Tíminn - 06.05.1976, Síða 11

Tíminn - 06.05.1976, Síða 11
Fimmtudagur 6. mai 1976. TÍMINN n HOLLENDINGURINN...Rob Rensenbrink, er nú lietja Belgiu- manna. r .. * Furðu- sym Knattspyrnuráö Reykjavík- ur hefur nú — annaö áriö I röö — sett „rautt ljús” á, aö „pressuleikur” geti fariö fram í Reykjavik. K.S.t. fór fram á þaö fyrir stuttu viö íþrótta- bandalag Reykjavikur, aö sambandiö fengi afnot af nýja grasvellinum i Laugardal — til aö undirbúa landsliöið fyrir landsleikinn, gegn Norömönn- um í Osló, mcö þvi aö láta þaö mæta „pressuliöi”. l.B.R. tók vel i þetta og visaði þvi til K.R.R. — sem siöan hafnaöi þessari beiðni K.S.Í. á þeim forsendum, að K.R.R. sætti sig ekki við tekjuskiptingu þá á „pressu- leikjum” sem var samþykkt á ársþingi K.S.t. fyrir tveimur árum. Þaö er greinilegt, að forráðamenn K.R.R. eru á móti „pressuleikjum” og þá um leið undirbúningi lands- liösins, — þar sem þeir geta ekki grætt peninga á þeim. Þar með hafa þeir sýnt furðu- lega þröngsýni, sem á ekki að þekkjast i iþróttum. — SOS. 7 LOKA- STAÐAN Lokastaðan i 1. deðd varö þessi: Liverpool 42 23 14 5 66: 31 60 QPR 42 24 11 7 67: :33 59 Man Utd. 42 23 10 9 68: :42 56 Derby 42 21 11 10 75: :58 53 Leeds 42 21 9 12 65: 46 51 Ipswich 42 16 14 12 54: 48 46 Leicester 42 13 19 10 48: : 51 45 Man City 42 16 11 15 64: 46 43 Tottenham 42 14 15 13 63 :63 43 Nocvich 42 16 10 16 58: : 58 42 Everton 42 15 12 15 60 :66 42 Stoke 42 15 11 16 48 : 50 41 Middlesb. 42 15 10 17 46 : 45 40 Coventry 42 13 14 15 47: : 57 40 Newcastle 42 15 9 18 71: : 62 39 Aston Villa 42 11 17 14 51 : 59 39 Arsenal 42 13 10 19 47: :53 36 West Ilam 42 13 10 1!) 48: 71 36 Birmingh. 42 13 7 22 57: : 75 33 Wolves 42 10 10 21 51: 68 30 Burnley 42 9 10 23 43: : 66 28 Sheff Utd. 42 6 10 26 33: : 82 22 Anderlecht Evrópumeistari bikarhafa Hollendingurinn Rensen- brink hetja Belgíumanna Belgiska stórliöiö Anderlecht meö Hoilendinginn Rob Rensen- brink fremstan i fararbroddi, tryggöi sér Evrópumeistaratitil bikarhafa, þegar liðiö iagöi West Ham aö velli i Brussel I gær- kvöldi. Rensenbrink, sem skoraöi „Hat-trick” — þrjú mörk fyrir Hollendinga gegn Belgiumönnum á dögunum, var hetja Belgiu- manna i Briíssel — hann skoraði 2 mörk og átti mikinn þátt I góöum sigri (4:2) Anderlecht-liösins, sem skaut „Hammers” á bólakaf i siöari hálfleiknum, eftir aö Lundúnaliöiö haföi haft frum- kvæöiö allan fyrri hálfleikinn. Leikmenn West Ham tóku frumkvæðið i leiknum og sóttu án afláts — og þegar þeir fengu fjóröu homspyrnu sina á 28. minútu, þá tókst Pat Holland að senda knöttinn I netið hjá Ander- lecht eftir skalla frá Keith Rob- son. Holland var aftur á ferðinni stuttu siöar, en þá tókst.honum ekki að nýta tækifærið. Ander- lecht tókst að jafna (1:1) þegar aðeins 2minútur voru til leikshlés — þá varð Frank Lampardá ljót varnarmistök, sem Hoflendingur- inn Rob Rensenbrink notfæröi sér. Lampard ætlaöi aö senda knöttinn aftur til Mervin Day, markvaröar — Rob Rensenbrink komst inn i sendinguna og sendi knöttinn örugglega i mannlaust mark Lundúnaliðsins. Francois Van der Elst.hinn 21 árs framlínumaöur Anderlecht, sem var maður leiksins, skoraði 2 mörk fyrir Anderlecht-íiðið i siö- ari hálfleik og Rensenbrink skor- aði þá sitt annað mark, úr vita- spyrnu, en vitaspyrnudómurinn var mjög umdeildur. Keith Rod- son skoraði annað mark West Ham. Jacques Muaron, markvöröur Anderlecht fékk djúpt sár á höfuöiö, eftir að áhangandi West Ham haföi kastað steini inn á völlinn. — Þetta er mjög ljótt sár, sagöi Hans Croon, framkvæmda- stjóri Anderlecht, eftir leikinn. -SOS PETER TAYLOR.... vill fara frá Palace. Guðmundur markhæstur GUÐMUNDUR Þorbjörnsson hinn marksækni miöherji Vals, hefur skoraö flest mörk I Reykjavikurmótinu i knatt- spyrnu eöa 4. Eirikur Þorsteins- son úr Vikingi, sem skoraði 2 mörk þegar Vikingur vann sigur (3:0) yfir Þrótti, er I ööru sæti. Adolf Guömundsson skoraði þriöja mark Vikingsliösins. Árni Guömundsson nýliöi i KR-liðinu, skoraði bæði mörk KR, sem vann sigur (2:0) yfir Armanni. Staðan er nú þessi I Reykja- vikurmótinu: Valur.........4 2 2 0 10:2 2 8 Vikingur ....4 3 0 1 10:2 2 8 Fram ........4 2 11 9:4 16 KR............4 1 1 2 3:6 0 3 Þróttur-.....4103 2:9 02 Ármann....... 4 1 0 3 2:12 0 2 Markhæstu menn: Guðmundur Þorbjörnss.,Val. .4 Eirikur Þorsteinss., Vik.....3 Kristinn Björnsson, Val......3 Arni Guðmundss., KR..........2 Kristinn Jörundss., Fram.....2 Marteinn Geirss., Fram.......2 Stefán Halldórss., Vik.......2 ------ J JENNINGS KEMUR FRÁ ÁSTRALÍU til að leika með landsliði N-lrlands PAT Sharkey, sem lék sinn fyrsta leik meö Ipswich-liöinu fyrir aö- eins 7 vikum hefur veriö valinn i 17 manna landsliöshóp N-trlands, sem keppir i Bretlandseyja- keppninni. Dave Clements, einvaldur irska liösins, valdi hinn 22 ára Sharkey i landsliöshóp sinn, eftir aö Allan Hunter, félagi Sharkey hjá Ipswich, haföi mælt meö honum. Sharkey kom til Ips- wich frá Portadown. Dave Clement hefur leikið 45 landsleiki fyrir N-Irland og hefur verið fyrirliöi irska liösins undan- farin ár, en mun ekki leika nú með liði sinu, — nema að nauð- synlegt sé — vegna meiösla. Clement hefur valið hinn stórefni- lega 19 ára David McCreery, Manchester United, i hópinn og mun hann aö öllum likindum leika sinn fyrsta landsleik fyrir N- trland i Bretlandseyjakeppninni. Landsliðshópur N-lra er skipaður þessum mönnum: Markveröir: Pat Jennings, Tottenham Jim Pratt, Middlesbr. Aörir lcikmenn: Pat Rice, Arsenal Sammy Nelson, Arsenal Brian Scott, York City Allan Hunter, Ipswich Jimmy Nicholl, Man. United Chris Nicholl, Aston Villa Brian Hamilton, Everton Tom Cassidy, Newcastle Pat Sharkey, Ipswich Jim Cochrane, Colerine Sammy Mcllroi, Man. United David McCreery, Man. United Derek Spence, Bury Tom Finney, Sunderland Sammy Morgan, Brighton Pat Jennings, hin snjalli mark- vörður Tottenham, er nú með liöi sinu á keppnisferðalagi um Astraliu. Hann mun koma fljúg- andi heim, til að leika með irska liðinu. N-trar leika i sama riðli og tslendingar i undankeppni HM- keppninnar og má búast við að flestir þeir leikmenn, sem hafa verið valdir i irska liðiö, leiki gegn Islendingum næsta sumar. — SOS. PAT JENNINGS.. hefur leikið 55 landsleiki. „Við munum ekki standa í vegi fyrir Taylor II — segir AAalcolm Allison, framkvæmdastjóri Crystal Palace PETER Taylor hinn snjalli leikmaður Crystal Palace/ hefur óskað eftir þvi, að hann verði settur á sölulista hjá Lundúna- félaginu. Taylor fór fram á sölu, þegar útséð var um að Palace-liðið kæmist upp í 2. deild. — Ég hef mikinn áhuga á að fá að reyna mig með einhverju af stóru félögunum, sagði Taylor, sem er fyrsti 3. deildar-leikmað- urinn, sem leikur með enska landsliðinu, siðan að Johnny Byrne — einnig i Crystal Palace — lék með þvi 1962. — Taylor hefur allt, sem góður leikmaður þarf til að bera. Ég skil hvers vegna hann vill fara — við munum ekki standa i vegi fyrir honum, sagði Malcolm Allison, framkvæmdastjóri Crystal Palace. FRANK WORTHINGTON— hinn marksækni leikmaður Leicester, sem sýnir alltaf góða leiki, hefur veriö settur á sölulista. Worthington, eins og Peter Taylor, eru metnir á um 200 þúsund pund. BRIAN KIDD —hefur verið settur á sölulista hjá Arsenal. Þessi snjaili leikmaöur, sem Arsen- al keypti frá Manchester United 1974 á 110 þús. pund, vill fara frá Lundúnum, þar sem konan hans kann ekki við sig i stórborginni. MICHAEL DOCHERTY -sem hefur leikið 150 leiki meö Burnley, hefur verið leystur undan atvinnumennsku hjá félaginu. Docherty, sem er 26 ára — sonur Tommy Docherty, framkvæmdastjóra Manchester United, mun leika með Manchester City fram- vegis. — SOS. FRANK WORTHINGTON... á sölulista.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.