Tíminn - 10.01.1976, Blaðsíða 13

Tíminn - 10.01.1976, Blaðsíða 13
Laugardagur 10. janúar 1976. TÍMINN 13 Vothey og vætusumar Heiðari Landfari! Það, sem orðið hefur til þess, að ég sendi þér þessar linur, eru slendurtekin ummæli i fjölmiðl- um um heyverkun, og nú siðast i þættinum um daginn og veginn, sem bórarinn Helgason flutti. Mér hefur oft fundizt það furðu gegna, þegar annars ábyrgir og leiðandi menn hafa uppi fullyrðingar um mál, sem þeir annað hvort hafa litil eða engin kynni af. Viðast á landi hér voru óþurrkar með eindæmum siðastliðið sumar, og virðist svo að mikill hluti bænda og leið- beinenda þeirra stæðu uppi úr- ræðalausir við þeim vanda, sem skapaðist hjá þeim bændum, sem treysta á að geta þurrkað mestallt eða allt sitt hey. Fimmtudaginn 14. ágúst i sumar voru i fréttaauka I Ut- varpinu viðtöl, sem Arni Gunnarsson átti við menn i ýmsum landshlutum um ástand I heyskaparmálum, og voru svörin öll á þá leið, að litið sem ekkert hey væri komið i hlöðu, þar sem þeir vissu til. Land- græðslustjóri, Sveinn Runólfs- son, bætti þvi við, svona til frek- ari áréttingar á þessum vanda, að enn væri ekki þekkt nein heyverkunaraðferð, sem að gagni mætti koma, önnur en að þurrka heyið. Mér er þessi viðtöl minnis- stæð af þvi, að þennan sama dag lauk ég heyskap. Heyfengurinn, sem allur var verkaður sem vothey, var rúmlega 400 kinda fóður, eða sem svarar til bú- stærðar verðlagsgrundvallar- búsins. Til heyskaparins hafði ég dráttarvél, sláttutætara, vot- heysvagn og færiband. Ég efast ekki um, að það þætti þurrheys- bændum litill og ódýr vélakost- ur. Að heyskapnum vann ég að mestu einn utan hlöðu, en við jöfnun I hlöðunni voru 1-2 unglingar. Þórarinn Helgason sagði I þætti slnum að svo erfitt væri að fóðra á votheyi, aö nær ómögulegt mætti teljast. Nú í vetur er ég með tæpar 400 kindur á fóðrum, og dagleg hirðing tekur tvo klukkutima, þannig að ég tel, að það sé ekki nein frágangssök. Ég vil taka fram, að hér i nágrenni við mig, þar sem ég þekki bezt til, gekk heyskapur yfirleitt sæmilega i sumar, þrátt fyrir rigningatið, enda nær allt heyjað i vothey. Bændur hér vorkenna sér heldur ekki að gefa vothey, en hafa hins vegar samúð með þeim, sem enn berja höfði við stein og telja votheysverkun ekki koma til greina. 1 erindi sinu vitnaði Þórarinn Helgason til ummæla búnaðar- málastjóra, Halldórs Pálsson- ar, I sjónvarpsþætti nýlega. Þvi miður get ég ekki sagt lof eða last um þau ummæli, því að ennþá hafa landsfeður vorir — og á ég þar við ríkisstjórn og alþingismenn — talið sér það enga vansæmd, að geta ekkert raunhæft til að ljúka dreifingu sjónvarpsefnis til allra byggða landsins, áður en sendingar sjónvarpsefnis i litum hófst. En það er með sjónvarpið eins og annað i þjónustu þess opin- bera, að eðlilegt er talið, að allir séu jafnir að sköttum og skyld- um við þjóðfélagið. En þegar kemur til þess að veita þjónustu og fyrirgreiðslu, vilja þeir gleymast sem i dreifbýli búa. Stóra-Fjarðarhorni 15. des. 1975 Sigurður Jónsson Lögmannafélag íslands boðar til auka aðalfundar i húsakynnum félagsins að Óðinsgötu 4, föstudaginn 23. þ.m. kl. 17. Dagskrá póstsend félagsmönnum. Félagsstjórnin. Raunvísindastofnun Háskólans óskar að ráða skrifstofustúlku nú þegar. Verzlunarskólamenntun eða hliðstæð menntun nauðsynleg. Laun skv. kjara- samningi opinberra starfsmanna. Nánari upplýsingar um starfið veittar i sima 21340 kl. 10-12 næstu daga. Umsóknir sendist Raunvisindastofnun Háskólans Dunhaga 3, fyrir 20. jan. n.k. GRIAAUR M. BJORNSSON, TANNLÆKNIR: „AAánaðartekjur á þriðju milljón' — athugasemdir tannlæknisins Vegna forsiðufréttar i Timan- um 14. des. um tekjur tannlækna úti á landsbyggðinni, tel ég rétt að segja frá staðreyndum um tann- lækningar á Rauíarhöfn og hrekja þau ósannindi, sem blaða- maður Tlmans setti fram i áður nefndri frétt. Nokkur siðast liðin sumur hefur sami tannlæknirinn farið til Rauf- arhafnar að beiðni héraðslæknis- ins, aðila sveitarstjórnarinnar og fleiri góðra manna, sem sáu nauðsyn þess að bjarga börnun- um frá þvi að missa tennur sinar vegna tannskemmda. Þessa þjónustu hafa sömu fjölskyldurn- ar notfært sér ár eítir ár, en þvi miður er nokkuð stór hópur, sem ekki hefur sinnt þessu. jafnvel þótt hreppurínn hafi boðizt til að greiða 'helming kostnaðarins. Siðast liðið sumar verður sú breyting á að Tryggingastofnun rikisins greíðir m.a. tannviðgerð 6-15ára barna til helminga á móti sveitarfelógum. Þd bregður svo við aö öll börn I þessum aldurs- flokkum eða töluvert a annað hundrað börn óska eítir tannviðgerð. en það er þrisvar sinnum stærri hópur en komið hefur undanfarin sumur, Mörg þeirra hafa trassað eða af ein- hverjum öðrum ástæðum ekki látið gera við tennur sinar siðast liðin tvö til þrjú ár. eða jafnvel lengur. og eru þvi tannviðgerðir fyrir þau timafrekari og kostn- aðarsamari en hínna. sem hafa látið fylgjast með lönnum sinum reglulega. En eftir að allt hefur verið lagfært sem hefur safnazt til fleiri ára. þá þarf' ekki að bú- ast við jafn kostnaðarsömum að- gerðum á komandi árum, ef fylgzt er með tönnum barnanna. Nú var timinn takmarkaður, og til þess að mismuna ekki bórnun- um. ákvað (annlæknirinn að vera helmingi lengur en ráðgert hafði verið, og þar að auki að vinna til miðnættis. jafnt um helgar sem virka daga. Fyrir þetta aukaálag i þágu byggðarlagsins er sögu- maður eða blaðamaðu'r hjá Timanum að dylgja með 40 stuncla vinnuviku. Sannleikurinn er sá. að timafjöldinn, sem unninn' var á staðnum. var 480 klst., en það samsvarar tajplega þriggja mánaða vinnu. Þar við baHist hálfs mánaðar vinna við að taka niður tannlækningatæki i Reykjavik aka meö þau norður á Raufarhöfn og suður aftur og koma þeim fyrir þar. Fyrir þá vinnu hefur \hreppurinn aldrei fengið neinn reikning en það væri ekkert óeðlilegt að hann greiddi tannlækninum upphæð sem svar- ar vöxtum. sem hreppurinn hefði orðið að greiða, heföi hann komið sér upp tannlækningastofu, en það mun ekki kosta minna en 5 milljónir króna. Þd eru vextirnir hærri upphæð en hreppurinn þurfti að greiða fyrir tannvið- geröir skólabarna. Það má geta þess, að kostnaður við ferðalög oguppihald. hefðu foreldrar þurft að f'ara með börnin af staðnum. hef'ði numið á aðra milljón króna. A nokkrum stöðum á landinu hafa sveitar- eða bæjarfélög kom- ið sér upp aðstöðu til rannlækn- inga og biða þess að fá lannlækni til starfa. en á Raufarhöfn mun það vera einsdæmi að tannlæknir leggi sveitarfélagi til tannlækn- ingatæki. . En i frétt Timans segir: ,,Auk þess á hreppurinn tækin, sem læknirinn vann með."!!! Þá er það fyrirsögnin á frétt- inni: „Mánaðartekjur á þriðju milljón"!!! Ég hefi þegar talað um tlmann, sem unninn var, en upphæðin er rakalaus þvættingur. eins og annað i fréttinni, enda' treystir blaðamaðurinn sér ekki til þess að kveða sterkar að en svo, að það sé ekki ólfklegt, að tannlæknirinn hafi farið með þessa upphæð úr byggðarlaginu. Þá ályktun virðist hann draga af þeim ósannindum. sem hann seg- ir orðrétt í fréttinni: ,,Auk þess gerði tannlæknirinn við tennur i í'jölda annarra ibúa Raufarhafn- ar og nágrennis." Þar á hann við aðra en skólabörn. Fólk á Raufarhöfn er reiðubúið að votta að það.hafi ekki fengið tannviðgerð sem það óskaði eftir, þó nokkrum hafi verið hjálpað eitthvað litils háttar. Sömuleiðis eru þeir, sem hafa siðan komið á tannla>kningastofu undirritaðs I Reykjavik og í'engið þá viðgerð, sem ekki var hægt að láta I té vegna annrikis í sumar, reiðu- búnir að staðfesta það. Heimildarmaður blaðsins er aðkomumaður á Raufarhöfn. Hann hel'ur aldrei spurl viðkom- andi tannlækni hve mörgum hafi verið ha>gt að sinna til viðbótar við börnin. Og blaðamaðurinn lét sér sæma að setja þessa frétt i blaðið. án þess að tala orð við réttan aðila, sem er að sjálfsögðu sá sem vann verkið. Slik skrif eru ekki til annars en aðgera fólki úti á landsbyggðinni bölvun. þvl það er ekki sennilegt að tannlæknar fáist til að hjálpa fólki. sem á erfitt með að fara langar leiðir með stóra barna- hópa. ef' þeir mega búast við uppiognum blaðaskrifum um störf sin og tekjur. A Raufarhöfn er gott fólk og börnin sérstaklega prúð og góð. og vona ég að þetta eigi ekki eftir að koma niður á þeim saklausum. Eg hef átt tal við blaðamann- inn, og gaf hann mer upp hver væri heimildarmaður á Raufar- höt'n. Þá talaði ég við heimildar- manninn. sem sagðist hafa gef'ið blaðamanninum upphæð a reikn- ingi i'yrir tannviðgerðir kr. >f:?ít þúsund. en það sem osatt er i fréttinnt og ég hefl hrakíð hér aft íraman. segist hann aidrei hafa sagt blaðamanninum, og segist jaínl'ramt hafa vitni að þvi við- 'tali. r r AAAGNUS OLAFSSON: ATHUGASEMDIR BLAÐAMANNSINS KINS OG Irani kemur i grein Grims M. Björttssotiar lanniækn- is, ér hútt skrífuð vegna fréttar i Tiinatiuiti 14. des. sl. Það skal i uppltafi lekiö frant, að hreitt heitcling réð þvi, að Kaufarhöfn var ncfiid I þessari frétt, eit ekki eitthvað aiinað sveitarfélag, enda var fréttin skrifuð til að benda á tvennt: Aniiais vegar hinti ntikla kostnað. sent sveitarlelög hafa af taiinlækuingtiin skólabarna, og hins vegar þaft, ltve ntiklar tekjur taitnla-ktiir gotur liaft, Itvort sem sá læknir er á Raufarhöfn, ein- liverjuiii öðruni stað úti á landi, ' eða I Ueykjavtk. Tannla»knirinn staðfestir það i grein sinni, að sveitarfélagið hafi þurft að greiða 739 þúsund fyrir tannviðgerðír skólabarna. Þar til viðbótar greiðir Tryggingastofn- un rikisins jafnháa upphæb vegna þessara viðgerða. l>að er þvi staðreynd, að viðgerðarkostnað- ur á tönnum skólabarna á Rauf*- arhöfn hafi verið nær hálf önnur millj. kr.. og auk þess ..hjálpaði hann nokkrum öðrum". eins og tannlæknirinn segir i grein sinni. Endalaust m;i deila um hvað er niargt l'olk og hvað er fátt. enda var I fréttinni einungis sagl. að ekki væri óliklegt að tannla'knir- inn hal'i larið með á þriðju millj. kr. úr byggðalaginu. Ekki hrekur tannlæknirinn, að hanu hal'i dvalið mánuð á Raufar- höfn. en segirað vinnutiminn haf'i verið langur. Enda var i fréttinni :tekið l'ram, að vinnutiminn hafi veriðeitthvað lengri en 4()stundir á viku. En eitt atriði i umræddri f'rétt er rangt, Það helur verið skrifað af misskilningi hjá mér. Það er. að Raufarhafnarhreppur eigi tannlæknisUekin. sem unnið var nieð. Sá misskilningur byggist á þvi, sem fram kemur i grein tannlæknisins, að ymis sveitarf'é- lög hafa komið sér upp aðstöðu til tannhækninga, enda segir tann- læknirinn i sinni greih, að það muni vera ein.sda>mi. að tann- læknir leggi sveitarfelagi til tann- lækningata<ki. A þessu er beðizt velvirðingar. Eins og f'yrr segir var það hrein hencling. að tannlæknirinn sem tíl Raufarhal'nar kom, var gerður að umtalsefni i umræddri frétt, og má enginn taka það svo. að hann taki meira lyrir sina vinnu en aðrirtannheknar. Það helði alveg eins matt nefna ymsa aðra slaði. þar sem tanuheknir hefur komið um stuttan tima til að gera við tennur. en f'arið að þvl lokmi með miklar l'jarhæðir Inirt ur byggð- arlaginu. Það þekk.ja allir. hve gifurlegar upphæðir það eru. sem greiða þarf' fyrir tannviðgerðir. Það hlýtur að vera mikið álitamál hvort her se um eðlilegar greiðsl- tir að ræða. Samkva'int orttggum heimildum er helmingur al' þeim greiðslum. sem lanttUeknar taka fyrir þjontistu sina. hreinar launatek.jui'.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.