Tíminn - 09.03.1976, Side 3

Tíminn - 09.03.1976, Side 3
Þriðjudagur 9. marz 1976 TÍMINN 3 Samið um hönnun hitaveitu á Akureyri: Hitaveita lögð í fyrstu húsin á Akureyri 1977 — áætlað að Ijúka framkvæmdum 1979 SJ—Reykjavik. — Nú hafa verið undirritaðir samningar um hönnun hitaveitukerfis fyrir Akureyri með jarðvarma frá Laugalandi. Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsens á Akur- eyri og Verkfræðistofa Norður- lands, einnig á Akureyri, hafa tekið verkið að sér, en á bak við þær standa Verkfræðistofa Sig. Thor. i Reykjavik. Fjarhitun og Almenna verkfræðistofan. Að sögn Bjarna Einarssonar, bæjarstjöra á Akureyri er ætlunin að framkvæmdir við innanbæjarkerfið hefjistá þessu ári og aðveitulögn verði gerð ár- ið 1977. Stefnt verður að þvi að Hliðahverfi II, sem er i bygg- ingu, fái þegar frá upphafi hita- veitu. Gert er ráð fyrir að ein- hverjir Akureyringar verði bún- ir að fá hitaveitu i hús sfn fyrir veturinn 1977. Ætlunin er að framkvæmdum við hitaveitu á Akureyri verði lokið á árinu 1979. Unnið er af miklu kappi að hönnun hitaveitunnar, og er það undir þeim skipuleggjendum komið, hvenær framkvæmdir geta hafizt, og ekki siður þvi hvernig gengur að afla fjár til að hefjast handa. Áherzla verður lögð á að framkvæmdir geti hafizt sem fyrst. Borholan að Laugalandi er orkumesta hola, sem boruð hefur verið hér á landi á lág- hitasvæði. Nú er verið að bora þar aðra holu og er komiðniður á 10.060 m dýpi, en hún hefur ekki gefið vatn ennþá. Fyrri holan gafvatn á 600m og aftur á 1300 m dýpi. Vonazt er til að þessi hola gefi þvi meiri orku neðar. TVEIR BÍLAR FUKU ÚT AF VEGINUM í OFSAVEÐRI Gsal-Reykjavik — Ofsaveður var á Austfjörðum á föstudagskvöld. Þá fuku tveir bilar út af vegum, annar i Oddskarði og hinn i Odds- dal, og gjöreyðilögðust báðir bilarnir. Annar billinn var mann- laus, er hann þeyttist dt af vegin- um, en i hinum voru piltur og stúlka, og fór bOI þeirra sex velt- ur, þar til þau komust dt. Stúlkan meiddist litílsháttar og var lögð inn á Sjúkrahúsið á Norðfirði, en pilturinn slapp ómeiddur. Gsal-Reykjavik. — Það er alrangt að fangarnir hafi viðurkennt að hafa margsinnis farið með Geir- finni Einarssyni I sjóferðir frá Keflavik, sagði Sigurbjörn Viðir, rannsóknarlögreglumaður I sam- tali við Timann, en i einu dag- blaðanna i gær, var frá þvi skýrt að játning þriggja gæzluvarð- haidsfanganna lægi fyrir hvað þetta atriði snertir, og það haft eftir Erni Höskuldssyni, saka- dómara. Sigurbjörn sagði að enn væri ekki hægt að greina dagblöðunum frá neinum upplýsingum sem Búnaðarþingi lýkur á miðvikudag Mó-Reykjavik — Tveir fundir voru á Búnaðarþingi i gær og þar voru afgreidd fjögur mál. Meðal annars var þar afgreidd ályktun um skipulagningu búvörufram- leiðslunnar. Nú sigur á seinni hluta þingsins og er stefnt að þvi að þingstörfum ljúki á miðviku- dag. Fjöldi mála hefur þegar ver- ið afgreiddur, en alls voru nær fimmtiu mál Iögð fyrir þingið. gébé—Rvik.,— Það er mikill baráttuhugur I konum hér, sagði Gréta Gunnarsdóttir um verkfall kvenna á Akranesi. Enginn viðræðufundur hefur veriö boðað- ur, og við biðum bara rólegar. Okkur hefur boriz.t mikill fjöldi af simskeytum og simtölum frá fólki um land allt.sem lýsir yfir stuðn- ingi við okkur, sagði hdn. — Á sunnudaginn var haldinn mjög fjölmennur fundur hér á Akranesi og þar var samþykkt að ,,skora á alla góða atvinnurekendur á Það var um kl. 18, að jeppabif- reið var á leið yfir Oddskarö og vareinn maður i bilnum. Er hann var kominn upp i háskarðið treysti hann sér ekki til að halda ferðinni áfram, þar eð bilinn var farinn að fjúka til á veginum. Maðurinn fór þvl út úr bilnum og komst i björgunarskýli sem þarna er og gerði viðvart til Norð- fjarðar, og bað um að hann yrði sóttur á jarðýtu. Brugðið var skjótt við og lögðu tveir menn af fram hefðu komið við rannsókn málsins. Sem kunnugt er hafa fjórir menn verið úrskuröaðir i gæzlu- varðhald I Geirfinnsmálinu svo- nefnda, og voru þeir allir úr- skurðaðir i 45 daga gæzluvarð- hald. Sá timi rennur út n.k. fimmtudag hjá þremur þeirra, og verðurþá ákvörðuntekin um það, hvort gæzluvarðhaldsvist þeirra verður framlengd. Piltur í lífshæftu Gsal-Reykjavik — Tæplega tvi- tugur piltur liggur nú á gjör- gæzludeild Borgarspitalans i Reykjavik eftir árás sem gerð var á hann I veitingahúsinu Klúbbnum s.l. föstudagskvöld. Pilturinn er talinn i lifshættu. Nánari tildrög eru þau, að skömmu eftir miðnætti sl. föstu- dagskvölds fór pilturinn á salerni á neðstu hæð veitingahússins. Þar var hann sleginn niður og siöan sparkað i kviðinn á honum. Ekki er vitað hver þessi fólskuverk vann, og biður rannsóknarlög- reglan i Reykjavlk alla þá sem vitni urðu að þessum atburði, að hafa samband við sig. Akranesi að viöurkenna óskir kvennanna, semja strax og leysa þessa ósanngjörnu deilu.” Enginn samningafundur hefur verið haldinnsiöan á fimmtudag i siöustu viku og enginn fundur hefur verið boðaður enn. A fund- inum á sunnudaginn i Rein var eftirfarandi ályktun samþykkt einróma: Fjölmennur fundur haldinn i Rein 7. marz mótmælir þeim við- brögðum atvinnurekenda á Akra- nesi, aö stöðva enn frystihúsin á stað inn í Oddsdal, þar sem jarð- ýtan var. I Oddsdal óku mennirn- ir fram á pilt og stúlku, en bíll þeirra hafði þá skömmu áður fok- ið Ut af veginum. Annar mann- anna hélt þvi með þau til byggða en hinn fór á ýtunni upp i Odd- skarð. Þegar komið var upp i skarðið var svo hVasst að ógjörningur var að tengja bilinn i skarðinu viö ýt- una. Mennirnir héldu þvi til Norð- fjarðar á ýtunni og gekk sú ferð slysalaust fyrir sig. A laugardagsmorgun var veðr- ið orðið skaplegt og fóru menn þá að huga að bilnum i skarðinu, en hann lá þá viðs fjarri veginum og var gjöreyðilagður. Sömu sögu var að segja um bilinn i Oddsdal, enhann hafði farið margar veltur eftir að pilturinn og stúlkan kom- ust Ur honum. 1 GÆR var undirritaöur á Egils- stöðum samningur um kaup Sam- bands .islenzkra samvinnufélaga og Kaupfélags Héraðsbúa á prjónastofunni Dyngju hf. á Egilsstöðum. Fyrirhugaö er aö Dyngja hf. starfi i nánum tengsl- um við Iðnaðardeild Sambands- ins á Akureyri og aðalvefkefni Dyngju á næstunni verður fram- leiðsla á ullarvörum til útflutn- ings. Dyngja hf. var stofnuö 15. janU- ar 1968 og hefur fram að þessu framleitt prjónavörur fyrir innanlandsmarkaö og til útflutn- ings. A árinu 1974 hófst samstarf Dyngju hf. við Iðnaðardeild Sam- bandsins, sem siðan hefur séö prjónastofunni fyrir verulegum aðalannatima ársins og halda áfram vinnudeilu i bænum, þegar flestir staðir hafa að loknu alls- herjarverkfalli hafið störf af full- um krafti. Fundurinn viðurkennir ekki þá átyllu, sem þeir bera fram, að vilja ekki mæta óskum starfs- kvenna sinna, heldur bjóöa þeim upp á verri samning en áður gilti um kauptryggingu i fiskvinnu. Þetta er ekki atriði um kaup, heldur um almenna virðingu og mannréttindi. Blaðamenn samþykktu verkfalls- heimild Á fundi f Blaðamannafélagi Islands sem haldinn var i gær, var samþykkt, að veita stjórn og launamálanefnd félagsins heimild til verkfallsboðunar. Var verkfallsheimildin sam- þykkt með 44 atkvæðum gegn 1. Samningaviðræður blaða- manna og útgefenda hafa staðið i nokkrar vikur, og er málið nú i höndum sáttasemj- ara rikisins. - Siðasti samningafundur var haldinn s.l. fimmtudag og bar þá tals- vert á milli deiluaðila. Nýr samningafundur hefur ekki verið boðaður. hluta verkefna hennar. Stjórn Dyngju hf. skipa, Hjört- ur Eiriksson, formaður, Þor- steinn Sveinsson, varaformaður gébé' Rvik — Bræla var á loðnu- miöunum I gærdag og bátarnir gátu ekki verið við veiðar. Loðn- an færir sig sifellt norðar og er nú beint út af Svörtuloftum, vestast á Snæfellsnesi. t fyrrinótt fengu 14 bátar afla, samtals 3.700 tonn. Frá miðnætti á laugardag til mið- nættis á sunnudag tilkynntu 47 bátar um afla til loðnunefndar, samtals 14.055 tonn. Heildarveiö- in á þessari loðnuvertið var þvi orðin I gær 237.407 tonn. Ilelga Guðmundsdóttir var aflahæst á laugardagskvöld, með samtals 7.874 tonn, en Guðmundur RE hafði þá fengið 7.770 tonn og Sig- urður RE 7.504 tonn. Samkvæmt skýrslu Fiskifélags Islands fengu 73 bátar einhvern loðnuafla i siðustu viku og var vikuaflinn samtals 56.124 tonn. Frá upphafi vertíðar til og með 6. marz s.l. hafa 76 skip fengið ein- hvern afla og var heildaraflinn Snarpur kippur í Grímsey Mó—Reykjavik.— I laugardags- kvöldið fannst snarpur jarð- skjálfti I Grimsey og átti hann upptök sin skammt austan við eyna. Kippurinn mældist 5,1 stig á Richterkvarða. Ekki er vitað um neinar skemmdir i eynni, en eitt- hvað var um að munir hryndu úr hillum. A aöfaranótt sunnudags- ins voru siðan kippir af og til alla nóttina og á sunnudag var stöðug virkni. A sunnudagskvöld fannst siðan allstór kippur skömmu eftir mið- nætti, en siðan hefur verið rólegt i Grimsey. Rekstrar- kostnaður minnkar um 13 millj. Gsal-Reykjavik — Þeiin fjölgar stöðugt skipunum, sem ganga fyrir svartoliu, en þvi fylgir mikill sparnaður miöaö við notkun gasoliu. Nýjasta dæmiö er Akraborgin, sem i siðustu viku fór i sina fyrstu ferö, knúin af vélum, sem ganga fyrir svartoliu. Það voru 52 vélskóla- nemar, sem unnu að breyting- um á oliukerfi skipsins, en unnið var að breytingunum að nætur- lagi. Til merkis um þann mikla sparnað. sem þessi brevting hefur i för með sér, má nefna. að áætlað er að reksturs- kostnaður Akraborgarinnar minnki um rúmlega þrettán milljónir króna á ári. og Asgrimur Stefánsson, með- stjórnandi. Framkvæmdastjóri Dyngju er Armann Benediktsson. s.l. laugardagskvöld samtals 219.652 tonn, á móti 349.821 tonn- um á sama tima i fyrra, en þá höfðu 107 skip fengið einhvern afla. . Loðnu hefur verið landað á 21 höfn viðs vegar um landið, auk bræðsluskipsins Norglobal, sem hefur tekið á móti mestum afla eöa samtals 34.543 tonnum, en næst koma Vestmannaeyjar með 26.582 tonn og Seyðisfjörður meö 26.146tonn.Tiu aflahæstu skipin á þessari vertiö voru i siöustu viku- lok þessi: Helga Guðmundsdóttir 7874 tonn BA GuðmundurRE 7770 — SigurðurRE 7504 — Börkur NK 6926 — HilmirSU 6383 — Eldborg GK 6213 — Grindvikingur GK 6048 — Hákon ÞH 5740 — GisliArniRE 5649 — Loftur Baldvinsson EA 5385 — „Hafa ekki viðurkennt að hafa farið á sjó" Mikill baráftuhugur í konum A A Lmnarí — enginn samningafundur a MKraneSI boðaðurenn Dyngja framleiðir ullar varning til útflutnings — mun starfa í tengslum við Iðnaðardeild Sambandsins á Akureyri Bræla á loðnumiðum — loðnan nú beint út af Svörtuloftum — Helga Guðmundsdóttir BA aflahæst

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.