Tíminn - 09.03.1976, Qupperneq 7
Þriðjudagur 9. marz 1976
TÍMINN
7
Ólafur Jóhannesson, dómsmólaráðherra:
OPIÐ BRÉF
til Þorsteins Pálssonar, ritstjóra
Annar
hluti
Aftaka á
Alþingi
Það fer ekki á milli mála, að
árásir Visis á mig voru skipu-
lögð pólitisk ofsókn. Hún var
undirbúin og skipulögð af huldu-
mönnunum á bak við þig. Há-
punktur þeirra i Visi var grein
„menntaskólakennara nokkurs
i Reykjavik”, svo að enn séu orð
stefnu þinnar notuð, er birtist
30. janúar sl., þar sem ég var
sakaður um yfirhylmingu
meints morðs með þvi að leggja
stein i götu rannsóknar. Þráður-
inn var upp tekinn og áfram
spunninn i leiðara Alþýðublaðs-
ins daginn eftir, þannig að auð-
sætt var, að leiðarahöfundi
hafði verið kynnt nefnd Visis-
grein áður en hún fór i prentun.
Á Visisgreininni var svo vakin
sérstök athygli með forsiðu-
grein i Visi sama dag og greinin
birtist. Svo kom bein lina. Þar
var talinu fljótt snúið i Visisfar-
veginn.
Hástigi átti svo atburðarásin
að ná á Alþingi daginn eftir
„Beinu linuna”, þ.e. 2. febrúar.
Dagurinn trúlega valinn að
fyrirlagi margnefnds mennta-
skólakennara. Þar skyldi end-
anleg aftaka min fara fram.
Ekki aftaka i bókstaflegum
skilningi, heldur auðvitað póli-
tisk aftaka. A sviði stjórnmál-
anna er enn leikið með svipuð-
um hætti og forðum hjá Guð-
mundi gamla á Glæsivöllum: „1
góðsemi vegur þar hver ann-
an”.
Formaður Alþýðuflokksins á
að hafa látið þess getið i kunn-
ingjaspjalli, að innan tveggja
daga yrði Ólafur að segja af sér
og á þriðja degi yrði hann — for-
maðurinn sjálfur — kominn i
stjórnarráðið. Þetta minnir á
sjálfa upprisuna. Söguna sel ég
eigi dýrara en ég keypti hana,
en hún gæti verið sönn, eins og
maðurinn sagði.
Það var strax ljóst, að mikið
stóð til þennan dag. Snemma
morguns voru sjónvarpsmenn
farnir að bjástra við Alþingis-
húsið með tæki sin. Hvort þeir
hafa verið pantaðir af aftöku-
sveitinni, veit ég ekki.
Klukkan tvö hófst svo sjálf at-
höfnin. Sighvatur Björgvinsson
átti að annast aftökuna, og er
hér auðvitað enn allt i pólitisk-
um skilningi. Slikt starf hefur
löngum þurft að launa vel.
Annars hafa menn ekki i það
fengizt. Er um það talað manna
á milli, og hefur enda komið á
prenti, að Sighvatur skyldi að
launum hljóta bankastjórastarf
við Alþýðubankann. Eigi veit ég
hvað er satt i þvi. En eigi er að
efa, að hann er vel til þess fall-
inn. En sleppum þvi. Höldum
okkur við atburðarásina á svið-
inu.
Sighvaturstéi stólinn, las upp
skrifaða ræðu, þrælundirbúna,
svo að ljóst var, að yfir henni
hafði lengi verið legið. Hafði
mörgum veriðstefntá þingpalla
til að vera við athöfnina. Má
segja um framgöngu Sighvats,
að hann barðist vel og lengi og
af mikilli trúmennsku. Eftir
snjalla klukkustundarræðu var
hann þó mjög þrotinn af mæði,
svo sem var nafni hans á
örlygsstöðum forðum. Enginn
varð þó til að skjóta yfir hann
skildi, en enginn vildi honum
mein gera, enda er hann
drengur góður að eðlisfari, ef
honum er eigi spillt af slæmum
félögum, og skortir hann sizt af
öllu lýðhylli.
Ég tók þvi næst til varnar og
reyndi eftir getu að bera af mér
spjótalögin. Þótti ég harðhent-
ari en búizt var við, þungorður
stundum og skútyrtur nokkuð,
svo að siðavöndum þingmönn-
um blöskraði, eins og siðar kom
fram. Mun þó mörgum hafa
þótt, að ég hefði ærið tilefni til
að tala tæpitungulaust. Er eigi
ástæða til að lýsa hér frekar
vopnaviðskiptum, þar sem al-
þjóð gat að nokkru fylgzt með
þeim i sjónvarpi. Það má e.t.v.
segja um glimu þessa, að hörð
var sú örlagarimma. En er
tjaldið féll að tveim klukku-
stundum liðnum eða svo, var
ljóst, að aftakan hafði mistekizt.
Sátu þá sumir eftir með brostn-
ar vonir.
I Kastljósi sjónvarpsins
skömmu siðar var þess freistað
að reisa þá við, sem afvelta lágu
eftir orrahriðina, og koma um
leið klámhöggi á Framsóknar-
flokkinn. En sú tilraun tókst eigi
svo sem til var stofnað, og undu
menntaskólakennarinn og
huldumennirnir hlut sinum hið
versta, sem von var til. Sitthvað
spaugilegt bar þó fyrir augu og
eyru i Kastljósi þessu, og verður
e.t.v. vikið að þvi sumu siðar.
Leikslokin urðu þannig þau,
að atlagan að mér mistókst.
Menn sáu I gegnum allt „plott-
ið”. Ég sit enn i dómsmálaráðu-
neytinu, þrátt fyrir áköf áköll
leiðarahöfunda Visis og svo
fósturbarnsins — Alþýðublaðs-
ins — til forsætisráðherra um að
setja mig af. Hann sýnist ekki
hafa virt þær bænarskrár svars.
Á hinn bóginn eru draumar til-
tekinna manna um stjórnar-
ráðsvist fyrir bi I bili. En hugg-
un er þeim þaðharmi gegn, að
ekki er öll nótt úti enn.
Og þó að menntaskólakennar-
inn og huldumenn hans hafi tap-
að leiknum á heimavigstöðvum,
hafa þeir i útlöndum séð nokk-
urn ávöxt iðju sinnar. Má það
vera þeim nokkur sárabót.
Þannig birtist strax 4. febrúar
grein i Guardian, þar sem m.a.
segirsvo: „Johannesson has al-
so recently been playing hard to
the Gallery to protect his own
position after allegations of cov-
er up by his Justice ministry, in
a case involving one of Ice-
lands’s rare murders”. í laus-
legri þýðingu myndi pistill þessi
hljóma á þessa lund: Ólafur Jó-
hannesson hefur einnjg að und-
anförnu orðið að heyja harða
baráttu á opinberum vettvangi
til þess að verja stöðu sina, eftir
að fram hafa verið settar aö-
dróttanir um, að ráðuneyti hans
hafi viljað breiða yfir eitt af hin-
um sjaldgæfu morðmálum á Is-
landi.
1 grein i Sunday Times 22.
febrúar sl. birtist smágrein, er
Sighvatur sté i stóiinn..
fjallaði um erfiðleika islenzku
rikisstjórnarinnar. Þar stendur
þessiklausa: „and a sensation-
al criminal case involving drug
smuggling, murder extortion
and, it is alljeged, one of the
parties in the coalition govern-
ment”. Hér er sem sagt látið að
þvi liggja, að annar stjórnar-
flokkurinn — Framsóknarflokk-
urinn- — sé ilæktur I eiturlyfja-
smygl og morðmál. Hreint ekki
sem verstur árangur rógsiðju —
eða hvað finnst þér, herra rit-
stjóri?
Drama
á Alþingi
Þvi verður ekki neitað, að af-
tökutilraunin á Alþingi var tals-
vert drama, bæði að þvi er varð-
aði undirbúning allan og svið-
setningu. Sighvatur og ég fórum
þar með aðalhlutverkin. Það
væri nógu fróðlegt að vita, hvað
sjónvarpið greiðir fyrir hlut-
verk af þeirri lengd, sem þar
var um að ræða. Það væri ekki
ónýtt tyrir ÓKkur Sighvat að fá
„salær” af þvi tagi. Hann gæti
lagt það fé i lukkupott Alþýðu-
blaðsins, og ég gæti notað það til
að gera þig og bilakóngana
skaðlausa af málskostnaöi, sem
á fellur vegna fljótræðisstefnu
þinnar.
Hver veit, kannski verða
Heródes og Pilatus vinir á þeim
degi, er Sighvatur og ég felum
Jóni Steinari að rukka sjón-
varpið um þóknun fyrir „rull-
urnar”.
Eins og áður er sagt, verkaði
þetta drama misjafnlega á
þingmenn. Lýstu tveir eða þrir
þeirra áhrifunum i blaðaviðtali
á eftir. Voru það þau frú Sigur-
laug Bjarnadóttir og Jónas
Arnason rithöfundur.
Sigurlaugu
varð svart
fyrir sjónum
Frú Sigurlaugu sortnaði fyrir
augum. Hún lýsir þvi, að þann 2.
febrúar hafi hún lifað svartasta
dag sögu sinnar á Alþingi. Ein-
hvern veginn skildist mér, að
þar ætti ég sök. — Kannski er
það misskilningur. Það hryggir
mig, ef ég hefi með óviður-
kvæmilegu orðbragði truflað
skilningarvit þessarar við-
kvæmu og siðavöndu konu, sem
auðvitað er allsendis óvön sóða-
legu orðbragði og gróusögum i
sinu umhverfi. En það var
skaði, að sansar hennar skyldu
truflast, þvi að þá hefur hún
misst af þvi að sjá svipbrigði
þingmanna, og þá ekki hvað sizt
þess,er sat henni hið næsta. En
það er bót i máli, að hún rær
ekki ein á báti I siðavendninni.
Hún hefur þar góðan sálufélaga
og samferðamann.
Og jafnvel
Jónasi brá
Jónas Árnason varð einnig
gripinn siðbótaráhuga — að visu
nokkuð sérstæðum. Honum
fannst ekki ástæða til að trufla
menntaskólakennarann við aur-
kastið. Og á milli linanna mátti
lesa, að honum hefði þótt leik-
þátturinn á Alþingi leiðinlegur,
liklega vegna þess að ég hafi
gerzt offari i orðum. Það er
veikleiki sumra manna, að þá
skiptir miklu, hvort þeir eru
þátttakendur eða bara áhorf-
endur. Jónas virðist hafa frels-
azt, þvi að á meðan hann var og
hét, brá hann stundum fyrir sig
sterkum áherzluorðum, ekki
sizt ef sjónvarp var á vettvangi
ogveiðilegtá þingpöllum.
Það er auðvitað ánægjulegt, ef
þau Jónas og Sigurlaug geta i
sameiningu beitt sér fyrir siða-
bót meðal alþingismanna. Það
er verst hvað flestir frelsaðir
siðbótarmenn eru leiðinlegir.
Þeir semja varla reviur aö
gagni.
Ein er sú spurn, sem liggur
mér á tungu. Og hún er þessi:
Gengur háttvirtur þingmaður,
Stefán Jónsson, i siðbótarfélag
Sigurlaugar og Jónasar? Þá
yrði siöbótarhreyfingin á
Alþingi virðuleg þrenning — að
visu ekki heilög, en góð samt.
Ég sé þau i anda á Alþingi eftir-
leiðis, talandi sjaldan og jafnan
af mjkilli kurteisi, leitandi
sannleikans i hverju máli, svo
•sem saumnálar i heystakki. En
e.t.v. siðvæðist Stefán alls ekki.
Þá ætti Karvel að hlaupa i
skarðið.
En við Sighvatur getum hugg-
að okkur við það, að leikarar fá
oft ómilda dóma, einkanlega ef
gagnrýnendur eru slæmir i
maga.
Að leikslokum
Að leikslokum rikir harmur i
húsum huldumanna. Munu þeir
nú margir reika um, ráðvilltir
nokkuð, raulandi fyrir munni
sér sigild orð séra Hallgrims:
„Sjá hér hve illan enda
ótryggð og svikin fá”.
1 næsta bréfi ætla ég aftur að
vikja að hinni einstæðu stefnu
þinni og þeirri hlálegu kröfu, er
þú þar gerir og e.t.v. verður til
að halda ritstjóranafni þinu á
lofti um skeið.
Þinn einiægur,
Óiafur Jóhannesson.
25 félagar í Danskennarasambandinu
SJ—Reykjavik — Aðalfundur
Danskennarasambands islands
var haldinn i lok janúar siðast-
liðinn.
I skýrslu stjórnar kom fram, að
tvær stúlkur luku prófi á D.S.l.
þær Guðrún Jacobsen og Svan-
friður Ingvadóttir, báðar með
hæstu einkunn. Akveðið var að
taka upp kennslu fyrir 11 ára börn
i Kópavogi á vegum Tómstunda-
ráðs Kópavogs, og er sú kennsla
hafin. Einnig barst beiðni frá
styrktarfélagi vangefinna um
danskennslu við dagheimili
þeirra á Suðurlandi. Stjórn sam-
bandsins skipa Guðbjörg H. Páls
dóttir, Iben Sonne, Edda R. Páls-
dóttir, Heiðar R. Astvaldsson og
Klara Sigurgeirsdóttir. 25félagar
eru nú i sambandinu.
Að sögn formannsins Guð-
bjargar H. Pálsdóttur hefur áður
verið danskennsla fyrir vangefna
og gefizt vel. Kennsla þessi er
ekki hafin, en er i undirbúningi og
hefst væntanlega i Bjarkarási og
Lyngási. Þá hafa félagar úr sam-
bandinu kennt dans i menntaskól
um og i flestum barnaskólum
boigarinnar hefur verið kenndur
dansi tólf ára bekkjum undanfar-
in ár.