Tíminn - 10.01.1976, Blaðsíða 12

Tíminn - 10.01.1976, Blaðsíða 12
12 tíímínr' Laugardagur 10. janúar 1976. 14 E^ rf>- ¦ttb: •>£ m Ovelkominn gestur get ekki verið lengi burt f rá kærustunni, því hún þarf að fara langa leið. Hann lagði af stað við hlið Jane að bílnum og opnaði, svo hún gæti sezt undir stýri. Hún greip jakkann sinn, sem lá yf ir sætisbakið og lagði hann yf ir axlir sér. Það var ekki bara kuldinn, sem olli henni skjálfta. Hún var hræddari við það sem f ramundan var, en hún þorði sjálf að viðurkenna. Dick lá í aftursætinu, en hann virtist ekki hafa minnstu hugmynd um hvað var að gerast um- hverfis hann. Kúrekinn hafði setzt inn við hlið hennar og sá áhyggju- svipinn, þegar hún leit á Dick. Hann brosti svolítið. — Það hef ði verið verra, ef hann hef ði verið vakandi og æpt og sparkað, sagði hann í huggunartón. — Það getur verið, sagði Jane mæðulega og reyndi gír- ana áður en hún ræsti bílinn. Sem betur fór hafði hún nokkrum sinnum ekið bil f rænku sinnar í Vancouver, síð- an hún hafði komið til Kanada, svo hún var orðin vön því að hafa stýrið vinstra megin. — Jæja, þá förum við, sagði hún og sneri lyklinum. Það drundi í vélinni og við annað tækifæri hefði hún verið himinlifandi yfir að finna öll þessi hestöfl, sem hún hafði vald á, en tilhugsunin um langa leiðina heim, í myrkri og eftir illfærum vegi, gerði hana næstum stífa af hræðslu. — Sjáið til ungfrú. Nú skuluð þér bara aka eftir þess- um vegi, þar til þér komið að Bjarnargjánni. Hinum megin við lækinn halda f jórir vegir áfram upp í f jöllin, tveir til vinstri og tveir til hægri. Þú f erð veginn lengst til vinstri, þegar þú kemur yfir lækinn, hann liggur beint heim á Conway-búgarðinn. — Kærar þakkir fyrir hjálpina..... — GeorgeMcCarthy. Ég þekki Neil Conway vel, Þegar farið verður að brennimerkja, kem ég yf ir til að hjálpa honum. Hann opnaði dyrnar, steig út og stóð kyrr á for- ugum veginum. Vindhviða feykti regngusu inn í upplýst- an bílinn og það fór hrollur um Jane. — Sælar, þá! Takið það bara rólega. Þetta ætti að ganga vel á þessum bíl. Mér þykir leitt að geta ekki kom- ið með alla leið. Hjarta hennar barðist ákaflega, en hún setti bílinn þegar i gír og beygði hægt út á þann dimmasta veg, sem hún hafði nokkurn tíma séð. Stór framljósin vörpuðu löngum geislum f ram á við, svo hún sá tré og runna með- fram veginum og það færði henni það mikinn kjark, að hún fór að hamast í hinum hnöppunum í mælaborðinu og fann loks auka Ijóskastara, em lýsti upp allan veginn langt fram á við. " Þetta var ekki svo slæmt útlit, sagði hún huggandi við sjálfa sig. Henni tækist þetta áreiðanlega. Af Imikill bíll- inn fór léttilega upp brattar brekkurnar og var svo stöðugur á veginum, að hún get tekið krappar beygjur, án þess að hemla mikið. Rúðuþurrkurnar tif uðu reglu- lega f ram og aftur og gerðu hana næstumsyf jaða og hún gleymdi, hvað hún var hrædd. Nú var farið að hellirigna og vegurinn versnaði stöðugt. Nokkrum sinnum rann bíllinn til í forinni, þegar hún beygði. Hún minnkaði hraðann, greip fast um stýrið og steig ákveðin á bensíngjöfina aftur, þegar vegurinn tók á ný að hallast upp á við. Þegar hún loks kom að læknum, var hún orðin svo æst á taugunum, að hún vissi, að ef hún næmi staðar til að virða fyrir sér f reyðandi vatnið, hefði hún ekki kjark til að halda áfram. Hún dródjúpt andann, ók varlega út á örmjóa brúna og vonaði að hún hefði metið f jarlægðirn- ar rétt. Brúin vargömulog fúinsumsstaðar, en sem bet- ur fór hafði hún enga hugmynd um að lækurinn hafði vaxið svo í rigningunni, að minnstu munaði að hann flæddi yfir brúna. Hún ók greitt yf ir og minnkaði síðan hraðann, og henni létti að vera komin yf ir heilu og höldnu. Henni hafði tek- izt það! Nú hafði hún ekki svo miklar áhyggjur lengur! Hún beygði inn á veginn, sem lá heim að búgarðinum, upp brekku, sem var ekkert nema djúp forarvilpa. Ef hún hefði gefið í eftir brúna, hefði henni kannski tekizt að komast þetta, en því miður haf ði hún verið svo glöð að komast yf ir, að hún hafði minnkað hraðann. Hjólin náðu ekki gripi í leðjunni og hvernig sem hún þvingaði vélina, spólaði bíllinn bara og hreyfðist ekki úr stað. Þegar Jane loks skildist, að þetta var vonlaust, stöðv- sði hún vélina og sat og hlustaði á rúðuþurrkurnar, sem tifuðu taktfast aftur og fram. Háar hrotur heyrðust úr af tursætinu, þar sem Dick lá og svaf úr sér erf iði kvölds- ins, og allt í einu gerði Jane sér grein f yrir, að hann var þarna. Hún sneri sér við og leit á hann. Ég hlýt að hafa verið galin að halda, að ég væri ástfangin af honum, hugsaði hún mædd. Hann er bara viljalaus unglingur, Þeir gera áætlun um ^" I að ná þvi aftur. (Kringum hana t^í',—;—r---------\ Vulcan,'.;' Ætlarðuaðganga ^vonum VÍQ- Laugardagur 10. janúar 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugreinar dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barn- annakl. 8.45: Kristln Svein- björnsdóttir les „Lisu og Lottu" eftir Erich Kastner i þýðingu Freysteins Gunn- arssonar (4). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Óskalög sjúklingakl. 10.25: Kristin Sveinbjörnsdóttir kynnir. ¦ 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.26 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 Iþróttir. Umsjón: Jón Ásgeirsson. 14.00 Tónskáldakynning Atla Heimis Sveinssonar. 15.00 Vikan framundan. Björn Baldursson kynnir dagskrá utvarps og sjónvarps. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. tslenzkt mál.Gunnlaugur Ingólfsson cand. mag. flytur þáttinn. 16.40 Popp á laugardegi. 17.30 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Jóga handa nútimanum. Sigvaldi Hjálmarsson flytur erindi. 20.00 Hljómplöturabb Þor- steins Hannessonar. 20.45 Hálftimi meö Halla A. Pétur Pétursson ræðir við Harald A. Sigurðsson. 21.15 Kvöldtónleikar Wilhelm Kempff, Christoph Eschen- bach, Margit Weber o.fl. flytja þætti Ur sigildum tón- verkum. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Danslög. 23.55 Fréttir I stuttu máli. Dagskrárlok. LAUGARDAGUR 10.janúarl976 17.00 tþróttir. Umsjónarmað- ur Bjarni Felixson. 18.30 Dóminik. Breskur myndaflokkur fyrir börn og unglinga. 9. þáttur Klerkur- inn. Þýðandi Ellert Sigur- björnsson. 19.00 Enska knattspyrnan. Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Dagskrá og auglýsingar. 20.30 Læknir I vanda.Breskur gamanmyndaflokkur. Bak- tjaldamakk.Þyðandi Stefán Jökulsson. 20.55 Saga hermannsins. Breskir og bandariskir listamenn flytja sögu her- manns, sem mætir djöflin- um a förnum vegi. Tónlistin er^eftir Igor Stravinsky, en sagan eftir C.F. Ramuz. Dansana samdi William Louther, sem dansar aðal- hlutverkið. Þýðing Dóra Hafsteinsdóttir. 21.55 Eitt rif úr mannsins sfðu. (It Started with Eve). Bandarisk gamanmynd frá árinu 1941. Aðalhlutverk Deanna Durbin, Charles Laughton og Bob Cumm- ings. Sonur auðkýfingsins Reynolds kemur að dánar- beði föður sins og kynnir honum unnustu sina. Þýð- andi Jón Thor Haraldsson. 23.25 Dagskrárlok. Auglýsið í Tímanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.