Tíminn - 22.02.1976, Blaðsíða 19
Sunnudagur 22. febrúar 1976
TÍMINN
19
Biblíudagur
íslenzku kirkj-
unnar er í dag
1 tilefni Bibliudagsins n.k.
sunnudag, birtasthérmyndir frá
guðsþjónustu á Bibliudaginn 1975
i Filadelfiukirkjunni i Reykjavik,
en þar predikuðu Sigurbjörn
Einarsson biskup og forseti Hins
isl. bibliufélags og Einar Gisla-
son, forstöðumaður Filadelfiu-
safnaðarins og stjórnarmaður
Bibliufélagsins. í framhaldi af
guðsþjónustunni var haldinn, i
rúmgóðum fundarsal byggingar-
innar, 160. aðalfundur Hins isl.
bibliufélags. Um 100 manns sátu
þennan afmælisfund, sem var
merkur og uppbyggilegur tima-
mótafundur, þar sem almennar
umræður fóru fram um daglegan
lestur og lif i ljósi bibliunnar. A
þessum fundi fékk Bibliufélagið
frá Filadelfiumönnum stærstu
BIBLlU-pöntun sem félaginu
hefur borizt i 160 ár, en það var
pöntun á biblium fyrir kr.
1.000.000.00. Með þessar bibliur
fóru Filadelfiumenn um allt
landið og I ágústmánuði s.l. mátti
lesa meðal aðalfrétta eins dag-
blaðsins: „Roksala á biblium á
hringveginum”. Og Filadelfiu-
menn seldu bibliur fyrir mílljón
— og meira til, þeir fengu viöbót
hjá Bibliufélaginu fyrir 800 þús.
kr. Og þeir voru ekki einir að
verki, þvi GIDEONFÉLAGAR —
kristnir verzlunarmenn — dreifðu
yfir 5 000 biblium og Nýja testa-
mentum um landið 1975 og héldu
þá jafnframt upp á 30 ára afmæli
sitt með móti i Skálholti, en þar
komfram að félagið hafði á 30 ára
ferli sinum dreift um landið
rúmlega 123 þúsund bibliubókum,
þ.e. heilum biblium, Nýja testa-
mentum og einstökum bibliurit-
um.
En ekki er nóg að biblian sé tn i
bókaskaþum landsmanna, hana
þarf að lesa og boðskapur hennar
þarf að fá tækifæritil aö vinna sitt
nýsköpunarverk i hugum og
hjörtum landsmanna. Og — ört
vaxandi áhugi er nú aftur fyrir
lestri Ritningarinnar. Bibliu-
lestrarhópum fjölgar nú mjög i
skólum og söfnuðum kirkjunnar
og um slika bibliulestrarhópa á
sérstaklega að ræða á ársfundi
Hins isl. bibliufélags, sem
verður að þessu sinni i safnaðar-
heimilinu i Hallgrimskirkju á
sunnudaginn, I framhaldi af guðs-
þjónustu á vegum Hins isl. bibliu
félags i kirkjunni, er hefst kl. 14,
en þar mun prófessor Björn
Magnússon predika, en hann
hefur árum saman starfað með
þýðingarnefnd HIB að endurþýð-
ingu Nýja testamentisins á is-
lenzku, en til kynningar þvi verki
hefur biblíúfélágið' á síöustu ár-
um gefið út guðspjöll
MATTEUSAR, MARKÚSAR og
LÚKASAR i hinni nýju þýðingu.
Starfsemi bibliufélagsins verð-
ur að venju kynnt við guös-
þjónustur i kirkjunum á bibliu-
daginn n.k. sunnudag, og þar
gefst kostur á að styrkja starf-
semi þess með fjárframlögum.
Arsfundur félagsins i Hallgrims-
kirkju á sunnudaginn er einnig
öllum opinn, sem kynnast vilja
betur þvi starfi sem unnið er að
útbreiðslu og daglegri notkun
hinnar einstæðu bókar. Konurnar
i kvenfélagi Hallgrimskirkju
munu sjá fundarmönnum fyrir
sidegiskaffinu i kirkjunni á
sunnudaginn.
Aðalfundur
Slysavarnafélagið Ingólfur, heldur aðal-
fund sinn miðvikudaginn 25. febrúar kl. 20
i Gróubúð við Grandagarð.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
AAannréttindi
í Uruguay
fótum troðin
Alvaro Balbi, hét þessi maður sem hér sést meö börnum sinuin.
Hann var handtekinn I júli 1975 fyrir að vera meðiimur i
kommúnistaflokknum og tveim dögum siðar var fjölskyldunui
fært lik hans, sem bar greiniieg merki pyndinga, en opinberiega
var sagt aö hann hefði látizt i astma-kasti.
gébé—Rvik — Amnesty Inter-
national hefur hafið mjög við-
tæka herferð i sextiu þjóölönd-
um gegn pyndingum og mann-
réttindabrotum I Uruguay. Her-
ferð þessi er að mestu leyti fólg-
in i þvi, að ræðismönnum, og
sendiherrum Uruguay I þeim
löndum sem eru aðilar að sam-
tökunum, er afhent mótmæla-
orðsending. Þá er safnað undir-
skriftum, og samþykktar álykt-
anir sem sendar verða ráða-
mönnum I Uruguay. AI telursig
vita með vissu um 22 menn,
karla og konur, sem hafa látið
lifið af völdum pyndinga I fang-
elsum I Uruguay. Ráðamenn
þar neita hins vegar, að slikt
eigi sér stað og einnig neita þeir
að leyfa rannsóknarnefnd frá
Amnesty að koma til landsins til
að kanna ástandið I málum
þessum. Uruguay er aðildarriki
aðSameinuðu þjóðunum og hef-
ur undirritaö mannréttindayfir-
lýsingu þeirra og samþykkt yf-
irlýsingar Sþ no. 3452, þar sem
eru mjög ströng ákvæði um
hvers konar pyndingar og refs-
ingar við brotum á þeim.
— Island og Uruguay hafa svo
til engin samskipti, sagði Hilm-
ar Foss, formaður íslandsdeild-
ar Amnesty International á
fundi meö blaðamönnum, ný-
lega, engir millirikjasamn-
ingar né viðskiptasamningar.
Það eina sem þessi tvö riki eiga
sameiginlegt er að þau eru bæði
aðilar að Sameinuðu þjóðunum.
Ræðismaður Uruguay á Islandi
er Hjalti Björnsson stórkaup-
maður og veitti hann móttöku
mótmælaorðsendingu frá Is-
landsdeild Amnesty úr hendi
þeirra Hilmars Foss og Inga
Karls Jóhannssonar gjaldkera
samtakanna. Tók hann þeim vel
og lofaði að koma orðsending-
unni áleiðis til Montevideo.
I Uruguay er borgaralegur
forseti, Bordaberry, að nafni og
fer hann meö daglegan rikis-
rekstur i landinu ásamt ráð-
herrum sem hann velur að vild.
Forsetinn er einnig yfirmaður
öryggisráðs rikisins en i þvi
sitja nokkrir valdir ráðherrar
og yfirmenn hersins. 1 raun og
veru er það herinn sem hefur
töglin og hagldirnar i landinu.
Löggjafaþingið var leyst upp
sumarið 1973, og 25 manna rik-
isráð skipaö i staðinn sem virö-
ist allsráöandi. En frá þvi að
þingið var leyst upp, hafa ibúar
landsins búiö við hreina ógnar-
stjórn. Allir flokkar voru
bannaðir, nema kristilegir
demókratar og eru menn
dæmdir i 2-8 ára fangelsi fyrir
það eitt að hafa veriö félagar i
þeim. Forystumenn flokkanna
sættu hörðum ofsóknum en
sumum tókst aö flýja land en
aörir voru handteknir. Samtim-
is voru öll verkalýðsfélög bönn-
uð og forystumenn þeirra of-
sóttir, fangelsaöir án dóms og
laga og pyntaðir.
Amnesty Inteinational styður
ákæru sina gegn skoðanakúgun
i Uruguay með þvi að birta
nöfn 22 karla og kvenna sem
Amnesty telur að hafi látizt af
völdum pyntingamanna i Uru-
guay á timabilinu frá þvi i mai
1972 til nóvember 1975. Amnesty
hefur hins vegar fregnað, að
tveir hafi bæzt við listann siðan.
Ýmis konar pyntingaraðferð-
um er beitt. Þannig eru menn
settir klofvega á egghvassa
stöng, sem ruggað er, látnir
standa kyrrir timum saman
matar- og vatnslausir með poka
yfir höfðinu, brenndir með
vindlingum, gefinn rafstraumur
og þá sérstaklega i tilfinninga-
næma likamshluta, nær drekkt i
óhreinu vatni, kæfðir i plastpok-
um, látnir liða hungur og
þorsta, meinað um svefn, gefin
deyfilyf og ofskynjunarlyf og
beittir ýmsum sálrænum pynt-
ingum.
Föngunum er haldið i yfirfull-
um fangahúsum, lögreglustöð-
um og herbúðum, þar sem oft
vantar brýnustu nauðsynjar.
Þar er beitt herlögum og traðk-
að á rétti hvers manns. Þótt
kommúnistar virðast helzti
• skotspónn yfirvalda, hafa fórn-
ardýr einnig verið úr hópi
sósialista, kristilegra lýðræðis-
sinna og félaga tveggja hasgri
flokka.
Þann mánaöartima sem i
hönd fer, mun AI vinna að ein-
hverjum viðamestu aðgerðum
sinum á alþjóðasviði til að vekja
athygli heimsbyggðarinnar á
pyntingum og öðrum brotum
gegn mannréttindum i
Uruguay. Dreift er áskorunar-
skjali uni óháða rannsókn á of-
beldi Uruguaystjórnar. Þá
sendu samtökin listann yfir
pyntuðu mennina 22 til Borda-
berry forseta i desember s.l. og
beiddist leyfi að óháð rannsókn
færi fram, en ekkert svar hefur
borizt.
Annar tilgangur herferðar-
innar er sá, að koma af stað um-
ræðum um vandamál þessi við
sem flesta embættismenn i
Uruguay og það þrátt fyrir rikj-
andi ritskoðun. I þeim tilgangi
skrifa Amnestyfélagar um viða
veröld einstökum hernaðaryf-
irvöldum og borgaralegum
stjórnvöldum með það fyrir
augum, að þeim verði kynnt
hverjar áhyggjur heimsbyggðin
hefur af þessum málum og þær
vonir sem menn gera sér um að
grundvallar mannréttindi verði
tafarlaust virt á ný að þvi er
þegna Uruguay varðar.
Félagar Amnesty i 60 löndum
taka þátt i herferð þessari en
einnig er leitað stuðnings fjöl-
margra annarra einstaklinga og
stofnana, þ.á.m. starfsstétta,
kirkjufélaga, verkalýðssam-
taka, verzlunarmanna, kenn-
ara, námsmanna, þingmanna
og blaðamanna.