Tíminn - 09.03.1976, Síða 9
TÍMINN
9
Þriðjudagur !(. marz 1976
Ræff við búnaðarþingsfullfrúa
lljörtur E. Þörarinsson, böndi á
Tjörn.
Ýms feikn á lofti um öfugþró-
un sem verður að sporna við
Hjörtur E. Þórarinsson á Tjörn
i Svarfaðardal á sæti á búnaðar-
þingi fyrir Eyfirðinga. Hjörtur
hefur tekið mikinn þátt i félags-
störfum og á sæti i stjórn
Búnaðarfélags tslands, og einnig
situr liann i náttúruverndarráði.
Þá cr lljörtur formaður stjórnar
Kauplélags Eyfirðinga, auk ann-
arra trúnaðarstarfa, sem liann
gegnir.
Viö tókum Hjört tali og
spurðum hann fyrst hvaö nú væri
mest aökallandi i landbúnaðar-
málum isleudinga.
— Við verðum að fara að skipu-
leggja landbúnaðarframleiðsl-
una, þannig að framleiðslan sé i
samræmi við markaðsþörfina á
hverjum stað. Jafnframt verðum
við að stefná að þvi að ætíð sé
framleitt nægilega mikið af land-
búnaðarvörum i landinu, en þó
þannig, að ekki þurfi að flytja út
landbúnaðarvörur, nema þá þær
sem hagkvæmt er út að flytja.
— Hefur eitthvaö verið gert til
að beina frramleiðslunni inn á
heppilegastar hrautir?
— Við höfum litið gert af þvi
hingað til, en samt sem áður
hefur búskapurinn að nokkru
lagað sig eftir markaðsþörfinni.
Þannig er mjólkin aðallega fram-
leidd þar sem mestur markaður
er,eins og á Suðurlandi, i Borgar-
firði og Eyjafirði. Annars staðar
á landinu hafa bændur meira
snúið sér að sauðfjárrækt.
Nú eru hins vegar ýms teikn á
lofti, um að framleiðslan fari að
ganga i öfuga átt við það sem
æskilegt er. Ljóst er, að það er
vaxandi tregða fólks að hafa kúa-
bú, og þessi tregða er jafnvel
mest næst aðal markaðssvæð-
unum.
Þetta starfar m.a. af þvi, að
það er erfitt að samræma
mjólkurframleiðsluna reglu-
bundnum og miklum frium, en
sem öllum er kunnugt aukast si-
fellt kröfurnar um helgarfri og
löng sumarfri.
Og til viðbótar við hættuna á að
innan tfðar verði ekki framleidd
nægilega mikil mjólk i landinu
bætist sú hætta, að landið verði
ofsetið af sauðfé. Vegna náttúru-
skilyrða hér er tæplega um aðra
valkosti að ræða en taka upp
sauðfjárbúskap, ef kúabúskapur
er lagður niður. En sauðfjár-
búskap hefur okkur Islendingum
ekki ennþá tekizt að reka nema
með viðáttumiklu landi.
— Nú hafið þið rætt þessi mál
mikið á búnaöarþingi. Hafið þið
einhverjar ákvcðnar hugmyndir
um hvernig stjórna eigi fram-
leiðslunni?
— Nei, það er ekki skýrt i
hugum okkar, hvernig koma á
þessu i kring. Flestir virðast þó
hallast að einhvers konar mis-
mun i lánsfjárfyrirgreiðslu. Hins
vegar tel ég, að við höfum allt of
seint farið að ræða þessa hluti i
alvöru. Við hefðum þurft að hefja
þessar aðgerðir fyrir tiu eða jafn-
vel tuttugu árum.
En það má segja, að betra sé
seint en aldrei. Nú verður alla-
vega að gera átak til að sporna
við þessari nýju öfugþróun.
— Núsiturþú i Náttúrverndar-
ráði, Hjörtur. Fara sjónarmið
náttúruverndarmanna og bænda
saman?
— Vissulega geta þessi sjónar-
mið farið mjög vel saman. Sá
hluti náttúrunnar, sem fyrst og
fremst er nýttur vegna búskapar
er gróðurinn. Það er þvi
sameiginlegt sjónarmið allra að
efla gróðurinn, þvi það þýðir, að
hægt ' er að efla landbúnaðinn.
Gróðurmörk landsins hafa
dregizt saman um helming siðan
land byggðist, að þvi er talið er.
Ef okkur tekst að græða það land
aftur, skapast auknir möguleikar
fyrir landbúnaðinn, þegar að þvi
kemur að auka má landbúnaðar-
framleiðsluna. En allan gróður
þarf að nýta i hófi og af skynsemi.
Ég legg á það áherzlu, að
samræmi sé i gróðurverndar- og
landgræðslumálum annars vegar
og stefnunni i hinum almenna
búskap hins vegar. Sé svo ekki,
hefst ekkert upp úr þeirri við-
leitni, sem nú er, að snúa vörn i
sókn og efla gróðurlendi landsins.
— Margir bændur gagnrýna
það, að verið sé að taka einstaka
bújarðir og leggja þar niður
búskap vegna náttúruminja, sem
þessar jarðir hafa að geyma.
— Einn þáttur náttúruverndar
er að taka frá sérstök náttúru-
verndarsvæði og leggja þar niður
búskap að einhverju eða öllu
leyti. Sárafáar bújarðir hafa
verið teknar til þessara nota og
stendur ekki til að gera það i
neinum mæli. Bændur eiga ekki
að vera svo nizkir að telja, að með
þessu sé verið að herða að þeim.
Við búum i stóru og viðáttumiklu
landi, og við eigum mikla mögu-
leika á landvinningum. Þvi
megum við vel sjá af nokkru landi
sem býr yfir sérstæðri náttúru og
draga þar samann búskap.
Sérstaklega vil ég leggja
áherzlu á að i hverju héraði
landsins verðum við að taka frá
nokkurt votlendi. Slikt er mjög
mikilsvert vegna fulgalifsins og
þess sérstaka gróðurfars sem þar
þrifst. Landbúnaðurinn má vel
við þvi, og við þurfum ekki á
þessu landi að halda til að geta
haldið nægilegri landbúnaðar-
framleiðslu i landinu. Enda erum
við búnir að vinna fram fyrir
okkur i uppþurrkunarmálum og
megum þvi fara hægt i náinni
framtið.
Nú liefur allmikið verið rætt um
gæsh' á búnaðarþingi, og þar
lielur verið rætt um að fækka
villigæsinni. jafnframt þvi sein
rætt hefur verið um aö liefja
ræktun ogeldi gæsa i stórum stfl.
— Já, villigæsin hefur gert
mörgum bónda gramt i geði og
valdið miklum skaða. Einnig
virðist útbreiðsla hennar stöðugt
vera að aukast, og hefir
numið ný lönd, þar sem hún sást
ekki áður, nema sem gestur haust
ðg vor. Ástæður fyrir þessu hafa
margar verið tilnefndar, en ég
reikna með að sú mikla ræktun
túna og grænfóðurs, sem hér á
landi hefur orðið á undanförnum
árum, eigi þar stærstan hlut að.
Það er þægilegt fyrir gæsirnar að
koma i nýræktirnar snemma á
vorin og setjast þar að veizlu-
borði, og grænfóðrið býður henni
upp á annan veizlukost á haustin.
En til þessa geta einnig legið
ýmsar ástæður, þar á meðal hag-
stæðar breytingar i vetrarheim-
kynnum hennar.
Mó-Heykjavík. Bunaðarþing hef-
ur samþykkt ályktun um eflingu
bændaskólans á Hólum i Hjalta-
dal. Er þvi beint til landbúnaðar-
ráðherra, að hann láti gera áætl-
un um alhliða eflingu bændaskól-
ans á Hólum, og verði við það
miðað, að framkvæmd hennar
verði lokið á aldarafmæli skólans
1982.
1 greinargerð með ályktuninni
segir:
,,Arið 1882, „úrið, sem ekkert
sumar kom á Norðurlandi”, hóf
bændaskólinn á Hólum i Hjalta-
dal göngu sina. Kjarkur og bjart-
sýni þeirra manna, sem hrundu
þvi hugsjónamáli i framkvæmd,
eins og þá var háttað högum
þjóðarinnar, er i sannleika að-
dáunarverð. Fá islenzkir bændur,
og þó öðrum fremur Norðlending-
ar, seint fullþakkað það framtak,
sem svo giftusamlega tókst til, að
skólinn hefur komist klakklaust
yfir alla erfiðleika til þessa dags
og er nú einn elsti starfandi skóli
landsins.
Ekki er þvi að leyna, að nokkuð
skortir á, að nægilega vel hafi
verið að Hólaskóla búið af hálfu
rikisvaldsins um íramlóg til við-
halds og uppbyggingar skóla-
setursins. Að margra áliti er skól-
inn of litill að húsakosti og
nemendafjölda. Af þvi leiðir, að
En nú vil ég fara að snúa þessu
við. 1 stað þess að láta gæsir ein-
ungis valda stórfelldu tjóni,
eigum við að hafa af þeim arð.
Með þvi framleiðum við fjöl-
breyttari fæðutegundir i landinu
og svörum með þvi kröfum
timans.
Skilyrði fyrir ræktun aligæsa og
anda virðast hagstæð hér á landi.
Þessir fuglar lifa fyrst og fremst
á grasi, og þurfa þvi ekki nema
sáralitið innflutt fóður, ólikt þvi
sem er um svin og hænsni.
Þá er það mjög hagstætt, að
ekki þarf að halda lifinu i nema
einu dýri yfir vetrarmánuðina,
5-6 kg hnoðra, og það getur siðan
skilað i bú bóndans mikilu magni
af kjöti að afloknu sumri og stutt-
um eldistima frá hausti til jóla.
Að sjálfsögðu þarf einnig að hafa
nokkur karldýr i hverjum gæsa-
hóp.
mannafli til kennslu, félagsstarfs
og annarra nauðsynja margs
konar er alls ónógur, til þess að
staðurinn megi risa undir þeim
kröfum, sem til hans verður að
gera vegna samtiðar og sögu. Þá
skortir mikið á, aö útihús skóla-
búsins séu viðunandi og samboðin
slikum stað, og hitaveita er
draumur. sem forráðantenn
Hér á landi er nú þegar tölu-
verð reynsla i eldi gæsa. Um þá
framleiðslu hefir þó verið
mjög hljótt, og almenningur i
landinu hefur ekki hugmynd um
þessa framleiðslugrein.
Ég lagði til i tUlögu á búnaðar-
þingi, að hafnar yrðú tilraunir
með ræktun gæsa og anda við
misjöfn skilyrði. Jafnframt yrði
stjórn búnaðarfélagsins og fram
leiðsluráði falið að kanna, hvort
ekki séu möguleikar á að fá veru
lega aukinn ntarkað fyrir þetta
kjöt.
MÓ
heima á Hólum hafa alið með sér
um nokkurt skeið.
Maklegt væri að minnast aldar-
afmælis skolans árið 1982 með
myndarlegu. vel skipulögðu ataki
til eílingar hans. Til þess. að slikt
megi gerast i viðráðanlegum
áföngum. er ekki seinna vænna að
hefjast handa um gerö áætlun-
Jörð tíl leigu í Eyjafirði
Er laus til ábúðar i vor. Upplýsingar i
sima 96-21607 Akureyri.
Vatnshrútur óskast
Óska eftir að kaupa vatnshrút i nothæfu
standi, helzt stóran. — Upplýsingar i sima
3-81-41 eða skrifið i pósthólf 1083, Reykja-
vik.
Búnaðarþing skorar á land-
búnaðarráðherra að láta gera
áætlun um eflingu bændaskól
ans á Hólum
Á morgun veróur dregió í 3. flokki.
8.640 vinningar aó fjárhœó 110.070,000 kióna.
i dag er síóasti endurnýjunardagurinn.
3.flokkur:
9 á 1.000.000 kr.
9 - 500.000 —
9 - 200.000 —
198 - 50.000 —
8.397 - 10.000 —
8.622
Aukavinningar:
18 á 50.000 kr.
8.640
9.000.000 kr.
4.500.000 —
1.800.000 —
9.900.000 —
83.970.000 —
109.170.000 kr.
900.000 —
110.070.000.00