Tíminn - 13.02.1976, Page 9
Föstudagur 13. febrúar 1976
TÍMINN
9
gébé Rvik — Þrjátiu og sex bát-
ar höfðu tilkynnt loðnunefnd um
vciði klukkan nftján i gærkvöld
frá miðnætti á miðvikudag og
var afli þeirra 11.030 tonn.
Heildarloðnuaflinn á þessari
vertiö var þá orðinn um 123-124
þúsund tonn, sem cr svipað
magn og á sama tima I fyrra.
Afli metsólarhringsins 11.
febrúar reyndist vera 19.330
tonn sem 58 bátar fengu. Þeir
bátar sem lönduðu afla sinum i
fyrrinótt eru allir komnir út á
miðin aftur og i gærkvöld voru
tiltölulega fáir bátar að landa og
eru þvi margir á miðunum út af
Ingólfshöfða. Alls hafa 68 bátar
fengið einhvem loðnuafla það
sem af er þessari vertið.
Viða er orðið þröngt um
þróarrými á löndunarstöðum,
en að sögn starfsmanns loðnu-
nefndar, er útlitið þó ekki orðið
svart ennþá. Búist var við að
Norglobal myndi fyllast s.l.
nótt svo og Eskifjörður og Nes-
kaupstaður og löndunarbið var i
Vestmannaeyjum. Enn var til
rými fyrir 2500 tonn bæði i Þor-
lákshöfn og Grindavik. 1 dag
losnar svo pláss i Norglobal, á
Stöðvarfirði og i Vestmannaeyj-
um, eða samtals 3600 tonn.
mmgœ
' • i
Landburður
f loðnu
A Neskaupstað er heildar-
þróarrými 7000 tonn, en til að
byrja með verður ekki tekið á
móti meira en 1200 tonnum, þar
sem bræðsla hefur ekki hafist
þar enn. Þar átti aö gera tilraun
i gær með frystingu á loðnu, en
talið er að nú liði óðum að þvi að
hrognamagnið i loðnunni sé orð-
ið það mikið að hægt sé að fara
að frysta hana.
Hér má sjá nokkrar myndir
frá loðnuveiðum og löndunar-
stöðum, sem GunnarV. Andrés-
son hefur tekið.
i&m.
f-
Jl