Tíminn - 11.03.1976, Side 5
Fimmtudagui' 11. inarz 1976
TÍMINN
5
Eintómar tilviljanir
Enn heldur Alþýðublaðiö þvi
fram, að hinar stöðugu árásir
á Óiaf Jóhannesson séu ekki af
pólitiskum toga spunnar held-
ur liggi þar að baki réttlætis-
kennd og umhyggja fyrir betri
skipan dómsmáia hér á landi.
Enginn minnistþess þó, að Al-
þýðuflokkurinn hafi beitt sér
sérstaklega fyrir bættri skip-
an þessara mála. Hefur flokk-
urinn þó átt inenn á þingi ára-
tugum saman. Þaðhefur aftur
á móti orðið hlutskipti ann-
arra manna að beita sér fyrir
lagafrumvörpum á þessu
sviði, ekki sizt ólafs Jó-
hannessonar dómsmálaráð-
herra hin siðari ár, þó að
árangurinn hafi ekki alltaf
orðið sem skyldi, m.a. vegna
tregöu þingmanna, Alþýöu-
flokksþingmanna sem þing-
manna annarra flokka, aö
veita fjármagn til þessa mála-
flokks.
En hvernig skyidi þá standa
á þvi, að það skuli einmitt
veitzt að þeim manni, sem
hefur þó beitt sér hvað mest i
þessum málum? Eru það
kannski eintómar tilviljanir,
aðkratar skuli koma alls stað-
ar við sögu, þegar sú rógsiðja
cr skoöuð niður i kjölinn?
Tilviljun nr. 1
Það var frambjóðandi Al-
þýðuflokksins við síðustu ai-
þingiskosningar, Vilmundur
Gylfason, sem hóf rógskrifin
um dómsmáiaráðherra.
Tengsl Vilmundar við Albvöu-
--
Sendimenn CIA hafa viða verið á ferð og marga hitt.
flokkinn leyna sér ekkert, og
sjálfur dregur hann ekki dul á,
að hann ætli sér pólitiskan
frama og aö nota skrif sin sið-
ustu vikur og mánuöi sér til
framdráttar.
Tllviljun nr. 2
Þaðer sjálfsagt tilviljun, að
það skyldi vera annar fram-
bjóðandi Alþýðuflokksins,
Arni Gunnarsson, sem mat-
reiddi skrif Vilmundar á for-
siðu Visis. Arni var taiinn i
öruggu sæti fyrir Alþýöuflokk-
inn i borgarstjórnarkosning-
um 1970 og skipaði 2. sæti á
listanuin. Ekki fór betur en
svo, að Arni gtataöi þessu
sæti, en Framsóknarflokkur-
inn vann aftur á móti sæti.
Arni er nú orðinn ritstjóri Ai-
þýðublaðsins.
Tilviljun nr. 3
Það er sjálfsqgt lika tilvilj-
un, að þaö skyIdi vera Alþýðu-
fiokksþingmaöurinn Sighvat-
ur Björgvinsson, sem tók
þetta mál upp á Alþingi. Þing-
maöurinn virðist hafa góð
sambönd við fréttastofu Sjón-
varps, þvi að frétt þess efnis,
að málið yrði tekið upp utan
dagskrár, birtist dagimi áður i
fréttatima.
Tilviljun nr. 4
Vafalitiö er það einnig til-
viijun, að það skyldu aðeins
vera Alþýöuflokksþingmenn-
irnir Gylfi Þ. Gislason og
Bcnedikt Gröndal úr hópi
stjórnarandstæðinga, sem
veittust að dómsmáiaráö-
heiTa i útvarpsumræöunum
um vantraust á rikisstjómina.
Tilviljun nr. 5
Enn ein tilviljunin er sú, að
sama kvöld og vantraustsum-
ræðurnarfóru fram, skyldi AI-
þýðuflokksmaðurinn Hilmar
Jónsson bókavörður úr Kefla-
vik og frammámaöur i flokkn-
um þar syöra, flytja útvarps-
crindi urn „Daginn og veginn”
Vilmundur Sighvatur
>
11
t* —
Arni. Hilmar
Birgir
Baldur
Kristján P. Ilaukur
sem nær eingöngu var helgað
dómsmálaráðherra og meint-
um ávirðingum hans.
Tilviljun nr. 6
Ætli megi ekki enn fremur
flokka það undir tilviljun, að
sá maður, sem af ýmsum er
talinn vera „kauði”, tollvörð-
urinn á Keflavikurflugvelli,
Kristján Pétursson, skuli
einnig vera framarlega I
krataliðinu suður með sjó?
Tilviljun nr. 7
Það er svo sjálfsagt enn ein
tiiviljunin, að i hópi þeirra,
sem hvað ágengastir voru viö
ölaf Jóhannesson, er hann
svaraöi i beinni linu I rikisút-
varpinu, skyldi vera fram-
bjóðandi fyrir Alþýðufiokkinn
, i Reykjavík viö undanfarnar
kosningar, Birgir Þorvaldsson
framkvæmdastjóri.
Tilviljun nr. 8 og 9
Það má sjálfsagt lika heim-
færa það undir tilviljanir, að
ýnisir' hjálparkokkar krat-
anna i „flotanum ósigrandi”
skuli af sérstökum ástæðum
vera i nöp við dómsmálaráð-
herra.þ.á m.lögregluþjónn úr
Keflavik, sem taldi, aö gengið
heföi verið framhjá sér við
veitingu yfirlögregluþjóns-
stöðu. Og enn fremur hjáipar-
kokkur að nafni Baldui' ósk-
arsson, sem eitt sinn var
áhrifamaður i Framsóknar-
flokknum, en villtist af leiö og
lenti i slæmum félagsskap.
Tilviljun nr. 10
Þátttaka allra þeirra
manna, sem nefndir hafa ver-
ið að framan, er augljós. En
þeirri spurningu er hins vegar
ósvarað, hver atti þeim á
foraðið?
Tiunda og slöasta tilviljunin
ere.t.v. sú, hversu sérlega illa
Alþýðublaðið hefur brugðizt
viö, aö ýjað skyldi að þvi að
einhver tengsl væru milli Al-
þýðuflokksins og bandarisku
leyniþjónustunnarCIA. Þaö er
ekki einleikið. hversu óskap-
lega Alþýðublaöiö er tauga-
veiklað vegna þess máls, og
hefur þó aðeins veriö tæpt á
þvi i lesendadálkum. Hins
vegar rifjar Þjóöviljinn upp i
gær, að einn af fyrrverandi
yfirmönnum CIA hefði nýlega
lýst þviyfir, að mörgum topp-
krötum i Vestur-Evrópu heföi
verið greiddar mikiar fúlgur
fyrir vcl unnin störf.
Það þarf ekki að minna á
þaö hér, að gott og náiö sam-
starf er milli evrópskra krata,
og hefur Gylfi Þ. Gislason ver-
ið iöinn við að sækja fundi
þeirra, nú siðast i Helsingja-
eyri i Danmörku fyrir nok.ír-
um vikum. __a.þ.
45 NORSK SKIP FÁ
LEYFI TIL VEIÐA
(slendingar ákveða hámarksafla
Gsal—Reykjavik. — Samkomu-
lag hefur tekizt miili rikis-
stjórna Islands og Noregs um
veiöar Norðmanna innan is-
lenzkrar fiskveiðilögsögu. Sam-
komulagið tók gildi tii bráða-
birgða i gær, en endanlega, þeg-
ar ríkisstjórnir beggja þjóðanna
hafa tilkynnt að stjórnarskrár-
ákvæðum þeirra hafi verið full-
nægt, að þvi er segir i tilkynn-
ingu utanrikisráðuneytisins i
gær.
Samkomulagið felurí sér leyfi
tii handa 45 norskum skipum er
stunda linuveiðar á svæðinu
milli 12 og 200 milna utan við
grunnlinur umhverfis isiands.
Þóeru ákvæði I samkomulaginu
sem kveða á urn að ekki séu
fleiri en 30 linuveiðiskip, sem
stundi veiðar samtimis. islenzk
stjórnvöld munu ákveða
hámarksafla þ.á.m. þorskafla.
Leyfi verða veitt norskum
skipum i samræmi við eftirfar-
andireglur: a) norsk stjórnvöld
skulu tilkynna islenzka sjávarút-
vegsráðuneytinu nafn,
skráningarnúmer og stærð
skips, sem óskað er veiði-
heimildar fyrir, svo og nafn
skipstjóra, b) islenzka sjávarút-
vegsráðuneytið veitir skipum,
sem i hlut eiga, leyfi til linu og
handfæraveiða. Leyfin eru veitt
til 2-4 mánaða i senn, og er
heimilt aö endurnýja þau.
1 þessu samkomulagi felst, að
norsk skip, sem stunda veiðar
samkvæmt ofangreindum
ákvæðum skuli hlita sömu regi-
um sem islenzk fiskveiðiskip við
sams konar veiðar, og er norsk-
um skipum gert að tilkynna is-
lenzkum stjórnvöldum stað-
setningu skipa daglega.
Þá er norskum stjórnvöldum
gert að gefa Fiskifélagi Islands
misserislega skýrslu um veiði-
magn, sem aflað er á grundvelli
ofangreindra ákvæða.
Tekið er fram i samkomulag-
inu, að það haggi i engu sjónar-
miðum samningsaðila varðandi
mörk lögsögu milli landa
þeirra.
Hvor aðili um sig getur fellt
samkomulagið úr gildi með sex
mánaða fyrirvara.
Olav Lydvo, sendiherra
Noregs á Islandi staðfesti sam-
komulagið fyrir hönd Noregs,
en Einar Agústsson, utanrikis-
ráðherra fyrir hönd Islands.
Q Alþingi
sveitarstjórnum, i embættis-
mannakerfi, stjórnmálaflokkum
og hagsmunasamtökum er nær
algerlega i höndum karla. 1
niðurstöðum skýrslunnar kemur
fram, að án nýrra aögerða og
breyttra viðhorfa verði ekki um
aðræða umtalsverðar breytingar
i jafnréttismálum kynjanna i ná-
inni framtið.
Opinberir starfsmenn
fyrstir
Hvað snertir sömu laun fyrir
sömu störf til handa konum og
körlum, þá voru opinberir starfs-
menn fyrsta starfsstéttin, sem
hlaut iögvemdað launajafnrétti
kynjanna. Það var á árinu 1954. 1
lögum um réttindi og skyldur
starfsmanna rikisins, nr. 38 frá
1954, 3. gr. segir svo: „Konur og
karlar hafa jafnan rétt til opin-
berra starfa og til sömu launa
fyrir sömu störf.” Á árinu 1961
voru sett lög um almennan launa-
jöfnuð kvenna og karla og skyldi
honum náð 1967. Þessi lög voru
sett i samræmi við fullgildingu
samþykktar Alþjóðavinnumála-
stofnunarinnar nr. 100, sem full-
gilt var af Islands hálfu hinn 17.
febrúar 1958. Með henni skuldbatt
Island sig til að tryggja jöfn laun
til kvenna og karla fyrir jafnverð-
mæt störf.
A árinu 1964 fullgilti Island
fyrir sitt leyti samþykkt Alþjóða-
vinnumálastofnunarinnar nr. 111
um útrýmingu á hvers konar mis-
rétti i atvinnu eða starfi.
Jafnlaunaráð
A árinu 1973 voru sett lög um
Jafnlaunaráð.er kveða á um, að
konum og körlum beri að fá sömu
laun fyrir jafnverðmæt störf, og
atvinnurekendum sé óheimiit að
mismuna starfsfólki eftir kyn-
ferði. Jafnlaunaráði er ætlað að
tryggja framkvæmd laga um
jafnrétti kynjanna i atvinnulifinu,
og hefur starfsemi Jafnlaunaráðs
gefið góða raun.
En þrátt fyrirlagalegt jafnrétti
til menntunar, atvinnu, launa og
stjórnmálalegrar þátttöku þá
rikir hér enn nokkurt misrétti
milli kvenna og karla á mörgum
sviðum.
Alþjóðlegt kvennaár
Til þess að flýta fyrir jafnréttis-
þróun, ákváðu Sameinuðu þjóð-
irnar að árið 1975 yrði útnefnt
alþjóðlegt kvennaár.
A kvennaráðstefnu Sameinuðu
þjóöanna, sem haldin var i
Mexico dagana 19. júni—2. júli s.l.
var samþykkt framkvæmdaáætl-
un til næstu 10 ára. 1 þessari
framkvæmdaáætlun voru rikis-
stjomir hvattar til að stuðla að
jafnrétti kynjanna á öllum svið-
um, m.a. með lagasetningu, sem
kveði á um full jafnrétti i vinnu-
málum, menntamálum o.fl.
Búast má við, ef frumvarp
þetta verður samþykkt, að það
muni marka verulegt spor i þá átt
að breyta rikjandi viðhorfum og
flýta fyrir þvi að fullt jafnrétti
kynjanna náist i reynd."
AUGLÝSIÐ
í TÍMANUM
Fiskveiðiheimild til handa Norðmönnum innan islenzkrar fiskvciði-
lögsögu var staðfest i gær af Einari Agústssy ni, utanrikisrðherra og
Olav Lydvo, sendiherra Noregs. Myndin er tekin i gær er samkoinu-
lagið var staðfest, t.f.v. Hans G. Afidersen, hafréttarfræðingur,
Olav Lydvo, sendiherra og Einar Agústsson, utanrikisráðherra.