Tíminn - 22.02.1976, Blaðsíða 27
Sunnudagur 22. febrúar 1976
TÍMINN
27
til Kanarieyja, skyldi
hann láta útbúa fyrir
þau belti úr mjúku leðri,
með vösum innan á, sem
þau gætu spennt um sig
innanklæða. Bezt yrði
svo að skipta þessum 820
sterlingspundum sem
næst i helminga i hvort
belti, en bera aðeins
hæfilega vasapeninga á
sér i seðlaveskinu. Ekki
skildu þau þá strax,
hvilikt heillaráð þetta
var.
Ferðin til Kanarieyja
var yfirleitt tilbreyt-
ingalaus. Þegar skútan
var komin á 30 gráðu
norðlægrar breiddar og
á 25. gráðu vestlægrar
lengdar, kom hún inn i
lognbelti og morraði þar
i kyrrð og logni meira en
heila viku. Veðrið var
yndislegt og hlýtt og
systkinin og skipshöfnin
nutu hvildarinnar eftir
kulda, erfiði og vosbúð.
Þegar byrinn jókst loks-
ins aftur, var skipið statt
rétt við eyjuna Ferro,
sem er vestast af
Kanarieyjunum. Signor
Roncali sagði systkinun-
um að þessi eyja, sem
nú væri sjaldan nefnd,
hefði um nær 300 ára bil
verið kunn hverjum
einasta sjómanni heims-
ins. (Árið 1634 var það
fyrirskipað af Richelieu
kardinála, að lengdar-
baugar jarðarinnar
skyldu miðaðir við eyj-
una Ferro og sá baugur
merktur með 0. Nú eru
lengdarbaugar miðaðir
við Greenwich, útborg
Lundúna).
Eyjan Ferro er annars
klettótt eldfjallaeyja og
mjög erfið uppgöngu.
Hún er næstum hafn-
laus, mjög afskekkt og
ibúar eyjarinnar lifa við
hin fábreyttustu kjör
einsetumanna. Oft liður
langt milli þess, að skip
komi að eynni. Engin á
rennur um eyna og mjög
er þar vatnslitið og litill
gróður. Ibúarnir lifa
aðallega á fiski og fikj-
um.
Þrátt fyrir það, að
eyjan Ferro var fyrsta
landið, sem Berit hafði
séð, siðan hún lagði frá
landi i Englandi, langaði
hana ekki i land. Hinir
snarbröttu, gróðurlausu
blágrýtishamrar voru
litt aðlaðandi. — Næsta
landsýn var fegurri. Þar
blasti við augum þétt-
býlt, vel ræktað land,
en snæþaktir tindar eld-
fjallsins Pico de Teyde á
eyjunni Teneriffa, báru
hátt við himin, 3730
metra háir, um 1600 m.
hærri en hæsta fjall
íslands.
Árni og Berit voru
heilluð af hinni fögru
landsýn. Aldrei höfðu
þau séð jafn fagurt land.
Hið milda, hlýja loftslag
og dimmblátt himin-
hvolfið átti sinn þátt i
hrifninguþeirra. Annars
er hinn tígulegi fjalla-
hringur á eyjunni
Teneriffa talinn með
fegurstu fjöllum heims-
ins. Sirnor Roncali, sem
fæddur var og upp alinn
á Kanarieyjum, var
barnslega glaður, að
geta sýnt vinum sinum
frá hinum fjarlægu
Norðurlöndum sitt fagra
föðurland.
II.
ÚRLEIÐ
1.
Þegar Árni og Berit
vöknuðu næsta morgun,
var sjóferðinni með
seglskútunni lokið. Þau
voru komin til Las
Palmas, sem er höfuð-
borgin á Kanarieyjum,
og seglskútan lá bundin
við bryggju. (Borgin
Puerta de la Luz er
hafnarborg Las
Palmas). Þau voru fljót
að klæða sig, og ekki
þurftu þau langan tima
til að taka saman
farangurinn þvi að hann
var enginn.
Signor Roncali hafði
boðið þeim að dvelja hjá
sér, meðan þau biðu
eftir skipsferð. Þau
höfðu strax þegið boð
hans þakklát i huga.
Hinn aldraði, skeggjaði
ferðafélagi þeirra, með
gleraugun og hlýlega
viðmótið var orðinn
þeim kær, og þau elsk-
uðu hann og treystu hon-
um eins og hann væri afi
þeirra. Billinn hans beið
eftir þeim á bryggjunni.
Við stýrið sat kolsvart-
ur, unglegur negri. Þau
kvöddu skipstjórann og
áhöfn skipsins og þökk-
uðu þeim hjartanlega
fyrir björgunina. Siðan
óku þau meðfram
ströndinni inn i sjálfa
höfuðborgina. Þeim
þótti leiðin yndislega
fögur. Þau Árni og
Berit, sem aldrei höfðu
komið fyrr til suðlægra
landa, undruðust
gróðurinn á þessum suð-
rænu eyjum, hina fögru
pálmalundi, ávaxtatrén
og alla bananana. Hrifn-
ingin óx þó enn meir, er
þau komu inn i höfuð-
borgina. Hér var allt svo
óíikt þvi, sem þau höfðu
áður séð. Borgin er með
sama smöi og spænskar
borgir á miðöldunum.
Göturnar voru þröngar,
og iðandi fólksstraum-
urinn fyllti allar götur,
glaðvær og hávaðasam-
ur, og sólin skein i heiði.
Húsin voru lág með flötu
þaki og máluð sterkum
litum, en upp úr húsa-
þyrpingunni risu himin-
háir kirkjuturnar.
Vinur þeirra, Roncali
bjó i útjaðri borgarinnar
i fallegu húsi með yndis-
legri útsýn. Kona hans,
lítil, veikbyggð, með
vinalegt viðmót, tók
þeim hlýlega. Hún var
frönsk að ætt, fædd i
Marseille, og þrátt fyrir
aldurinn bar allt fas
hennar og viðmót keim
af hinu létta, prúða glað-
lyndi ættborgar hennar.
Þegar frúin sá hin
ókunnu börn stiga út úr
bifreiðinni, varð hún
fyrst dálitið undrandi,
en þegar maður hennar
hafði sagt henni, að þau
væru „skipbrostmenn’
frá Titanic-slysinu og
hefðu misst bæði föður
sinn og móður, en skips-
höfnin á seglskúrunni
hefði bjargað þeim á
siðasta augnabliki.
Dauðvona varð hún inni-
lega hrærð og vildi allt
fyrir þau gera.
Það fyrsta, sem gera
þurfti, var að útvega
þeim systkinunum
léttan sumarklæðnað og
ýmislegt fleira, sem
þaugátuekki án verið.
Þau áttu engin föt nema
þessi hlýju, þykku vetr-
arföt, sem þau voru i,
þegar slysið varð, en i
Las Palmas var nú i
byrjun mai heitara en i
júli eða ágúst á Islandi.
Til allrar hamingju
skorti þau ekki peninga,
og strax sama daginn
fóru þau með frúnni i
stóra fataverzlun og
keyptu sér ytri og innri
klæðnað. Auk venju-
legra sumarfata keypti
Berit sér siðbuxur úr
„tweed”, og urðu þær
henni siðar til mikilla
nota.
Á meðan Berit og frú
Roncali voru að gera
þessi kaup, skoðaði Árni
hina fjölbreyttu verzlun,
sem var i mörgum
deildum. Einkum varð
hann hrifinn af ýmsum
vörum i þeirri deildinni,
sem hafði á boðstólum
margs konar sportvörur
og skartgripi. Þar sá
hann armbandsúr, sem
var vatnsþétt, en það
var nýlunda á þeim tim-
um. Orið hans hafði
eyðilagzt i sjónum, og nú
keypti hann þarna tvö
vatnsþétt armbandsúr.
Annað fyrir sig, en hitt
fyrir Berit. Hann keypti
lika áttavita og stóran
skeiðarhnif. Hann gat
heldur ekki á sér setið,
er hann sá þarna marg-
litar „laxaflugur” og
keypti nokkrar. Það
leyndi sér ekki, að hann
var sonur laxveiði-
manns.
Berit hafði minnzt á
það, strax og þau komu
á land, að þau skyldu
senda frænda sinum á
Hawaii simskeyti, hvar
þau væru stödd, þvi að
vafalaust héldi hann, að
þau hefðu farizt með
Titanic. Signor Roncali
áleit þó, að þau skyldu
draga að senda skeytið,
þar til þeu gætu látið
vita, hvenær og með
hvaða hætti þau gætu
haldið ferðinni áfram.
Árni var þessu
samþykkur.
Á meðan systkinin
skoðuðu bæinn og
keyptu ýmislegt, sem
þau vanhagaði um, fór
vinur þeirra Roncali og
spurðist fyrir um skips-
ferðir. Hann komst fljót-
lega að raun um það, að
ekki myndi verða
auðvelt að komast frá
Las Palmas til Hawaii.
Jafnvel nú á dögum eru
ekki beinar ferðir til
Ameriku frá Kanarieyj-
um, en árið 1912 voru þó
enn verri samgöngur
þaðan. Er þau systkinin
komu til Las Palmas,
var áætlunarbáturinn,
sem gekk þaðan til
Cadis á Spáni, alveg ný-
farinn, og næsta ferð var
ekki fyrr en eftir 19 til 20
daga, og auk þess voru á
þeim tima engar beinar
ferðir frá Cadis til
Ameriku. Ef systkinin
færu þangað, þá yrðu
þau að halda áfram til
Lissabon eða Gibraltar,
ef þau ættu að fá beina
ferð til Ameriku. Þetta
yrði þvi alltaf krókótt og
tafsöm leið.
En þegar maðurinn á
ferðaskrifstofunni hafði
hugsað sig um dálitla
stund, sagðihann: „Mér
dettur nú i hug önnur
leið fyrir þau, sem ég
heyrði um af hendingu i
gærdag. Skipstjóri á
skipi frá Argentinu, sem
liggur hér á höfninni,
sagði mér, að hann ætl-
aði á morgun að sigla
beina leið til Matadi við
mynnið á Kongofljótinu.
Þar sagðist hann ætla að
hitta bróður sinn, sem
væri skipstjóri á skipi,
er flytti hrágúmmi
palmaoliu til Calveston i
Texas. Frá Calveston er
ekki mjög löng ferð til
San Francisco, og þá
mun frændi þeirra á
Hawaii geta útvegað
þeim skipsferð frá San
Francisco til hinna lang-
þráðu Hawaiieyja. Ef
hægt er að fá fyrir þau
far með þessu skipi
héðan til Matadi, þá held
ég, að þetta yrði
fljótasta og bezta
leiðin”.
Signor Roncali var
þessu samþykkur, ef
hægt væri að tryggja sér
það, að systkinunum
gæti liðið sæmilega á
þessu skipi, sem ekkert
farþegarúm hafði. Skip-
stjórinn á þessu-
argentinska skipi var
fús til að taka systkinin.
úr þvi að svona stóð á,og
var þetta þvi fastákveð-
ið. Sama kvöldið kom
simskeyti frá bróður
skipstjórans, sem stadd-
ur var i Matadi. Burtför
skipsins frá Las Palmas
Framhald
Nýtt og
smekklegt
útlit
auk þekktra
gæða
IILOSSB—
Skipholti 35 • Símar:
8-13-50 verzlun • 8-13-51 verRstædi • 8-13-52 skrifstofa
rafgeymar
eru
framleiddir
með
mikla
endingu
NOTIÐ
WDBESTA