Tíminn - 10.01.1976, Blaðsíða 1

Tíminn - 10.01.1976, Blaðsíða 1
Leiguflug—Neyöarflua HVERT SEAA ER HVENÆR SEM ER FLUGSTÖÐIN HF Símar 27122-11422 7. tbl. — Laugardagur 10. janúar 1976—60. árgangur 'ÆNGIR? Áætlunarstaðir: Blönduós — Sigluf jörður Ðúðardalur — Reykhólar Flateyri — Bíldudalur Gjögur — Hólmavík Hvammstangi — Stykkis- Ihólmur —Rif Súgandafj. Sjúkra- og leiguflug um allt land Símar: 2-60-60 & 2-60-66 £2 Sér-kröfur A.S.Í. > fp Ásigling og nítján ásiglingartilraunir Guðný Bergsdóttir—um borðí Tý. Klukkan 14.21 á föstudag sigldi brezka herskipið Leander F-109 með stjórnborðsbóg aftan til að bakborðshlið varðskipsins Þórs, en þá voru skipin stödd á Vopna- fjarðargrunni, 32-36 milur austur af Langanesi. Þegar þetta gerð- ist, var herskipið búið að gera 13 grófar tilraunir til að sigla á varðskipið, sagði Helgi Hall- varðsson, skipherra á Þór. Eftir ásiglinguna reyndi herskipið aft- ur að sigla sex sinnum á Þór, en skipherranum tókst i öll þau skipti að forðast árekstur. — Þessiásigling herskipsins, svo og allar tilraunir þess til ásiglinga, voru gerðar af sliku offorsi, að ekki var annað að sjá en skip- herra freigátunnar væri með sér- stakar fyrirskipanir þar að lút- andi, sagði Helgi. Þegar herskip- ið hóf ásiglingatilraunirnar, voru 7sjómilurínæsta togara, og þeg- ar ásiglingin varð, v?r brezki tog- arahópurinnvel á bakborða,auk þess sem enginn þeirra var að veiðum, sagði Helgi enn fremur. Skemmdir á Þór urðu ekki miklar, en þó kengbognaði burð- arbiti undir þyrluþilfari og dæld kom i lunningu þar við. Herskipið Leander dældaðist töluvert á stjórnborðsbóg, eða um 4 plötur, og kom þar einnig smágat. Eftir ásiglinguna hélt Þór inn til Seyðisfjarðar, en brezku fréttamennirnir um borð náðu góðum myndum af öllum átökun- um, og verða þær sendar til Eng- lands með fyrstu ferð. Ögrandi sigling Guðný Bergsdóttir—um borð i Tý. Á föstud. voru 42 bresk- ir togarar að veiðum á svæð- inu austur af Langanesi eða svæðinu austur af Kolbak. Varðskipið Týr sigldi i gær- morgun gegnum hópinn og tvlstraði honum. Kom þá bæði herskip og dráttarbátar á vettvang og veittu Tý eftir- för meirihluta dags. Það var herskipið Naid, sem fylgdi Tý eftir lengst af, en það var einmitt Naid, sem reyndi að siglá á Tý s.l. miðvikudag. Þegar skipin voru um 62 milur aust-suðaustur af Langanesi sigldi Naid mjög nálægt Tý þrisvar sinnum og var á að gizka 20-25 metra ffá varðskipinu, þegar það var næst. Ekki vildi skip- herrann á Tý, Gunnar ólafs- son, kalla þetta ásiglingatil- raunir, heldur mjög ögrandi siglingu. Brezkir sjónvarps- menn eru uni borð i báðum skipunum, og áleit Gunnar, að þetta væri gert fyrir þá. Brezk Nimrod njósnaþota flaug nokkrum sinnum yfir Tý og hin varðskipin i gær- dag. Varðskipið Ægir átti einnig annrikt og gerði árangurs- lausar tilraunir til að klippa á togvlra brezkra togara, sem hifðu vörpur sinar upp i skyndi, þegar varðskipið nálgaðist. ^>-o Þessi mynd er tekin I gær af atburðinum er brezka snekkjan Leander sigldi á varðskipið Þór. Myndin er tekin af Bjarna Ó. Helga- syni, skipherra, um borð I Landhelgisflugvélinni SÝR. Ákvörðun um stjórnmála- slit tekin eftir sjópróf Gsal-Reykjavik. — Svo virðist sem ákvörðun rikisstjórnar- innar verki þveröfugt á Bretana, sagði ólafur Jóhannesson dómsmála- ráðherra Isamtali við Tlmann I gær, eftir ásiglingu herskipsins Leander á varðskipið Þór, og átti'þá Ólafur við þá ákvörðun rikisstjórnarinnar, að fram- liiilri ásiglingabrezkra herskipa á islenzk varðskip leiði til stjórnmálaslita, en þessi ákvörðun var tekin á fundi rikisstjórnarinnar á fimmtu- dagsmorgun. — Ákvörðun um slit á stjórn- málasambandi verður fyrst tekin eftir að sjópróf hafa farið fram og öll gögn liggja frammi, sagði ólafur Jóhannesson. Geir Hallgrimsson, forsætis- ráðherra sendi frá sér svohljóðandi yfirlýsingu I gær eftir ásiglingu brezku frei- gátunnar Leander á varðskipið Þór: ,,Ég lit þá atburði sem gerzt hafa I dag mjög alvarlegum augum. Ákvörðun um frekari aðgerðir verður tekin, þegar öll gögn málsins liggja ljós fyrir, og sjópróf hafa farið fram vegna ásiglingar freigátunnar Leander á varðskipið Þór." ÆVINTYRALEGUR AFLI Á VESTFJARÐAMIÐUM Gsal-Reykjavik. — Togarar, sem nú stunda veiðar á Vestfjarða- miðum, svo og Hnubátar frá Vestfjörðum, hafa fengið ævintýralega mikinn afla slðustu sólarhringa. Timinn hafði I gær samband við Jóhann Simonarson, skipstjóra á skuttogaranum Bessa frá Súða- vík, og kvaðst Jóhann ekki muna eftir öðrum eins afla. Hann sagöi, að þeir hefðu veitt rúmlega hundrað tonn af stdrum og mjög góðum þorski á hálfum öðrum sólarhring, og þess væru dæmi, aðskip hefðu fengið 50—70 tonn á sólarhring. Þá hefur Timinn frétt, að linubátar hafi fengið allt aö sautján tonn I róöri. — Þetta er rnjög gott og hefur aldrei verið betra, sagði Jóhann. — Þaö koma oft miklar göngur þarna á þessum tima, og ég hef enga aðra skýringu handbæra á þessum mikla afla, sagöi Jón Jóns- son fiskifræðingur I samtali við Tlmann i gær. Jón kvað þetta mjög ánægjulegt og sagði, að Hafrannsóknastofnunin myndi fylgjast vel með þessari aflahrotu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.