Tíminn - 10.01.1976, Blaðsíða 6

Tíminn - 10.01.1976, Blaðsíða 6
TÍMINN Laugardagur 10. janúar 1976. A siðustu dögum liðins árs voru atburðir hér I Árbæjarhverfi i sviðsljósinu og það svo að tvö af dagblöðum borgarinnar hafa gert þá að forslðufrétt, og tilefnið var samkeppni um flugeldamarkað á milli Iþróttafélagsins Fylkis og Hjálparsveitar skáta. Þessar forsiðufréttir Dagblaðs- ins og Visis eru þó ekki tilefni þess, að ég taldi mig tilneyddan að auka viö þessi blaðaskrif, heldur frétt sem birtist i Timan- um um sama efni 30. des . s.l. í þeirri frétt er talað við báða málsaðila, þar sem þeir gera grein fyrir slnum sjónarmiðum. Talsmaður Hjálparsveitarinnar er Arnfinnur Jónsson og er þetta meðal annars orðrétt eftir honum haft: „Okkur finnst, að Fylkis- mennhafi tekið þessu leiöinlega, þeir útbjuggu og dreifðu bréfi með óhróðri um Hjálparsveitina" (tilvitnun lokið). Þetta þykja mér vera stór orð og ómakleg, og til að afsanna þessa fullyrðingu Arnfinns, tíska ég eftir, að Timinn birti ljósrit áf dreifibréfi og tel þó jafnframt rétt, að gera grein fyrir aðdrag- anda þessa máls, og þeim umræðum er fram hafa farið i þessari deilu og ég hef verið aðili að. A undanförnum árum hafa knattspyrmu og handknattleiks- deild Fylkis staðiö fyrir flugelda- sölu i Arbæjarhverfi til eflingar starfsemi sinni og hefur það reynzt þeim nokkur lyftistöng. í nóvembermánuði 1974 barst okkur bréf frá Hjálparsveit skáta, þar sem þess var farið á leit, að við seldum ekki flugelda um næstu áramót og voru þessi tilmæli studd með siðferðilegum forréttindarökum sveitarinnar til sölu á flugeldum, svo sem fram kemur I öllum þeirra viðtölum um þessi mál, og I bréfinu var sérstaklega kvartað undan sam- keppni við iþróttafélög. Þessu bréfi svöruðum viö og töldum okkur ekki hafa staðið i neinni samkeppni við skáta um sölu á flugeldum, þar sem okkar markmarkaður væri eingöngu i Arbæjarhverfi. Enga heimsókn fengu Arbæingar frá Hjálparsveit skáta fyrir þau áramót. Núna fyrír jólin fórum við að Ieita eftir húsnæði fyrir þá starfsemi, sem við erum vanir að nota sem f jarf járöflun og tengd er jólum og áramótum, en þá kemur I ljós, að Hjálparsveit skáta er búin að taka á leigu húsnæði, sem borgin á hér i hverfinu og við höfðum haft augastað á. Ég hafði þá simasamband við Gisla Teitsson, sem mér var sagt að hefði leigt húsið, en hann taldi sig ekki geta breytt þessari ákvörðun, en bauðst til að hafa milligöngu um að við gætum fengið húsnæðið dagana fram til jóla fyrir jólatrés- og leikfanga- sölu. A þvi þurftum við ekki að halda, þar sem við fengum annað húsnæði, og slfkt hefði ekki leyst nema hálfan okkar vanda. Slðan ræddi ég við Thor B. Eggertsson form. Rvk.-sveitar- innar — fyrst i sima, en siðan á heimili hans. Voru þær viðræður mjög vinsamlegar og gáfu fyrir- heit um að ná mætti samkomu- lagi til að forðast það, að tveir að- ilar færu I samkeppni um þennan litla markað. Að skilnaði var ákveðið, að Thor hefði sambantf við mig aftur, þegar hann væri búinn að tala við félaga sina. Thor hringdi þó ekki til min, heldur Tryggvi Páll Friðriksson, og bauð hann okkur Fylkismönn- um I kaffiá Esjubergi. Þann fund sátu ásamt mér formenn deild- anna, þeir Baldur Krisönsson og Steinn Halldórsson, en fulltruar skáta auk Tryggva, voru Thor og Arnfinnur Jónsson. Og nú var það Tryggvi, sem hafði orð fyrir þeim félögum, og var greinilegt, að hann taldi sig geta ráðið fyrir báða, og andinn I viðræöunum var allt annar en ég hafði búizt við I framhaldi af samtali okkar Thors. Ég setti ekki á mig frá orði til orðs.hvaðTryggvi sagði, en hann kvartaði sáran undan ágengni Iþróttafélaga, og likti þeim við hrægamma, er alls staðar væru komnir með klærnar, þar sem einhver peningavon væri. Varðandi Hjálparsveitina þá taldi hann, að við ættum að taka okkur hana til fyrirmyndar, og afla fjár með einum þætti í stað þess að vera allt árið að vasast I þessu og troöa hver á öðrum. Hann benti á félög, sem seldu Hjálmar Jónsson: UM FLUGELDASÖLU í ÁRBÆJARHVERFI ljósaperur, við gætum haft það sem fjáröflun að selja jólatré o.s.frv. Okkur varð fremur svarafátt við þessari röksemdafærslu, en reyndum að skýra okkar sjónar- mið varðandi það mál er þessi fundur var boðaður til, og vörpuð- um fram þeirri spurningu, er fram kemur I dreifibréfinu, hvort þeir teldu frá fjárhagslegu sjónarmiði, taka þvi að keppa við okkur um sölu I Arbæjarhverfi, og þá ekki slzt með tilliti til þess, að þar sem við störfuðum I hverfinu, þá mætti ætla að við værum þar sterkari aðilinn. Þessu svaraði Tryggvi með þvi, að benda okkur á, að við þessu væri til einfalt svar, og svarið var að setja upp markað i Arbæjar- hverfi, þar sem seldir voru flug- eldar a niðursettu verði, og jafn- framt fylgdi sú skýring, að umsetning sveitarinnar væri það mikil.aö ágóði af sölu I Arbæjar- hverfi skipti ekki máli. Þegar viðræðurnar voru komnar inn á þessar brautir, þá sýndist okkur að tilgangsíitið væri að halda þeim áfram, en þökkuðum fyrir veittar góðgjörð- ir, og sýndum á okkur fararsnið. Og þar með lauk þessum fundi, og eins og augljóst er, þá er það þessi fundur, sem er tilefni að dreifibréfinu, þvi að það var alls ekki ætlun okkar að gefast upp fyrir þessum hótunum Tryggva. Þau fundahöld og stapp, sem á eftir fór koma þessu máli ekki við, þvl að til þess var stofnað af 3ja aðila og án árangurs. Og þá er loks komið að spurningunni til Arnfinns. Hvað er það í þessu bréfi er hann kallar óhróður um Hjálparsveit skáta? jÉg minnistþess ekki, að Arnfinn- Ur hafi tjáð sig um þessi mál á Esjubergs-fundinum, en sé það ætlun hans að halda þvi fram, að þessi hótun hafi ekki komið þar fram þá hlýtur heyrn hans og eftirtekt, að vera mjög ábóta- vant, enda væri slikt tilgangs- laust eftir að alþjóð hefur hlustað á margendurtekna útvarpsaug- lýsingu, þar sem rik áherzla er lögð á, að I Arbæjarhverfi ásamt Breiðholti séu markaðir, þar sem allar þessar vörur séu seldar á „mun lægra" verði en annars staðar. Orðið óhróður er I mlnum huga stórt orð, og sá sem beitir þvi án rökstuðnings hefur gerzt sekur um vissa tegund af óhróðri. Þá er haft eftir Arnfinni, að við'~ köllum sveitina óviðkomandi að- ila.l bréfinu er nú reyndar talað um utanaðkomandi aðila. Skátar | virðast ekki hafa haft áhuga á að vera með starfsemi i Árbæjar- hverfi við þær aðstæður sem þar j eru, og við hljótum að Hta á Hjálparsveitina sem grein af sama meiði, og við hikum ekki við að kalla það félag utanaðkom- andi, er birtist I hverfinu einu sinni á ári, — og þá I þeim tilgangi að afla peninga, sem óhjákvæmi- lega verða teknir frá þeim aðilum i er við erfiðar aðstæður reyna að halda uppi þjónustu við Ibúa hverfisins. Ég get ekki fallizt á þau rök, að einn aðili geti kallað það siðferði- legan rétt sinn, að selja eina teg-" und af varningi. Mætti þá spyrja hverjir voru það, sem áttu þenn- an siðferðilega rétt á undan Hjálparsveitinni, og með hvaða hætti öðlaðist sveitin hann. Hætt er við, að ef slikar sið- gæðisreglur væru almennt viður- kenndar að þá yrði orðið þröngt athafnasvið til fjáröflunar fyrir nýstofnuð félög. Ekki skal dregið i efa, að starf skátasveitarinnar er mikilvægt fyrir land og þjóð, en þannig er einnig um flest annað sjálfboða- starf. Verði meðlimum sveitarinnar um megn, að afla þess fjár, sem til þarf til að hún geti þjónað hlut- verki slnu, þá hlýtur að koma til kasta þess opinbera, þeim megin liggur siðferðisrétturinn, en ekki til forréttinda til fjáröflunar á frjálsum markaði. Málssvarar sveitarinnar leggja rfka áherzlu á, að flugeldasala sé eina fjáröflunarleiðin, er þeir hafi og jafnframt, að það sé af tillits- semi við önnur félög, að þeir hafi ekki farið inn á aðrar brautir, og telja að slfkt hið sama ættu önnur félög að gera. Þó kom greinilega fram í samræðum okkar, að tillitssemin ein réð ekki ferðinni, heldur fremur hitt, að hér var hægtað fá mikinn hagnað með Ht- illi fyrirhöfn. En það situr sizt á þeim, er byrja á þvi að skammta sér sjálfum gómsætasta bitann af kökunni, að setja öðrum siðaregl- ur um hvernig skipta skuli af- ganginum. 1 Árbæjarhverfi og Breiðholti eru starfandi ung Iþróttafélög, þar sem stærsti hluti félaganna eru börn og unglingar og félögin berjast I bökkum með að afla fjár til að geta veitt þessum ung- mennum þá þjónustu sem nauð- synleg er. Getur það verið tilviljun, að i þessum tveim borgarhverfum auglýsir Hjálparsveitin slnar vörur á mun lægra verði en ann- ars staðar i samkeppni við þessi ungu féló'g. Mér sýnist að þarna komi fram augljós tilhneiging til að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur, með því að brjóta leikreglur á þeim, sem minnst mega sin. 150 hópferðir á vegum Utsýnar á árinu SJ-Reykjavfk — Sólarleysið i sumar hefur þau áhrif að fólk sækist meira eftir vetrarferðum til Suðurlanda, en áður hefur ver- ið, sagði Ingólfur Guðbrandsson forstjóri ferðaskrifstofunnar Crt- sýnar á fundi með fréttamönnum nýlega, en aðsókn var einnig meiri en ella að sólarferðum sl. sumar af sömu orsökum. A sið- asta ári ferðuðust 12.-13.000 far- þegar á vegum Útsynar til ann- arra landa, þar af helmingurinn i hópferðum, eru þetta um tvö þús- und fleiri en árið 1974. Akveðnar eru um 150 hópferðir á vegum Otsýnar á þessu ári, og greinir frá þeim I litprentuðu dagatali, sem ferðaskrifstofan hefur gefið út, en það er undan- fari áætlunar. Meiri hluti ferð- anna eru annars vegar til Bret- lands og Norðurlanda, og hins vegar til sólarlanda og verða þær ferðir mun fjölmennari. 14. april er fyrsta ferðin til sólarstrandar- innar á Spáni, en um hásumar- timann i ágúst er farið vikulega héðan til þriggja vinsælla sumar leyfisstaða Lignano á Italiu, Sólarstrandar (Costa del Sol) og Costa Brava. Af nýjungum I starfseminni má nefna listkynningarferð til borga á ítaliu I byrjun mai undir leið- sögn listfróðra manna. . Dagatali útsýnar hefur verið dreift til viðskiptavina félagsins. 1 þvi eru litmyndir frá vinsælum sumarleyfisstöðum Islendinga, sem forstjórinn Ingólfur Guð- brandsson hefur tekið. Gerð dagatalsins að öðru leyti önnuð- ustPrentmynds.f.,Korpush.f. og Prentsmiðjan Oddi. Dagatalið fæst afhent i afgreiðslu útsýnar, Austurstræti 17 meðan upplag endist.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.