Tíminn - 22.02.1976, Blaðsíða 7

Tíminn - 22.02.1976, Blaðsíða 7
TÍMINN 7 HELGARSPJALL Vilhjálmur Hjálmarsson: Málefni þroskaheftra Málefni þroskaheftra hafa mjög verið i sviðsljósi nú um sinn. Margt ber til og m.a. að menn eygja nú fleiri möguleika en áður á að koma til hjálpar þeim, sem af ýmsum ástæðum búa við hamlanir á þroska- brautinni. Sótt er fram á mörg- um vigstöðvum. Harðorðar á- drepur birtast i fjölmiðlum og eru settar fram á fundum og ráðstefnum. Hjálparfélög á- hugafólks eru stofnuð. Kennar- ar afla sér aukinnar menntunar til að geta betur sinnt sérhjálp fyrir þurfandi ungmenni. Hiki og bæjarféiög standa að skipu- lagningu, byggingum og rekstri kennslu- og h jálparstofnana. — Sumir þeirra sem gerst þekkja vandamálin, áfellast hið opin- bera fyrir tómlæti. Og þeim sem starfa i „kcrfinu” þykir gagn- rýni stundum óbilgjörn. En dropinn holar steininn. 1 raun sækja hér allir að sama marki. Það er tvimælalaust þegar orðin töluverð breidd og þungi i þess- ari sameiginlegu sókn, sem fljótt á litið sýnist dáiitið sund- urleit, en er það ekki nema á yfirborðinu, að minni hyggju. Frjáls félög Brautryðjendur og hluta- drýgstir á þessu sviði þegar allt kemur til alls eru áhugamanna- félögin. Kemur þá fyrst i hug- ann Styrktarfélag vangefinna, sem á þegar alllanga sögu að baki og hefur leyst af höndum stórmerktstarf. Fyrir tilstuðlan þessara samtaka hafa myndar- legar og merkar uppeldis- og hjálparstofnanir risið á fót. Og fólk hefur öðlazt aukinn skilning á vandamálinu og tekið að skoða það i nýju ljósi. Þessi samtök öll hafa eðlilega verið athafnasömust i fjölmenninu syðra og svo á Akureyri. En eftirtektarvert er það, hversu nýlega stofnað Styrktarfélag vangefinna á Austurlandi hefur strax i byrjun náð góðri við- spyrnu i þeim landshluta. Það félag undirbýr byggingarfram- kvæmdir á heimaslóðum. Hafa forsvarsmenn þess haft nána samvinnu við menntamála- ráðuneytið og svo það fólk, sem lengst hefur staðið i fararbroddi á þessu sviði hér syðra. Mörg fleiri félög og félaga- samtök koma hér við sögu, oft tengd sérstökum sviðum þroskahömlunar. Verður sú saga ekki rakin hér frekar. En margir eru þeir einstaklingarn- ir, — og svo samfélagið i heild — sem standa i mikilli þakkar- skuld við þessa aðila. Þegarstarfsemiþess fórnfúsa fólks, sem stendur að Styrktar- félögunum ber á góma, kemur mér einatt i hug framlag ein- staklinga, foreldra og vanda- lausra, sem við erfiðar aðstæð- ur og oft af litilli kunnáttu en þvi meiri natni og elskusemi hafa lagt sig fram um það, hvert á sinum stað, að styðja og styrkja þá sem hallir stóðu. Þetta fólk hefur i raun oft gert kraftaverk, sem minna er tekið eftir en þeim mannlegu mistökum, sem allir vilja þó svo gjarnan koma i veg fyrir. Löggjöf Ýmsir þættir islenzkrar lög- gjafar geyma ákvæði um að- gerðir þeim til hjálpar, sem búa við skert þroskaskilyrði og siðar á ævinni skerta starfsorku. Þar má nefna tryggingalöggjöfina og lög um Styrktársjóð vangef- inna. Sá sjóður hefur markaðan tekjustofn. Hann hefur starfað nokkur ár og nema fjárveiting- ar Ur honum til bygginga og stofnbúnaðar hæla og dagvist- arstofnana fyrir vangefna 221 milljón króna. Það hefur áreiðanlega verið markmið þeirra er settu fyrstu lögin um almenna fræðslu- skyldu, að styðja sérhvert barn til að ná þeim þroska, sem þvi væri auðið að ná mestum. 1 lög- um um grunnskóla frá 1974 er leitazt við að forma slika hugs- un, meðal annars að þvi er varðar börn sem talin eru vikja svo frá eðlilegum þroska, að þau fái ekki notið venjulegrar kennslu i einni eða fleiri náms- greinum. Þar er mælt fyrir um, að þessi börn skuli njóta sér- stakrar tilsagnar sérmenntaöra kennara i almenna skólanum, i sérdeildum innan hans eða á sérstofnunum. Kostnaður við þessa sérstöku kennslu greiðist úr rikissjóði, Meginstefnan er sú, að sem flestir njóti kennslu i almennu skólunum, en þeim, sem ekki nægir sérstök hjálp þar, verði séð fyrir kennslu i sérstökum deildum eða stofnun- um. Ýmist nánari fyrirmæli er að finna i þessum lagagreinum, en þau verða ekki rakin hér. Menntamálaráðuneytið skal svo setja reglugerðir um enn nánari útfærslu þessara laga. Hefur verið unnið að setningu slikra reglugerða undanfarna mánuði. Siðan augu manna tóku að opnast fyrir margvislegum möguleikum til hjálpar við þroskahamlaða hefur vöntun á sérmenntuðum kennurum og hjálparfólki verið næsta áber- andi. Ýmislegt hefur verið gert af opinberri hálfu til að ráða bót á þessu og skulu nefnd dæmi. Kennaraháskóli Islands hefur þrisvar sinnum haldið uppi kennsiu fyrir væntanlega kenn- ara lestregra og tornæmra barna. Vorið 1969 luku 9 þessu námi, vorið 1971 44 og 1974 35 Vilhjálmur Hjálmarsson. eða samtals 88. Allmargar um- sóknir hafa borizt um þetta nám, og hefur sérstök nefnd starfað að skipulagningu þess. Eins og kunnugt er njóta nokkrir kennarar árlega orlofs á fullum launum til þess að auka við menntun sina. Mjög margir kennarar iorlofileggja nú stund á sérkennslufræðin. Veittir hafa verið sérstakir styrkir til tal- kennaranáms og náms á fleiri sviðum námshjálpar. Koma hér við sögu bæði opinberir aðilar og áhugafélög. Iðjuþjálfar, félagsráðgjafar og sálfræðingar sækja nám sitt að verulegu leyti til útlanda. Menntamálaráðuneytið hefur undirbúið tillögur um fé- lagsráðgjafa nám við Háskóla íslands. Háskólinn er þessu hlynntur, en framkvæmd máls- ins hefur strandað á þvi, að ekki fékkst fjárveiting i fjárlögum til framkvæmdarinnar. Þess má geta, að leitazt hefur verið við að veita almennum kennurum tilsögn i leshjálp og öðrum þáttum sérkennslunnar á stuttum kennaranámskeiðum. Framkvæmd Eins og áður var að vikið, er ekki langt siðan löggjöf um grunnskóla var sett. Starfshóp- ar hafa unnið að reglugerðum og þar með nánari útfærslu á heildarskipan sérkennslumála. Er það mikið starf, þvi að málið erisjálfusér vandasamt, og hér er farið inn á brautir sem eru nýjar, a.m.k. hér á landi. Stefnt er að þvi', að koma á fót stjórn- unar- og greiningarmiðstöð, en leitazt verður við að hafa yfir- byggingu hóflega. Það bar til tiðinda i haust, að Höfðaskólinn svonefndi fluttist I nýtt húsnæði i Fossvogi. Þótt þar sé aðeins lokið fyrsta á- fanga fyrirhugaðrar skólabygg- ingar, eru umskipti mikil, þvi aðstaða var mjög léleg á gamla staðnum. Hefur reynzt unnt að taka ypp i kennslunni nýja þætti, sem áður var útilokað að sinna. Jafnframt hefur verið leitazt við að tryggja nokkra að- stöðu fyrir fólk utan Reykjavik- ur, sem njóta þarf skólavistar fyrir börn sin i þessari stofnun, sem er nánast hin eina sinnar tegundar á öllu landinu. Ein grein skerts þroska er heymardeyfa. Heyrnleysingja- skóli hefur starfað hér um all- langt árabil. Honum hefur fyrir nokkru verið búin mjög góð að- staða húsnæðislega séð. Nokkr- ar sveiflur eru á fjölda nemenda i Heymleysingjaskólanum, en eins og kunnugt er, hafa rauðir hundar mikil áhrif á þessu sviði. Verksvið Heyrnleysingjaskól- ans er eigi aðeins að hjálpa börnum á skólaaldri. Starfsemi skólans hefur þróazt i þá átt, að hann bæði veitir leiðbeiningar foreldrum, sem eignazt hafa heyrnarskert börn og fylgist með nemendum sinum löngu eftir að þeir hafa flutzt i aðra skóla ellegar á vinnustaði. Þessi fyrir-og eftirhjálp er ákaflega mikilsverð og i' raun réttri al- gerlega ómissandi. Ákvæði grunnskólalaga um kennslu þroskaheftra, sálfræði- þjónustuog félagsráðgjöf hljóta að koma til framkvæmda smátt . og smátt, en ekki i einni svipan. Veldur hvort tveggja kostnaður og mannekla. Sunnanlands og norðan og raunar viðar er þegar kominn visir að sálfræðiþjónustu og sér- kennslu. En dreifðu byggðirnar eru þó miklu skemmra á veg komnar að þessu leyti en höfuð- boigarsvæðið. A þessu skólaári var hafizt handa um skipulega fram- kvæmd sérkennslu i einum landshluta, þ.e. á Austurlandi. Það bar til með þeim hætti, að áhugamenn á vegum Styrktar- félags vangefinna á Austurlandi leituðu til menntamálaráðu- neytisins um aðstoð. Ráðuneyt- ið setti vinnuhóp til starfa eystra. Sá hópur hafði náið samráð við það fólk, sem mest hefur starfað að þessum málum hér syðra og svo við ráðuneytið. Tillögur bárustfrá nefndinni, og var hafizt handa um fram- kvæmdir á grundvelli þeirra i sumar og haust og þá á þessa leið: 1. Sérfræðingar fóru könnun- arferð um Austurland og reyndu að meta þörfina svo nákvæm- lega sem mögulegt var i einni yfirferð. 2. Haldið var námskeið fyrir kennara á Austurlandi, þar sem þeim var leiðbeint um hjálpar- kennslu i lestri og á fleiri svið- um. Þetta námskeið þótti takast mjög vel og fengu kennarar heim með sér ýmis kennslu- gögn, sem unnin voru á þessu námskeiði. 3. Gerðar voru ráðstafanir (lagfæringar á húsnæði og bún- aði o.s.frv.) til þess að koma á fót sérkennsludeild við heima- vistarskólann i Nesjum i Homa- firði. Mjög erfitt reyndist að ráða mann til kennslu þarna, en það tókst þó að lokum og þá með ágætum og tók þessi deild til starfa strax eftir áramót. Þar munu verða i vetur nálægt 10 börn og er talið, að þörf fyrir vistun þar verði þar með full- nægt. 4. Gerðar hafa verið ráðstaf- anir til þess að hægt sé að hafa 2—3 börn að austan i þjálfun og kennslu hér við Oskjuhliðar- skólann i Reykjavik. Þessi framkvæmd nær aðeins til afmarkaðs landsvæðis og má raunar skoðast sem tilraun. En vafalaust verður reynt að þoka málúm á leið i öðrum landshlut- um, eftir þvi sem mannafli og fjárveitingar leyfa og þá vænt- anlega með hliðsjón af þeirri reynslu, sem fæst við þessa fyrstu tilráun. Aformað er að ráða sérstakan fulltrUa I menntamálaráðuneyt- ið, er einkum fjalli um sér- kennslumálin. Er það i sam- ræmi við ályktun siðasta Al- þingis. Sérstök f járveiting hefur þó ekki fengizt, en væntanlega verður unnt að leysa málið. Á þessu ári verður ekki um að ræða meiriháttar byggingar- framkvæmdir vegna sér- kennslumálanna. Flýtt var byggingu fyrsta áfanga öskju- hliðarskólansmeð lánveitingum frá öðrum framkvæmdaliðum. Minniháttar lagfæringar munu þó verða gerðar i húsnæðismál- unum og stærra átak undirbúið. Tvenn fyrirheit Þótt við tölum gjarnan um þroskaheft börn, sem sérstakt fyrirbæri, þá er þessu nú ekki þannig varið. Mannfólkið sam- anstendurekki i' raun af sundur- greindum hópum. Þrepin i þroskastiganum eru mörg og flestir eiga þess kost að þokast nokkuð upp á við með tið og tima, Það er augljós samfélagsleg skylda ogsiðferðilegt boðorð, að styðja einstaklinginn upp þrep- in. Þvi fylgja tvenn fyrirheit: Einstaklingur, sem ella hefði orðið fjárhagsleg byrði á þjóðfé- laginu, gerist bjargálna og ein- attgottbetur. Og hann fær sjálf- ur tilgang og takmark i lifinu. Nú er til siðs að ségja: Minni „samneyzla”, meira til einka- nota! Það er trú min, að þessi kenning sé að verulegu leyti byggð á sjálfsblekkingu og lifs- lygi. — Betri er einn hnefi með ró en báðar hendur fullar með sorg og armæðu. Hófsemi i einkaneyzlu verður til lengdar þolanlegri en vanræktar þarfir á hinum félagslegu sviðum, þótt ekki sé alltaf „arðbært” að sinna þeim. En það viil nú svo vel til, að úrbætur á þvi sviði, sem hér hefur verið gert að um- talsfni, eru bæði arðgæfar og mannbætandi. Skrifstofustarf Rafveita Hafnarfjarðar óskar að ráða starfskraft á skrifstofu. Áherzla lögð á vélritunarkunnáttu. Laun eftir 14. launa- flokki. Umsóknum skal skila fyrir 26. febrúar til rafveitustjóra, sem veitir nánari upplýs- ingar um starfið. Rafveita Hafnarfjarðar. Rangæingar NU getið þér fengið bólstraö á Hellu.Höfum einnig á hag- stæðu verði: Hansahillur, svefnbekki, Pirahillur, há- baksstóla, pianóbekki, rok- okkostóla, eldhúshúsgögn o.fl. úrval áklæða. — Sækj- um, sendum. Bólstrun Hafsteins Sigurbjarnarsonar Þrúðvangi 20 Hellu — Sími 5970 Fjármálaráðuneytið 20. febrúar 1976 Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir janúarmánuð 1976, hafi hann ekki verið greiddur i siðasta lagi 25. þ.m. Viðurlög eru 2% af vangreiddurn söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin íí 10% en siðan eru viðurlögin 1,5% til viðbótar fyrir hvern byrjaðan rnánuð, talið frá og rneð 16. degi næsta rnánaðar eftir eindaga.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.