Tíminn - 06.05.1976, Qupperneq 7
Fimmtudagur 6. mai 1976.
TÍMINN
7
Útgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn-
arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri:
Steimgrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhús-
inu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur í
Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — aug-
lýsingasimi 19523. Verð I lausasölu kr. 50.00. Askriftar-
gjald kr. 1000.00 á mánuði. Blaðaprent h.f.
Brostinn bogi
Hinn mikli floti, sem Bretar hafa á Islandsmiðum
til verndar veiðiþjófum sinum, breytti snögglega
um hegðun fyrir nokkru. Allt i einu brá svo við, að
freigáturnar skirrðust við að sigla á varðskip okkar
eða sletta sér utan i þau, eins og lengi hafði verið
leikur þeirra. í þess stað fóru Bretar að beita
dráttarbátum sinum meira en áður, auk þess sem
togaraskipstjórarnir sjálfir tóku sumir hverjir upp
ásiglingartilr aunir.
Dráttarbátarnir hafa á hinn bóginn ekki reynzt
þess megnugir að verja togarana, þegar freigáturn-
ar tóku upp gætilegri aðferðir en áður, og upp á sið-
kastið hefur það mátt heita daglegur viðburður, að
varðskip okkar hafi klippt vörpuna aftan úr einum
togara eða fleiri.
Enginn efast um, að yfirmennirnir á freigátunum
hafi breytt aðferðum sinum samkvæmt fyrir-
mælum frá Lundunum, og haggar þar engu, hvort á
móti þvi er borið af brezkum stjórnvöldum eða ekki.
Orsök þessarar breytingar er trúlega sú, að
mönnum hafi ofboðið kostnaðurinn við viðgerðir á
freigátunum, sem ekki virðast hafa sérlega sterkan
byrðing, ef eitthvað mæðir á þeim. Kostnaðurinn er
ærinn, þegar haft er eitt skip á íslandsmiðum til
varnar hverjum tveim togurum og tilsjónar með
þeim, þótt gifurlegur viðgerðakostnaður bætist þar
ekki ofan á.
Breytingin hefur aftur á móti gert togaraskip-
stjórunum og áhöfnum þeirra gramt i geði. Þeir
hafa misst fjölmargar vörpur og sumir orðið að
snúa heim veiðarfæralausir, og þeir fiska afarlitið,
þvi að ekki er nema með höppum og glöppum, að
þeir hafa þorað að hafa vörpu i sjó. Það speglar
kannski hugarástandið, að siðustu daga hafa brezk
skip oftar en einu sinni siglt hvert á annað i fáti,
þegar aðvifandi varðskip hafa valdið fjaðrafoki.
Loks þoldi boginn ekki lengur spennuna. Hann
brast. Brezkum togurum á íslandsmiðum hafði
þegar fækkað stórlega, og þeir, sem eftir voru, settu
stjórnvöldum sinum i Lundúnum úrslitakosti: Meiri
herskipavernd við veiðiþjófnaðinn eða skattfrjálsar
bætur af almannafé fyrir skerta veiði og missi
veiðarfæra—að öðrum kosti hótuðu þeir að sigla til
hafnar i landi drottningar.
Þótt togaraskipstjórarnir settu timamörk, var i
rauninni ekki við þvi búizt, að þeir fylgdu hótunum
sinum eftir á tilsettri stundu, sizt þegar brezk
stjórnvöld höfðu farið þess á leit, að þeir hefðu
nokkra biðlund. Eigi að siður gerðist það á þriðju-
dagskvöldið, að þeir stóðu við orð sin. 011 hersingin
hélt til hafs, út úr íslenzkri fiskveiðilögsögu, en eftir
urðu freigáturnar, dráttarbátarnir og birgðaskipin,
morrandi á grænum úthafsöldum. En vonandi sitja
offiserarnir jafnteinréttir og áður með axlaskraut
sitt við tedrykkjuna.
Við biðum þess, hvað næst gerist. Ekki skulum
við gera þvi skóna, að Bretinn hafi lagt árar i bát.
Samtimis og hann ber fram kröfur sinar við Efna-
hagsbandalagslöndin um riflega einkalandhelgi sér
til handa heima fyrir, er áreiðanlega veltvöngum
yfir næsta leik i þorskastriðinu við hina þrályndu
kotþjóð á norðurslóðum og djúpt lagzt til þess að
hugsa upp ráð til þess að koma henni á kné. Enn
synda einhverjar þorskkindur i djúpinu úti hér og
leifar heimsveldishugsunarháttarins og nýlendu-
sjónarmiðsins láta ekki að sér hæða.
—JH
Ronald Reagan:
Hefur tekið forystu
Sem gæti nægt í forkosningunum, en tæplega
til forsetastóls
Gerald Ford Bandarikja-
forseti hefur undanfarnar
vikur baöaö sig I sigurljóma__
og sýnt öli merki þeirrar full-
vissu, aö hann yröi fyrir
valinu sem frambjóöandi
Repúblikanaflokks Banda-
rikjanna i forsetakosningun-
um, sem fram fara þar i
nóvembermánuöi i haust.
Fyrir rúmri viku komst
enginn efi aö i kosningabar-
áttu hans, og hann var farinn
aö nota oröiö ÉG um væntan-
legan frambjóöanda, meöal
annars þegar hann setti fram
spár um þaö hver mótstööu-
maöurinn yröi af hálfu Demó-
krataflokksins.
Jimmy Carter veröur mót- '
stööumaöur minn, sagöi F’ord,
og virtist ekki gera ráö iyrir
neinni keppni af hendi þess
mótframbjóöanda sins, sem
harösóttastur hefur veriö i
forkosningunum, Ronald
Reagan, fyrrverandi fylkis-
stjóra I Kaliforniu.
Nti HEFUR ÞÓ sá hinn
sami Reagan oröiö til þess aö
skrúfa fyrir sigurljóma forset-
ans, meö yfirburöasigri sinum_
í siöustu fjórum kosningum
repúblikana. Hann vann upp
forskot Fords aö mestu I
Texas, og tók siöan greinilega
forystu I þeim kosningum sem
fram fóru á þriöjudag, þaö er I
Georgia, Alabama og Indiana.
Skyndilega stendur forsetinn
uppi sem væntanlegur taps-
aðili, i staö þess aö lifa i full-
vissu um sigur sinn.
Eftir forkosningarnar i
Texas á laugardag I fyrri viku
hélt Ford forskoti, þótt litiö
væri. Fylgishrun hans I
Indiana, þar sem Reagan
hlaut meirihluta atkvæöa,
Alabama, þar sem Reagan
hlaut um 75% atkvæða, og i
Georgia, þar sem hann varð
að horfa á eftir 80% atkvæöa
til Reagans, hefur snúiö
taflinu gjörsamlega viö, og nú
leiöir Reagan baráttuna um
útnefningu repúblikana meö
359 fulltrúa á bak viö sig, á
móti 318 fulltrúum forsetans.
Stjórnmálamenn telja, aö
þessi mikli sigur Reagans eigi
aönokkru rætur sinaraö rekja
til umsöölunar demókrata,
sem i þetta sinn hafi fylkt sér
undir merki repúblikana, en
greinilegt er þó, aö yfirburöir
af þessu tagi veröa ekki
kenndir neinu einstöku atriöi.
Þar hlýtur aö koma fleira til.
MEÐAL ÞESS, sem getur
hafa oröiö Ford aö fótakefli, er
meöal annars birting
skoöanakannana, þar sem
sýnt var fram á aö demókrat-
inn Jimmy Carter myndi sigra
Ford i forsetakosningum, ef
þær væru haldnar nú. Sú
niöurstaöa gæti hafa fært
nokkuö af atkvæöum frá
honum, yfir til Reagans, þar
sem mörgum myndi falla illa
aö hafa kosiö þann, sem ekki
getur unnið endanlegan sigur.
Þá er einnig taliö, aö sifélldar
og haröar árásir Reagans á
rikisstjórn Fords og stefnu
hans, séu nú farnar að bera
árangur, en erfitt er aö segja
til um að hve miklu leyti.
ÞESSIR SIGRAR Reagans
eru engan veginn endanlegir,
þvi forkosningarnar geta enn
breytt mikið um svip. Ford
getur vel átt eftir aö snúa
taflinu sér I hag á ný, og þess
má geta, að af þeim
kosningum sem eftir eru, er
meirihluti talinn honum hag-
stæður. Menn minnast þess þó
nú, aö i upphafi kosninga-
baráttu sinnar var Ford ákaf-
lega óafgerandi, hikandi og
sýndi litil tilþrif. Sigrar hans i
fyrstu kosningunum veittu
honum öryggi og festu, sem
hann hefur haldiö til þessa, en
Ronald Reagan
sá möguleiki er auðvitaö fyrir
hendi nú, aö tapið svipti hann
þvi sem sigrarnir gáfu. Fari
svo, má búast viö að Reagan
haldi áfram litt slitinni sigur-
göngu, og komi þá jafnvel á
flokksþing repúblikana sem
óum deilanlegur fram-
bjóöandi.
RONALD REAGAN hóf
afskipti sin af stjórnmálum
fyrir alvöru áriö 1966, þegar
hann bauð sig fram til fyíkis-
stjóra i Kaliforniu og sigraöi
þar með yfirburöum. Ferill
hansi þvi embætti einkenndist
af ihaldssemi og vægöarlausri
endurskoðun á öllum mál-
efnum fylkisins. Hann byrjaði
á þvi aö yfirfara allt almanna-
tryggingakerfi fylkisins og
minnkaöi framlög þess um
milljónir dollara. 1 stjórnartiö
hans fækkaði þeim sem liföu á
„welfare”, eöa fátæktar- og
atvinnuleysisstyrkjum, um
fjögur hundruö þúsund, þrátt
fyrir mikla mannfjölgun I
fylkinu á sama tima.
Þá beitti Reagan strax
skatthækkunum til þess aö
losa fylkið við skuldir frá fyrri
timum, en þegar þvi var lokiö,
lækkaöi hann aftur opinber
gjöld um mun meira en þvi
nam. Hann beitti miskunnar-
laust neitunarvaldi sinu gegn
fjölda áætlana og tillagna sem
fólu I sér aukin útgjöld fyrir
fylkið, og eftir aö hafa setib
átta ár f fylkisstjórastóli, skil-
aði hann þvi af sér meö um
fjögur hundruö milljóna doll-
ara hagnaöi.
REAGAN ER ÓFEIMINN
við aö setja fram skoöanir
sinar um stjórn landsins og
ólikt demókratanum Jimmy
Carter, einnig fús til aö skýra
það, hverra breytinga og
nýrra stefnumiöa hann telur
þörf.
Hann segir, aö hver sem
verði forseti I kosningunum I
haust, þá hljóti sá hinn sami
að hefja aðgerðir til þess aö
minnka m iðs tjórnar va ld
alrikisstjórnarinnar, fá
borgum og fylkjum i hendur
aukiö sjálfstjórnarvald á ný
og minnka verulega útgjöld
rikisins.
Hann telur einnig, aö finna
þurfi leiöir til aö minnka
skattaálögur verulega, og aö
hinir svokölluöu „viöskipta-
skattar” séu ekki rétta leiðin
til þess, þar sem viöskipta-
fyrirtæki innheimti þá aöeins,
en hinn raunverulegi greiö-
andi sé launamaðurinn.
Aföðrum stefnumálum hans
má svo nefna þá tillögu hans,
að aflétt veröi stjórn rikisins I
orkumálum: oliuframleiösla,
kjarnorkuver og aðrar orku-
lindir verði þannig gerðar
samkeppnisfærar viö Araba-
rikin, en með þvi telur hann að
Bandarikin geti komizt I
fyrsta sæti sem orkuútflytj-
andi i heiminum.
Hvað sem segja má um
Reagan, sem hefur alla tiö
verið mjög umdeildur, bæði
sem maður og stjórnmála-
frömuöur, þá hefur hann sýnt
þaö, að hann þorir aö sýna
ákveðni við að framfylgja
stefnumálum sinum. Hann
hefur þaö einnig fram yfir
Ford aö vera öruggur i ræöu-
stól, og aö hann er ekki undir
hælnum á gagnrýnendum likt
og forsetinn.
Umfram Jimmy Carter,
sem aö líkindum veröur fram-
bjóöandi Demókrataflokksins,
hefur hann sýnt þaö helzt að
þora aö skýra orö sin og loforö
um breytingar á stjórn lands-
ins.
Baráttan milli Reagans og
Fords ræöst aö likindum
endanlega á næstu einni eöa
tveim vikum. Þá veröur hægt
að sjá, hvor þeirra veröur
forsetaframbjóöandi og hvor
fellur i tapgryfjuna. 1 dag
virðist þaö eitt vist, aö ef sú
þróun heldur áfram, sem
einkennt hefúr undanfarnar
vikur, þá verður hvomgur
þeirra forseti næsta kjör-
timabil.