Tíminn - 09.03.1976, Side 12
lí
TÍMINN
Þriðjudagur 9. marz 1976
NsySPP i ipf p ? i
" • | ,',"
Síðasta ónumda land Norður-Ame-
riku,sex sinnum stærra en Sam-
bandslýðveldið Þýzkaland og með
fallegri stöðum á jörðinni, er að
opnast. Borpallar standa sem
merki um innrás menningarinnar.
Olia er drifkrafturinn. Frumbyggj-
arnir, eskimóar og indiánar hafa af
ótta við hvita manninn selt lönd sin
fyrir næstum 1 milljarð dala. Tug-
þúsundir af amerikumönnum flutt-
ust til Alaska til að setja upp oliu-
leiðslu, um alla Alaska allt til
Kyrrahafsins.
Furðulegt samsafn af mönnum,
svipað þvi, sem vann við Kyrrahafs
jámbrautina fyrir réttum hundrað
árum, en hefur ekki sézt siðan
lagningu hennar lauk. Alaska i dag,
það þýðir borgir, sem hafa á mjög
stuttum tima rokið upp, vændis-
kvennabæli, alkóhól og villt nætur-
lif, moskitóblóðsugur á stuttum og
heitum sumrum, drepkuldi á löng-
um pólarvetrum. Alaska er ævin-
týraheimur, þar sem margir fara i
hundana en fáir komast vel frá.
Við enda nýja heimsins, 400 milur
austur af Siberiu, á hálendi
Alaska, er bær, sem heitir
Barrow, og hver sá sem hefur
komið þangað einu sinni, hefur
áreiðanlega enga löngun til að
fara þangaðaftur. Daglega ekur
lögreglustjóri staðarins um götur
bæjarins og kallar i sifellu i
hátalarann: „Eskimóar, tjóðrið
hundana ykkar.” En Eskimóun-
um dettur ekki í hug að hlýða
fyrirmælum hvitra lögreglu-
manna. Þá hefur Harry Buccilli
frjálsar hendur, og hann skýtur
dýrin einfaldlega niður. Allir þeir
hundar, sem hann kemst i tæri
við, eru skotnir. Auk þessa veitir
hann þóknun fyrir hvern dauðan
hund. Nýverið skaut einn af
mönnum hans 270 skotum á að-
eins þremur dögum. Þetta hefði
getað komið af stað uppreisn i
bænum, en Buccilli segir, að
Eskimóarnir æsi sig ekkert yfir
þessum drápum. Or þvi að lögin
kveði svo á um, að aðeins inn-
lendir menn megi skjóta birnina,
hljóti þeir hvítu að mega halda
sig við hin dýrin — „Fólkið leggur
fæð á okkur.”
Barrow er hin grimmdarlega
og ljóta hlið Alaska. Byggðin,
með skakka trékofa og úr sér
gengna bila, litur út eins og risa-
stór öskuhaugur. Þeir Eskimóar,
sem hér búa, komust i kynni við
menninguna á tuttugustu öldinni.
Nú finnast þarna engin snjóhús
lengur, og varla nokkrir hunda-
sleðar. Þess i stað sjá ferðamenn
fátækrahverfi og máttleysislega
dansa! I margar aldir voru þeir
veiðimenn. Veiðin færði þeim nóg
til llfsviðurværis, þeir voru sjálf-
um sér nógir. Nú lifa þeir á
fátækrahjálp frá hinu opinbera og
óáreiðanlegri vinnu við smáiðn-
að. Á föstudögum, þegar þeir fá
útborgað, drekka þeir sig útúr-
fulla.
Aður fyrr bjuggu þeir til Klæðnað
úr loðskinnum af svo miklum
hagleik, að ekkert jafnaðist á við
það. Nú hlaupa börn þeirra um i
strigaskóm og gallabuxum sam-
kvæmt þeirri fyrirmynd, sem
þeir fá I sjónvarpsmyndunum,
sem þeim eru sendar að sunnan.
Þarna fæst nú kók og franskar
kartöflur, og tennurnar eru farn-
ar að skemmast og detta úr þeim.
Vissulega hefur Alaska einnig
fagrar hliðar. Þar er að finna 300
vötn og 500 jökla, sem samanlagt
eru svo viðáttumikil, að þau eru
stærri en Sviss. Þarna á túndr-
unni er mikið og óspjallað land.
Enginn annar staður á jörðinni
jafnast á við þennan hvað
náttúrufegurð snertir. Þegar nú
er rætt um Alaska, eru það ekki
unaðssemdir náttúrunnar, sem
hæst ber. Ekki er heldur rætt um
fall menningar frumbyggjanna,
75000 Eskimóa og Indiána. Nei,
nú er það olían, sem rætt er um,
þvi það á að byggja 1300 km langa
lei&slu, allt frá Prudhe Bay við Is-
hafið til islausra hafna i Valdez
við Kyrrahafið. Leiðslan er leidd
yfir þrjá fjallgarða, i gegnum
fjögur jarðskjálftasvæði, yfir 34
fljótog 350 minni ár. Þetta verður
stærsta byggingarfyrirtæki sög-
unnar, og alls munu vinna þarna
um 22000 manns. Og allir sækjast
eftir gullinu, sem úr leiðslunni
fæst — verkamaðurinn, fjármála-
maðurinn og umboðsmaður jarð-
eigenda. — Frá hagfræðilegu
sjónarmiði séð er Alaska áhuga-
verðasti staður á jörðinni, segir
Neil Bergt, forseti Alaska Inter-
national Industries. Hagfræðilega
séð var Alaska einu sinni paradis
skinnaveiðara. Hún tilheyrði
rússncska rikinu, en Alexander
keisari, sem taldi hana verðlausa
og einskis nýta, seldi Bandarikja-
mönnum hana árið 1867 fyrir 72
milljónir dala. Um aldamótin
hófst gullæði i Ameriku. Fólk
streymdi til Alaska svo þúsund-
um skipti hvaðanæva úr heimin-
um. Gullið, sem það gróf, var 800
milljón dala virði. Þegar gullæðið
hætti um 1914, hljóðnaði aftur á
auðnum Alaska, eða þangað til
seinni heimsstyrjöldin brauzt út.
Þá varð Alaska mjög mikilvæg
vegna landfræðilegrar legu sinn-
ar. Herstöðvum var komið upp og
herlið settist þar að. Siðan, eftir
að Kóreustyrjöldinni og kalda
striðinu lauk og engin striðshætta
lá I loftinu, hvarf áhuginn á
Alaska aftur. Þetta varð aftur
land veiðimanna og draumaland
fyrir þá, sem vildu komast burt
frá ys og þys borgarlifsins og lifa
einföldu lífi i náinni snertingu við
náttúruna. 90% af nauðsynjavör-
um og 99% af öllum iðnaðarvör-
um varð að flytja inn. Sjónvarps-
fréttirnar, sem sendar voru út i
500 km fjarlægð, voru alltaf frá
deginum áður.
18. febrúar 1968 var svo friður-
inn úti. Það höfðu fundizt 10
milljarðar tunna af oliu á botni
íshafsins, en það var þriðjungur
þeirra birgða, sem Bandarikja-
menn höfðu yfir að ráða. Stjórn
Alaska seldi oliufélögum einka-
réttindi til borunar á svæðinu
og tryggði einnig rikinu einn mili-
jarð dala sem árlega skattainn-
komu — upphæð, sem var jafnhá,
rekstrarkostnaði alls Alaska
hingað til.
Uppreisn náttúru-
verndarmanna, Indiána
og Eskimóa
Aftur flykktust þúsundir manna
til Alaska — i norðurátt, þar sem
framtiðin er — eins og sagt var
forðum. Það átti að setja upp rör-
leiðslu rándýra og hannaða i
Japan. En verkið komst ekki af
stað. Náttúruverndarmenn höfðu
Hvergi annars staðar I heiminum eru til eins margar einkaflugvélar og x Alaska. Fjórði hver Alaskabúi
hefur flugpróf, þvi ekki er hægt að komast á flesta bæi og byggðir við heimskautsbauginn nema með
flugvél.