Tíminn - 10.01.1976, Blaðsíða 2

Tíminn - 10.01.1976, Blaðsíða 2
TÍMINN Laugardagur 10. janúar 1976. Stórtjón Strætisvagna Reykjavíkuf bætist við mikla fjárhagserfioleika: BORGIN GRE1ÐIR 16 AAILLJÓNIR í ÞUNGASKATT FYRIR STRÆTIS- VAGNAFERÐIR UAA EIGIN GÖTUR Umfangs- mesta málið fíkniefna- til þessa — tugir manna viðriðnir þao Gsal-Reykjavik — Stöðugt er unnið að rannsókn fikniefna- málsins i Keflavfk, og hafa tugir manna verið yfirheyrðir vegna málsins. Að sögn Kristjáns Péturssonar, deild- arstjóra tollgæzlunnar á Keflavikurflugvelli, sem m.a. hefur rannsókn málsins með höndum, þykir einsýnt að þetta fiknicfnainúl sé það um- fangsmesta, sem komið hefur upp hérlendis til þessa. Kristján kvaðst ekki geta tilgreint fjölda þeirra manna sem hlutdeild eiga I málinu, enda rannsókninni hvergi nærri lokið. Kristján sagði þó, að ljóst væri, að fjöldi þeirra skipti nokkrum tugum. Þá kva&st Kristján heldur ekki geta nefnt neina ákveðna tölu um það magn ffkniefna, sem um væri að ræða i málinu. Að sögn Kristjáns hófst Framhald á 5. síðu.' SJ-Reykjavflc. — Frá 20. desem- ber tiláramóta hafa Strætisvagn- ar Reykjavlkur orðið fyrir inill- jóna tjóni, en á þeim tima skemmdust sjöstrætisvagnar illa i umferðinni. Af þessum sökum má búast við að fyrir geti komið, að ekki verði hægt að hafa auka- ferðir á öllum leiðum á morgnana næstu viku eða svo. Einn nýr strætisvagn hefur verið leystur úr tolli og kemur i stað þeirra sjö, sem eru úr leik. En fimm aðrir vagnar standa ,,á hafnarbakkan- um", og er ekki til fé svo hægt sé að greiða af þeim aðflutnings- gjöld. „Við fáum ekki leyfi til að hækka fargjöldin til að mæta auknum gjöldum," sagði Eiríkur Asgeirsson, forstjóri Strætis- vagna Reykjavfkur, f viðtali við Timann, ,,og nú er svo komið að Reykjavikurborg greiðir niður helming fargjalds farþega með vögnunum." Akstursskilyrði strætisvagna, sem annarra farartækja i borg- inni, voru mjög góð i haust og fram eftir vetri, en i desember brá til hins verra. Það kom þrisv- ar sinnum fyrir að tveir strætis- vagnar rákust saman, og eru allir sex mikið skemmdir. Verða þeir allir óökuhæfir, a.m.k. fram I miðjan mánuð. Sjöundi vagninn lenti I árekstri við langferðabil, og er hann stórskemmdur, ef ekki ónýtur. Þetta var ekki nýr strætisvagn, en þeir kosta nú 14—15 milljonir króna. Slðustu vikurnar hafa veriö ör- fáir vinnudagar, og tefur það við- gerðir á vögnunum. Engin slys urðu á mönnum i sambandi við þessa árekstra. Þá hefur ófærðin I borginni að undanförnu valdið seinkunum hjá strætisvögnunum, eins og við er að búast. Bilstjórunum hefur þó gengið vel að koma þeim leiðar sinnar, þótt i samráði við gatna- málastjóra væri ákveðið að negla ekki hjólbarða þeirra I vetur, heldur strá salti á göturnar, sem þeir fara um. A mánudagskvöld sat þó Breiðholtsvagn fastur f tvo klukkutima ásamt fjölda annarra farartækja þar efra. í þessu til- felli, eins og oftar, hamlar það einkum akstri strætisvagnanna að smábilar sitja fastir i ófærð- inni og stöðva umferð. Eirfkur Asgeirsson kvað það ekki hafa komið að sök, að hjól- barðar vagnanna voru ekki negldir I haust, þvi að naglarnir entust ekki nema I 15.000 km, og hvort sem þeir hefðu verið settir undir i'byrjun október eða byrjun nóvember, þá hefðu þeir verið hættir að koma að gagni þegar ó- færðin kom I desember. Keðjur sagði hann að ekki væri hægt að nota á vagnana, bæði vegna þess að á þeim flestum væri ekki rúm fyrir þær vegna þess hve útstigið væri lágt, og auk þess skemmdist loftfjaðrabiinaður þeirra, ef keðj- ur væru notaðar. Sem dæmi um fjárhagserfið- leika strætisvagnanna má geta þess, að einn strætisvagn hefur beðið ,,á hafnarbakkanum" siðan I febrúar i fyrra og fimm síðan i nóvember í haust, en eins og áður sagði hefur nú einn þessara vagna veriö leystur út. Engar eftirgjafir eða gjald- frestur fást á tollum af vögnun- um. 1 þessu sambandi má geta þess, að Strætisvagnar Reykja- vikur greiða um 16 milJjónir króna á ári í þungaskatt fyrir að aka á götum, sem Reykjavikur- borg leggur. Engar niðurgreiðsl- ur fást heldur hér á olium, svo Að loknum fundi samgönguráðherra með nýju flugráði I gær voru nýjungar kynntar fréttamönnum. — Timamynd: Gunnar. Flugráð verður virkara með breyttum starfsreglum — úttekt á ástandi og öryggismálum fiugvalla SJ-Reykjavik. — Flugráði hafa veriðsettarnýjarstarfsreglur, en nýtt flugráð hefur verið skipað frá og méð áramótum. Tilgang- urinn með þessari breytingu er að miða að þvi að skapa meiri festu og sjálfstæði I störfum ráðsins, að þvi er Halldór E. Sigurðsson sam- gönguráðherra sagði á fundi með fréttamönnum i gær. Flugráð er skipað fimm aðal- mönnum og fimm varamönnum, og er Agnar Kofoed-Hansen flug- málastjóri formaður ráðsins. Al- þingi skipar þrjá menn i ráðið og ráðherra tvo, sem skulu vera sér- fróðir um flugmál. Fulltrúar i ráðinu eru skipaðir til fjögurra ára, nema formaður og varafor- maður, sem nú er Leifur Magnús- son, til átta ára. Halldór E. Sig- urðsson sagðist telja eðlilegt, að þessu yrði breytt þannig að allir í ráöinu yrðu skipaðir til fjögurra ára. Ráðið sér um stjórn flug- mála. Yfirstjórn flugmála er i höndum ráðherra, en flugmála- stjórn annast daglegan rekstur. Aðalatriðið i breytingum á starfsreglunum er að nú skulu varamenn alltaf sitja fundi I f jar- veru aðalmanna, en áður gerðu þeir það aöeins, teldu aðalmenn þess þörf. Þá skulu varamenn alltaf sitja annan hvern fund i ráðinu, þótt ekki séu þeir þar i fjarveru annarra. Fulltriiar ráðu- neytisins munu nú ekki sitja fundi nema Flugráð æski þess. Þá hefur veriö ákveðið að skipa fimm manna nefnd til að gera út- tekt á flugvöllum, ástandi þeirra og öryggismálum, og fagnaði Flugráð þeirri ákvörðun. Sam- gönguráðherra lét einnig i ljós á- hyggjur af tíðum flugslysum hér á landi og taldi brýnt að vinna að öryggi smáflugvéla. Ætlunin er að koma upp á þessu ári nýju og stærra flugskýli á Reykjavikurflugvelli i stað þess, sem brann i hitteðfyrra, og verður það á svipuðum stað. Aætlað er að það kosti 100 milljónir króna. Tryggingaféð vegna gamla skýlisins er fyrir hendi til framkvæmda, en það er um 70 milljónir. Gert er ráð fyrir að með nýja skýlinu verði hægt að færa skoð- anir og viðhald flugvéla i auknum mæli inn i landið, en til þess að það veröi gert að fullu og öllu, þarf einnig góða aðstöðu á Kefla- vfkurflugvelli. Þetta er flugvirkj- um áhugamál, en ýmsir Islenzkir flugvirkjar, sem starfa erlendis, hafa áhuga á að fá vinnu hér heima. Þetta verður hins vegar ekki gert á einu ári. Flugfélag íslands og Loftleiðir munu nú greiða um 608 milljónir á ári vegna viðhalds og skoðana flugvéla erlendis. Og ein skoðun á flugvélum Air Viking erlendis mun kosta um 42 milljónir á hvora vél. Flugmenn hafa áhuga á að nefnd lækna annist læknisskoðan- ir I stað eins trúnaðarlæknis, eins og verið hefur. Samgónguráð- herra hefur þetta mál til athugun- ar, og telur hann eins og flug- mennirnir, að æskilegtsé að fleiri en einn læknir séu til úrskurðar um vafaatriði i sambandi við heilsufar flugmanna, enda er um starfsréttindi þeirra að tefla. Fjárfesting rikisins i flugmál- um hefur hækkað um 713% á ár- unum 1971—1976, og er á þessu ári 252milljónir króna. Heildarfram- lag rikisins til flugmála á þessu ári verður 621,3 milljónir. Til samanbúrðar má geta þess, að fjárfesting I vega- og hafnamál- um hefur aukizt minna á sama tima, eða um tæp 580%. Heildar- framlag til flugmála hefur hins vegar aukizt minna en til vega- og hafnamála. Flugmálastjóri lét þess getið, að tekjur Islenzka rfkisins af flug- málum væru jafnmiklar og út- gjöld þess I þeirra þágu, og væri þá átt við beinar tekjur, óbeinar tekjur af flugmálum væru hins vegar mun hærri. 1 flugráði eru, auk þeirra, sem þegar hafa verið nefndir: Aðalmenn: Albert Guðmunds- son alþingismaður, Garðar Sig- urðsson alþingismaður, Skúli Br. Steinþórsson flugmaður, Stein- grímur Hermannsson alþingis- maður. Varamenn: Guðmundur Guð- mundsson slökkviliðsstjóri, Páll Bergþórsson veðurfræðingur, Rlkharður Jónatansson flugmað- ur, Ragnar Karlsson flugvirki. sem þekkist um almennings- vagna I öðrum löndum. Ljósir punktar eru þó i starf- semi Strætisvagnanna um þessar mundir. A fjárhagsáætlun borg- arinnar er nú að setja fjarskipta- búnað I vagnana, og verður hann væntanlega kominn I alla aðal- vagna fyrir næsta vetur. Verður þá hægt að kalla til verkstæðisbil hvar sem strætisvagn er staddur i borginni, ef honum hlekkist á. Verið er að undirbúa útboð vegna kaupa á fjarskiptabúnaðinum. Rúmgott biðskýli var fyrir nokkru tekið I notkun á Hlemm- torgi, og kom það sér vel i illviðr- unurri að undanförnu. Verið er að ljúka við snyrtiherbergi I biðskýl- inu. Að sögn Eiriks Asgeirssonar hafa Strætisvagnar Reykjavikur ekki orðið fyrir öðrum eins áföll- um á jafnstuttum tima i 25 ár og þeim, sem hér um ræðir. Ungur söngvari Ungur söngvari, Már Magnús- son', heldur tónleika I Félags- stofnun Stúdenta við Hringbraut laugardáginn 17. janúar kl. 17:00. Már hefur undanfarin ár dval- izt við söngnám i Vinarborg, en þetta eru fyrstu sjálfstæðu tón- leikar hans. Á efnisskránni eru verk eftir Scarlatti, Gluck, Giordani, Beethoven, Schubert, Brahms, Verdi og islenzk tón- skáld. Aðgöngumiðar fást i bóka- búðum Lárusaí Blöndal við Skólavörðustlg og I Vesíurveri. Góðar gjafir til Listasafns Islands A ÁRINU 1975 fékk Listasafn Is- lands ýmsar góðar gjafir. Fjór- ar indverskar smámyndir frá 17. og 18. öld, frá dr. Allan Etsler, en hann hefur áður fært Listasafninu að gjöf fimm ind- verskar og persneskar smá- myndir. 1 ágúst barst safninu dánar- gjöf Guðrúnar Stefánsdóttur og Kirby Green, alls 24 verk eftir islenzka listamenn, þar á meðal verk eftir Jóhannes Kjarval, Gunnlaug Scheving og Finn Jónsson. Eva Sigrid Reckendorff gaf safninu olíumálverk eftir Júli- önu Sveinsdóttur. Afkomendur Baldvins Björns- sonar gáfu tvö ollumálverk eftir hann. Þá gáfu listamennirnir Þor- valdur Skúlason og Karl Kvaran sitt hvort stórt oliumálverkið eftir sig. íslenzki dans- flokkurinn sýnir þróun danslistar A MORGUNN kl. 15.00 verður Is- lenzki dansflokkurinn með stutta ballettsýningu i Þjóðleikhúsinu. Þar er leitazt við að sýna þróun danslistarinnar á undanförnum öldum og fram á okkar dag. Dansararnir sýna dæmi um ólikan dansstil. en Ingibjörg Björnsdóttir tengir atriðin saman með skýringum. Þau Ingibjörg og Alexander Bennett. hinn nýi ballettmeistari Þjóðleikhússins, hafa undirbúið þessa dagskrá, sem reyndar var sýnd tvlvegis fyrir áramót styrktarfélögum dansflokksins og nemendum I ballettskólum borgarinnar. Sýningin á sunnudag er einkum ætluð skólum, en miðar verða einnig til sölu I miðasölu Þjóðleik- hússins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.