Tíminn - 10.01.1976, Blaðsíða 9

Tíminn - 10.01.1976, Blaðsíða 9
Laugardagur 10. janúar 1976. TÍMINN áhuga á parasálfræðilegum fyrir- bærum. Hann heimsótti mig fyrst i tsrael og tók mig siðar rneð sér til Kaliforniu. Niðurstöður rann- sóknanna við SR7 höfðu enn ekki verið birtar. Þeir sem stjórnuðu rannsóknunum voru geislasér- fræðingurinn Russel Targ og eðlisfræðingurinn dr. Harold Puthoff. Tilraunirnar voru margskonar. Ég átti að gizka á hvaða tala kæmi upp á teningi sem hristur var i málmbauk. Ég nefndi rétta tölu i 8 skipti af 10. t hin skiptin tvö var ég óviss og sagði það. Mér var sagt að likurnar fyrir þvi að geta rétt til svo oft, væru um það bil einn á móti milljón. Hið óskýranlegasta við tilraun- irnar hjá SR7 var það að hlutir ýmist hurfu eða birtust og hreyfð- ust allt i einu sjálfkrafa án þess að ég hefði á nokkurn hátt leitt hugann að sliku. Árásin í Time begar ég kom aftur til Banda- rikjanna úr langferðinni — en ég fór alla leið til Japan — var mér heilsað með snarpri grein i Time. Það undraði mig ekki að gagn- rýnin kæmi þaðan. Time hafði fyrr dregið heiðarleik minn i efa. Ritið hafði einu sinni snúið sér til SR7 og beðið um að fá að sjá skýrslu stofnunarinnar um mig, en sú skýrsla var þá ekki fullunn- in. Nú beið ég þess með óþreyju að skýrslan birtist i Nature. Birt- ing hennar þar væri merkilegt spor framá við, — ekki bara fyrir mig, heldur lika i sambandi við trúna á slik fyrirbæri almennt. Time hafði samið ádeilu sina i samráði við James Randi sem er atvinnusjónhverfingamaður. Hann hélt þvi fram að hann gæti leikið allt eftir mér. Vissulega var hann svo snjall og laginn að hann gat likt eftir ýmsu og látið sýnast að hið sama gerðist hjá honum og mér, en hann hljóp alltaf yfir og sleppti þvi sem hann réð ekki við. Mér þótti það undarlegt að blað eins og Tinie skyldi taka meira mark á sjónhverfingamanni en visindamönnunum sem fylgdust með tilraununum hjá SR7. Samt sem áður voru ritstjórar Time svo heiðarlegir að þeir sögðu lesendum sinum frá furðulegum fyrirbærum sem áttu sér stað meðan greinin um mig var i prentun. Visindaritstjóri Time, Leon Jaroff, átti útvarpstæki með inn- byggðri vekjaraklukku. Vikuna áður en greinin birtist hafði þessi klukka i fyrsta sinn svikið hús- bónda sinn og það þrisvar i röð, svo að Jaroff kom of seint i vinnu hvað eftir annað þá vikuna. Meiri athygli vakti þó að tölvu- stýrð setjaravél varð óvirk ein- mitt þegar komið var að greininni um Uri Geller. Ritstjórarnir sögðu að möguleikar á slikri bilun væru ,,stjarnfræðilega" litlir. Þegar vélin var svo komin i gang aftur, hvarf þessi sama grein i maskinuna, — þ.e.a.s. hélt áfram óstöðvandi hring eftir hring. Það tók sérfræðingana 13 stundir að koma lagi á aftur. 1 marz 1974 gerði Daily Mail i London könnun meðal lesenda sinna. Þeir voru spurðir hvort þeir tryðu að ég hefði sálræna krafta" utan við hið venjulega og almenna. Þessu svöruðu 95,5% játandi. Ég átti ekki von á nema svo sem 25%. Einn þeirra visindamanna sem fljótt varð sannfærður um að ég færi ekki með klæki var John Taylor stærðfræðingur við Kings College við háskólann i London. Oft hafði hann hvatt til tilrauna undir visindalegu eftirliti frá þvi sjónarmiði að viðurkenndum raunvisindum hlyti að vera bezt þjónað með þvi að leita skýringar á þessum ,,dulrænu kröftum". Tveir brezkir visindamenn aðrir, dr. David Bohm kjarnorkueðlis- fræðingur og dr. John Hasted höfðu áhuga á svipuðum tilraun- um við Birkbeck College, sem til- heyrir lika háskólanum i London. „Þunguð af völdum Gellers" Á ferðum minum bárust mér margar áhugaverðar fréttir og stundum lika furðulegar um áhrifin af komu minni. Eftir að ég kom i sjónvarpið i Sviþjóð komst húsmóöir ein i Jön- köping að þeirri niðurstöðu að hún væri þunguð — af minum völdum. Árum saman hafði hún til getnaðarvarna notað lykkju úr kopar. Tveimur mánuðum eftir að hún sá mig beygja málmhluti i sjón- varpsdagskrá varð hún þess vör að hún var barnshafandi. Læknir hennar sagði henni þar að auki, að lykkjan hennar væri svo aflög- uð, að hún gæti engan veginn gegnt sinu hlutverki. Samkvæmt blaðafréttum athugaði þessi sænska kona möguleika á þvi að fara i skaðabótamál við mig. Tilraunirnar við Kings College voru gerðár i júni 1974. Taylor prófessor gætti þess vel að ég hefði ekkert meðferðis það sem haft gæti áhrif á málmana. Eftir útvarpsþátt minn hafði Taylor fundið mörg börn, sem höfðu hæfileika til að beygja málma á svipaðan hátt. Þau vissu ekki um þann hæfíleika fyrr en þau höfðu séð til min i sjónvarpinu. Fyrsta tilraunin var að beygja látúnsstöng. Hún var lögð á bréfavog til að leiða i ljós hvort ég tæki þungt á þegar ég strauk hana. Við minnsta átak átti visir- inn á voginni að hreyfast, þvi þetta var grammavog. Ég strauk létt eftir stönginni og visirinn sýndi aldrei meira átak en tæp 15 grömm. Svo fór stöngin að bogna. Það undarlega við það að hún sveigðist upp á við. Ennþá undar- legra var það, að visirinn á vog- inni fór lika að bogna. Glerplata var framan við visinn og skifuna sem þyngdin var letruð á. Visir- inn bognaði um næstum 70 gráð- ur. Vísindin orðlaus í annarri tilraun var ég beðinn að halda hendinni yfir plastbauk sem i var kristallað litium-klorid. Ég var ekki nærri plastbauknum en einbeitti mér að þvi að fá kristallinn til að springa. Innan fárra sekúndna sprakk hann i smámola. 1 öðrum bauk var álplata. Tayl- or prófesor hafði hendi á milli bauksins og handar minnar. Samt bognaði platan svo að hún lá nærri tvöföld. Seinna heppnaðist mér að beygja látún án þess að koma nærri þvi. Um leið bognaði annar hlutur úr látúni á borði sem var marga metra frá mér. Nokkrum minútum seinna heyrðum við smell hinum megin i tilraunaher- bérginu. Látúnshluturinn á borð- inu hafði fært sig á gólfið nokkra metra frá. Siðan átti hið sama sér stað um koparstykki hjá okkur og allt i einu lá járnrör sem var inn- an i glerpipu fast við fæturna á Taylor prófessor. Við vorum allir jafn undrandi á þessum fyrirbærum. Enginn var nærri þessum málmhlutum þegar þeir allt i einu fóru að hreyfast. Þetta var furðulegt. Það var þvi Frh. a bls. 15 Uri Geller fyrir framan auga sjónvarpsvelanna i kengboginn gafíal i hendinni. sjónvarpsstöðinni norsku i fyrra meo Vift tilraunir i Lundúnaliáskóla. Uri Geller reynir aft beygja gildan stálbút. og á hnrftinii slendur líeigerma'lir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.