Tíminn - 24.01.1976, Side 4

Tíminn - 24.01.1976, Side 4
4 TÍMINN Laugardagur 24. janúar 1976 Nýr húsgagnahönnuður Miðpunktur hinnar árlegu hús- gagnasýningar i Milanó i fyrra- sumar var franski kvikmynda- leikarinn Alain Delon, sem fengið hefur griðarlega mikinn áhuga á húsgagnahönnun. Þegar frá er talinn hann sjálfur og vinkona hans, leikkonan Mireille Darc, vakti mesta athygli legubekkur, sem hann hafði hannað, klæddur svina- leðri og búinn leslampa, sem hægt er að færa að vild eftir þar til gerðum teinum! Þvi miður eigum við ekki mynd af þessum merkisgrip, enda skilst okkur að hönnuðurinn og vinkona hans hafi dragið svo mjög að sér at- hygli viðstaddra ljósmyndara, að þeir hafi næstum gleymt að taka myndir af hinum raun- verulegu sýningargripum. Þess vegna látum við þessa mynd af þeim, sem auðvitað var tekin á umræddri sýningum fljóta hér með. Þegar sýningargestir höfðu orð á þvi að þeim þætti legubekkurinn hans Delons nokkuð dýr (650.000.00 isl. kr.), svaraði hann þvi til, að þetta mætti ekki minna vera fyrir allan þann tima og erfiði, sem bekkurinn hefði kostað sig. Annað húsgagn, sem kostaði reyndar ekki nema hálfa milljón, áttu þau Alain og Mireille sameiginlega á þessari sýningu. Það var voldug himin- sæng með útsaumuðum satin- tjöldum. Gamalgrónir og hátt- skrifaðir húsgagnaarkitektar og -hönnuðir virtust hálfmóðgaðir yfir allri athyglinni, sem Mireille og Alain vöktu á sýn- ingunni, og einum þeirra varð á orði, að hann hygðist fá Raquel Welch eða Soffiu Loren til liðs við sig fyrir næstu sýningu. ¥ Til hamingju með afmælið 1 brezku blaði nú I janúar, sáum við upptalningu á frægu fólki, sem átti afmæli sama dag og blaðið kom út. Þar voru ýmis fræg nöfn, eins og til dæmis Lady Bird Johnson, ekkja Johnsons forseta og varð hún 63 ára — að þvi að sagt var — Peggy Ashcroft, sem er fræg ensk leikkona, varð 68 ára þennan dag og ýmsir lordar og jarlar áttu afmæli. En blaðið birti mynd af þessu afmælis- barni (og er það vel skiljanlegt) Hún heitir Robin Gibb og var áður söngkonan með hljóm- sveitinni Bee Gee. Robin varð 26 ára þennan dag. Óliklegt er að hún hafi verið I þessum klæðnaði á afmælinu sínu, sem var snemma i janúar, en búningurinn klæðir hana vel, og ef til vill geta duglegar hann- yrðakonur byrjað að hekla eitt- hvað svipað fyrir næsta sumar. DENNI DÆMALAUSI — Ég ber ekki kviðboga fyrir neinum erfiðleikum, frú Mitchell. — Jæja, nú skal ég þýða þessa setningu fyrir þig, svo þú skiljir hvað ég á við, góði minn!

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.