Tíminn - 09.03.1976, Page 10

Tíminn - 09.03.1976, Page 10
10 TÍMINN Þriðjudagur 9. marz 1976 Miólkinni hellt niður á sama tíma og smjör- skortur er í landinu Halldór E. Sigurðsson land- búnaðarráðherra sagði i umræð- um I efri deild Alþingis i gær, að sennilega næmi tjón bænda vegna nýafstaðins verkfalls, er þeir urðu að hella niður miklu magni mjóikur, um 100-200 milljónum króna. Þetta gerðist á sama tima og útlit væri fyrir smjörleysi á innanlandsmarkaði. Þessi ummæli ráðherrans komu fram i umræðum um frumvarp Jóns Ármanns Héðinssonar (A) um að bjarga mjólk frá eyðilegg- ingu, þegar verkfall er. 1 greinargerð með frumvarpinu segir flutningsmað- „Þaðerkunnara en frá þurfi að segja, að mjólkin hefur um aldir bjargað þúsundum mannslifa á tslandi frá hungri og dauða. Það eru þvi óverjandi vinnubrögð og glæpi næst að standa þannig að kjarabaráttu, að mjólk sé hellt niður að óþörfu. Þetta er þvi hörmulegra þegar hungur sverf- ur að milljónum manna víða um heim. En viö hér á landi getum nú fagnað þvi, að hungurvofan er flosnuð upp og ætti ekki að eiga afturkvæmt, sé rétt á málum haldið hér innanlands. Sú þjóö, sem misst hefur tugþúsundir manna úr hungri á liðnum öldum, getur ekki verið þekkt fyrir að eyðileggja matvöru, sem þegar er til sem slik vegna átaka aöila, er skilja ekki sinn vitjunartima. Það má aldrei endurtaka sig að mjólk sé hellt niður á tslandi. Þess vegna er þetta frumvarp flutt. 1 1. gr. þessa frv. er forstöðu- manni mjólkurbús heimilað að kveðja til nægilegt starfslið svo að takast megi að koma mjólk í gegnum vinnslu og koma þannig i veg fyrir að henni verði hellt niður. Ekki er unnt að kveða svo á að tiltaka ákveðinn fjölda manna, það verður aö fara eftir aðstæð- um hverju sinni. Hugsanlegt gæti verið að bændur sjálfir kæmu hér til, þar sem þeir eiga mjólkurbú- in. Það skal undirstrikað, að þessi heimild er ekki fyrir hendi fyrr en 3 1/2 sólarhring eftir að til stöðvunar kemur, svo þarna er veitt nokkurt svigrúm til að ná sættum i vinnudeilum auk þess tima sem vonandi hefur verið fyrir hendi áður en til verkfalls kom. t 2. gr. er kveðið á um hvernig með skuli fara þær afurðir er kunna að verða framleiddar. Kröfur eru strangar um gæði við eðlilegar aðstæður, og réttmætt er að heilbrigðisyfirvöld fylgist ætið með gæðunum. í 3. gr. er fjallað um sektir, ef menn hindra vinnsluna, og hljóta þær að vera verulegar, ef tilgang- ur laganna á að nást. t 4. gr. er kveðið á ■ um gildis- tima, og veröur að teljast rétt- mætt að lögin taki gildi strax, svo að öllum viðkomandi sé kunnugt um ákvæöi þeirra.” Halldór E. Sigurðsson landbúnaðar- ráðherra sagði, að þetta frum- varp væri mjög athyglisvert, og kvaðst hann vilja þakka flutningsmanni fvrir að taka Pdll Pétursson, alþm. Lítilshóttar hækkun raf- orkuverðs réttlætir ekki stækkun Álversins Nýlega kom tii umræðu stjórnarfrumvarp um viðauka- samning miili rikisstjórnar ts- lands og Swiss Aluminium um ál- bræðslu við Straumsvlk. Páll Pétursson (F) gagnrýndi þetta frumvarp harðlega. Páll Pétursson sagði, að enda þótt nokkur lagfæring fengist á raforkuverðinu til álversins, fyndist sér ekki um mikla úrbót að ræða. Minnti hann á, að 50% af tiltækri raforku landsmanna færi til álversins, en hún haföi verið seld á 10% þess verðs, er almenn- Hugmynd, Stefdns Valgeirssonar, alþm.: Viðskipta menntun í skólanum að Lauga landi? Nokkrar umræður urðu i neðri deild I gær um viðskipta- menntun á framhaldsskólastigi, m.a. tóku þátt i þeim umræðum Vilh jálmur Hjálmarsson mennta- málaráð- herra og A1 þý ð u - bandalags- þingmenn- irnir Svava Jakobsdóttir og Jónas Arnason. Einnig tók þátt I þessum umræöum Stefán Valgeirsson (F). Varpaöi þingmaöurinn þeirri hugmynd fram, að Hús- mæöraskólanum að Lauga - landi yrði breytt og þar tekin upp viöskiptamenntun á fram- haldsskólastigi. ingur þyrfti að greiða. Hér á eftir fara nokkrir kaflar úr ræðu Páls Péturssonar. Stækkun Álversins Það atriði, sem mér finnst lak- ast i þessum samningi, er heimildin til stækkunar Alversins og ég er þess fullviss, að litils- háttar leiðrétting á rafmagns- verðinu er of dýru verði keypt með þessari stækkun. Við höfum mjög slæma reynslu af þessu fyrirtæki og þeim atvinnuháttum og þeirri atvinnuuppbyggingu þjóöfélagsins, sem þar var hafin, þess vegna sé ég enga ástæðu til þess að fara að heimila stækkun þessa iöjuvers, jafnvel þótt nokk- ur hækkun raforkuverös fengist fyrir það, og það sé vissulega já- kvætt að islenzkir raforkunotend- ur þurfi ekki aö borga eins mikiö með raforkusölunni til Alversins á næstu árum og þeir hafa gert til þessa.Landsvirkjun hefur reikn- að út meöalverð viðbótarsölunnar árið 1978 og 1979 miðaö við álverð 45 cent á pund. Þaö er 4,43 mill á kwst. Þetta fyrirtæki hefur alla tiö verið skorbildur í þjóðarbú- inu, sogað til sin meira en helminginn af tiltæku rafmagni og ekki goldið fyrir nema hluta af framleiðslukostnaðarveröi þess. Framleiðslukostnaðarverð á raf- orku viö Sigöldu er áætlað 180 aurar á kwst, og að vera nú að gera samninga um ráðstöfun á hluta þeirrar orku fyrir meðal- verð viðbótarsölunnar á ca 75,3 aura, það þykir mér nú ekki skyn- samlegt. Hættulegir stóriðjudraumar Þannig tel ég að ekki eigi að haga vinnubrögðum við uppbygg- ingu atvinnulifs á tslandi, það er útilokað að selja raforkuna á verði, sem er neðan við fram- leiðslukostnaðarverð á hverjum tima. Að minnsta kosti þegar ekki er um innlend þjóðþrifafyrirtæki að ræða. Ég tel að reynslan hafi sannað okkur það rækilega, að sú uppbygging atvinnulifs á tslandi að laða hingað erlend auöfélög til þess að koma á fót iðjuverum, Páll Pétursson. sem eru ýmist alfarið i eigu út- lendinga eða þá með snöru hring- anna um hálsinn sé röng. Svo röng, að fjarstæða sé að haldið sé lengra á þeirri braut. Ég bið menn að hugleiða, hvernig ástandið væri núna, ef við heföum hleypt útlendingum i fisk- iðnaö eða útgerö á Islandi. Þetta er að mörgu leyti hliðstætt. Dapurleg reynsia Nú þegar að áliðnaður dregst saman, þá losar Alverið sig náttúrlega við drjúgan hluta af starfsmönnum sinum. t Straums- vik haia menn unnið erfiða og óholla vinnu, en þar hafa menn lika fengið háttkaup. Starfsmenn annarra fyrirtækja hafa farið að miða sig viö það, og krafizt sömu launa. Þegar rikisstjórnin vildi ekki fallast á þessar kröfur i Aburðarverksmiðjunni og Se- mentsverksmiðjunni i fyrravor og setti bráðabirgðalög, þá neit- aði verkalýðshreyfingin að hlýöa þeim lögum „þau fóru i bága við réttarvitund almennings” að sögn forseta ASt. Verkalýðs- hreyfingin braut á bak aftur rétt-kjörin stjórnarvöld i landinu og fyrirkom i eitt skipti fyrir öll úrræðum bráðabirgðalaga til lausnar vinnudeilum. Þarna kom fram einn þáttur 7 áhrifum Al- versins á islenzkt efnahagslif. Al- verið hefur reynzt okkur illa i flestu tilliti, svo sem framsóknar- menn bentu á við stofnun þess.. Einkennileg röksemdafærsla Framsögumaður meiri hluta iðnaðarnefndar hæstvirts 1. þing- maður Suðurlands Ingólfur Jóns- son fjölyrti mjög umgróöar.n af þessu álveri, bæði fyrr og þó sér- staklega i framtiðinni. Hann rakti dæmi, sem nefndin hafði látið reikna út. Bæði þessi dæmi gera ráð fyrir gróða íslendinga. Úr ræðu hæstvirts 1. þingmanns Suðurlands, sem birt er i Morgun- blaðinu 12.2. vil ég leyfa mér aö rifja upp þessi orð. „I skýringum með frumvarpinu eru sett fram 2 dæmi, a og b. Ætla má að dæmi a gæti verið raunhæft, sem gerir ráð fyrir svipaðri veröþróun á áli og undanfarna tvo áratugi. En dæmi b gerir ráð fyrir örari verö- hækkunum á áli, eða um 5% á ári að meðaltali. Einnig gerir dæmi b ráð fyrir mun meiri hagnaði. Dæmi b verður að teljast óraun- hæft enda sett fram af Islenzku samniuganefndinni i viðræðun- um, við Alusuisse til stuðnings málstað tslands.”Ég verð að játa að upp I svona röksemdafærslu næ ég ekki, ég vona bara að hæst- Framhald á 20. síðu. Stjórnarf rumvarp: Jafnrétti þetta mál upp. Sagðiráðherra, að þetta mál væri mjög viðkvæmt. Ekki hefði komið til þess fyrr en i siðasta verkfalli, að bændur þyrftu að hella niður mjólk. Erfitt væri að setgja nákvæml. til um tjón bænda vegna þess, en sennilega væri tjón þeirra á bilinu 100-200 milljónir króna. Slikt mætti ekki endurtaka sig. Bænd- ur stæðu utan verkfalla og gætu engin áhrif haft um lausn þeirra. Þeir yrðu þvi að ósekju fyrir tjóni. Landbúnaðarráðherra sagði, að þetta mikla tjón væri átakanlegt, þvi að á sama tima blasti smjörleysi við á innan- landsmarkaði, og yrði liklega að flytja smjör inn erlendis frá. Sér virtist brýnt að setja lög um það hvernig ætti að fara að i tilfellum sem þessum. Jafnframt yrði að setja viðurlög gegn misnotkun á undanþáguatriðum. Steinþór Gestsson (S) sagðist vilja taka undir með flutnings- manni. Sagði hann, að sumir legðu aðstöðu bænda og frysti- húsa að jöfnu i verkföllum. En hér væri sá munur á, að bændur kæmust ekki hjá þvi að framleiða vörur sinar áfram, sem eyðilegð- ust siðan vegna verkfalls, mjólkurfræðinga. Sliku væri ekki til að dreifa, þegar vélstjórar i frystihúsum legðu niður vinnu. Þá töpuðust ekki verðmæti i framleiðslu. Geir Gunn- arsson (Ab) gerði verkfalls- réttinn að umræðuefni, sem hann kvað helgasta rétt launþega. Hann sagðist ekki, vilja gera lítið úr erfiðleikum bænda við þessar aðstæður, en fleiri töpuðu á verk- fallien bændur. Sagðist þingmað- urinn vilja vara við breytingum á þessu sviði og kvaðst furða sig á þvi, að þessi tillaga skyldi borin fram af þingmanni Alþýðuflokks- ins. Sagði Geir Gunnarsson, að farsælast yrði, að samþykki beggja aðila vinnumarkaðarins lægi fyrir, ef gera ætti breytingar. Þann grundvöll skorti. Ingi Tryggva- son (F) sagði, að þetta mál væri viðkvæmt, ekki sizt fyrir bændur, sem misstu mikil verðmæti og væru varnar- lausir gagnvart verkföllum, enda réðu þeir engu um atburöa- rásina hvað þau snerti. Hann sagði, að þetta mál væri einnig viökvæmt gagnvart þeim aðilum, sem fyndist, að gengið væri á þeirra rétt, verkfallsréttinn. Þingmaðurinn sagði, að Alþingi mætti þó ekki skjóta sér undan þvi að ræða viðkvæm mál, svo sem breytinguá vinnulöggjöfinni, en finna yrði lausn á slikum mál- um, sem sæmdi Alþingi. Ingi Tryggvason sagði, að samkvæmt lögum ættu bændur einir ekki að bera allan kostnað, þegar mjólk væri hellt niður. Hins vegar væri það staðreynd, að þeir bæru mesta þungann, og hann legðist misjafnlega á bændur. Þá sagði þingmaðurinn, að vissir þættir i mjólkurframleiðslu kreföust ekki mikils vinnuafls t.d. smjörgerð. Landbúnaðarráðherra tók aftur til máls og sömuleiðis flutnings- maður. Að þvi búnu var frum- varpinu visað til 2. umræðu og landbúnaðarnefndar. kvenna og karla Lagt hefur vcrið fram á Al- þingi stjórnar- frumvarp um jafnstöðu kvenna og karla. Mun Gunnar Thor- oddsen félags- málaráðherra væntanlega mæla fyrir þessu frumvarpi siö- ar i þessari viku. t 1. grein frumvarpsins segir, að tilgang- ur laganna sé að stuöla að jafn- rétti og jafnri stöðu kvenna og karla á öllum sviðum. t 2. grein frumvarpsins er tekiö fram, að konum og körium skuli veittir jafnir möguleikar til atvinnu og menntunar og greidd jöfn laun fyrir jafnverðmæt og sambæri- leg störf. Þá er I 3. grein lag- anna sagt, að atvinnurekenduin sé óheimilt að mismuna starfs- fólki eftlr kynfcröi. Nánar verður sagt frá þessu frumvarpi siðar.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.