrótta- hreyfingarinnar. Dylgjum Sigurðar Magnússonar um annarleg sjónarmið af minni hálfu visa ég til föðurhúsanna. Ég hef hvergi haldið þvi fram að þessir fjármunir hafi ekki far- ið i erindrekstur og útbreiðslu- starfsemi út um land, þvert á móti tel ég það mjög liklegt. Það er hins vegar spurning hvort þessir jármunir þótt hærri yrðu, ættu ekki allir að fara til beinnar útdeilingar á sama liátt og kennslustyrkir tþróttanefndar rikisins. Kennslustyrkir frá Iþróttanefnd rikisins Mjög er það villandi i grein Tilkynning frá Stofnlánadeild landbúnaðarins Athygli bænda er vakin á þvi að árgjöld 1975 af lánum við Stofnlánadeild landbún- aðarins og Veðdeild Búnaðarbankans féllu i gjalddaga 15. nóvember s.l. Stofnlánadeild landbúnaðarins Búnaðarbanki íslands

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.