Tíminn - 10.01.1976, Blaðsíða 8

Tíminn - 10.01.1976, Blaðsíða 8
TÍMINN Laugardagur 10. janúar 1976. VIÐ BÚUAA ÖLL YFIR UNDRAMÆTTi Uri Geller heitir maður, upp- runninn i tsracl. Grein sú, sem hér birtist var skrifuð i mai s.l. Timaritið, scm birti hana sagð- ist gera það, án þess að taka af- stöðu til þeirra skoðana og lull- yrðinga, sem þar koma fram. Vmsar sagnir eru til hér á landi um fyrirbæri hliðstæð ýmsu þvi, sem Geller segir frá. Misjafnt er hvað menn hafa viljað leggja trúnað á sumt af þvi, og engu siður hvernig menn vilja skýra slikt, þeir sem það reyna. Mörgum kann að þykja fróðleikur i að kynnast að nokkru hvað gerist i kring- um þennan tsraelsmann, og að það er athugað i virðulegum háskólum og vekur athygli i sjónvarpi. Minnast megum við þess, að einhverjir, sem telja sig fylgjast mcð timanum sögðu í útvarpsþætti hjá Páli ileiðari, að þeir vildu ekki vita af neinu slfku nálægt háskóla eða kirkju hér á landi. Fornar sögur hafa löngum mótazt af takmörkuðum skiln- ingi manna, auk alls annars, sem jafnan sækir á að laga og móta sögur. En margar gamlar sögur og viðs vegar að koma okkur i hug, þegar sagt er frá þeim kröftum, sem risa gegn kunnum og viðurkenndum náttúrulögmálum. En hér þarf ekki lengri formála. Hér gefur á að lita hvað Uri Geller vildi sjálfur segja á síðastliðnu vori um þau undur, sem kringum hann gerast. H. Kr. Þegar ég flaug til Osló til að koma fram i sjónvarpinu þar i janúar 1974 var eftirvænting min meiri en ætla mætti. Siðustu tvo mánuðina hafði ég vakið furðu milljóna sjónvarpsáhorfenda i Bretlandi og ýmissa merkra vis- indamanna — auk sjálfs min. Ég hafði beygt lykla, skeiðar og gaffla og fengið gamlar klukkur til að ganga og gert sitthvað fleira, sem ég get á engan hátt skýrt öðruvisi en þannig, að óþekkt afl steymir gegnum mig og veldur þessum fyrirbærum. I desember 1973 birti hið virta visindablað Nature forustugrein um mig undir fyrirsögninni: Skorað á visindin. Ritstjórinn hélt þvi fram að kanna þyrfti i alvöru hvernig ég gæti beygt málmhluti án þess að snerta þá. Væri ég sönnun þess að til væru „sálræn máttaröfl" yrðu visindin að endurskoða margt i fræðum sin- um. Allt var þetta ný lifsreynsla fyrir mig. Ég fór ekki að koma f'ram opinberlega fyrr en 1970 og fór nokkru siðar til Bandarikj- anna þar sem ég tók þátt i ýmsum tilraunum 1972 og 1973. 1 Evrópu- í'erðinni upp úr þvi kom ég í'yrst fram i alvöru fyrir opnum tjöld- um og ég var undrandi engu siður en áhorfendurnir yfir þvi sem gerðist. t Englandi kom ég fyrst fram i útvarpsdagskrá og siðan i sjón- varpi. Eftir örfáar minútur var allur friður úti við skiptiborð út- varpsins. Þúsundir hiustenda og áhorfenda hringdu til að segja frá þvi, að gamlar klukkur væru farnar að ganga og að hnifar, gafflar og skeiðar hefðu bognað á heimilum þeirra meðan ég átti við sams konar tilraunir i hljóð- varpi eða sjónvarpi. ... Myndi slikt gerast i Noregi? Ég var ekki löngu byrjaður þegar siminn var orðinn glóandi. Ahrifin voru stórkostleg. Enn var ég undrandi og ráðþrota aö vissu leyti. Mér brá ekki þó að þetta gerðist — en hvernig átti ég að skýra það? Var hér um að ræða ,,kraft nýrrar tegundar," — eitthvað sem visindin höfðu enn ekki fundið? Ekki var það óhugsandi. Raf- magnið varð að finnast áður en menn kunnu tök á að nota sér það, og geislavirkni þekktu menn ekki fyrr en rétt nýlega. Samt sem áð- ur var það furðulegt ef einmitt ég ætti að vera miðill slikrar óþekktrar orku. Ef svo væri hefði ég þó enga hugmynd um hvernig á þvi stæði. Þegar lokið var dagskrá minni i norska sjónvarpinu fór ég i hótel Continental. Það var ákveðið að frá Noregi færi ég um nokkur Evrópulönd önnur. Myndi ég hafa sömu heppni með mér þar? Mér var þetta mikið ævintýri en sannanirnar voru augljósar. Samt tók ég oft upp blöðin frá þessum dögum til að sanna sjálf- um mér, að þetta hefði gerzt. Ljósin hurfu i Osló Norskur vikublaðsritstjóri kom til min á hótelið. Hann eyddi nokkrum tima i að komast að niðurstöðu um „Gellers-aðferð- ina". Ég gat engu svarað sem stætt væri á. En þessi blaðamaður hafði meðferðis 15 ára gamla klukku. Hann sagði, að hún hefði staðið i fjögur ár, og enginn fengið hana til að ganga. Ég hélt hendinni yfir henni og einbeitti mér eíns og ég gat. Innan einnar minútu kom hljóð úr henni og hún fór að ganga. Ég einbeitti mér nokkrar sekúndur enn til að fullvissa mig um að hún héldi áfram. Þegar við athuguðum klukkuna á eftir sáum við að minútuvisir- inn hafði verið lagður tvöfaldur yfir sjálfan sig enda þótt við sæj- um ekki að svigrúm væri til þess milli glers og sklfu. Blaðamaður- inn (Gunnar Moe frá Ná) skrifaði mér seinna um aðra gamla klukku, sem hann átti og fór að ganga litlu eftir samtal okkar. Slik dæmi um „eftirverkanir" þekki ég nokkur önnur frá ferðum minum. Annar blaðamaður norskur heimsótti mig á hótelið. Við sát- um i herbergi minu og horfðum út um gluggann. Dimmt var úti. Ég sagði honum, að þetta óþekkta afl væri sterkara einn tima en annan. 1 götunni fyrir utan voru ljósa- auglýsingar og sýningagluggar verzlana. — Stundum getur þessi orka orðið svo máttug að ljósin slokkna, sagði ég. Ég haföi naumast lokið setning- unni þegar við sáum, að veruleg- ur hluti Oslóarborgar var myrkvaður. Straumrof hafði tek- ið rafmagnið af borgarhluta, sem var myrkvaður i átta minútur. Blaðamaðurinn var i uppnámi. Ég sagði við sjálfan mig að þetta væri bara tilviljun, en varð þó að viðurkenna að það væri merkileg tilviljun. Það var áþekkt þessu, sem gerðist þegar ég var i boði tveggja beztu vina minna með í gistihúsi i Osló: Gaffiarnir bogna af dularfullum orsökum. italska skemmtiferðaskipinu Renaissance á ferð frá Bordeaux til ttaliu. Þar var lika hinn frægi ungverski strokkvartett og við áttum skemmtilegar stundir um borð, þar sem ég sýndi stundum „hæfileika" mina. Undir lok ferðarinnar sagði ein- hver farþeganna, að nú skyldum við gera eitthvað sem bragð væri að, svo sem til dæmis að stöðva skipið. Það var kominn i okkur galsi og ég tók undir þetta: — Gott og vel. Einbeitum okkur þá að þvi, að stöðva skipið. Allir þögðu nokkrar sekúndur. Það furðulega gerðist, að skipið hægði á sér unz það lá alveg kyrrt. Nú fór mönnum ekki að verða um sel, og sumir tónlistarmenn- irnir urðu hræddir. Við spurðum yfirmenn skipsins hvað hefði gerzt. Þeir sögðu, að það vissi enginn ennþá. Ég hafði hálfvegis vonazt eftir þessu, en átti þó erfitt með að trúa þvi, að við hefðum gert þetta. Eftir klukkustundarbið fór skipið af stað aftur. Það kom i ljós, að olíurörið, sem flutti brennsluefnið að aflvél skipsins hafði bognað af óskiljanlegum ástæðum, svo að það lokaðist. Viðgerðin var einföld og auðveld þegar bilunin var fundin og áfram var haldið af fullum krafti. Við þorðum ekki að segja skips- mönnum hvað við hefðum að- hafzt. Allir höfðu á tilfinningunni að hér hefði eitthvað „yfirnáttúr- legt" átt sér stað. Þetta gat ekki verið hrein tilviljun. i Danmörku Eftir velheppnaðar sjónvarps- stundir i Sviþjóð og Vestur- Þýzkalandi var ég i Danmörku. Ég var orðinn sannfærður um að allir menn búa yfir leyndum krafti hið innra með sér og sá kraftur getur orðið virkur á þrennan hátt. 1. Fyrir andleg áhrif svo sem dáleiðslu og sefjun. 2. Við að sjá aðra beita þessari orku eða jafnvel einungis við að frétta af þvi (eins og var undir út- varpsdagskrá minni i Englandi). 3. Einfaldlega við að glæða með sjálfum sér nægilega sterka trú á þennan kraft. Enda þótt við búum allir yfir þessu afli held ég þó að auk þess þurfi að koma til það, sem ég kalla „ójarðneskt samband", þar sem ég kann ekki að orða það bet- ur. Þetta samband byggist á trú, sem þarf að vera svo sterk að enginn efi komist að. Ég vil varast óhæfilegt sjálfs- öryggi en úr þvi ég hef þrásinnis leitt þessa orku i ljós trúi ég þvi, að það sé vegna þess að ég er jafnan i þessu ójarðneska sam- bandi. Það er munurinn á mér og venjulegu fólki. Hvers vegna veit ég ekki... En fyrst ég er i þessu sambandi get ég leitt þennan kraft til annarra manna. 1 Danmörku voru þrir menn settir til að athuga tilraunir min- ar. Einn' var formaður stéttar- félags úrsmiða, annar var sál- fræðingur en sá þriðji var kynnt- ur mér sem verzlunarmaður. Ég vissi ekki fyrri en seinna að það var hinn kunni danski sjón- hverfingameistari Leo Leslie. Ég vissi ekkert um það, að Leslie hafði fyrirfram haft við- búnað til að láta mig fara sneypu- för. Hann hafði orðið sér úti um efni, sem kallast kvikasilfur — klorid og hefur þá náttúru að gera vissa málma deiga. Jafn- framt hafði hann mælt svo fyrir að myndavél væri stöðugt beint að höndunum á mér. Mér var ætl- að að koma fimm gömlum vekjaraklukkum i gang, en Leslie hafði gengið svo frá að það var ómögulegt. Steypumoli var látinn i eina önnur var fyllt af matar- oliu, i þeirri þriðju var verkið bundið fast o.s.frv.: Þegar ég sneri mér að klukkun- um fékk ég enga þeirra til að fara af stað. Ég var undrandi og sneyptur þvi að ég hefði þó átt að fá éinhverja þeirra til að hökta af stað samkvæmt fyrri reynslu. Málmhlutina sem ég átti að beygja hafði Leslie varið með nikkelplötum. Ef ég notaði efna- blöndu eins og hann átti von á átti nikkelhúðin að gera hana áhrifa- lausa. Ég hef aldrei notað slikar brellur og fékk flesta hlutina til að bogna. Samt var ég miður min vegna þess hvernig fór með klukkurnar. t'hléi frá dagskránni sat ég með „sérfræðingunum" i öðru her- bergi og við það að sýna þeim sitthvað annað sem ég gæti látið gerast hvarf mér efasýkin. Jafn- framt hringdu margir áhorfendur til að segja frá gömlum klukkum sem nú væru farnar að ganga hjá sér, enda þótt klukkurnar i sjón- varpssalnutn stæðu. Leslie ljóstraði þvi nú upp hvað hann hefði gert við klukkurnar. Hann sagði lika að sjálfur gæti hann ekki beygt nema ál með efnablöndunum, og nú væri hann sannfærður um að ég notaði engin slik brögð. Þetta sagði hann áhorfendum þegar við komum aftur i sjónvarpið. Eftir því var tekiö Þetta sem byrjaði sem sneypu- för varð samt sigurganga. Sjón- hverfingameistarinn varð einn af öruggustu liðsmönnum minum. Eftir sjónvarpsdagskrána bað Billedbladet um einkatilraunir. Þar sem ég væri sjálfur i London átti ég klukkan 1 eftir hádegi sunnudag nokkúrn að einbeita mér að lesendum blaðsins og klukkum þeirra. Tveir danskir blaðamenn áttu að vera hjá mér. Lesendur Billedbladets áttu svo að hringja til blaðsins og segja hvað gerðist. Þessi tilraun i hótelherberginu með klukkur og málma tókst öll- um vonum betur. Næstum 1100 Danir hringdu til blaðsins og töldu sig hafa frá tiðindum að segja: Klukkur höfðu farið af stað. Á nokkrum heimilum höfðu ljósin slokknað eða a.m.k. blikk- að, hnifar og gafflar höfðu bognað o.s.frv. A litilli ey i Holbækfirði var 76 ára gömul kona, Elisabeth Sören- sen að nafni. Henni var illt i fæti og hafði ekki getað rétt úr öðru hnénu i tvö ár. Fjöldkylda hennar hafði hugann bundinn við gamla klukku. Allir störðu á klukkuna nema gamla konan, sem hugsaði bara um veika hnéð. Það varð engin breyting á klukkunni en öll- um hinum til undrunar stóð gamla konan upp og gekk. Þetta atvik kom mér i ærinn vanda. Þessi dularmáttur getur sennilega orðið til að lækna menn i ýmsum tilfellum, en ég ætla aldrei að verða „kraftaverka- læknir". Samt vildi ég gjarnan hjálpa sjúkum ef unnt væri en allt yrði það að vera undir visinda- legu eftirliti. Það er lika hættu- legt að vekja tálvonir hjá veiku fólki. En ég held að það sé hægt að hjálpa mörgum. Það ber ekki að lita á hinn leysta mátt sem stork- un við læknavisindin en þvert á móti sem liðsauka fyrir þau. Eftir Evrópuför mina hófust harðar deilur sem einnig náðu til visindamanna um „dulræna hæfi- leika" mina og hversu trúverðug- ir þeir væru. Ég hafði að baki talsverðar rannsóknir við Stan- lord Research Institute (SR7) i Kaliforniu. Sá sem stóð fyrir þe.im tilraunum var eðlis- fræðingurinn dr. Andrija Puharich sem lengi hefur haft

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.