Tíminn - 13.02.1976, Side 21

Tíminn - 13.02.1976, Side 21
Föstudagur 13. febrúar 1976 TÍMINN 21 Glaður eiginmaður — smurði skíðin fyrir Helenu Takalo; „Nú get ég með góðri sam- vizku hætt" HELENA TAKALO.........veifar til áhorfenda úr örmum manns sins, eftir að hún hafði unnið gullið i 5 km göngunni. Ánægja þeirra leynir sér ekki. — sagði hin 28 óra sölukona, Takalo, frá Pyhaejaervi í Finnlandi, þegar hún hafði unnið sín þriðju verðlaun. — Nú getég meðgóðri samvizku hætt—og snúið mérað barneignum. Ég er ákveð- in i að hætta eftir þetta keppnistímabil — ég verð einnig að hugsa um manninn minn# en við höfum verið gift í 5 ár. Hann á stóran þátt í árangri mínum, því að hann hefur hvatt mig til dáða og veitt mér ómetanlegan styrk. Nú hefur draumur okkar rætzt, og ég get með ánægju lagt skíðin á hilluna — einhvern tíma verður maður hvort sem er að hætta, sagði þessi glaðlega 28 ára finnska göngukona, Takalo hefur komið skemmti- lega á óvart á ólympiuleikunum i Innsbruck, þar sem hún hefur veitt sovézku valkyrjunum haröa keppni — og tryggt sér ein gull- verölaun og tvenn silfurverölaun. — Takalo er einfaldlega betri en viö, sagöi hin fræga göngukona frá Sovétrikjunum, Galina Kula- kova, þegar hún var spurö um Takalo. Þaö lék aldrei vafi á, hver myndi vinna gullverölaunin i 4x5 km göngunni. Sovézku valkyrj- urnar höföu algjöra yfirburöi i göngunni og komu i mark 46 sek. á undan finnsku stúlkunum. Keppnin um bronsiö var aftur á móti spennandi — þar háöu a- þýzku og sænsku stúlkurnar haröa keppni. A-þýzku stúlkurnar báru sigur úr býtum, en sigurinn vannst þó ekki fyrr en á tveimur siðustu km. Ung og stórefnileg stúlka frá Sviþjóö, Lena Carlzon, kom mest á óvart i keppninni. Hún náði stórkostlegum spretti — barðist eins og hlaupahundur og fór fram úr Ninu Balditsjevu frá Sovétrikjunum og finnsku stúlk- unni Liisu Suihkonenog kom fyrst i mark. Verðlaunahafar i 4x5 km boð- göngunni urðu: Sovétrikin.............1:07,49 Finnland...............1:08,36 A-Þýzkaland............1:09,57 —SOS GULL SILFUR OG BRONS SKIPTING verðlauna á Olympiu- leikunum i Innsbruck eftir keppnisgreinarnar I gær, er þessi: Sovétrikin .. 11—5—8 A-Þýzkaland .. 6—4—4 V-Þýzkaland .. 2—4—1 Bandarikin .. 2—3—4 Finnland .. 2—3—1 Noregur .. 1—2—1 Sviss .. 1—2—1 Austurriki .. 1—1—2 Bretland .. 1—0—0 Holland .. 0—1—1 ítalía .. .0—1—1 Kanada .. 0—1—1 Liechtenstein .. 0—0—1 Sviþjóð .. 0—0—1 Nú eru eftir fjórir keppnisdagar á Olympiuleikunum. Steinunn og Sigurður vekja mikla athygli STEINUNN Sæmundsdóttir, skiöastúikan unga frá Reykjavik, hefur vakið geysilega athygli I Innsbruck. Þessi 15 ára stúlka, sem náði mjög góðum árangri I sviginu — varð sextánda, hefur fengið boð frá Italiu, um að koma þangað og æfa og keppa með Italska landsliðinu. Það er italska skiðaverksmiðjan Sarner, sem hefur boðið Steinunni þetta. Arangur Steinunnar — 1:44,72 — hefur vakið mikla athygli — sér- staklega, þar sem hún var næst siðust allra keppenda I brautinni. Is- firðingurinn Sigurður Jónsson (16 ára) hefur einnig vakið mikla athygli. — Þetta er eitthvað mesta skiðakappaefni, sem ég hef séð i alpagreinum i Evrópu sl. 2-3 árin, sagði landsliðsþjálfari Svia. Hann segist geta gert Sigurð að miklum afreksmanni — nýjum Stenmerk — ef hann fái að þjálfa hann næstu 2-3 árin. PETER MÚLLER............varð sigurvegari i hinni hörðu baráttu i 1000 m skautahlaupinu. — Eg geroi mér miklar vonir um að komast á verðlaunapallinn, en ég hafði aldrei látið mér detta það í hug að ég myndi sigra. Þetta var stórkostlegt — ég á varla til nógu sterk orð, til að lýsa ánægju minni, sagði Bandaríkjamaðurinn Peter Múller. Hann varð sigurvegari í 1000 m skautahlaupinu, sem var geysilega tvísýnt og spennandi. Norðmenn fengu silfrið, eftir harða keppni við Sovétmenn, sem urðu að láta sér nægja bronsið, að þessu sinni. Jörn Didriksen, 22 ára sölumaður frá Osló, sem er sérfræðingur í 1000 m hlaupi, hefur sýnt ótrú- legar framfarir að undanförnu. — Síðustu fjórar vikurnar hefur honum farið fram með hverjum deginum. Þess vegna var það engin stór- frétt— þegar hann nældi sér í silfrið. Didriksen, sem varð f jórði — á eftir þremur Sovétmönnum í síðustu heimsmeistara- keppni — sigraði alla sovésku hlauparana í Inzell fyrir viku síðan . Verðlaunahafar i 1000 m skautahlaupi karla, urðu: JÖRN OinRIKSEN......nældi i silfurverðlaun fyrir Norð- menn. Múller, Bandar....... Didriksen, Noregi..., Muratov, Sovét....... .. .1:19,32 .. .1:20,45 .. .1:20,57 — SOS „Gerði mér miklar vonir... — en reiknaði þó ekki með að sigra, sagði Bandaríkjamaðurinn Peter Muller, sem sigraði í 1000 m skautahlaupi

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.