Tíminn - 22.02.1976, Blaðsíða 17
16
TÍMINN
Sunnudagur 22. febrúar 1976
Sunnudagur 22. febrúar 1976
TÍMINN
17
ÞEIR ÞEKKJA HANN í
Mosfellssveitinni/ á Kjal-
arnesi og um Borgarf jörð.
A þessum slóðum hefur
hann inargt þarft handtak-
ið tekið síðustu sextíu árin
eða ríflega það. Og verk
hans eru þeirrar gerðar, að
þau fyrnast hvorki né tapa
gildi sínu, þótt ár og ára-
tugir líði.
Svo öllu rósamáli sé sleppt, þá
er maöurinn, sem hér um ræöir,
enginn annar en Kristinn
Guömundsson, bóndi að Mosfelli i
Mosfellssveit. Ungur aö árum hóf
hann plægingar og aðra jarö-
vinnslu meö hestaverkfærum, og
er tvimælalaust einhver allra
fyrsti maður á Islandi, sem lagði
stund á þá þjóðþrifaiðju skipu-
lega og i stórum stil.
Allt sumarið/ frá
vori til hausts
Aö svo mæltu er bezt að heyra
hvaö Kristinn hefur aö segja.
— Hvenær byrjaöir þú aö vinna
aö jaröyrkju meö hestum, Krist-
inn?
— Það var áriö 1911. Ég lærði
plægingar hjá Einari heitnum
Helgasyni i Gróðrarstööinni i
Reykjavik, en annars var ég bú-
fræðingur frá Hvanneyri. Þó get
ég ekki sagt, að ég læröi plæging-
ar neitt að ráöi þar, þótt ég
kynntist þeim aö visu. En sá maö-
ur, sem kenndi mér mest, var
Guðmundur Jónsson, sem var
bóndi á Hvitárbakka og dó þar.
Hann var búfræðingur aö mennt,
og ákaflega mikill og góður verk-
maður. Ég var hjá Guðmundi
heilt vor og sumar, og á þvi lærði
ég mest. Ég hef alltaf álitið, og
held þvi enn fram, að plægingar
séu vandaverk, sem menn eru
lengi að læra, svo vel sé.
— Vannst þú alit sumarið, frá
vori til hausts?
— Já, oftast var þaö, og ef land-
ið var sæmilega gott til vinnslu,
var hægt að gera mikið á þeim
tima. — Ég man alltaf eftir einum
bónda, sem var hjá og horfði á,
þegar ég tók fyrstu rispuna, —
fyrsta hringinn meö hestunum.
Hann fylgdist vel með og sagði
svo: Þetta er myndarlegt og karl-
mannlegt verk.
— A þessum árum hljóta allir
hestar að hafa veriö gersamlega
óvanir sllkri vinnu. Hvernig tóku
þeir þessari nýbreytni?
— Það var mjög misjafnt. Og
satt að segja var mjög gaman að
glima við þann þátt verkefnisins.
Sumir voru blátt áfram voðaleg-
ir, það var engu likara en að þeir
væru sjóðandi-bandvitlausir.
Auðvitað byrjaði ég á að nota
hesta, sem ég vissi aö voru hvorki
fælnir né hrekkjóttir, og þjálfaði
svo aðra með þeim. Þegar ég
plægði með tveimur hestum, lét
ég alltaf þann þriöja ganga með,
til þess að æfa hann og láta hann
skilja aö þetta væri ekki neitt
hættulegt.
— Hann hefur þá gengiö laus?
„...Gera að túni alla jörð,
jafnvel holt og blásin börð...”
kvað Guðmundur á Sandi á sínum tíma.
Þeirri lífsreglu fylgdi Kristinn Guðmundsson
dyggilega á langri starfsævi sinni
..Velkomin af fjalli”. Þannig hefur margur bóndinn heilsaö
uppáhaldsánni sinni aö hausti, ef ekki meö oröum, þá meö
látbragöi og viðmóti.
Kristinn Guömundsson.
Timamynd GE.
— Nei, ekki var það. Ég haföi
aktygi á honum og batt hann við
hina hestana, svo að hann lærði
aö ganga i takt við þá, þótt hann
drægi ekki plóginn.
— Þetta hefur gefizt vel?
— Já, ágætlega. Ég fékk aldrei
svo erfiðan hest i hendurnar, aö
ég gæti ekki sefað hann og tamið.
Óþægasti hesturinn sem til min
kom, var rauður að lit. Haföi
hann orðið fyrir þvi slysi að fælast
fyrir mjólkurvagni i Reykjavik,
og mátti heita brjálaður. Þegar
ég var i Gróörarstöðinni i
Reykjavik, sýndi Einar mér
þennan hest og spyr hvort ég vildi
reyna að tjónka við hann, sér
viröist hann ónothæfur og eins og
sturlaður. Ég vildi gjarna gera
tilraun, þvi að satt að segja leizt
mér vel á hestinn, hann var fall-
egur og liklegur til þess að veröa
góöur vinnuhestur, ef unnt yrði að
sefa hræöslu hans. Ég tók hann
svo að mér, og tilraunin hófst.
Það var satt, hann var ekki neitt
lamb að leika við, fyrst i stað.
Þegar ég lagöi á hann aktygi eöa
spennti hann fyrir, mátti ég
hvergi snerta fætur hans, þá ærð-
ist hann gersamlega. Smám sam-
an fór okkur þó að semja betur,
og það er ekki að orðlengja, að
þetta varö afbragðs vinnuhestur,
þegar búiö var að temja hann.
Böldnustu hestarnir
urðu beztir
— Þú hlýtur að hafa þurft aö
glíma viö fleiri galla hjá hestun-
um en fælni?
— Já, rétt er það, sumir voru
mestu fantar og þorparar. Einu
sinni lá við að slys yrði hjá mér.
Þá prjónuðu hestarnir svo hátt,
að þeir slógu framfótunum i höfuð
manns, sem með mér var við
plæginguna. Ég hugsaði þá, að
bezt væri að kenna þeim betri
siði, tók fast i taumana og kippti
klárunum á hrygginn. Þetta þótti
þeim ströng lexia. Þeir voru hálf-
skömmustulegir, þegar þeir stóöu
upp og gerðu þetta ekki aftur. Það
er gamalkunnugt ráö, aö láta
hesta sem prjóna, detta aftur yfir
sig. Þeir láta flestir skipast við
það, og þetta er auðvelt að gera
án þess að eiga það á hættu að
hesturinn meiðist viö fallið. Ég
hafði til dæmis alltaf svo langar
taugar, að engin hætta var á þvi
að hestarnir skyllu á verkfærun-
um, sem aftan i þeim voru.
— Þurftir þú aö gripa oftar til
þessa ráös?
— Ég held að það hafi nú ekki
verið nema eitthvað tvisvar.
— Varst þú alltaf einn viö plæg-
ingarnar?
— Fyrst i stað, á meðan ég var
Þúfnabaninn stóö ekki lengi viö i sögu islenzkra jaröabóta. Ný tæki nýrra tlma ruddu honum úr vegi.
Þessi, sem hér birtist mynd af, er nú setztur um kyrrt á Hvanneyri, eftir aö hafa fyrir löngu lokiö hlut-
verki sinu. Mennirnir á þúfnabananum eru Gunnlaugur Gunnlaugsson og Karl Guömundsson, bróöir
Kristins, þess sem hér er rætt viö.
óvanur, hafði ég mann með mér
til þess að stjórna hestunum.
Hann gekk aftur meb og hélt um
stjórntaumana, en ég stjórnaði
plógnum. Fljótlega hætti ég þessu
þó, enda þurfa menn að vera á-
kaflega vel samtaka, ef það á aö
blessast, að annar stjórni hestun-
um, en hinn verkfærinu, sem unn-
ið er með. Ég tók þvi við stjórn
hestanna lika, og haföi stjórn-
taumana ýmist i höndunum, eða
ég brá þeim um mittið, — og það
gerði ég oftar. Með þvi móti gat
ég haft báðar hendur á plógnum,
en gripið i taumana, þegar eitt-
hvaö þurfti að stjórna hestunum,
en þessi aðferð hafði þann ókost,
að hún var ekki alveg hættulaus.
Ef hestarnir brugðust snöggt við,
gat þaö komið fyrir að þeir skelltu
manninum flötum. Ef illa vildi til,
gat maöurinn þannig dregizt með
plógnum, en það kom þó aldrei
fyrir hjá mér. Einu sinni lá þó
nærri að illa færi. Ég var aö
plægja meö tveim hestum, sem
báöir voru hinir mestu fantar, en
það geröi gæfumuninn, að ég varð
á undan að skella þeim! — enda
löguðust þeir, og urðu ljómandi
góðir vinnuhestar, þegar fram
liöu stundir. Þaö er annars bezt
að ég láti það fylgja hér með,
fyrst ég var að hnjóða svolitið i
blessaða gömlu hestana mína, að
það voru einmitt erfiðustu og
böldnustu hestarnir, sem urðu
beztir, þegar búið var að temja
þá. Það voru þeir, sem bjuggu yf-
ir kjarki og krafti til þess að sýna
manninum andstöðu, og sá kraft-
ur nýttist að sjálfsögðu, eftir að
sættir höfðu tekizt og maður og
hestur voru farnir að vinna sam-
an.
„Þá ieizt mér
ekki á...."
— Þú hefur auövitaö feröazt um
sveitir. Hvar heldur þú aö þú haf-
ir unniö mest?
— Ég fór nokkuð viða, en mest
var ég i Borgarfirði syðra. Þar
held ég að ég hafi unnið á hverj-
um einasta bæ i allri sýslunni. 1
Kjósarsýslu var ég lika mikið, en
þó minna. Annars er það sannast
að segja, að ég hef þetta ekki
skráð hjá mér, og hálf-sé reyndar
eftir þvi.
— Vannst þú jöfnum höndum að
sléttun túna og nýrækt utan túns?
— Nei, jafnt var það ekki, þvi
miklu algengara var að ég ynni
aö stækkun túna en sléttun þeirra.
Og það er ákaflega gaman að
brjóta land til ræktunar.
Ég man alltaf eftir fyrstu slétt-
unni sem ég plægði i túni. Það var
i Reykholti. Komið var fram á
sumar, túnið stóð i blóma, nærri
fullsprottið, og þá var ég látinn
rifa það i sundur og gera stórt
flag. Ég játa, að mér nærri of-
bauö. — Fyrr á árum var það
mikil tizka að rista ofan af og
plægja siðan flagið eða jafnvel
stinga það upp með skóflu. Slik
flög plægði ég oft. Þá var nauð-
synlegt að þökunum væri staflað
nógu langt frá flaginu til þess að
hestarnir hefðu frjálsan kant til
þess að ganga á, helzt ekki minni
en metra. Annar hesturinn og
annar hemillinn hlutu alltaf að
vera utan flags á meðan fyrsta
hringferðin var plægð.
— Þú hefur gert meira en aö
plægja flögin?
— Já, ég fullvann þau. Plægði,
herfaði og valtaöi.
— Fannst þér ekki erfiðast aö
valta? Þurfti ekki þægari hesta
fyrir valtara en plóg og herfi?
— Nei, nei, það var ekkert erf-
iöara en annað, og ég var ekkert
hræddari við það þótt hestar
fældust fyrir valtara en öðrum
verkfærum. Ég man sérstaklega
eftir einu tilviki, þegar hestar
fældust hjá mér. Ég var þá að
herfa flag á Fellsöxl i Skilmanna-
hreppi og var með stórt diska-
herfi. Allt i einu fældust hestarnir
og ég missti þá út i þýfi, utan
flagsins, en þar tókst mér að
stöðva þá, áður en þeir voru
komnir á fulla ferð. Mér leizt ekki
á, ef þeir hefðu náð að taka veru-
legan sprett, þvi það var þegar
farið að láta hátt i diskunum.
Þetta hefði verið miklu hættu-
minna, ef ég hefði verið með valt-
ara aftan i þeim. Hann er að visu
hættulegur á sléttlendi og i
bratta, en hann er of þungur til
þess að hestar dragi hann langt á
þýfðu og ójöfnu landi.
Starfaði hjá tveim búnað-
arsamböndum
— Varstu oftast meö tvo hesta
fyrir verkfærunum?
— Ég plægði alltaf með tveim-
ur hestum, en herfaði með þrem-
ur. Þaö er miklu þægilegra og
liprara að vinna með tveimur
hestum en þremúr, enda vildi ég
ekki hafa þá fleiri fyrir plógnum.
— Þurfa þeir ekki lika aö vera
samstæöir innbyröis?
— Jú, það er nauðsynlegt.
Einkum þarf gönguhraði þeirra
að vera sem jafnastur, þá verða
þeir bezt samtaka. Það er i raun-
inni ekkert verklag að vinna með
Hafravatnsrétt. Hér var Kristinn réttarstjóri um margra ára skeiö.
tveimur hestum, þar sem annar
drattast aldrei úr sporunum, en
hinn flýtir sér allt hvað af tekur.
— Þú hefur auövitaö alltaf haft
fast sniö á vinnutima og annarri
meöferö á hestunum?
— Ég skipti deginum i tvennt
og vann tiu klukkutima, sina
fimm timana með hvorum tveim-
ur hestum.
— Attir þú hestana sjálfur?
— Það var upp og ofan. Suma
hestana átti ég sjálfur, en hitt var
þó algengara, aö ég hefði þá á
leigu. Oftast voru þaö sömu hest-
arnir, ár eftir ár, enda var lang-
bezt, ef hægt var að koma þvi við,
að nota sömu, vönu hestana,
heldur en vera alltaf aö skipta.
Tveir þessara hesta voru frá
Leirárgörðum i Borgarfirði, þá
haföi ég lengi. Venjulega varð
samstarf mitt og hestanna fyrr en
varði svo náið að ég þurfti ekki
annað en að tala til þeirra, þá
gerðu þeir það sem ég ætlaðist til
af þeim, hvort sem það var að
breyta um stefnu, hraöa göngu
sinni eða hægja hana.
— En hvað um verkfærin, ekki
hefur þú átt þau sjálfur?
— Nei, þau voru I eigu
Búnaðarsambands Borgarfjarð-
ar. Ég var starfsmaður þess um
árabil, og var vist meira að segja
kallaður ráðunautur, þótt starfs-
svið mitt væri nokkuð annað en
þeirra ráðunauta, sem nú eru
starfandi á vegum landbúnaðar-
ins.
; — Þú hefur nú samt stundaö
sitthvaö fleira en jaröyrkjuna?
— Já, það er alveg rétt, að ég
vann fleira með hestunum ,,min-
um” en að plægja, herfa og valta
flög. Ég eignaðist snemma sláttu-
vél, rakstrarvél og siöan
snúningsvél, strax og þær komu
til sögunnar, og ég vann mikið
með öllum þessum vélum. A
fyrstu árunum, sem ég átti sláttu-
vélina, var langt frá þvi að slik
tæki væru i hvers manns eigu, og
þá ferðaðist ég um og sló fyrir
bændur.
— Varstu ekki lengi formaöur
Búnaöarsambands Kjalarnes-
þings?
— Jú, ég var það frá 1933-1960,
eða i tæp þrjátiu ár. Og á
Búnaðarþingi sat ég frá þvi um
1950. En störf min breyttust ekki
svo mjög, þótt ég yrði formaður
Búnaðarsambands Kjalarnes-
þings. Ég gegndi að sjálfsögðu
öllum algengustu formannsstörf-
um og bar hag sambandsins fyrir
brjósti, en megináhugamál mitt
var enn sem fyrr jarðyrkjan. Og
ég hélt áfram að breyta óræktuðu
landi i tún og að slétta og bæta
þau tún sem fyrir voru.
Ráðsmaður á Lágafelli og
Hólum, bóndi á Mosfelli
— Svo hefur þú sjálfur veriö
bóndi áratugum saman?
— Já, og lengst á sama bænum.
Ég er nú búinn að búa hér á Mos-
felli i Mosfellssveit siöan 1936, eöa
i rétt fjörutíu ár. Ég byrjaði að
búa hér á móti séra Hálfdáni
Helgasyni og hef búið hér siðan.
— Er ekki eingöngu kúa-
búskapur hér I þessari þéttbýlu
sveit?
— Nei, langt i frá. Ég hef alltaf
átt kindur, þangað til núna i vet-
ur. Mér hefur alltaf þótt miklu
meira gaman að ám, þótt ég hafi
að visu umgengizt kýr mikið um
dagana. Ég var um tiu ára skeiö
ráðsmaður á Lágafelli hjá Thor
Jensen, sem þá rak umfangsmik-
inn búskap á þremur stöðum:
Korpúlfsstöðum, Lágafelli og
Melshúsum á Seltjarnarnesi.
— Þar hefur verið eitthvaö af
kúm?
— Já, heldur betur. Það voru
þrjú hundruð og fimmtán naut-
gripir á þessum þremur stöðum
samanlagt.
— Það hefur þurft vinnuaf! til
þess aö annast allt þetta, ekki sizt
þegar miðað er viö vinnubrögö og
verktækni á þessum árum?
— Já, það var nóg að gera, en
ég hafði lika ágætu fólki á að
skipa. Sumt af þessu fólki var hjá
mér árum saman. Þar var venju-
lega margt af ungu fólki, og þvi
var oft glatt á hjalla. Aö sumrinu
var margt ungra stráka hjá mér,
þar á meöal allir synir Páls heit-
ins Zóphóniassonar. — Ég kynnt-
ist Páli Zóphóniassyni fyrst, þeg-
ar ég var við nám á Hvanneyri.
Hann var þar kennari frá 1909-
1920, en ég lauk búfræðinámi 1913.
Siðar fylgdist ég með Páli noröur
aö Hólum i Hjaltadal, þegar hann
fluttist þangaö árið 1920, og var
þar ráösmaður hjá honum i sex
ár. Ég var þvi fjölskyldunni vel
kunnugur og hafði á henni mætur.
— Mig langar að tala meira um
blessaðar kindurnar. Var ekki
fleira fé hér i Mosfellssveitinni
fyrr á árum en nú?
— Jú, þvi hefur fækkað. Ég
man þá daga, þegar um þrjú
hundruö fjár voru i Grafarholti,
en liklega hefur verið algengast
að fjáreignin væri einhvers stað-
ar á ööru hundraðinu. Ég hygg að
það hafi veriö fágætt að f jártaia á
bæjum hafi farið niöur fyrir
hundraö, en hitt er einnig fágætt,
að hún næöi þrem hundruðum. Þó
mun þaö hafa verið um skeið bæði
á Bringum og i Grafarholti. Ég
var lengi réttarstjóri i Hafra-
vatnsrétt, og fyrstu árin sem ég
haföi það starf á hendi, komu þar
mörg þúsund fjár til réttar.
— Ekki manstu samt eftir
fráfærum i Mosfellssveit?
— Nei, nei, ekki hér. En heima
á Skerðingsstööum i Hvamms-
sveit i Dalasýslu, þar sem ég
fæddist, — þar fékk ég að sitja
yfir kviaám og var litt hrifinn af
þeim starfa, þótt ekki væri farið
með þær langt frá bænum. Ann-
ars voru fráfærur.þá sem óöast að
leggjast niöur svo i Dölum, sem
annars staöar. Ég hygg, aö
Bjarni i Asgarði, sem margir
kannast við, hafi þraukað viö
einna lengst þar um slóðir.
— En var ekki hjásetan hinn
eini þáttur fjárgæzlu, sem þér
leiddist?
— Jú, eiginlega er það alveg
rétt. Mér hefur alltaf þótt gaman
að kindum og umgengizt þær
meira og minna alla mina ævi,
þangað til núna i vetur, eins og ég
sagði áðan.
//.... Ef þau eru vel
gerð...."
— Þú hefur setiö aö búi þinu á
vetrum, en stundaö jaröyrkju á
sumrin?
— Ekki fyrstu árin. Framan af
árum stundaði ég söðlasmiði á
hverjum vetri, en ferðaðist um og
braut land að sumrinu. Ég
smiðaði aktygi, og yfirleitt allt
sem smiðað var úr leðri, aftur á
móti fékk ég alltaf klafana hjá
öðrum. Mér þótti þetta ákaflega
gaman, og ég á enn öll áhöld til
þessarar iðju, en get ekki lengur
notfært mér þau, heilsan leyfir
það ekki. Það er ekki nóg með að
ég er alveg að verða fótalaus,
eftir áratuga langan gang i
moldarflögum, heldur er hand-
styrkurinn lika farinn að láta
undan siga. Ég get til dæmis alls
ekki saumað.
— Slikt er nú ekki undrunarefni
um mann sem kominn er á niræö-
isaldur og hefur unniö eins og þú.
En hvaö heldur þú aö þér hafi þótt
skemmtilegast um dagana?
— Mig hefur alltaf langað til
þess að eiga margt sauðfé, þótt sá
draumur hafi ekki rætzt. Ég hef
aldrei verið það sem kallað er aö
vera fjármargur, þótt ég sé búinn
að umgangast sauðkindur um
dagana. Þegar ég var á Lágafelli
hjá Thor Jensen, voru þar um sex
hundruð kindur yfir bæinn. Nú, og
svo hefur mér alltaf þótt ákaflega
gaman að umgangast hesta,
temja þá til dráttar og vélavinnu
og að vinna með þeim.
— Hvernig hefur þér svo veriö
innan brjósts þegar þú hefur á
efri árum þinum feröazt um þær
sveitir þar sem þú vannst foröum,
og horft á slétturnar, sem eru
verk þin og hestanna sem þú
vannst meö?
— Það er gaman að horfa á
verk sin, ef þau eru vel gerð.
— VS.
ip® m.
' <.• /** ,*****»
: .* * %a!.* * MwA «. I
Hér stendur Kristinn hjá sláttuvélinni sinni og hestunum tveim, sem eru aö hjálpa honum viö heyskap-
inn. Samvinna manns og hests hefur löngum veriö náin, og er ckki bundin viö gæöinga eina, þótt ef til
vill séu þeir okkur ofar i huga en dráttarhestarnir.