Tíminn - 09.03.1976, Page 16

Tíminn - 09.03.1976, Page 16
16 TÍMINN Þriðjudagur !), marz, I!)7(i r A FLOTTA FRA ASTINNI Eftir Rona Randall l y 1. kaf li. Doktor Harwey var gramur. Auövitaö haföi yfir- hjúkrunarkonan allan rétt til að géfa honum hæðnislega hornauga og segja sem svo: — Þú átt frí síðdegis. Þá er ég viss um að þú hef ur ekkert á móti því að fara út á Le Bourget og taka á móti nýja aðstoðarlækninum. Það er enginn annar, sem getur það i dag. Hún vissi ekkiv að hann átti stef numót við AAimi og að AAimi var ekki stúlka, sem lét sér lynda að biða. En auðvitað gat hann ekki neitað. Hann var yngsti læknirinn við St. Georges-sjúkrahúsið og bar því að hlýða fyrirmælum. En hann var ekki kvæntur sjúkrahúsinu eins og yf irlæknirinn, AAark Lowell. Hann, dr. Harwey hafði önnur áhugamál, einkum þó konur. Auðvitað gat hann skilið að AAark Lowell væri stoltur af þessu sjúkrahúsi. Frændi hans, sir Edward Lowell hafði látið eftir sig sjóð mikinn til styrktar því og það var ódauðleg venja, að allir í Lowell-fjölskyldunni störfuðu þar og elskuðu stofnunina eins og hann hafði sjálfur gert. Auk þess var þetta eina enska sjúkrahúsið í París og þarna var andrúmsloftið mun persónulegra en gengur og gerist á sjúkrahúsum í Englandi. David gat ekki hugsað sér yfirhjúkrunarkonu á sjúkrahúsi i Englandi leggja sig niður við að standa í eld- húsinu og búa til mat, en slíkt kom fyrir hér á St. Georges. Þegar nauðsyn krafði, hjálpuðust allir að þvi, sem gera þurfti — og það var sem sagt ástæðan til þess að hann stóð hér og beið óþolinmóður eftir flugvél á Le Bourget-f lugvelli. Hann vissi hvers vegna yf irhjúkrunarkonan hafði ver- ið með þennan hæðnissvip. Hún vissi, eins og allir aðrir á sjúkrahúsinu, hvað hann hafði mikinn áhuga á hinu kyn- inu og þess vegna hafði talið, að hann vildi endilega hitta þennan Henderson lækni. David Harwey var dæmigerður fulltrúi lækna, sem hafa nýlokið námi. Hann var afar áhugasamur og fullur ábyrgðartilf inningar gagnvart starfinu, hann unni læknisf ræði og öllu henni viðkomandi, en hann var ^nnþá það ungur, að hann naut gjarnan lifsins utan sjúkrahúss- ins. David andvarpaði og leit óþolinmóðlega á úrið. Sam- kvæmt áætlun átti flugvélin frá London að lenda eftir nokkrar minútur en ekki bólaði á henni ennþá. Hann hugsaði til AAimi. Hún yrði áreiðanlega í erfiðu skapi, þegar hann kæmi of seint á stefnumótið, ef hún hafði þá yfirleitt fyrir því að bíða hans. AAimi var ein af vinsæl- ustu fyrirsætunum í París, þessa stundina,og þurfti sannarlega ekki að bíða eftir karlmönnum. Það yrði svei mér langt þangað til hann fyrirgæf i yf ir- hjúkrunarkonunni að leggja honum þessa leiðinlegu skyldu á herðar. Hún vissi vel að þetta var í f yrsta sinn i meira en hálfan mánuð, sem hann átti f rí eftir hádegi og ef hún hélt raunverulega, að hann hefði einhverja ánægju af að taka á móti konu, sem var læknir, skjátlað- ist henni hrapallega. Hann hafði andstyggð á kvenfólki í stöðum.... Nú kom flugvélin i Ijós eins og stór, gljáandi fugl. Nokkrum mínútum síðar lenti hún með miklum gný. Doktor Harwey dró djúpt að sér andann og bjó sig undir það sem koma skyldi. Nú tæki þetta ekki langa stund. Hann ætlaði áð aka nýja aðstoðarlækninum inn í borgina eins f Ijótt og hægt væri, setja hana úr við sjúkrahúsið og hraða sér á fund AAimi.... Kvenkyns læknir! Það fór hrollur um hann við tilhugs- unina. Hvað sjúkrahússtjórnin hugsaði eiginlega, var fyrir ofan hans skilning. Auk þess hafði hann alltaf heyrt, að doktor Lowell neitaði harðlega, að hafa kven- kyns lækna i starfsliðinu, en kannski hafði hann ekki átt neinna kosta völ í þetta sinn. Það var alltaf erfitt að fá lækna til starfa við St. Georges, með þeim launum, sem hægt var að bjóða þar. Þeir komu til að öðlast reynslu, eins og hann sjálfur, störfuðu þar í nokkur ár og fengu síðan betri stöður annars staðar, þar sem launin voru margfalt betri. Doktor AAyra Henderson, hugsaði hann með fyrirlitn- ingu. Hann bjóst við að foreldrar hennar hefðu gefið henni þetta kvenlega nafn í þeirri von að hún yxi upp i samræmi við það. Hvernig skyldi þeim hafa orðið við, þegar hún í stað þess að hlýða kveneðli sínu, hafði gerzt menntuð mannvera með þörf fyrir f rama á sviði læknis- fræðinnar? Farþegarnir tóku að streyma út úr flugvélinni. Dr. Harwey renndi augunum yfir hópinn. Kaupsýslumenn. Ferðamenn. Háværir Bandaríkjamenn. Stúlka með fallega fætur. Hann leit aftur á fæturna, en renndi síðan augunum áfram. Hópurinn færðist að tollskoðunarborð- unum og dr. Harwey gekk inn í biðsalinn. Doktor AAyra Henderson hafði fengið skilaboð um að einhver frá Hermenn Mings ræna öllu fémætu frá þorpsbúum.... ... En nu fá þeir að kenna 9. marz 7.00 Morgunútvarp 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Guð þarnfast þinna handa Fyrri dagskrárþátt- ur i tilefni af æskulyðs- og fórnarviku kirkjunnar, sem helguð er málefnum þroskaheftra barna hér á landi. Umsjónarmenn: Guðmundur Einarsson og Jóhannes Tómasson. 15.00 Miðdegistónleikar Artur Rubinstein og Sinfóniuhljómsveitin i St. Lois leika ,,Nætur i görðum Spánar” eftir Manuel de Falla: Vladimir Golsch- mann stjórnar. Victoria de los Angeles syngur þrjá spænska söngva eftir Granados: Gonzalo Soriano leikur á pianó. Sinfóniu- hljómsveitin i Minneapolis leikur „Iberiu”, hljóm- sveitarsvitu eftir Albeniz: Antal Dorati stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tónleikar. 16.40 Litli barnatiniinn. Sigrún Björnsdóttir sér um timann. 17.00 Lagið mitt Anne-Marie Markan sér um óskalaga- þátt fyrir börn undir tólf ára aldri. 17.30 Framburðarkennsla i spænsku og þýzku 17.50 Tónleikar. Tilkynningar 1R.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Hver er óháður? Guðjón B. Baldvinsson fulltrúi flytur erindi. 20.00 Lögunga fólksins.Sverr- ir Sverrisson kynnir. 20.50 Frá ýmsum hliðum Guðmundur Arni Stefáns- son sér um þátt fyrir ung- linga. 21.30 Sinfóniuhljóm s veit islands leikur i útvarpssal Stjórnandi: Páll P. Pálsson. a. Forleikur að óperunni „Lohengrin” eftir Wagner. b. Þrjár impressiónir eftir Atla Heimi Sveinsson. c. Tveir slavneskir dansar eftir Dvorák. 21.50 Kristfræði Nýja testa- mentisins Dr. Jakob Jónsson flytur 10. erindi sitt: Daviðs sonur. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Lestur Passiusálma (19) 22.25 Kvöldsagan: ,,t verum", sjálfsævisaga Theódórs Friðrikssonar Gils Guð- mundsson les siðara bindi (28) 22.45 Harmonikulög Reynir Jónasson og félagar leika. 23.00 A hljóðbergi. Danski leikarinn Erik Mörk les söguna „Portnerens sön” eftir H.C. Andersen. (Hljóð- ritað á listahátið i Reykja- vik i júni 1972). 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. 9. mars 1976 20.00 Fréttir og veöur. 20.30 Dagskrá og auglýsingar. 20.40 Leshringur. Kynning á nýju námsformi, sem mjög er að ryðja sér til rúms erlendis. Þátturinn er gerð- ur i samvinnu við Bréfa- skólann. Leiðbeinandi er Gunnlaugur Kristinsson. 21.20 Columbo. Bandariskur sakamálamyndaflokkur. Þýðandi Jón Thor Haralds- son. 22.35 Utan úr heimi.Umræðu- þáttur um erlend málefni. Hafréttarráöstefnan. Þátt- takendur Benedikt Gröndal, alþingismaður, Már Elis- son, fiskimálastjóri, Þór Vilhjálmsson, hæstaréttar- dómari, og Gunnar G. Schram, sem stjórnar umræðum. 23.15 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.