Tíminn - 13.02.1976, Qupperneq 24

Tíminn - 13.02.1976, Qupperneq 24
[ Föstudagur 13. febrúar 1976 METSflUIUERDR ÁENSKUÍ VASABROTI ll GÉÐI fyrirgóóan nmt ^ KJÖTIONAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Hörð átök innan kínverska komm- únistaflokksins? — Teng sætir mjög harðri gagnrýni stúdenta Ntb/Peking. Teng Hsiao Ping, varaforsætisráðherra Kfna, sem lengi var talinn hugsanlegur eftirmaöur Chou en lai, fyrrum fors æti sráðherra, hefur að undanförnu orðið fyrir harðri gagnrýni, sem birzt hefur á spjöldum, sem hengd hafa verið upp á veggi háskólabyggingar- innar I Peking. Er fréttin höfö eft- ir áreiöanlegum heimildum i Peking. Nafn Tengs hefur að visu ekki veríð nefnt beint á nafn, en af málatilbúnaði öllum má glöggt greina, við hvern er átt. Hann er meðal annars ásakaður um að hafa verið andsnúinn stefnu Maos formanns i menntamálum og sagður hafa kallað alla þá, sem hlotið hafa menntun eftir að menningarbyltingunni lauk, ónytjunga. Teng er sagður hafa ráfað lengi um á vegi kapitalismans, barizt gegn umbótum Maos i mennta- málum, og lagt alla áherzlu á framleiðsluna istað stéttabarátt- unnar. Asakanir þessar birtust fyrst i 45 siðna veggspjaldi, sem hengt var upp sl. miðvikudag, en mörg fleiri hafa komið i kjölfarið. í dagblaði alþýðunnar i gær er ráðizt harkalega á hægritæki- færissinna i flokknum, og krafizt harkalegra aðgerða gegn þeim, sem gangi veg kapitalismans. Fréttaskýrendur telja, að þetta tákni, að heiftug valdabarátta sé nú hafin meðal æðstu ráðamanna kinverska kommúnistaflokksins. Þar til i siðustu viku var Teng álitinn liklegasti eftirmaður Chou en Lai, en mjög óvænt var Hua Kuo Feng, landbúnaðarsérfræð- ingur, skipaður i embættið. Prescott væntanlegur í dag: Fordæmir flotaíhlutun Breta Reuter/Strassbourg. John Prescott, þingmaður brezka verkamannaflokksins, og ein- dreginn stuðningsmaður is- lendinga I landhelgismálinu, er væntanlegur til Reykjavikur i dag til viðræðna við Geir Hallgrimsson forsætisráðherra um landhelgismálið. Prescott, sagði i Strassbourg i gær, að hann myndi eiga viðræður við Geir n.k. mánudag. Prescott fór hörðum orðum um þá ákvörðun stjórnar Verkamannaflokksins að senda freigátur á íslandsmið til verndar brezku togurunum, sem þar stunda ólöglegar veiðar. „Það gengur krafta- verki næst, að enginn skuli hafa látið lifið i fiskveiðideilunni,” sagði hann. Prescott lagði á það áherzlu, að hann kæmi á eigin vegum til Reykjavikur, en hvorki i um- boði Wilsons forsætisráðherra né flokks sins. Áform frönsku stjórnarinnar: Djibouti sjólfstætt fyrir árslok 1976 Reuter/Paris. Talsmaður þess ráöuneytis frönsku stjórnarinn- ar, sem hefur með nýlendumál að gera, sagði i gær, aö franska stjórnin væri reiðubúin til að láta þjóðaratkvæðagreiðslu fara framum framtið svæðanna Afars og Issas við Rauðahafið, en þar eru sfðustu itök Frakka i Afríku. Talsmaðurinn sagði, að franska stjórnin hefði i megin- atriðum fallizt á hugmyndir um að veita þessum tveimur svæð- um sjálfstæöi, en hygðist engu að siður hefja diplomatiskar viðræður á næstu mánuðum til þess að tryggja réttindi minni- hlutahópa á svæðunum og eins það, að ekki komi til ihlutunar erlendra rikja i' innanrikismál svæðanna, eftir að þau hafa fengið sjálfstæði. „Við erum reiöubúnir til að veita Djibouti sjálfstæði, en sjáffstæði þess verður ekki tryggt, nema þvi aðeins að það verði veitt undir alþjóðlegu eftirliti.” Ákvörðun þessi þykir benda til þess, að Frakkland vilji leysa vandamálþau, er tengd eru Dji- bouti, áður en til frekari vand- ræða og átaka kemur þar, eða i nágrannarikjum þess. SOVÉTSTJÓRNIN STYÐUR 200 MÍLNA EFNAHAGS- LÖGSÖGU STRANDRÍKJA NTB/Moskvu. Sovézka stjórnin lýsti þvi yfir I gær, að hún væri fylgjandi áformum um 200 milna efnahagslögsögu, þar sem strandrlkjum væri veittur for- gangsréttur yfir náttúrulegum auðæfum og öðru verðmæti, er á þvi svæði væri að finna. Útfærsl- an í 200 milur á hins vegar aö vera framkvæmd á þann hátt sem haf- réttarráðstefna Sameinuðu þjóð- anna mælir fyrir um. Skoðun sovézku stjórnarinnar á máli þessu var vandlega útskýrð i flokksmálgagninu Pravda. Þar segir m.a., aö hin alþjóðlega lög- gjöf um viðáttu efnahagslögsögu eigi að hafa það markmið að koma i veg fyrir einokun heims- valdasinnayfirþeim auðæfum.er tengd væru hafsbotninum. Eina landið, sem harðlega var gagn- rýnt fyrir stefnu sina i þessum málum, var Kina, sem Pravda sagði að hefði haldið uppi óhaf- andi áróðri i málinu. Það mikilvægast i málinu er, sagði Pravda, að hafréttarráð- stefnán leysi ágreininginn með gagnkvæmri virðingu fyrir rétti þeirra rikja, er lögverndaðra hagsmuna hefðu að gæta i þessu sambandi. Pravda sagði, að árangur sá er náðstheföi á vett- vangi alþjóðamála að undanförnu þyrfti einnig að ná til mála, er snertu hafsbotninn. Eins og fyrr er sagt, lagði Pravda á það áherzlu, að útfærsla efnahagslögsögu rikja færi fram innan þeirra marka er hafréttar- ráðstefna Sameinuðu þjóðanna segði til um. Þrátt fyrir þessa skoðun sovézku stjórnarinnar, var ekkert sagt um ákvörðun þeirra rikja, er fært hefðu einhliða út i 200 milur, eða þeirra rikja, er það hafa i huga, þ.e. Bandarikin, Mexikó og Kanada. AÐEINS 130 KM A MILLI MPLA HREYFINGARINNAR OG HERJA SUÐUR-AFRIKU Reuter/London. Silva Porto, síö- asta stóra vigi andstæðinga MPLA hreyfingarinnar I Angola, sem nýtur stuönings stjórna Sovétrikjanna og Kúbu, féll i hendur MPLA i gær. Viröist nú ekki vanta nema herzlumuninn á, að MPLA nái völdum I öllu land- inu. Talsmenn MPLA hafa lýst þvi yfir, að næsta verkefni þeirra verði að reka af höndum sér þá 4000 suður-afrisku hermenn, sem enn eru taldir vera innan landa- mæra Angola, skammt norðan landamæranna við Namibiu (Suðvestur-Afriku). F’egnirnar um þann ógnvekj- andi hraða, sem hermenn MPLA geysast nú með til suðurs hafa vakið upp ótta meðal ráðamanna i Jóhannesarborg um, að til beinna átaka hermanna frá Suður-Afriku og MPLA komi brátt. í fararbroddi MPLA her- mannanna eru kúbanskir her- menn. Nú eru aðeins um 130 km á milli herja þessara.Varnarmála- ráðherra Suður-Afriku, Pierre Bota,sagði i gær, að suður-afriski herinngæti gert betur en að verja þá vfglinu, er hann hefði myndað. Ástralía: Fraser vill ekki reka S.Afriku úr S.þjóðunum Reuter/Canberra. Malcolm Fraser, forsætisráðherra Astraliu, lýsti þvi yfir i gær, að hann væri andsnúinn hug- myndum um að reka Suður-Afriku úr Sameinuðu þjóðunum. Fyrirrennari hans i starfi, Whitlam, var á önd- verðri skoðun. Þá sagðist Fraser og vera á móti hug- myndum um viðskiptabann og efnahagsþvinganir gagnvart stjórn Suður-Afriku. Hann taldi rangt, að ætla sér að úti- loka eitt af rikjum veraldar Fraser. frá þvi að vera aðili að hinum Sameinuðu þjóðum, af þeirri einu ástæðu, að mönnum geðjaðist ekki að hugmynda- fræðilegum grundvelli stjórnarstefnu landsins. VOPNUÐ ÁTÖK KÍN- VERJA OG RÚSSA Reuter/Hong Kong. Hin opinbera fréttastofa Nýja Kina i Peking skýrði frá þvi i gær i útsendingu, sem heyrðist i Hong Kong, að kin- verskar hersveitir hefðu oft lent I átökum við sovézka hermenn á Sinkiang svæðinu í Kina. Ekki var skýrt frá þvi, hversu oft til átaka hefði koiniö, né hvort um mannfall hefði veriö að ræða. Kinverjar segja, aö Sovétnienn liafi truflað hjarðinenn við störf sin. Kjarnorkutilraunir Kinverja hafa farið fram á Sinkiang svæð- inu. Herafli hcfur verið styrktur mjög þar. Leynivopn Púís pdfa Reuter/Róm. Lifveröir vati- kansins hafa fengið nýtt leyni- vopn til að verja Pál páfa. Er þctta brúsi á stærð við brúsa þá, sem hafa að geyma „svitaspray” og fela verðirnir brúsa þessa innan á búningi sinum, sem teiknaður var af Michclangelo á 15. öld. Brús- inn hefur að geyma táragas, sem verðirnir eiga að úða á þá, sem of nærgöngulir gerast. Lifveröir páfa bcra ekki byss- ur á sér. Sprengjugabb í Þrándheimi Þrándheimi/Ntb. öllum starfs- mönnum i þinghúsinu i Þránd- heimi og fylkishúsi Suð- ur-Þrændalaga, var skipað að yfirgefa húsið um hádegisbiliö i gær, þar sem tiikynnt var i sima, aö sprengju hefði veriö komið fyrir i kjallara þinghússins. Hringt var i skiptiborð þing- hússins og tilkynnt um sprengj- una. Eins og fyrr segir voru allir látnir yfirgefa húsin i klukku- stund (húsin standa hlið við hlið) meðan lögreglan gerði nákvæma leit að sprengjunni. Engin sprengja fannst i húsinu. Lögreglunni hefur ekki tekizt að komast aö þvi, hver tilkynnti um sprengjuna eða hvaðan var hringt. Sprengjugabb sem þetta hefur eldrei fyrr verið gert i Þrándheimi.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.